Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30.‘JÚNÍ 1987 57 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Feimnismál um lífeyrissjóðina Til Velvakanda Astæða er til að vekja sérstaka athygli allra þeirra sem hlut eiga að máli (fyrst og fremst lífeyris- þega og launþega á hinum almenna vinnumarkaði) á því sem nú er ritað um hið svonefnda lífeyr- issjóðafrumvarp, sjá greinar í Morgunblaðinu 19. júní sl., bls. 12, „almennur lífeyrissréttur skertur" og 23. júní sl. bls. 21, „Nokkrar athugasemdir" eftir Jón Erling Þorláksson, tryggingafræðing. Það tók 17 sérfróða topp-menn rúm 10 ár að móta tillögur sínar (frumvarpið) um framtíðarskipan lífeyrismála í landinu, frumvarp sem er eins meingallað, sérstak- lega fyrir þá sem ekki eru í opinberri þjónustu, eins og fram kemur í umsögn Kristjáns Thorlac- ius í blaðinu 19. þ.m. og hjá Jóni Erlingi 23. þ.m. Svo óljóst er frv. á köflum, að jafnvel hann, gamal- reyndur tryggingafræðingur, skilur þar sitthvað illa og annað alls ekki. Hvað þá með alla hina, sem ábyrgð bera á starfsemi sjóð- anna? munir lífeyrisþega og væntanlegra lífeyrisþega, sem þeir bera fyrst og fremst fyrir brjósti? Með hinu gífurlega og allt of ódýra lánsfé frá lífeyrissjóðunum miðað við aðstæður í þjóðfélaginu, til hins opinbera húsnæðislána- kerfis, hefur hlaupið slíkur of- vöxtur í umsóknir í þetta stór-niðurgreidda lánsfé, (vextir 3,5% af lánum Húsnæðisstofnunar ríkisins, sem nú greiðir lífeyrissjóð- unum 6,24% vexti, en markaðs- vextir eru hvað. . . 12%?) að allt er komið í strand. Félagsmálaráð- herra og framkvæmdastjóri Húsnæðisstofrunar ríkisins virðast vera alveg hissa á allri þessari eft- irspum lána og segja að nú verði að bíða eftir nýrri ríkisstjóm til að ákveða vexti handa lífeyrissjóð- unum á næsta ári. Sjóðimir vom búnir að undirgangast 5,92% vexti á lánsfé 1988 til Húsnæðisstjóm- ar, en nú sjá víst orðið allir að slíkt er ekki veijandi. Jafnvel stofnun í París varar við svona stjómun. Nýbakaðir ráðherrar, Hannibal og Halldór E., féllust á það á sínum tíma að sanngjamt væri og eðlilegt að lífeyrissjóðimir fengju markas- vexti af lánsfé sínu til Húsnæðis- stofnunar- rikisins. Þeir bmtu blað í því efni með því að samþykkja fyrstir ráðherra tilmæli lífeyris- sjóðanna um raunvemlega mark- aðsvexti. Nú haga stjómvöld sér eins og einokunarkaupmenn á fyrri tíð, sem ákváðu einhliða verð fýrir báða aðila. Það væri í lagi, ef stjómvöld tryggðu í leiðinni sjóðsfélögunum í hinum ólögbundnu lífeyrissjóðum sömu lífeyriskjör (einnig fyrir áunninn rétt liðna tímans) og opin- bemm starfsmönnum. Væri ekki rétt að athuga það nánar, eða hitt að stjómvöld létu lífeyrissjóðina í friði, þar sem óbreytt stendur, að menn uppskera eins og þeir sá. Þeir, sem vilja búa vel í haginn á starfsámm njóti þess þá á elliárum. Hinir reyni að muna, að hver er sinnar gæfu smiður. HVÞ Uppgjörið við liðna tímann tekur um 80 ár að mati J.E. Margvísleg skerðing á áunnum réttindum er boðuð í frumvarpinu, nema hjá opinbemm starfsmönnum. þeir em gulltiyggðir eins og áður. Á það bendir Kristján Thorlalcius rétti- lega, en það kostar hann og hans menn ekkert að benda á það í Ieið- inni að kjör hinna verða mögur skv. frumvarpinu. Hinir sem tjá sig í Morgunblaðinu 19. þ.m., virð- ast vera harla glaðir með frum- varpið og er það umhugsunarefni. Kannski hefði skerðing lífeyrisrétt- indanna getað orðið miklum mun minni, ef lífeyrissjóðimir og sam- tök þeirra hefðu ekki látið þvinga sig til að undirgangast vexti á lán- um til Húsnæðisstjómar ríkisins um þessar mundir, sem em langt undir markaðslqömm og fjarri öllu lagi. Aðilar vinnumarkaðarins, og um leið talsmenn samtaka lífeyris- sjóðanna, vom líka harla glaðir með samninginn við stjómvöld á síðasta ári um stórfellda skerðingu á vöxtum á meginhluta ráðstöfun- arfjár lífeyrissjóðanna. Er ekki eitthvað bogið við alla þessa gleði ráðamanna Hfeyrissjóðanna? Em það raunvemlegir hags- Þessir hringdu . . . Gott útilífs- námskeið hjá skátum Sigríður hringdi: „Sonur minn var á útilífsnám- skeiði hjá skátum fyrir nokkm. Hann hafði mjög gamana af öllu sem þar var gert og lærði margt. Mig langar til að koma þakklæti á framfæri til skátanna fyrir þetta góða námskeið." Góðar móttökur í Árbæjarsafni Kona hringdi: „Ég og fjölskylda mfn viljum koma á framfæri sérstöku þakklæti' til Árbæjarsafns fyrir fræðandi og notalega dagstund í safninu og gómsætar veitingar í Dillonshúsi." Hroki að tala um lágmenningu Til Velvakanda. Sem aðfluttur íslendingur var ég afskaplega hneyksluð að Iesa frétt í Morgunblaðinu hinn 20. júní sl. um að menntamálaráðherra þessa lands hafi lýst erlendri menningu sem lágmenningu. Það sýnir hroka, fordóma og einfeldni að kalla menn- ingu annarra þjóða lágmenningu. Mér finnst þetta ótrúlega dónalegt af manni í svo mikilvægri stöðu. Ég tel að hann eigi að biðja alla útlendinga búsetta á Islandi afsök- unar fyrir slíkan dónaskap og fordóma. Ég er ekki að segja að allt erlent efni í báðum sjónvarpsstöðvunum sé í hæsta gæðaflokki en þar er að finna ágætis efni frá mörgum löndum og mér finnst mjög for- dómafullt og hrokafullt að dæma allt sem er útlenskt minna virði en það sem er íslenskt. Það er líka sumt fslenskt eftii sem er lélegt. Gæðin eru ekki einungis fólgin í því hvort efnið er fslenskt eða er- lent. Öll menning er jafngild. íslensk menning hefur hvorki meira né minna gildi en menning annarra þjóða. Smá eyþjóð eins og íslend- ingar á það á hættu að verða þröngsýn og einangruð. Aðgangur að fjölmiðla- og menningarefni hvaðanæva hjálpar þjóðinni að skapa tengsl við umheiminn og tryggir að íslendingar verði ekki fordómafullir. Hope Knútsson Leiðrétting Til Velvakanda. Þakka fyrir birtingu greinar minnar í blaðinu í dag. Því miður hefir á einum stað fallið niður máls- grein, sem gerir efnið torskildara. „Með hveiju getur ungur maður (og stúlka) haldið vegi sínum hreinum"? Hér vantar. Svarið er: „Með því að gefa gaum að orði þínu.“ Sálm. 119:9. Sigfús B. Valdimarsson Enn um Ferðasögu Til Velvakanda. Að undanfömu hefur nokkmm sinnum verið til umræðu í dálkum Velvakanda ferðasaga ein í gátu- þuluformi, er svo hefst: „Fór ég að finna (hitta) frændur mína/ sólardaginn í sultardyrum ...“ o.s.frv. — Ferðasaga þessi er birt ásamt skýringum, þ.e. ráðningu á orðaleikjum gátunnar, í 6. árg. Strandapóstsins bls. 61-62 (árs- riti Átthagafélags Strandamanna hér í Reykjavík). Eftir því sem ég best veit og minnir, varð þessi stuðlaða ferðasaga fyrst hljóðbær manna á meðal á bemskuárum mínum í Steingrimsfírði 1907—1908, eða þar um bil. Munu margir hafa lært hana eða brot úr henni og hún borist víða. Ekki lærði ég hana þá í heild og aldrei siðan. Á fullorðinsámm hef ég heyrt, að Ferðasagan hafi á öðmm áratug aldarinnar birst í öðm hvom bamablaðinu, Æskunni eða Unga ísland, en eigi veit ég sann- indi á því. Sé það rétt hermt, hefur það skiljanlega aukið mjög útbreiðslu þessara, á sinn hatt, snjöllu stuðlamála. Trúlega hefur orðaleikur Ferðasögunnar eitt- hvað lítillega orðið breytilegur og gengist í munni á sl. 80 ámm, og það engu síður þótt birst hafi á prenti, en hvar hins uppmnalega texta er helst að leita verður ekki rætt hér að sinni. Hitt er aftur á móti óumdeilt og eflaust, að höfundur Ferðasög- unnar er Guðbjöm Bjömsson (d. 1912) bóndi í Tungugröf í Steingrímsfirði. Foreldrar hans vom Bjöm bóndi í Tungugröf og víðar, Jónsson prests í Tröllat- ungu, Bjömssonar prests s.st Hjálmarssonar prests s.st Þor- steinssonar, og Sigríður Bjama- dóttir prests í Garpsdal, Eggertssonar prests s.st Bjama- sonar landlæknis Pálssonar. Jóhann Hjaltason Og nú erum við í Borgartúni 28 SÖLUSKÁLAR VEITINGA HÚS MÖTUNEYTI Dúnmjúkar Duni servíettur fyrir boxin ávallt fyrirliggjandi. Verð á kassa kr. 2.388.- m/sölusk. FANNIR HF Bíldshöfða 14, sími 672511 pitrgiwiSpí S Góðan daginn! co
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.