Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 59 Á fjórða þúsund þátttak- endur í friðarhlaupinu Hvltri dúfu sleppt I þágu fríðar í heiminum. ÞÁTTTÖKU íslendinga í al- heimsfriðarhlaupi Srí Chinmoy maraþonliðsins lauk með hátíða- og tónleikahaldi á Lækjartorgi á sunnudaginn. íslandshlaupið hófst við Höfða 12. júní s.l. þar sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hljóp fyrsta spölinn. Síðan þá hafa á fjórða þúsund þátttakendur hlaupið ríflega 3.200 km en það er sama vegalengd og hlaupin var í Ástralíu. Hlaupinu lauk á sunnudag þegar fjöldi hlaupara, með Egil Olafsson söngvara í broddi fylkingar, hljóp með friðarkyndilinn inn á Lækjar- torg. Að sögn Eymundar Matthíasson- ar, eins af forráðamönnum hlaups- ins hér á landi, var mikill fjöldi fólks saman kominn á Lækjartorgi og höfðu forystumenn stjómmála- flokkanna gert hlé á störfum sfnum Morgunblaðið/Árni Sœberg Forystumenn íslenskra stjórn- mála höndla friðarkyndilinn. til þess að vera viðstaddir athöfn- ina. Þar var þeim afhent friðar- merki og flutti hver þeirra stutt ávarp. Sveinn Bjömsson, forseti íþrótta- sambands íslands, og Marteinn Marteinsson, einn af forsvarsmönn- um hlaupsins hér, fluttu einnig ávörp en síðan var hvítri dúfu sleppt í þágu friðar í heiminum. Athöfti- inni á Lækjartorgi lauk með tón- leikahaldi og flutningi gamanmála. Eymundur sagði, í samtali við Morgunblaðið, að tilgangur með hlaupinu væri tvenns konar. Annars vegar sá að vekja athygli á því að friðurinn byijaði innra með hveijum einstaklingi og yrði að koma þaðan út en hins vegar að segja mönnum það að jörðin sé eitt heimili mann- kyns eins og Sri Chinmoy boðar. Chinmoy segir„ að friður verði þeg- ar mannkynið setur vald kærleikans ofar kærleika á valdinu" og hafði Marteinn þetta eftir honum í ávarpi sínu. Að sögn Eymundar er enn verið að hlaupa friðarhlaup í Banda- ríkjunum, Kanada og Evrópu en því lýkur endanlega í New York þann 7. ágúst n.k. Hann sagði að fulltrúar þeirra Evrópuþjóða sem tekið hafa þátt í hlaupinu ætluðu' að hittast við hátíðlega athöfn fyrir framan hús Sameinuðu Þjóðanna 12. júlí en þá hafa allar Evrópuþjóð- ir lokið þátttöku. Fulltrúar íslands verða einnig í New York við lokaat- höfn hlaupsins. Sprett úr sporí síðasta spölinn. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 29. júní FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar- vorð verð vsrð (lestir) verð (kr.) Þorskur 34,30 25,00 31,36 81,4 2.555.000 Ýsa 51,50 45,00 49,01 4,5 224.000 Karfi 16,80 15,40 15,81 3,0 47.000 Koli 25,20 25,20 25,20 1.7 43.000 Ufsi 15,20 12,00 14,72 2,9 43.000 Annað — — 22,48 3,0 67.000 Samtals 30,83 96,6 2.970.000 Annað: Lúða, humar, hlíri og steinbítur. Aflinn kom úr togurunum Ymi og Hauki Böðvarssyni. Einnig nokkur bátafiskur. Til sölu í dag: 160 tonn úr Ými, Þórkötlu og Jóni Baldvins. Mest þorskur, einnig karfi ýsa og ufsi. Lislama&urinn Karl Lagerfeld hefur í samvinnu vi& CHLOÉ-safnið í Daris hannað þessi gullfallegu matar- o§ kaflistell ,,Kalablómi5‘‘sem Hutschenreuther framleiðir úr postulini af bestu gerð. / SILFURBÚÐIN Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.