Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 31 og Sjálfstæðisflokkur utanríkismál, menntamál, iðnaðarmál og dóms- mál. Hvorugum leist á tillögu hins. Þá stingur Jón Baldvin upp á því við Steingrím, um kvöldmatarleytið á sunnudeginum, að þeir myndi með sér blokk og fari á fund Þorsteins með þá hugmynd að lausn sé í sjón- máli, ef Sjálfstæðisflokkurinn gefl eftir viðskiptaráðherrastólinn. Bend- ir Jón Baldvin Steingrími á, að með því að gera með sér slíkt bandalag fái Framsókn fjögur ráðuneyti, þ.e. utanríkis- og utanríkisviðskipta- ráðuneyti, Halldór Ásgrímsson verði samgöngu- og landbúnaðarráðherra, sem sé ávísun upp á einskonar byggðaráðuneyti og Guðmundur Bjamason geti orðið heilbrigðisráð- herra. Alþýðuflokkur fái forystuna, sjávarútvegsmál ogfélagsmál. Sjálf- stæðisflokkur fái fjármálin, mennta- málin, iðnaðarmálin og dómsmálin. Ekki íeist Steingrími á þessa tillögu og fullvissaði hann Jón Baldvin um að hann fengi það aldrei samþykkt í sínum þingflokki, að Jón Baldvin yrði forsætisráðherra. Jón Baldvin bað hann samt sem áður að bera upp þá tillögu, en Steingrímur hafn- aði. Sagði að þó svo ólíklega færi að Jón Baldvin yrði samþykktur, þá yrði það aldrei samþykkt i miðstjóm Framsóknarflokksins. Við svo búið vom þeir Steingrímur og Jón Bald- vin á einu máli um að þeir gætu Ekki er öll von úti Fundarhöld og viðræður manna í milli stóðu með hléum í allan gær- dag. Framsóknarmenn hófu þegar í stað könnun á möguleika á myndun fjögurra flokka stjómar eða myndun minnihlutastjómar Alþýðuflokks og Framsóknarflokks sem væri varin af Alþýðubandalaginu. Ekki er þó öll von úti, hvað varðar myndun " ríkisstjórnar þeirra þriggja flokka, sem hafa í fjórar vikur reynt að mynda starfhæfa ríkisstjóm, því sá möguleiki mun hafa komið upp á borðið hjá sjálfstæðismönnum í gær, að ef fallist yrði á það að sjávarút- vegsráðuneytið kæmi aftur í hlut Sjálfstæðisflokks, gegn því að hann léti iðnaðarmálin af hendi, þá væru þeir til viðræðu um það að ráðherrar Framsóknarflokksins yrðu fjórir talsins. Því kann svo að fara, ef ffamsóknarmenn fallast á þetta til- boð, að þeir fái í sinn hlut utanríkis- ráðuneytið og utanríkisviðskipti, heilbrigðis-, samgöngu- og land- búnaðarmál. Sjálfstæðismenn fái forsætisráðuneytið, menntamálin, sjávarútvegsmálin og dómsmálin, en Alþýðuflokkur viðskipta-, iðnaðar-, fjár- og félagsmál. Það er með vitneskju um þennan möguleika sem Jón Baldvin Hanni- balsson gengur á fund forseta íslands kl. 16 í gær. Með það í huga ætti það ekki að koma mönnum svo á óvart, að það var furðumikið ríkis- stjómarhljóð í Jóni Baldvin þegar hann klukkustund síðar kom af fundi. forseta og tjáði fréttamönnum að nú væri hann umboðslaus maður. Hann hefði frestað því að skila af sér umboðinu þar til forseta hefði gefist ráðrúm til þess að ræða við formenn hinna flokkanna. Forseti hefði gert það í gær og því hefði hann skilað af sér umboðinu. Jón Baldvin sagðist ekki vita hver fengi umboðið næstur, en hann teldi sjálfsagt mál að halda þessum til- raunum áfram, því það væri í rauninni ekkert eftir. „Það var búið að ganga frá verkaskiptingu og það var samþykkt í öllum þremur flokk- unum, en á seinustu stundu kom upp einhver krafa um einhvem stól í vanskilum," sagði Jón Baldvin og var hér að vísa til óvæntrar kröfu framsóknarmanna á 12. tímanum um flórða ráðherrastólinn. „Ég trúi ekki öðra en að þessum viðræðum verði haldið áfram og þeim lokið," sagði Jón Baldvin Við fréttamenn spurðum Jón Baldvin hvort hann væri að skila af sér þessu umboði til þess að Þor- steinn Pálsson gæti fengið umboðið og klárað þetta verk: „Ég skila af mér góðu verki og það verður auð- velt fyrir þann sem tekur við að lúka þessu. Ég hélt ekki fram neinum skoðunum um það hver eigi að fá umboðið, enda ekki mitt verkefni. Hins vegar er það út af fyrir sig rökrétt skoðun, að úr því að þrír stjómmálaflokkar höfðu í gær komið sér saman um væntanlegt forsætis- ráðherraefni, þá væri hans vandinn og vegsemdin að lúka verkinu og finna þennan stól sem er í vanskil- um,“ sagði Jón Baldvin. Það er því vandséð hvemig Fram- sókn ætlar að bakka út úr þessari stjómarmyndun, ef sú verður raunin að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur bjóða henni fjórða ráðherra- stólinn, en viðmælendur mínir úr röðum Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks voru þó ekki allt of bjartsýnir í gær og sögðu að það sem fyrst og fremst myndi gera það að verk- um, að framsóknarmenn höfnuðu, væri algjört áhugaleysi þeirra á þátt- töku í ríkisstjóm, þar sem forsætið væri ekki þeirra. Það rennir svo enn frekari stoðum undir slíkar bolla- leggingar, að framsóknarmenn höfðu í gær samband við fulltrúa allra þeirra flokka, sem ekki hafa staðið í stjómarmyndunarviðræðum upp á síðkastið, til þess að kanna mismunandi samstarfsmöguleika í ríkisstjóm undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Búist var við því í gærkveldi að formenn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks ræddu við forseta íslands á nýjan leik, en ekki var búist við að ákvörðun forseta um framhaldið lægi fyrir, fyrr en í dag. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, hugðist skila umboði til stjórnarmyndun- ar í fyrrinótt, en beið að ósk forseta þangað til í gær. ekki leyst málið sín í milli, jafnvel þótt Þorsteinn gengi að annarri hvorri kröfu þeirra. Greindu þeir Þorsteini frá þessari niðurstöðu sinni um kl. 22 í fyrrakvöld. Framsóknarmenn segja að það sé afskaplega athyglisvert, að í öllu þjarkinu um helgina hafi Þorsteinn ávallt hafnað því fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins að taka að sér málefni landbúnaðar- og heilbrigðis- ráðuneytis. Þeir eru jafnframt súrir yfir því að í öllu því tillögufargani, sem orðað hafi verið um helgina, um mismunandi verkaskiptingu á milli flokkanna hafi aldrei verið gert ráð fyrir því í tillögum sjálfstæðis- og alþýðuflokksmanna að Steingrímur verði forsætisráðherra. Segja þeir þetta vera sterka vísbend- ingu um að sjálfstæðis- og alþýðu- flokksmenn hafi frá upphafi gert með sér eins konar bandalag, til þess að vegur Framsóknar yrði sem minnstur og hlutur hennar rýrastur. Miðlunartillaga frá Jóni Baldvin Þá setur Jón Baldvin fram ákveðna miðlunartillögu sem gerði ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkur- inn fengi í sinn hlut forsætisráðu- neytið, menntamálaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og sjávarút- vegsráðuneytið. Framsóknarflokk- urinn fengi í sinn hlut utanríkis- og utanríkisviðskiptaráðuneyti, land- búnaðarráðuneyti, heilbrigðisráðu- neyti og iðnaðarráðuneyti. Alþýðuflokkur fengi fjármálaráðu- neyti, viðskiptaráðuneyti (að undan- skildum utanríkisviðskiptum) samgönguráðuneyti og félagsmála- ráðuneyti. Þessi miðlunartillaga Jóns Baldvins gerði ráð fyrir að Framsókn fengi formennskuna í fjárveitinganefnd Alþingis í sinn hlut, Sjálfstæðisflokkur fengi for- mennskuna í utanríkismálanefnd Alþingis, og embætti forseta Sam- einaðs þings kæmi í hlut Alþýðu- flokks. Röksemdir Jóns Baldvins fyrir þessari tillögu voru þær að það hefði margkomið fram í þessum við- ræðum, að sá flokkurinn, sem fengi forsætisráðuneytið, fengi ekki for- seta Sameinaðs þings. í öðra lagi væra handhafar forsetavalds þrír og það gengi ekki að þeir væru allir sjálfstæðismenn. í þriðja lagi væru fiilltrúar út á við, þ.e. ríkisstjómar og Alþingis þrír: forsætisráðherra, sem samkvæmt tillögunni yrði sjálf- stæðismaður, utanríkisráðherra, sem yrði framsóknarmaður og for- seti Sameinaðs þings, sem þar af leiðandi ætti að vera alþýðuflokks- maður. Framsókn sprengir á nýrri kröfu Þegar svona var orðið áliðið kvölds kom Steingrímur fram með nýjar kröfur Framsóknarflokksins, í þá vera að hann fengi fjóra ráð- herrastóla, þannig að ráðherram verði fjölgað um einn, jafnframt því sem hann óskar eftir því að Sjálf- stæðisflokkurinn gefi eftir sjávarút- vegsráðuneytið, en taki þess í stað iðnaðarráðuneytið. Þorsteinn bar þá upp tillögu Jóns Baldvins á þingflokksfundi Sjálf- stæðisflokksins og var tillagan samþykkt. Hann greindi jafnframt frá athugasemdum Steingríms um fjölgun ráðherra og kröfu um sjávar- útvegsráðuneytið, en þær athuga- semdir voru ekki bomar upp. Ljóst var þó að andstaðan við það, að framsóknarmenn fengju fjóra ráð- herra, var algjör í þingflokknum. Heimildir mínar herma að Stein- grímur hafi borið upp miðlunartil- lögu Jóns Baldvins á þingflokksfundi sínum, með þeim breytingum sem hann lagði sjálfur til, þ.e. að Fram- sókn fengi sjávarútvegsráðuneytið og fjóra ráðherra, en slík tilhögun hafði ekki hlotið samþykki þeirra Jóns Baldvins og Þorsteins. Tillagan eins og hún var borin upp af Steingrími var svo samþykkt í at- kvæðagreiðslu hjá Framsókn þannig að 7 vora með en 5 á móti. Þegar það lá svo fyrir iaust fyrir miðnætti, að Framsókn gerði kröfur til fjögurra ráðherra og krafðist sjáv- arútvegsráðuneytisins, þá kallaði Jón Baldvin formennina á fund sinn á nýjan leik, þar sem hann greindi formönnunum frá því sjónarmiði sínu, að ef umræðumar sigldu í strand á þessum ttmapunkti, þá setti virðingu þessara þriggja flokka og forystumanna þeirra mikið ofan. Hann bað þá Steingrím og Þorstein að fá þingflokka sína til þess að endurskoða afstöðu sína, þannig að Sjálfstæðisflokkur léti laust sjávar- útvegsráðuneytið og Framsókn félli frá þessari nýju kröfu um fjóra ráð- herra. Sjálfstæðisflokkurinn féllst fyrir sitt leyti á að falla frá kröf- unni um sjávarútvegsráðuneytið, en með semingi þó. Sjálfstæðisþing- menn töldu sig hafa gefið það mikið eftir í verslunarsamskiptum sínum við Framsókn, að það væri nánast óþolandi. Þeir völdu þann kostinn að samþyklqa þessa kröfu Fram- sóknar, til þess að láta ekki brotna á sér, þegar svo nærri stjómarmynd- un var komið. Jón Baldvin fór með það inn í þingflokk sinn, að kanna hvort flokkurinn væri tilbúinn til þess að falla frá kröfunni um forseta Sam- einaðs þings, og fékk hann það samþykkt, en ekki án átaka. Framsóknarmenn höfnuðu því á hinn bóginn að falla frá kröfunni um fjóra ráðherra, þó svo að sjávar- útvegsráðuneytið væri komið í þeirra hlut. Þeir settu þó fram gagnkröfu þess efnis, að ef þeir féllu frá kröf- unni um fjóra ráðherra yrðu sjálf- stæðismenn að sætta sig við að fá einungis þijá ráðherra. Klukkuna vantaði 5 mínútur í 12 á miðnætti þegar þetta var. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sprengdi þessar stjómarmyndunar- viðræður með því að krefjast þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins yrðu einungis þrír, eftir að búið var að ganga að öllum þeirra kröfum um verkaskiptingu. Svar Framsókn- ar við þeirri samþykkt Sjálfstæðis- flokksins, að eftirláta Framsókn sjávarútveg, var að krefjast þess að Sjálfstæðisflokkurinn léti af höndum einn ráðherra í viðbót. Jón Baldvin hafði siðan samband við frú Vigdísi Finnbogadóttur, for- seta íslands, og greindi henni frá þvi að hann hygðist skila af sér umboði til stjómarmyndunar. For- setinn sagði honum að bíða með það þar til hún hefði rætt við formenn hinna flokkanna. Kl. 9 í gærmorgun ræddi Jón Baldvin við forsetann í síma og að þvi samtali loknu kallaði hann saman málefnanefndir og bað þær að ljúka sínum störfum fyrir kl. 13 i gær. Forsetinn ræddi svo við Steingrím Hermannsson í gær- morgun og í hádeginu talaði hún við Þorstein Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.