Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 Trumbu- sveinn á ferð Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Jón Dan: EKKI FJASAR JÖRÐ- IN. Skákprent 1986. Jón Dan er kunnastur fyrir smá- sögur sínar og skáldsögur, en hefur einnig fengist við ljóðagerð. Fyrir tveimur áratugum kom út eftir hann ljóðabókin Berfætt orð. í fyrra sendi hann frá sér Ekki ijasar jörð- in sem er tilefni þessarar umsagnar. Vetur og dauði eru síendurtekin yrkisefni í Ekki fjasar jörðin. Þessi ljóð eru eins og svo mörg önnur ísiensk ljóð til vitnis um hve mikil áhrif veðurfarið hefur á fólk, hvem- ig veturinn ræður þankagangi manna. En ekki er áhrifaminni sá gestur sem kemur seint og tekur fram trumbu sína og býr sig undir að beija. Jón Dan skiptir bókinni í þijá hluta: Ég þóttist vita, Vetrarljóð og Ljóð um dauðann. Bókin er í raun nokkrir ljóðaflokkar, en fá stök ljóð í henni. Meðal þeirra eru Ekki segir blómið og Kallar oss dauðinn. í þessum ljóðum er hnitmiðun. Skáldið hefur sótt bókarheitið í Ekki segir blómið, enda segir þan „Ekki kveinar golan/ sem deyr í skógargildrum/ og ekki fjasar jörð- in/ þó hana stundum svimi". í sama ljóði er hlutskipti skáldsins lýst: „En ég er bara háin/ sem bíður sláttu- mannsins/ og ég er bara lyngið/ og hjari á rofabörðum". Myndir þessa ljóðs eru skýrar og hljómurinn kliðmjúkur. Sama er að segja um Kallar oss dauðinn þar sem regn- dropamir sofna í lygnum polli, en stíga svo til himna „og falla regn til jarðar". Og þegar dauðinn hefur kallað gerist aftur lítið bam til jarð- ar“. Kallar oss dauðinn verður því ekki kallað svartsýnt ljóð því að jafnvel í dauðanum fer lífið áfram sínu fram. Flest ljóð bókarinnar sýna þróun í mælskuátt. Jón Dan hefur vissu- lega áður ort orðmörg ljóð og ekki hræðst að segja frá í ljóði. En hér era ljóð sem gjalda þess hve rabbs- tíllinn er skáldinu hugleikinn og gæti með tímanum breyst í áráttu. Að þessu leyti þykir mér flokkurinn Grimmivetur einna verstur. Hér skortir skýrari myndir. í staðinn fyrir hnitmiðun era komnar hvers- dagslýsingar á veðri og frásögnin af Iitlum atburðum og stóram er með þeim hætti að lesandinn hrífst sjaldan með. Sumu hafa menn gert betri skil í anda þjóðlegs fróðleiks, samanber komu bjamdýra í af- dalabæ. Lokaorð þess ljóðs sem hér er vikið að geta alls ekki talist fynd- in og ekki era þau smekkleg: „Gagnlegum leiðangri lokið“. Símar 35408 - 83033 1 AUSTURBÆR ÚTHVERFI Rauðilækurfrá 1-41 Lerkihlíð Bólstaðarhlíð Fellsmúli frá 2-26 frá 40-56 og 58-68 Álftamýri frá 38-58 Hverfisgata frá 4-62 Skeifan o.fl. Rauðás Hverfisgata frá 63-115 Háaleitisbraut o.fl. frá 117-156 FOSSVOGUR Hvassaleiti frá 18-30 Sólheimar Efstaland — einbýli og raðhús Dalaland Álfheimarfrá 56-74 Goðaland Grundarland VESTURBÆR Nesvegurfrá 40-82 KOPAVOGUR Hraunbrautfrá 18-47 Jón Dan Því er aftur á móti ekki að leyna að ljóðræn framsetning Jóns Dan getur verið kraftmikil og það spillir ekki alltaf að honum er mikið niðri fyrir. Víða í bókinni era skáldleg tök á yrkisefni, mælska og mynd- beiting í samræmi. Ég nefni einkum Ljóð um dauðann, lokahluta bókar- innar. Sá hluti er í senn návígi við dauðann og tilraun til að sætta sig við hann. Meðal þeirra ljóða sem heppnast vel er Hljóðfæri engils sem tjáir fund dauðans og gamallar konu. Öll era þessi ljóð persónuleg og jafnvel einkaleg, en leitast við að spegla um leið samtíðina og skyggnast til framtíðar. Frá kvöl dauðans og miskunnarleysi er vikið að því sem ógnar öllu lífí og ástæða er til eins og Jón Dan gerir að biðja Guð að forða okkur frá. Hér er átt við það sem skáldið kallar „kjam- orkubálið". Skáldið snýst gegn því að mannkynið trúi á dauðann. Óvissa um framtíð mannsins á jörð- inni heldur fyrir því vöku. Ekki fjasar jörðin er bók sem á erind; við fólk, er opinská og mann- leg. Um listrænt gildi ljóðanna má aftur á móti deila. En Jón Dan hefur enn á ný sýnt okkur að hann er ekki bara gott sagnaskáld. Menn og mál- efni í héraði Bókmenntir Erlendur Jónsson HÚNAVAKA. 251 bls. Ritstj. Stefán Á. Jónsson. Útg. Ung- mennasamb. Austur-Húnvetn- inga. 27. ár-1987. Stefán Á. Jónsson fylgir riti þessu úr hlaði með Ávarpi. Forystu- grein eða leiðara mætti kannski heldur kalla það. Því byggðapólitík- in er þama ofarlega á baugi. Stefán minnir á að margs konar framfarir hafí orðið í héraði. Samt blæs ekki að öllu leyti byrlega. Stefán fullyrð- ir að byggðin eigi »nú svo í vök að veijast að uggvænlegt er. Og það þrátt fyrir þá mörgu og augljósu kosti sem lífshættir úti á landi hafa fram yfír búsetu í ört stækkandi borg við Faxaflóa, þar sem ys og þys eyðir þögninni.« Stefán spyr hvað valdi. Og vitan- lega verður ekki fundið neitt einhlítt svar við slíkri spumingu. Stefán bendir meðal annars á að »fjölmarg- ar aðgerðir stjómvalda stuðla beint eða óbeint að flutningi fólks úr sinni heimabyggð.« Og síðar segir Stefán: »Framtíðin hlýtur að vera bjartari fyrir þjóð með öflugar byggðir, sem nýta sem víðast gögn og gæði til lands og sjávar, heldur en þar sem eyði- byggðastefnan glottir við vegfar- endum.« Undir þetta munu allir geta tekið, að minnsta kosti í orði kveðnu! Sem dæmi um batnandi lífslgör í heimahögum telur Stefán að »böm og unglingar geta sótt skóla dag- lega að heiman frá öllum heimilum Húnaþings.« Kannski er af fáfræði spurt en eigi að síður langar mig að spyija: er ekki forláta heimavist á Húna- völlum (og kannski við fleiri skóla í héraðinu)? Er hún þá látin standa auð og ónotuð? Eða til hvers var henni komið upp? Skemmtilegt og fróðlegt er viðtal er Jóhann Guðmundsson hefur ritað eftir Ólafí á Sveinsstöðum. Ólafur rifjar upp búskaparhætti gamla tímans og víkur meðal annars að því hve stuttan tíma hesturinn var notaður sem dráttardýr í sveitum landsins. Segir hann frá manni sem ungur lærði aktygjasmíði. En ak- tygi vora ekki notuð svo lengi að honum entist til ævistarfs. Minnir þetta á hve þróun var hér ör á fyrri hluta aldarinnan frá steinaldar- og jámaldarbúskap til vélvæðingar og stórbúskapar. Þættir era hér tveir eftir löngu gengna heiðursmenn, Verslunarfé- lag Vindhælinga 1899-1930 eftir Magnús Bjömsson á Syðra-Hóli, og Þáttur um séra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu eftir Jón Eyþórsson. Magnús Bjömsson var einhver ágætastur alþýðlegur fræðimaður á sinni tíð. Verður ekki bent á marga sem skrifuðu hreinni né rismeiri stíl um hans daga, ekki heldur þótt borið sé saman við þá sem lang- skólanáms höfðu notið. Verslunar- málin töldust til hita- og tilfínninga- mála um og upp úr aldamótunum síðustu og snertu hvem bónda á landinu, svo og auðvitað þjóðina alla; vora því jafnframt brýnt hags- munamál einstaklinga og heildar. Það kostaði bændur æma fyrirhöfn að taka verslunina í sínar hendur. En þeir stóðu þá líka sterkari á eftir. Þáttur Magnúsar Bjömsson- ar, en hann var færður í letur fyrir næstum hálfri öld, varpar ljósi á menn og málefni í héraði á fyrstu áratugum aldarinnar þegar þessi mál voru hvað mest í deiglunni. Jón Eyþórsson var líka með rit- færari mönnum á sinni tíð; og landskunnur útvarpsmaður á fyrstu áram Ríkisútvarpsins. Séra Stefán á Auðkúlu var sóknarprestur hans Verðir við Flóann Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Liesl Graz:The Omanis-Sentin- els of the Gulf Útg. Longman 1982. rf Allar gerðir Tengið aldrei stál-í-stál StataEögjur <sJJ(S)iri)©©©(n) © VESTURQOTU 16 SIMAR 14680 21480 fltarí&íiwMí&ifc Áskriftarsimirm er 83033 í nærfellt öld var Óman gleymt umheimi. En skyndilega birtist það á ný - var ýtt fram með góðu eða illu, þegar Hormutzsundið varð hemaðarlega og stjómmálalega mikilvægastur staður olíuflutn- inga. Fyrir Hormutz fara hvorki meira né minna en helmingur allr- ar þeirrar olíu, sem er framleidd. Og til notkunar bæði á Vesturlönd- um og Japan. Síðan hefur enginn farið í graf- götur með mikilvægi landfræði- legrar legu Ómans. En þetta land er meira en varðhundur við mynni Hormutzsunds.Þar era að gerast einhveijar athygliverðustu breyt- ingar í framfaraátt í öllum Arabaheimi. Og þótt víðar væri leitað. Að ýmsum þáttum þessa var vikið í Ómangreinum í Morgun- blaðinu í vetur er leið. Liesl Graz er svissneskur blaða- maður, sem hefur lengi sérhæft sig í málefnum Miðausturlanda. Hún nam sögu í Bandaríkjunum og síðar í Frakklandi. Hún er fréttaritari ýmissa blaða um Mið- austurlönd við góðan orðstír. Bók hennar er unnin af mikilli þekkingu og þar er mikinn fróðleik að fínna. Hún stiklar á stóra í sögu Ómana, allt frá því þeir vora herraþjóð og fram til þessa dags. Hún telur að ein skýringin fyrir sérstöðu þeirra kunni til að mynda að vera að Óman var aldrei undir stjóm ann- arra, hélt alla tíð sjálfstæði sínu. Á áram áður átti Óman marga siglingakappa og fóru sæfarar þaðan í margar svaðilfarir. Liesl rekur sig fram til nútí- mans af stakri piýði og fjallar um þetta óvenjulega ríki sem Súlt- antíkið Óman er nú um stundir. Óman gleymt í áratugi, þar sem engar framfarir urðu, skólar fyrir- fundust ekki og lækna mátti telja á fíngrum annarrar handar eða svo.En umhverfís- og alls staðar vora að verða breytingar, sem ómanir höfðu enga hugmynd um. Því fýsilegra er það svo, þegar Ómanir, fyrir hvatningu Quaboos súltans, sem tók við 1970 , að lesa um þá margbreytilegu þróun sem fer að gerast í landinu. Og er nú svo komið að Ómanir standa einna H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.