Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 Gámafisk- urinn seld- ist fyrir 31,45 kr. ÖGRI RE seldi í gærmorgun afg'anginn af afla sínum á mark- aðnum í Bremerhaven og var meðalverð aflans 36,23 krónur. Heildarsöluverðmæti fyrir 243,6 tonn var 8,8 milljónir króna. Rúmlega 120 tonn af gámafíski voru einnig boðin upp á markaðn- um í Bremerhaven í gær, og í Cuxhaven seidust 65 tonn úr gám- um fyrir 31,45 krónur kílóið. Þá seldi Börkur NK í Grimsby í gærmorgun 114 tonn fyrir 5,6 milljónir króna. Meðalverð fyrir aflann var rúmlega 49 krónur. Úttekt gerð á stöðu ull- ariðnaðarins ÁLAFOSS og Ullaríðnaður Sambandsins hafa faríð þess á leit við alþjóðlega ráðgjafafyr- irtækið Boston Consulting Group að það gerí úttekt á ull- aríðnaði hér á landi og framtíð þessara tveggja fyrirtækja. Að undanfömu hafa staðið yfír samningaumleitanir milli þessara fyrirtækja um hugsaniegan sam- runa þeirra, en í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ingjald- ur Hannibalsson, framkvæmda- stjóri Álafoss, að ákveðið hefði verið að leita til þessa erlenda ráðgjafafyrirtækis til að gera út- tekt á stöðu ullariðnaðarins og fyrirtækjanna svo hægt væri að átta sig betur á stöðu mála. Kvaðst hann reikna með að niðurstöður ráðgjafafyrirtækisins lægju fyrir í lok ágúst. Sápa sett í Geysi Geysisnefnd hefur ákveðið að setja sápu í Geysi i Haukadal á laugardaginn kemur kl. 14. Ef veðurskilyrði verða hag- stæð má búast við gosi nokkru síðar, að því er fram kemur í frétt frá nefndinni. Bíl Jón Páll dró fjórtán tonna rútuna 25 metra á 27,68 sekúndur. Jón Páll setur heimsmet: Dró fjórtan tonna rútu 25 metra „ÞETTA var bara auðvelt," sagði Jón Páll Sigmarsson í gærkvöldi eftir að hafa dregið fjórtán tonna 62 sæta DAF-rútu 25 metra á 27,68 sekúndum og sett þar með heimsmet. Jón Páll sagði að það væri aldrei að vita nema hann bætti metið seinna meir en áður hefur Jón Páll dregið tæplega tólf tonna trukk. Eftir að hafa sett metið tók hann „annað tog fyrir fólkið" en tognaði þá á kálfa. Það var þó ekki að heyra að það myndi aftra honum frá að taka þátt í mótinu „Sterkasti maður sem uppi hefur verið", sem mun fara fram í Skot- landi dagana 22. til 23. þessa mánaðar. „Maður setur bara eitt- hvað hestameðal á þetta þegar maður kemur heirn", sagði Jón Páll. Borgarráð: 500.000 krónur til að kanna Aðalstræti8 Árbæjarsafni var í gær út- hlutað aukafjárveitingu í borgarráði að upphæð 500.000 krónum til þess að kanna lóð- ina Aðalstræti 8. Markmiðið er að ganga úr skugga um hvort einhveijar forn- leifar séu á þessu svæði áður en fyrirhugaðar byggingarfram- kvæmdir hefjast á lóðinni. Sjö aðilar munu vinna að verkinu á vegum safnsins, sem á að taka tæpan mánuð. Fjórhjól bönn- uð innan borg- armarkanna BORGARRÁÐ ákvað á fundi sínum í gær að setja ákvæði inn í lögreglusamþykkt Reykjavíkur sem bannar allan akstur vélknúinna torfæru- hjóla, þar með talið fjórhjóla, innan borgarmarkanna. Borgarráð mun þó geta heimilað undanþágur á nánar tilteknum svæðum og munu borgaryfírvöld á næstu vikum athuga hvar hægt verður að koma slíkum akstri fyrir. Áður en samþykktin tekur gildi þarf hún að hljóta staðfestingu dómsmálaráðherra. Friðrik Pálsson forstjóri SH: Sjómenn virðast vera amuga fijálsu fískverði „ÞAÐ VERÐ, sem fiskkaupendur hafa boðið upp á fyrir vestan, er fyllilega í samræmi við ftrustu kröfur sjómanna áður en fiskverð var gefið frjálst," sagði Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, í samtali við Morgunblaðið f tilefni af aðgerð- um sjómanna og útvegsmanna á Vestfjörðum. Friðrik sagðist lfta á aðgerðimar sem kjarabaráttu, sem fiskkaupendum væri óvið- komandi, en harmaði þær, þar sem þær gætu kippt grundvellinum undan fijálsu fiskverði. Fríðrik taldi ekki raunhæft að miða við verðið á fiskmörkuðunum, þar eð magnið þar værí svo litið. „Þegar rætt var um áramótin um frjálst fískverð settu fiskkaupendur fram þá hugmynd, að reynt yrði að skilgreina hvað átt væri við með ftjálsu fiskverði; hvemig það yrði til í reynd, bæði á þéttbýlisstöðunum, sem myndu hailast að fiskmörkuðun- um, sem þá voru fyrirsjáanlegir, og eins á einstökum þéttbýlisstöðum úti á landi. Þessu var hafnað af fiskselj- endum, sem töldu óþarft að skil- greina það nánar í hveiju frjálst fiskverð fælist. Þegar ákvörðunin um ftjálst fiskverð var tekin, var svo rennt blint í sjóinn með það hvemig útfærslan yrði á hveijum stað. Menn vissu þó að allur gangur yrði á því. Sums staðar myndu menn reyna að komast að samkomulagi, en annars staðar myndi fiskvinnslan gefa út ákveðið verð. Það sem að síðar hefur gerst hefur svo komið í ljós,“ sagði Friðrik. „Á Vestflörðum gáfu fiskkaup- endur það upp hvað þeir era tilbúnir að gefa fyrir fiskinn, eins og þeim er heimilt og ekki er óeðlilegt. Það, að sjómenn ákveði að taka fram fyr- ir hendumar á útgerðarmönnum og neita að sækja sjó nema verð sé hækkað, er í mínum huga hrein kjarabarátta. Hér hlýtur því að koma til kasta samtaka sjómanna og sam- taka útgerðarmanna að leysa úr henni og er því að þessu leyti vinnsl- unni óviðkomandi, enda þótt hún verði fyrir barðinu á þessu ástandi. Ef hins vegar útgerðarmaður metur verð sem kaupandi býður honum of lágt, þá er það að sjálfsögðu allt Ekkí grundvölliir fyrir bygg- ingu kísilmálmverksmiðju „Verður að fínna aðrar leiðir í atvinnuuppbyggingn á Austfjörðum,“ segir sveitarstjórinn á Reyðarfírði Á aðalfundi Kísilmálmverksmiðjunnar hf. sem haldinn var í gær kom fram, að það er samdóma niðurstaða viðræðunefndar iðnaðarráð- herra og fulltrúa breska fyrirtækisins Rio Tinto Zink að ekki sé grundvöllur fyrir byggingu og rekstri kísilmálmverksmiðju við Reyð- arfjörð að svo stöddu. Niðurstaðan er byggð á hagkvæmnisathugunum þessara aðila sem ekki telja gagnlegt að leggja frekarí vinnu í þetta verkefni. Viðræður hafa staðið síðan í árslok 1985 milli viðræðunefndar iðnaðar- ráðherra undir forystu Birgis ísleifs Gunnarssonar og fulltrúa Rio Tinto Zink. Var á fundi í desember síðast- liðnum samþykkt að reyna að lækka stofnkostnað með ýmsum aðgerðum, en hann er um 98 milljónir dollara, um 3.900 milljónir íslenskra króna, miðað við núverandi aðstæður, að sögn Birgis ísleifs Gunnnarssonar. Birgir fsleifur sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að tekist hefði að lækka stofnkostnaðinn nokkuð, en ytri aðstæður hefðu haft þær af- leiðingar að stofnkostnaðurinn hefði þrátt fyrir það haldið áfram að hækka. Þar væri fyrst og fremst um að ræða lækkun dollarans. Aðföng væra aðallega í pundum og þýskum mörkum, en verðið á afurðinni, sem bundið væri dollar, hefði sáralítið hækkað á þessum tíma. Þetta hefði gert það að verkum að fyrirtækið væri ekki eins fysilegt og það hefði verið. Hann sagði að ákveðið hefði verið að bíða í sex mánuði og athuga þá hvort þessar ytri aðstæður hefðu færst til betri vegar. Helstu atriði sem þá þyrfti að athuga væra þróun markaðsverðs, gengis og rekstrar- kostnaðar. Hörður Þórhallsson, sveitarstjóri á Reyðarfirði, sem setið hefur í stjóm Kísilmálmverksmiðjunnar hf. sagði þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær, að þessi niðurstaða væri búin að liggja í loftinu í nokk- um tíma. Segja mætti að hún væri töluverð vonbrigði fyrir þá sem bund- ið hefðu við verksmiðjuna vonir og litið svo á að hún hefði orðið góð viðbót við aðra atvinnu. Hins vegar hefðu Austfirðingar aldrei verið tals- menn þess að farið væri út í framkvæmd sem ekki bæri sig, sagði Hörður. Hann sagði að nú yrði að finna aðrar leiðir í atvinnuuppbygg- ingu á Austfjörðum, en eins og málin stæðu núna væri þar alls ekki um atvinnuleysi að ræða, heldur vantaði fólk í vinnu. annað mál enda honum heimilt að bjóða fiskinn öðram og er það i sam- ræmi við lögmál ftjáls markaðar." Friðrik benti einnig á að það fisk- verð, sem boðið hefði verið upp á á Vestfjörðum, væri 10% fyrir ofan síðasta verðlagsráðsverð og væri það í samræmi við ítrastu kröfur sjó- manna og útvegsmanna í ráðinu. Um fiskmarkaðaverðið sagði Frið- rik, að ekki væri útilokað að hafa það til viðmiðunar, ef magnið, sem þar færi í gegn skipti einhveiju máli, en það væri nú það lítið að ekki væri marktækt að miða við það. Hins vegar lofaði þróun markaðanna góðu. „Ég harma hvemig sjómenn á Vestfjörðum taka á þessu máli og benda viðbrögð þeirra til þess að þeir séu orðnir fráhverfír ftjálsu físk- verði og finnst mér það mjög miður. Þeir virðast vilja stefna í gamla far- ið, en í staðinn fyrir eitt verðlagsráð steftiir í mörg lftil. Ef ákvörðun á fiskverði á að verða með þeim hætti, sem sjómenn vilja, er ekki lengur um ftjálst fískverð að ræða og þvf yrðum við væntanlega að leita aftur forsjár ríkisins," sagði Friðrik Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.