Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 Hreint rosalegur akstur á Jóni S. Halldórssyni og Guðbergi Guðbergssyni á Porsche 911, þegar þeir reyndu að vinna upp forskot Jóns og Rúnars. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Feðgamir unnu sína aðra keppni í röð og hafa nú góða forystu í íslandsmeistarakeppninni í rallakstri. Skagarallið: Ofsaakstur í hörku- éinvígi nafnanna Feðgarnir Jón og Rúnar unnu í spennandi keppni Það var barist til sigurs í Skaga- rallinu um helgina fram á síðustu metra og lokaleiðin reyndist mörg- um keppendum dýrkeypt í barátt- unni um verðlaunasætin. Feðgamir Jón Ragnarsson og ftúnar Jónsson á Ford Escort sigr- uðu, eftir geysiharða og spennandi keppni við Jón S. Halldórssona og Guðberg Guðbergsson á Porsche 911. Aðein níu sekúndur skildu þá að fyrir lokaleiðina, sem báðar áhafnir óku djarft. Jón og Rúnar skiluðu sér í enda leiðarinnar sem sigurvegarar, en Jón og Guðberg- ur hættu vegna bilunar fyrir síðustu beygju leiðarinnar 500 HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. r ^ Vökvamótorar = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTA metra frá marki. Báðar áhafnir höfðu gefið allt til að vinna, eitt- hvað varð undan að láta. Með sigrinum hafa Jón og Rúnar náð afgerandi forystu í Islandsmeist- arakeppninni í raliakstri. Blíðskaparveður var í Borgar- fírðinum, þegar rallökumenn þeystu sérleiðir á laugardag, kappsfullir að vanda. Daginn áður hafði hörkubarátta farið fram og feðgamir Jón og Rúnar höfðu 13 sekúndna forskot á Hafstein Aðal- steinsson og Pólveijann Witek Bogdanski á Ford Escort RS. Fjór- um sekúndum fyrir aftan þá voru FÆRIBANDA- M0T0RAR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA- LAGER • Lokaöir,olíu- kældir og sjálfsmyrj- andi • Vatnsþétting- IP 66 • Fyllsta gang- öryggi, lítiö viöhald Jón S. og Guðbergur á Porsche. Þegar ekið var á Uxahryggjum lenti Hafsteinn í óhappi, fram- dekkið sprakk, en áfram var ekið: „Ég hélt við fæmm út í stórt vat- nið, sem var á leiðinni, því bíllinn stýrði illa með spmngið dekk. Við stefndum útaf vegum og í vatnið en á síðustu stundu beygði bíllinn. Þetta setti mig úr stuði talsvert lengi á eftir" sagði Hafsteinn. Eftir þetta atvik áttust nafnamir Jón Ragnarsson og Jón S. Halld- órsson við um sigurinn, keppnin varð einvígi þeirra á milli. „Rosalega getur kallinn keyrt,“ sagði Jón S. Halldórsson við blaða- mann um miðbik keppninnar, en þá höfðu nafnamir skipst á að ná bestu tímum á sérleiðum, bilið milli þeirra ýmist minnkaði eða jókst á víxl. „A sérleið við Bæ keyrði ég eins og bijálaður. Það var ljót keyrsla, gróf og ég var ekki alveg í réttu stuði. Ég fór á mikill ferð yfír brú og sá þá skyndi- lega beygjumerkingu, allt of seint. Það var útilokað að stoppa og ég gíraði niður og bremsaði. Ég varð að sveigja útaf, var ýmist á tveim- ur hjólum eða einu og var heppinn að velta ekki, slapp síðan við að lenda ofan i skurði. Ég var tals- verðan tíma að brölta af stað aftur og var nú orðinn 45 sekúndum á eftir fyrsta sætinu,“ sagði Jón S. Halldórsson. Gijótháls var næst ekinn og forskot Jóns Ragnarssonar minnk- aði um 15 sekúndur. „Ég fór varlega á þessari leið, hún er hættuleg, ók hratt en af öryggi. Það var gífurleg pressa frá Jóni og aksturinn var skuggalega hrað- ur, hvorugur ætlaði að gefa sig,“ sagði Jón Ragnarsson,. en báðir óku kappamar í loftköstum á næstu leiðum. Þegar þijár leiðir voru eftir var enn á ný farið um Bæ og Jón S. Halldórsson tók 11 sekúndur af nafna sínum, ryk- bólstramir frá þeim stóðu í allar áttir. Á næstsíðustu leiðinni var Jón Ragnarsson tveim sekúndum fljótari og bilið fyrir síðustu leið var aðeins 9 sekúndur, nánast ekkert í rallkeppni. „Ég hafði allt að vinna,“ sagði Jón S. Halldórsson, hann tók vara- dekk og tjakk úr bílnum til að létta hann. „Ók ég síðan eins og óður, hef aldrei ekið eins grimt, fleng- reið yfír allt. Við flugum oft, en [ flokki óbreyttra fjölskyldubíla unnu Birgir Viðar Halldórsson og Ágúst Guðmundsson á Mazda 323 4x4. Þeir unnu upp forskot Ara Arnórssonar og Magnúsar Amarssonar á lokaleiðunum, en keppni í þessum flokki var tvisýn. í einu fluginu lentum við og ég var með löppina á gjöfínni í botni og drifíð þoldi ekki átökin. Við stöðvuðumst því fyrir síðustu beygjuna með brotið drif og svekktir. Þetta var rosalega neyð- arlegt." Á meðan ók Jón Ragnars- son stíft. „Ég hef aldrei tekið jafnmikla áhættu í keppni og á þessari leið, ég ætlaði ekki að gefa fyrsta sætið. Vogun vinnur og vogun tapar og ég slapp með skrekkinn en nafni minn ekki,“ sagði Jón Ragnarsson, sem fagn- aði sigri að lokum við Akranes síðdegis á laugardag. En það hafði verið barist á fleiri vígstöðvum. Síðasta leiðin var af- drifarík hjá mörgum. Hafsteinn og Witek voru öruggir í þriðja sæti þegar vélin bilaði á lokametr- unum, og er talin nær ónýt, sem er mikiil skaði því um sérstaka keppnisvél er að ræða. Steingrím- ur Ingason og Ævar Sigdórsson á Datsun höfðu ekið vel, í harðri keppni við Nissan Guðmundar og Sæmundar Jónssonar, þeir fyrr- nefndu færðust upp um mörg sæti á lokaleiðinni og tryggðu sér annað sætið. Á meðan ýttu bræð- umir Nissan-bílnum í átt að endamarki á Akranesi, þeir höfðu ekið of geyst á síðustu leiðinni og skemmt drifbúnað bílsins. Féllu þeir úr leik, fóru yfír tímamörk og var það dapurlegur endir á slæmum degi hjá þeim. Afföllin urðu til þess að „fjórhjóladrifs- herdeildin" komst í góð sæti. í þriðja til fímmta sæti voru óbreytt- ir eti öflugir fjórhjóladrifnir fjöl- skyldubílar. Birgir Viðar Halldórsson og Ágúst Guðmunds- son á Mazda 323 4x4 þeirra fyrstir, eftir harða keppni. Aðeins ellefu bílum af 23 tókst að ljúka keppni, sem þótti mjög erfíð, en sumar leiðimar voru í grófara lagi. Jón og Rúnar hafa nú góða forystu í íslandsmeistara- keppninni og hafa þeir lokið öllum röllum ársins í verðlaunasæti. G.R. Lokastaðan í Skag’arallinu 1. Jón Ragnarsson / Rúnar Jónsson, Ford Escort RS 2. Steingrímur Ingason / Ægir Ármannsson, Datsun 3. Birgir V. Halldórsson / Ágúst Guðmundsson, Mazda 323 4. Ari Amórsson / Magnús Amarsson, AlfaRomeo 5. Ámi Sæmundsson / Sæmundur Erlendsson, Mazda 323 6. Þorsteinn Ingason / Úlfar Eysteinsson, Toyota Corolla 7. Þórður Helgason / Kristinn Torfason, BMW 8. ValgeirNjálsson / Þorkell Símonarson, Datsun 9. SigurðurB. Guðmundss. / Gunnlaugurlngvas., Lancer 10. Bjöm Eydal / Laufey Sigurðardóttir, Ford Escort 11. Guðjón H. Guðmundsson / Jökull Svafarsson, FordEscort Refsing í klst. 67.06 70.66 75.11 75.20 . 78.17 79.48 83.07 84.59 87.55 91.06 107.10 Flokkasigurvegarar: Flokkur óbreyttra bíla, Birgir/Ágúst, Mazda323 4x4 Turbo. Flokkur 0—1600 cc, Þorsteinn/Ulfar, Toyota Corolla. Flokkur 1600—2000cc Þórður/Kristinn, BMW. Borgarfjarðarmeistarar: Guðjón/Jökull, Escort.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.