Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 Bretland að loknum kosningum Er Bandalag frjálslyndra og jafnaðarmanna að klofna? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssynl, fréttaritara Morgunblaðsins. BANDALAG frjálslyndra og jafnaðarmanna virðist við það að klofna. Leiðtogar jafnaðar- manna héldu uppi gagnrýni á yfirlýsingar David Steel, leið- toga fijálslyndra, í síðustu viku um, að flokkarnir ættu að sameinast. David Owen, leiðtogi jafnaðarmanna, lýsti þvi yf ir í bréfi til flokksmanna sinna um síðustu helgi, að nýr sameinaður flokkur væri sér ekki að skapi. Frá því að niðurstöður kosn- inganna urðu ljósar, hafa brest- imir í Bandalagi frjálslyndra og jafnaðarmanna orðið sífellt meira áberandi. Þingflokkur jafnaðarmanna ákvað að velja sér eigin talsmenn á þingi, en ekki sameiginlega með frjáls- lyndum, og hann ákvað fyrir síðastliðna helgi að leggjast gegn því, að flokkamir yrðu sameinað- ir í einn flokk. Talsmenn jafnað- armanna vísa því á bug, að helsta skýringin á því, að fylgi banda- lagsins varð ekki meira en raun bar vitni um, hafi verið sú, að leiðtogar þess hafi verið tveir. Þeir segja, að mun erfiðara hafi verið að burðast með ýmis stefnumál fijálslyndra, sérstak- lega einhliða afvopnun, sem flokksþing fijálslyndra sam- þykkti síðastliðið haust. Miðstjóm Jafnaðarmanna- flokksins kom saman í gær til að ræða, hvemig ætti að orða tillöguna, sem lögð verður fyrir flokksmenn til að greiða atkvæði um, hvort sameinast eigi Fijáls- lynda flokknum. Shirley Willi- ams, William Rodgers og Roy Jenkins, stofnendur Jafnaðar- mannaflokksins ásamt David Owen, hafa öll lagst gegn Owen í sameiningarmálinu. Des Wilson, forseti Fijáls- lynda flokksins, segir í bók, sem kemur út nú í vikunni undir heit- inu „Valdabarátta" (Power Struggle), að David Owen sé kraftmikill stjómmálamaður, en t ^ ' W David Owen hrokagikkur og skapbrigðamað- ur. Wilson rekur dagbók, sem hann hélt í kosningabaráttunni og leiðir í ljós, hversu erfiðlega gekk að samhæfa skoðanir leið- toganna. Hann segir, að helsta David Steel ástæða þess, að bandalagið tap- aði í kosningunum sé sú, að Owen hafí vart getað talað um annað en vamarmál, og ekki hafi verið samkomulag um neins konar uppbyggingu baráttunnar. VerkaniaiiiiafLokkurimi þarf að laga sig að breyttu þjóðfélagi segir Denis Healey St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frfmannssyni, fréttarítara Morgnnblaðsins. DENIS Healey lýsti yfir i síðustu viku, að hann gæfi ekki kost á sér áfram í skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins. Healey hafði verið talsmaður flokksins í utanríkismálum og var fyrrum vamarmálaráðherra hans og sá maður í skuggaráðuneytinu, sem mesta reynslu hafði af stjómarsetu. Ýmsir hafa látið i ljós aðdáun á Healey og ferli hans af þessu tilefni. í BBC-útvarp- inu gaf Healey ítarlegustu skýringu á ástæðunum fyrir útreið Verkamannaflokksins i kosningunum, sem komið hefur frá forystu flokksins. Það hafði verið búist við, að Healey gæfí ekki kost á sér til áframhaldandi setu í skugga- ráðuneytinu. Hann hafði verið í foiystusveit Verkamannaflokks- ins samfleytt í 23 ár, ýmist í stjóm eða skuggaráðuneyti, en verður nú óbreyttur þingmaður. Sagt hefur verið um Healey, að hann hafí verið besti leiðtogi Verkamannaflokksins, sem aldr- ei hlaut það hnoss. Hann tapaði fyrir Michael Foot í kosningum um leiðtogaembættið. Ýmsir telja, að Healey hefði getað leitt flokkinn fram hjá þeim ógöngum, sem hann hefur lent í á síðustu árum. Healey sagði í viðtali við BBC-útvarpið, að Verkamanna- flokkurinn yrði að fylgjast með tímanum, og helsti veikleiki hans væri, að hann hefði ekki lagað sig að breyttum aðstæðum í þjóð- félaginu á síðustu árum. „Við verðum að ná tökum á samfél- agi, þar sem flest fólk á eigið hús eiða vildi eignast það, ef það á það ekki þegar; við verðum að breytast og laga okkur að þessu," sagði hann. Healey telur fráleitt, að Verkamannaflokkurinn byggi stefnu sína á stuðningi við stefnumál minnihlutahópa, og hann útilokar hvers konar samn- inga við Bandalagið og segir, að Kinnock muni laga flokkinn að nýju samfélagi. Healey segir, að það eina, sem hafí verið rangt við stefnu flokksins í vamarmál- um fyrir kosningamar, hafí verið, að ekki var farið að kynna hana fyrr en síðastliðið haust. Það hefði þurft meiri tíma. The Sunday Times hefur svip- aðar skoðanir eftir nánum aðstoðarmönnum Kinnocks síðastliðinn sunnudag. Flokkur- inn geti ekki gert blóraböggla úr fjölmiðlum og öfgamönnum í London, hann hafí á réttu að standa en almenningur á röngu. Flokkurinn verði að átta sig á, að samfélagið sé að verða borg- aralegra og fólk hafí meiri áhuga á því, sem er mnan eigin veggja en utan þeirra. Haggis fordæmt Lundúnum, Reuter. ENGLENDINGAR Hafa löngum álitið að Haggis, þjóðarréttur Skota, væri meiriháttar slys í sögu matargerðarlistarinnar, og nú hafa þessi sjónarmið þeirra hlotið stuðning alþjóðlegra sæl- kerasamtaka. Haggis er nokkurs konar slátur, grautur úr kindarhjörtum, lifur og lungum, blandaður með haframjjöli og soðinn í vömb. Skotar, og reynd- ar ýmsir fleiri, álíta þennan rétt ■hreinsta lostæti. Nú hefur hins vegar „Hinn al- þjóðlegi sælkerahringur", sem staðsettur er í Lundúnum, lýst því yfír að haggis sé „hræðilegasta matargerðarslys aldarinnar", og að illa sé farið með gott hráefni. Skotar brugðust hinir verstu við og segja að Fom-Rómveijar og Grikkir hafí átt sér svipaðan rétt, og því sé Haggis ekki aðeins herra- mannsmatur, heldur hluti merki- Iegrar arfleifðar. Sovétríkin: Gullþjófar gripnir Moskvu, Reuter. NÆRRI 400 manns hafa verið fundin sek um að hafa stolið gulli að verðmæti um 13,4 milljónir rúblna, að því er blað- ið Sotsialisticheskaya Industr- ia skýrði frá fyrir skömmu. Sú upphæð jafngildir um 835 milljónum íslenskra króna, en gullið sem skipti um eigendur nam 237,9 kg. Þjófnaðurinn átti sér stað í Magadan á árun- um 1980 til 1986. Enn eru þó 39 þjófnaðarmál óleyst. Sov- étríkin era næstmesta gull- framleiðsluríki heims á eftir Suður-Afríku. Hamborg: Eiturlyfja- vandamálið versnar Hamborg, Reuter. SAMKVÆMT lögreglunni í Hamborg látast nú fleiri af völdum eiturlyfja í borginni en nokkra sinni það sem af er áratugnum. Embættismaður innan fíkniefnalögreglunnar sagði að tala þeirra sem látist hefðu vegna eiturlyfjaneyslu á fyrri helmingi þessa árs væri nú orðin 25. Árið 1980 létust 36 á öllu árinu, en síðan hefur talan lækkað allt þar til nú. Chile: Eldflaugar finnast skammt frá forsetahöllinni Santiago, Reuter. Á LAUGARDAG fann lögregl- an í Santiago tvær eldflaugar örskammt frá forsetahöllinni. Talið er víst að eldflaugunum, sem fundust ofarlega í útibús- byggingu Boston-banka í höfuðborginni, hafí verið kom- ið þar fyrir af vinstrisinnuðum skæraliðum, en þeir hafa ítrekað reynt að ráiða forseta landsins, Augusto Pinochet, af dögum. Lögreglan hefur nú lokað svæðinu af og kannar hvort einhveijar vísbendingar um skæraliðana sé þar að fínna. Skæraliðar hafa að und- anfömu látið nokkuð að sér kveða og skutu m.a. á lög- reglubifreið á föstudagskvöld og særðu þijá lögregluþjóna, sem í henni vora. Kazakhstan: Fyrrum há- skólarektor rekinn úr flokknum Moskvu, Reuter. FYRRVERANDI rektor Ríkis- háskólans í Alma-Ata hefur verið rekinn úr kommúnista- flokknum, að því er Pravda skýrði frá um helgina. Þjóð- emisóeirðimar í Alma-Ata síðastliðinn desember, bratust einmitt út í háskólagarði rekt- orsins, U. Dzholdasbekov. Óeirðimar bratust á sínum tíma út þegar leiðtogi sovét- lýðveldisins, Dinmukhamed Kunayev, var settur af, en Rússinn Gennady Kolbin sett- ur í embætti. í kjölfar óeirð- anna, sem var mætt af mikilli hörku, hefur verið skipt um helstu lykilmenn í stjómkerf- inu; innfæddir settir út í kuldann, en Rússar látnir gína yfír öllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.