Morgunblaðið - 30.06.1987, Síða 60

Morgunblaðið - 30.06.1987, Síða 60
ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Símamynd/Júlíus Siguijónsson Heimsmeistararnir lagðir að velli íslendingar sigruðu heims- og ólympíumeistara Júgóslava 18:15 f landsleik í handknattleik í gærkvöldi f borginni Prilep. Leikurinn var liður í Júgóslavíumótinu f handknattleik. Á myndinni fagnar íslenska liðið inni í búningsklefa eftir frældlegan sigur. Lengst til vinstri er Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, og við hlið hans er þjálfarinn, Bogdan Kowalzcyk. Sjá nánar/B 1 og B 4-5 Jón Baldvin skilaði stjórnarmyndunarumboðinu í gær: Sjálfstæðisflokkur vill halda tílraunmm áfram Undirritaður samningur um rekstur íslensku óperunnar: Ríkið greiðir laun fastra starfsmanna SAMKOMULAG hefur verið undirritað milli menntamála- ráðuneytisins, fjármálaráðu- neytisins og íslensku óperunnar um rekstrargrundvöll hennar, þar sem kveðið er á um að greitt verði úr málum óperunn- ar. Að sögn Sverris Hermanns- sonar menntamálaráðherra mun rfkið greiða laun fastra starfsmanna við óperuna og sjá um kostnað við rekstur hús- næðis hennar. „í samkomulaginu eru einnig ákvæði um ógreidd gjöid til ríkisins frá fyrri árum," sagði mennta- málaráðherra í viðtali við Morgun- blaðið. „í þriðrja lagi er í samkomulaginu ákvæði um §ár- magn til óperunnar svo hægt sé að hefja störf á hausti komanda, _wiuk þess sem greitt verður úr ' lausaskuldum hennar. Við höfum einnig áhuga á að koma á sam- starfí milli Þjóðleikhúss, Sinfóníu- hljómsveitar íslands og íslensku óperunnar í framtíðinni. Við teljum mjög mikilvægt að ná þeim kröft- um sem þar starfa saman. Ég er ákaflega ánægður með þennan samning," sagði Sverrir Hermannsson ennfremur, „og geri mér von um að framtíð Islensku óperunnar sé tryggð. Þetta sam- komulag tókst fýrir mikinn velvilja fjármálaráðherra, Þorsteins Páls- sonar, og þeirrar neftidar sem hafði verið skipuð til að greiða úr þessum ■ -»málum.“ JÓN Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins gekk á fund forseta íslands kl. 16 í gær og skilaði af sér umboði til stjórnarmyndunar, sem hann hefur haft í tæpar fjórar vikur. Jón Baldvin lagði áherslu á það f samtali við fréttamenn að fundi hans með forseta loknum, að hann liti þannig á að svo lftið væri eftir til þess að mynda ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, að ekki væri stætt á því að hans mati, að hætta þessari tilraun nú. EJcki var í _gærkveldi búist við því að forseti Islands tæki ákvörð- un um það hver fái næstur umboð til sljómarmyndunar fyrr en í dag, en Ijóst var af máli Jóns Baldvins í gær að hann taldi ekki óeðlilegt að Þorsteinn Pálsson fengi umboð- ið næstur. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins kom saman til fundar kl. 18 í gær og þar varð niðurstaðan sú að leggja til að tilraunum til mynd- unar þessarar þriggja flokka ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks verði haldið áfram og vom þing- menn á einu máli um að það væri ábyrgðarleysi að hlaupa frá þess- ari tilraun þegar svo skammt væri í það að stjómarmyndun geti tek- ist. Það sem strandaði á í fyrrinótt, þegar viðræðumar fóm út um þúfur var ný krafa framsóknar- manna um að fá Qóra ráðherra- stóla í sinn hlut. Nú kann að fara svo að sjálfstæðismenn séu reiðu- búnir til þess að sætta sig við það að framsókn fái fjóra ráðherra- stóla, svo fremi sem hún gefur eftir sjávarútvegsráðuneytið og tekur þess í stað iðnaðarráðuneyt- ið. Sjá Af innlendum vettvangi á miðopnu. t-r+ Fomleifafundur á Bessastöðum: Mannvistarleif - ar frá miðöldum Mann vistarleifar frá mið- öldum fundust á Bessastöð- um þegar hafist var handa við að breikka aðkeyrslu Bessastaðastofu í síðustu viku. Að sðgn Guðmundar Ólafssonar fornleifafræðings er um að ræða eitt elsta mannvistarlag sem enn hefur fundist á þessu svæði. Þá var komið niður á rústir Kon- ungsgarðs sem byggður var um 1721. „Þetta er að öllum líkindum frá 15. öld og hefur varðveist ótrúlega vel, þéttur jarðvegurinn hefur séð til þess. Á þriggja metra dýpi fundum við mann- vistarlag, fullt af stórgripabein- um, leðri og viðarleifum. Beinin segja sína sögu um breytingar, sem orðið hafa á mataræði, því ofar f jarðveginum eru aðallega smærri bein, bein af sauðfé, og fískbein. Þetta er mjög merkileg- ur fundiu-,“ sagði Guðmundur Ólafsson. Konungsgarður var embættis- mannabústaður Danakonungs á Bessastöðum í aldaraðir, teikn- aður um 1720. í vor fundust fyrstu leifamar af Konungsgarði þegar verið var að skipta um gólf í Bessastaðastofu, en nú hafa komið í ljós aðrir hlutar byggingarinnar, veggjarústir og heUulagnir. Auk þess ýmislegt muna úr keramiki og postulfni, sem að sögn Guðmundar er aðal- lega frá 18. og 19. öld. Unnið verður áfram við uppgröft rúst- anna á Bessastöðum. Morgunblaðið/KGA Guðmundur Ólafsson fomleifa- fræðingur við Bessastaði. Á þriggja metra dýpi fundust mannvistarleifar frá miðöld- Morgunblaðið/KGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.