Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 32
32 —T MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 Morgunblaðið/Einar Falur Sirkus Arena skemmtir borgarbúum SIRKUSINN Arena Berdino er nú staddur hér á landi og hefur ferðast um Norðurland og Vesturland með sýningaratriði sín, en er nú staddur í Reykjaík. Mun hann skemmta borgarbúum fram á fimmtudag og að þessu sinni er annað sýningarfólk á ferðinni en áður hefur komið fram hérlendis. Sýningarhópurinn leggur síðan leið sína um Reykjanes, Suðurland og Austurland. Sirkusfólk er þekkt fyrir allt annað en stirðbusahátt og á myndinni sem Einar Falur ljósmyndari tók á föstudag má sjá 'unga stúlku úr Arena Berdino sirkusnum sýna fimi sina. Sala á farsímum hefur margfaldast SALA á farsímatækjum hefur margfaldast eftir að fréttist af áformum um að leggja söluskatt á farsíma. Hjá Hátækni hf., sem er stærsti söluaðilinn hér á landi, fen- gust þær upplýsingar að síðasta einn og hálfan mánuðinn hefðu selst jafnmargir símar og siðustu fimm og hálfan mánuðinn þar á undan. „Salan hefur margfaldast, það verða allir búnir að fá sér farsíma áður en þetta skellur á,“ var svarið þjá öðru fyrirtæki. Aukning á farsímatækjum er fímm sinnum meiri á hvem íbúa á íslandi en í Noregi, sem er það land (heimin- um sem næst kemur hvað varðar aukningu á farsímum á ári. Um síðustu mánaðamót vom um 3.400 farsímar í notkun hér á landi og hef- ur aukningin verið á milli 250 til 300 tæki á mánuði. Að sögn Magnúsar Waage, hjá Pósti og síma, höfðu menn tekið mið af reynslu annarra þjóða þegar far- símakerfið var sett upp á síðasta ári. „Þessi mikla eftirspum hér kom okkur því í opna skjöldu og því varð afgreiðslutíminn hjá okkur lengri ( upphafi en ætlað var,“ sagði hann . „En með því að sarga út eins mikið stækkunarefni og hægt hefur verið hefur okkur tekist í flestum tilfellum að halda í við þessa aukningu, en þó sjaldan tekist að að fullnægja þörf- inni fullkomlega. Hins vegar stendur þetta allt til bóta og núna stækkum við mjög hratt. Hér í Reykjavík höfum við til dæmis stækkað á síðustu þrem- ur vikum úr 26 rásum á Öskjuhlíðinni í 36. Á Þorbjamarfelli við Grindavík stækkuðum við úr 8 rásum í 12 fyrir hálfum mánuði og á Suðurlandi höf- um við stækkað 5 tveggja rása stöðvar um helming nú nýlega, svo nokkur dæmi séu tekin. Við reiknum því með að geta fullnægt eftirspum á flestum stöðum á landinu á þessu ári,“ sagði Magnús. Fyrirlestur um aðferðir í atferlisrannsóknum MIÐVIKUDAGINN l.júlí nk., kl. 15.00, flytur dr. Iver H. Iversen kennari við háskólann í Norður- Flórída fyrirlestur í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands, sem hann nefnir „Controversial Issues in Metho- dology in Behaviour Research". Dr. Iversen er tilraunasálfræð- ingur að mennt og danskur að uppmna, en búsettur í Bandaríkjun- um, þar sem hann hefur unnið að grunnrannsóknum í atferlisstjómun sl. 4 ár, ásamt háskólakennslu. Eftir nám við Kaupmannahafn- arháskóla, vann hann sem rann- sóknarstyrkþegi hjá próf. John Brandy á John Hopkins-stofnuninni í Baltimore og hjá Murry Sidman í North Eastem University í Boston. Dr. Iversen hefur flutt erindi um rannsóknir sínar víðsvegar um Bandaríkin sem og í Evrópu og ligg- ur eftir hann fjöldi greina í tímarit- unum Psychological Records, Physiology and Behavior, Behavior Analysis Letter og Joumal of the Experimental Analysis of Behavior. Einnig er hann annar tveggja höfunda að bókinni Classical Cond- itioning, Operant Conditioning: A Response Pattem Analysis, sem var gefin út af Springer-forlaginu árið 1978. Um þessar mundir er hann að vinna að yfirlitsgrein um breytilega gagnsemi þeirra aðferða sem al- gengast er að nota, þegar rann- sóknamiðurstöður eða hliðstæðar upplýsingar em birtar. Jón Páll reynir við heimsmet JÓN Páll Sigmarsson, sterkasti maður heims, ætlar að reyna að setja heimsmet í að draga fjórtán tonna DAF fólksflutningabil i kvöld, þriðjudag, klukkan 20.00 hjá Bilaborg hf. að Fosshálsi 1. Hér er um að ræða þriggja öxla, 62 manna DAF fólksflutningabQ, sem sérleyfishafinn SBS hf. á Selfossi var að kaupa tU landsins. Aldrei fyrr hefur verið reynt að draga svo þungan fólksflutningabíl og mun þetta afrek Jóns Páls verða skráð í heimsmetabók Guinness. Öllum er heimilt að fylgjast með Jóni Páli þegar hann reynir við heimsmetið segir í fréttatilkynn- ingu. Miðstjóm Alþýðubandalagsins: Leitað að skilgreiningu á flokknum og skýrari stefnu En engin áþreifanleg niðurstaða fékkst, segja miðstj órnarmenn Á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins sem haldinn var í Reykjavík um helgina fór fram umræða um pistla sex forystu- manna flokksins sem gengið hafa undir nafninu „Varma- landsskýrslumar." Eftir tveggja daga setu var ákveðið var að skjóta umræðunni aftur tU níu manna nefndar sem skipuð var i Varmalandi á dögunum. Mið- stjómin fundar síðan í lok septembermánaðar til undirbún- ings landsfundar. í samtölum við blaðamann í gær sögðu mið- stjóraarmenn að þar hefði farið fram nauðsynleg krufning á flokknum, þótt fundurinn skyldi ekki eftir áþreifanlega niður- stöðu. Þau töldu að skapast hefði hreinskUin umræða en vísuðu tali um átök milli einstakra pers- óna eða fylkinga á bug. Flokkinn skortir skýra stefnu „Það var aldrei tilgangurinn að komast að ákveðinni niðurstöðu á þessum fundi. Okkur er öllum ljóst að slík umræða tekur tíma. Lýðræð- ið er tímafrekt. Ég er hæstánægð- ur, fundurinn sýndi lýðræðislegan styrk flokksins og vilja til endumýj- unar. Af því mættu aðrir flokkar draga sinn lærdóm," sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður mið- stjómarinnar. Ólafur lýsti fundinum á þann hátt að þar hefði þau málefni verið kortlögð sem flokkurinn þyrfti að takast á við í náinni framtíð. Eftir greinargerðir höfunda Varmalands- skýrslanna hefðu sjónarmið þeirra verið rædd ítarlega. Sú niðurstaða lægi fyrir að flokkinn skorti skýra stefnu í einstökum málaflokkum. Þá væru ákveðnar meginlínur í pólitík ekki nógu greinlega dregnar. „Eg hef verið þeirrar skoðunar að taka eigi efnisþætti til skoðunar og sjálfsskilgreiningu flokkins. Þessi fundur sannar að Alþýðu- bandalagið er tilbúið að takast á við vanda sinn sem þroskað stjóm- málaafl. Það er forsenda þess að flokkurinn geti endumýjað sig,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann kvað litlu skipta hvort skipt yrði um forystu, ef málefnin yrðu ekki krufín til mergjar áður. Að því sögðu taldi Ólafur Ragnar of snemmt að láta nokkuð uppi um hugsanlegt framboð sitt til form- anns Alþýðubandalagsins á lands- fundi í haust. „Alþýðubandalagið er fjöldahreyfing yfir 3000 félags- manna um allt land, ekki einangr- aðrar flokksforystu í Reykjavík. Það er nú fólksins að taka þátt í að greiða úr vandamálunum." Miskunarlaus en nauð- synleg úttekt Guðrún Helgadóttir þingmaður kastaði fram þeirri tillögu á mið- stjómarfundinum að Alþýðubanda- lagið verði minnihlutastjóm Framsóknar og Alþýðuflokks falli í eitt ár, að því tilskyldu að flokkur sinn gæti fallist á fyrstu efnahags- aðgerðir ríkisstjómarinnar. „Ég tel að þingið hafi gott af því að búa við minnihlutastjóm um skamma hríð. Það myndi aga vinnubrögð þingmanna og fela þeim meiri ábyrgð. Það er kominn tími til að fólk skilji það samband sem er á milli stjómarkreppunnar og úrslita kosninganna í vor,“ sagði Guðrún. Hún sagði að sú skoðun sín ætti hljómgrunn innan flokksins, að fjögurra flokka stjóm kæmi fáu til leiðar. Þar yrði Alþýðubandalagið áhrifalaust. „Á miðstjómarfundinum fór fram aldeilis nauðsynleg umræða um meginmál eins og hæfir í só- síalískum verkalýðsflokki. Þetta var miskunarlaus úttekt, en flokkurinn okkar þurfti þess með. Við urðum að horfast í augu við þær breyting- ar sem orðið hafa á stéttarsamsetn- ingu þjóðfélagsins, sambandi verkaiýðshreyfingarinnar og flokksins, eða flokksins og mál- gangs hans. Fólk var fúst til að viðurkenna að okkur skorti skýrari stefnu í veigamiklum málum, nægir að nefna landbúnaðarmál, sjávarút- vegsmál, bankamál, vaxtamál og fleiri. Stefnuna þarf að marka bet- ur,“ sagði Guðrún. Hún sagði að í umræðunni um tengsl flokksins og verkalýðshreyf- ingarinnar hefði verið mikil stuðn- ingur við það sjónarmið að flokkurinn reki óháða stefnu í kjar- málum. Það væri ekki óeðlilegt að kröfur flokksins stönguðust á tíðum við þau stuttu skref sem forysta verkalýðshreyfíngarinnar neyddist til að taka til þess að ná samning- um._ „Ég hef áður sagt að það hljóti að verða hagsmunaárekstrar ef þingmenn eru einnig í forystu verkalýðshreyfinga. Þau beinu tengsl eins manns við þingflokkin sem margir telja nauðsynleg eru tímaskekkja. En grundvallaratriðið er auðvitað að tengslin við verka- lýðshreyfinguna eru ekki byggð á einstökum persónum, heldur sam- bandinu við launafólkið sjálft," sagði Guðrún. Þessari fortíðar- yfirferð nú lokið HANN hafði ekki lánið með sér, þjófurinn sem braust inn í Osta- og smjörsöluna um helgina. Um hádegið á sunnudag barst rannsóknarlögreglunni tilkynning um að brotist hefði verið inn í Osta- og smjörsöluna að Bitruhálsi í þýðubandalagsins sagði að fundur- inn hefði heppnast mun betur en hann hefði talið ástæðu til að ætla. Ágreiningsmál hefðu reynst minni en þau virtust ef skýrslur sex- menninganna væru lesnar. „Nú hefur umræða farið fram um þessar skýrslur eins og ráð var fyrir gert. Þar með lít ég svo á að þessari fortíðaryfirferð og umræðu um ástæður fylgistapsins í vor sé lokið en komin tími til að leggja plönin upp á nýtt. Enda höfum við þegar eytt nógum tíma í umræðu af þessu tagi.“ Svavar sagði athyglisvert að bera vinnubrögð Alþýðubandalags- manna saman við sambærilega umræðu í Sjálfstæðisflokknum. „Við höfum fúllan hug á því að ræða málin opinskátt en mér sýnist að Sjálfstæðismenn ætli að sitja á sinni skýrslu," sagði hann. I ljósi þeirra atburða sem gerð- ust í stjómarmyndunarviðræðunum um helgina sagði Svavar að Al- þýðubandalagið væri reiðubúið hvenær sem er að taka þátt í um- ræðum um myndun ríkisstjómar. „Ég held að við séum á margan hátt betur undir það búin en aðrir flokkar að taka þátt í málefnalegri umræðu um þennan möguleika. Flokkurinn hefur lagt fram mjög ýtarlegar tillögur um aðgerðir í ríkisfjármálum, ýtarlegri en nokkur annar flokkur. Ég sé því ekkert að vanbúnaði til þess að við göngum til viðræðna við aðra flokka." Reykjavík. Þegar þangað var komið var þjófurinn enn á staðnum, því hann hafði komið sér í sjálfheldu og lokast inni hjá ostunum og smjörinu. Hann mun hafa unnið einhver skemmdarverk á hús- næðinu. Svavar Gestsson formaður Al- Þjófur í ostum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.