Morgunblaðið - 30.06.1987, Page 49

Morgunblaðið - 30.06.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 49 Sigurbjörg Helga- dóttir—Minning GOODYEAR Fædd 18. maí 1908 Dáin 11. maí 1987 Nú á vordögum þegar náttúran er að vekja allt til lífsins og fyrstu vorfolöldin tifa léttfætt um grundir lauk hérvistardögum eins dyggasta hestunnanda þessa lands, Sigur- bjargar Helgadóttur, Neshaga 13 í Reykjavík en hún lést 11. f.m. Jarð- arför hennar fór fram frá Neskirkju þann 18. maí en þann dag hefði hún orðið 79 ára gömul. Hér fer ekki á blað ævilýsing heldur fáein kveðjuorð eftir kæra móðursystur okkar. Sigurbjörg fæddist á Þursstöðum í Borgarhreppi 18. maí 1908. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Magnea Þórðardóttir frá_ Gróttu á Seltjamamesi og Helgi Jonas Jóns- son frá Bálkastöðum í Hrútafirði. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Þursstöðum í hópi sex systkina. Fór hún ung til vinnu syðra og kynntist þar eiginmanni sínum Valdimar Valdimarssyni pósfcfull- trúa og stóð heimili þeirra alltaf í Reykjavík, lengi að Ljósvallagötu 8, en síðan í eigin húsnæði að Nes- haga 13 til æviloka. Hjónaband þeirra Sigurbjargar og Valdimars var gott og heimilið hlýlegt og var þar mjög gest- kvæmt. Ævinlega þegar við sveita- bömin þurftum að fara til Reykjavíkur var eins og sjálfgefið að dvelja á Neshaganum og þar vomm við í yfirlæti. Nutum við umhyggju frænku okkar og Valdi- mar var einkar skemmtilegur heimilisfaðir. Munum við ætíð minnast góðra daga á heimili þeirra. Þau Sigurbjörg og Valdimar eign- uðust tvö böm sem á legg komust, Gunnar Helga, fæddan 1934 og Hildi Hafdísi, fædda 1937. Gunnar býr á Flateyri en Hildur í Reykjavík. Bamabömin, og síðar böm þeirra, nutu dálætis ömmu sinnar. Eftir að Valdimar lést árið 1955 hélt Sigurbjörg heimili sitt áfram og var oft eitthvert bamabamanna í dvöl hjá henni. Sigurbjörg var mjög elsk að hestum og dáði þá allt frá æsku. Þó vom foreldrar hennar og s'ystkini ekki hestamenn í venjulegri notkun þess orðs. Að slepptri umhyggju hennar fyrir fjölskyldunni snerist allt um hesta. Heimili hennar bar þessu gott vitni. Þar minntu flestir munir á áhugamálið. Myndir og málverk vom þar af hestum. Þar vom stytt- ur, veggteppi og púðar, bækur og blöð og bókstaflega allt sem minnti á íslenska hestinn. Þessir vinir hennar gáfu lífsfyll- inguna og vom henni þjálir og eftirlátir. Um allmörg ár átti Sigur- björg hesta í Reykjavík og eyddi frítíma sínum í að annast þá. Það var áður en hestaeign var orðin jafn almenn í borginni og nú er. Var heyskapur tekinn hér og þar og oft vom snúningamir við að hafa hestana vísa. Allt þetta amstur við hrossin var frænku okkar hinn mesti gleðigjafi og aldrei var talin eftir nein fyrirhöfn. Fyrir allmörgum ámm varð Sig- urbjörg fyrir því að hestur hálffæld- ist undir henni svo að hún hrökk af baki og lærbrotnaði upp við mjöðm. Varð hún aldrei jafnfær eftir það. Ekki mátti nokkm sinni kenna hestinum um. Þegar á þetta er minnst núna, kemur í hugann önnur kona, frægur dýravinur sem átti heimili í Borgarfirði á upp- vaxtarámm okkar. Sú kona var orðin öldmð og hmm þegar hún lést. Bar það til með þeim hætti að nautkálfur allmikill sem hafði verið einn af dekurgripum hennar varð laus á víðavangi. Taldi gamla konan sig geta hamið bola en í hálfkæringi stangaði hann hana svo að hún lést innan stundar. Gafst henni þó ræna til þess að biðja nautinu griða því blessuð skepnan hafði ekki haft illt í huga. Á þessu má marka hve djúpt elskan til dýr- anna getur rist. Það er ekki verið að sveiflast eftir vindáttinni. Sigurbjörg starfaði jafnan utan heimilis, aðallega við matargerð á veitingastöðum. Var hún eftirsótt sakir velvirkni og samviskusemi. Hún var skýr og gamansöm og vin- sæl meðal starfsfélaga. Hún var hreinskiftin og lá ekki á meiningu sinni hver sem í hlut átti. Sumar- leyfum sínum eyddi hún gjaman hjá foreldmm okkar á Ferjubakka á ámm áður. Henni þótti gaman að grípa í heyskap. Hestar vom svo beislaðir á kvöldin eða um helgar. Heimsóknir hennar vom kærkomn- ar foreldmm okkar og þóttu ómissandi hluti af borgfirsku sumri. Nú er löngu hljóðnað hófatak það og hestafrýs sem fylgdi heimsókn- um frænku okkar í sveitina. Þó er eins og það heyrist ef hlustað er eftir. Við leiðarlok er hún kvödd þakk- látum huga. Hún er kvödd í þeirri vissu að aldrei verði henni farar- skjóta vant á gmndum nýrrar tilveru. Bömum hennar og öðmm að- standendum flytjum við samúðar- kveðjur. Systkinin frá Trönu RÚTUOG VÖRUBÍLADEKK G LÍXAX — STÁL RADIAL LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNAR HJÓLBARÐA > HEKLAHF * CLauga«egi 170-172 Simi 695500 GOODfYEAR JriÉk öryggisskór Slys á vinnustöðum gera ekki boð á undan sér. Niðurstöður úr könnunum, sem gerðar voru á Borgarspitalanum I Reykjavlk, sýna að hægt er að koma I veg fyrir vinnuslys með góðum öryggisskóm og öðrum hllfðarbúnaði. Við eigum öryggisbúnaðinn. Hvað vantar þig? Umboðsmenn. K.Þ.-véladeild Húsavlk BYKO Kópavogi — Hafnarfirði Þröstur Marselliusar ísafirði Kaupf. um allt land Altabúöin Akureyri (Vers.) Axels Sveinbjörnssonar Akranesi Skeifan 3h - Sími 82670

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.