Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 4 , pú vcist c\b pabbi þ'inn vlLL fó CtZ sofcL út ó- SunnudöQum að njáta straumkastsins saman. W HM. u s Pat 0*l —i* «■»*> wm* •nNðLw Aafrin Tím- Það lærir maður þó hér f fangelsinu að vita hver er vinur manns . .. HÖGNI HREKKVÍSI „ F/gST ER pAO VgR&LAUNAAFHENDlMglKI... ÖG> pAO SBM HENNI FyLGlR.11 Friðum stór landsvæði fyrir sauðfé Til Velvakanda. Einhvert mesta hneykslismál sem upp hefur komið hér á landi er „sorphaugaveislan" sem fjallað hefur verið um í flölmiðlum að undanfömu. Hundruðum tonna af kjöti, sem ríkið hefur verið látið borga, hefur verið kastað á sorp- hauga. Þúsundir tonna eru geymd með æmum tilkostnaði til að fara í refínn eða á haugana. Svo lítil er fyrirhyggjan að þetta kjöt er allt unnið eftir kúnstarinnar regl- um og með æmum tilkostnaði — hefði ekki verið skynsamlegra að fleygja skrokkunum óunnum? Á sama tíma er landið víða illa farið vegna ofbeitar. Nýlegt dæmi um það hve vitleys- an gengur langt í landbúnaðarmál- um er upprekstur á Mývatnsöræf- um þar sem landið er allt örfoka vegna ofbeitar ár eftir ár. Er ekki kominn tími til að hafa eitthvert skipulag á nýtingu landsins og al- friða stór svæði fyrir sauðfé? Ég legg til að Þórsmörkin verði það svæði sem fyrst verði alfriðað fyr- ir bitvarginum og svo og allar heiðar og afréttarlönd þar sem uppblástur er til staðar. Sjálfsagt er að friða stór svæði fyrir beit og láta þau takmarkast af ám eða Qöllum til að spara kostnað við girðingar en kostnaður við þær hefur verið alltof mikill. Með þess- um hætti mætti græða upp mikið land og er þetta frumforsenda þess að verulegur árangur náist í iand- græðslu hér á íslandi. Haukur Stöðvun hvaladráps er mannúðarmál Til Velvakanda. Hvalveiðar voru e.t.v. ill nauðsyn áður fyrr, en nú er sjáifsagt mann- úðarmál að leggja þær niður með öllu. Nógu langt hefur verið haldið út í ófæruna. Tökum forystu hvala- vemdar í eigin hendur, án utanað- komandi þrýstings. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öilu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i dálkunum. Hvalkjötið fræga, sem Þjóðverjar kyrrsettu, er aftur komið til ís- lands. íslendingar ættu að láta sér þetta að kenningu verða. Það borg- ar sig aldrei til Iengdar að svíkja gefin loforð eða ganga á gerða eiða, eins og hér var gert. Hvalveiðar í stómm stíl í vísindaskyni var aug- ljós blekking sem allir hlutu að skilja. Það var löngu tímabært að hætta öllum hvalveiðum, því þær vora okkur ekki lengur nauðsyn. III verk skyldi aldrei vinna lengur en ill nauðsyn krefur. Hvalveiðar án nauðsynjar vora löngu orðnar smánarblettur á framferði okkar og hlaut að særa mannúðartilfínn- ingar okkar sjálfra og annarra. Langvinnt og kvalafullt dauða- stríð fylgir oftast drápi hvers hvals. Engin önnur aðferð hefur þekkst við hvaladráp. Með lögum er bann- að að valda dýri þjáninga að nauðsynjalausu, við aflífun þess. Hér hefur hvaladráp ekki verið nauðsyn um áratuga skeið. Afkoma þjóðarinnar hefur verið þannig, góðu heilli, að þess var ekki þörf. Samt var haldið áfram. Líklega hefur hér mestu ráðið fastheldni „Hvalir eru einhver merkileg- ustu dýr jarðar okkar. Við íslendingar ættum að sjá sóma okkar i þvf, að hætta hvalveiðum að þarflausu." við gamlan atvinnuveg, þar sem gróðasjónarmið fárra var ávallt lát- ið sitja í fyrirrúmi. Og sjálf ríkis- stjómin tók á sig þann vafasama heiður, að vera málsvari þessa framferðis. Leitt er tii þess að vita, að útlend- ingar skuli neyðast til að beita okkur löglegum og ólöglegum þrýstingi til að fá okkur til að leggja niður þennan ljóta leik. Sjálfír áttum við fyrir löngu að sjá sóma okkar í að hætta eigin hvalveiðum af eigin hvötum og fá aðra til hins sama. En betra er seint en aldrei. Tök- um *nú af skarið og afnemum allt hvaladráp fyrir fullt og allt. Það yrði okkur til sóma auk þess sem það mundi áreiðanlega leiða til bættra lífsambanda og þar með til aukinnar farsældar öllum til handa. Ingvar Agnarsson Víkverji skrifar Fjölmiðlar sjást stundum ekki fyrir í fréttaflutningi sínum, eins og dæmin sanna. Fyrir nokkr- um dögum vora ungir menn á siglingu á stöðuvatni í nágrenni Reykjavíkur. Þeir vora vel búnir og engin hætta á ferð. Óhapp olli því, að þeir lentu í vatninu, en þar sem þeir vora í þurrbúningum og björg- unarvestum var það ekki til vand- ræða. Vegfarendur sáu til þeirra eftir óhappið og kölluðu í lögreglu. Hennar atbeini þurfti ekki að koma til en viðbrögð vegfarenda vora að sjálfsögðu eðlileg. Hið sama verður ekki sagt um viðbrögð einnar hinna ^ölmörgu útvarpsstöðva, sem nú era starfræktar. Það er á margra vitorði að til era tæki, sem gera kleyft að hlusta á lögreglubylgjur og það, sem þar fer fram. Starfsmenn einstakra §öl- miðla ráða yfír slíkum tækjum. Sennilega er það skýringin á því, að skömmu eftir að lögreglan var kölluð til í ofangreindu tilviki, birti ein útvarpsstöðvanna frétt um þennan atburð, sem samkvæmt frá- sögninni var mun alvarlegri en í raun. Heima sátu aðstandendur þessara pilta og hlustuðu í angist á fréttina. Sú angist stóð í töluverð- an tíma áður en uppiýst var, að ekkert slys hefði orðið. Samkeppnin á milli flölmiðla er hörð, en starfs- menn þeirra verða þó að virða einhver mörk. Það v ar ekki gert í þessu tilviki. XXX Fyrir nokkram dögum var skýrt frá því, að menn hefðu gefízt upp við að veija fuglalífið í Tjöm- inni fyrir ágangi máva. Víkveiji varð vitni að því annars staðar í liðinni viku, að baráttan við mávinn er í fullum gangi, en henni er ekki haldið uppi af mönnum með skot- vopn, heldur era það fuglamir sjálfir, sem þar eiga hlut að máli. Mávahjón gerðu harða atrenna dög- um saman að ungviði við árbakka í Dalasýslu. En fuglamir, sem þama búa bjuggust til vamar. Þeir tóku sig saman 4-6 f hvert skipti og réð- ust að mávunum. Þeir komu alltaf aftan að þeim og steyptu sér niður að þeim með þeim árangri, að þeir fengu aldrei frið og urðu að gefast upp. Þetta var stórfenglegur loft- baidagi og líktist einna helzt því, sem sjá má í kvikmyndum um átök. 1 orastuflugvéla í baráttunni um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.