Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 31 Angóla: Bandarískum flugmanni sleppt Andrews herstöð, Reuter. BANDARÍSKUR flugmaður, Jos- eph Longo, kom til Banda- rikjanna í gær, þriðjudag, en hann hafði verið í haldi í Angóla frá því í apríl. Nefnd fulltrúa- deildarþingmanna fór til Angóla og samdi við forseta landsins dos Santos um að Longo yrði látinn laus. Nefndarmenn sögðu þetta óræk- an vott um að Angólastjóm vildi bæta samskipti við Bandaríkin og vonandi reyndu báðir aðilar að leggja sig fram. í tilkynningu for- setans sagði, að Longo hefði verið látinn laus í vináttuskyni við Banda- ríkin. Longo var handtekinn í aprílmán- uði, þegar vél hans af gerðinni Beechcraft Bonanza hrapaði yfír angólsku landi. Longo var á leið frá Fflabeinsströndinni til Suður- Afríku, að því er segir í Reuter- skeyti. Howard Wolpe, sem var formað- ur þingmannasendinefndarinnar sagði að augljóst væri að menn gætu leyft sér að vera vongóðir. Hann sagði, að þetta væri einkar farsæl lausn og heppileg, meðal annars vegna farar aðstoðamt- anríkisráðherra Bandaríkjanna til Angóla í næsta mánuði, en Banda- ríkjamenn og Angólar hafa nýlega byijað aftur að ræða um, hvemig fínna megi lausn á vandamálum nágrannaríkis Angóla.Namibiu. Reaganstjómin viðurkennir ekki marxistastjómina í Luanda og krefst þess að 37 þúsund kúban- skir hermenn og ráðgjafar, sem em sagðir vera í landinu, hverfí þaðan áður en hægt sé að huga að því að koma á formlegu sambandi. Prófkjör demókrata: Gore tilkynnir þátttöku sína Carthage, Reuter. SJÖTTI frambjóðandinn hefur nú tilkynnt þátttöku sina i prófkjöri bandaríska Demókrataflokksins fyrir forsetakosningamar á næsta ári. Það er Albert Gore, öldungadeildarþingmaður frá Tennessee. „Eg sækist eftir embættinu til þess að koma aftur á stjóm sem byggist á lögum og virðingu fyrir heilbrigðri skynsemi í Hvíta húsinu", sagði Gore er hann tilkynnti þátttöku sína í gær. Hann sagði að næsti for- seti yrði einkum að beijast við halla á fjárlögum og viðskiptum við út- lönd, vandamál flölskyldubændabýla, umhverfísspjöll og útbreidda mis- notkun fíknilyfja. Hann lýsir sjálfum sér sem „öfgafullum hófsemdar- manni" í stjómmálum. Gore er aðeins 39 ára að aldri og yrði því yngsti forseti í sögu Banda- ríkjanna næði hann kjöri. Samkvæmt skoðanakönnunum er hann neðar- lega á blaði borið saman við hina fímm þátttakenduma í prófkjörinu. Fær Marion Gudava brottfararleyfi frá Moskvu í vikunni? Moskva, Reuter. TENGIZ Gudava, andófsmaður frá Grúsíu, sem er að reyna að fá að flytja frá Sovetríkjunum, sagði í gær, að það myndi skýr- ast í vikunni, hvort vanfær eiginkona hans fengi brott- fararleyfi. Gudava hefur sjálfur fengið alla sína pappíra til að geta farið á brott og sama máli gegnir um bróður hans og móður. Aftur á móti hefur eiginkonan Marion ver- ið dregjn á svarinu og vegabréfs- áritun hinna í fjölskyldunni rennur út þann 7.júlí. Gudava sagði, að ætlunin hefði verið að fara í gær, þriðjudag, en enn væri konan dregin- á svari. Gudava var látinn laus úr fangelsi í aprílmánuði. Hann var rokktónlistarmaður og ákafur talsmaður þess að Sovét- stjómin stæði við Helsinkisam- komulagið frá 1975. Hann var sakaður um „and-sovézka niður- rifsiðju og áróður.“ Kona hans, Marion hefur ekki, svo vitað sé tekið þátt í aðgerðum andófshópa í Sovétríkjunum. Utanríkisviðskipti: EFTA-þingmeiui vilja frjálsa fisksölu Þingmannanefnd EFTA sam- þykkti að krefjast fijálsra viðskipta með sjávarafurðir eft- ir fjögurra ára umþóttunartíma innan EFTA á fundi sínum í Noregi í síðustu viku. Þeir hvöttu ríkisstjómir land- anna einnig til að leyfa fríverslun með unna matvöm og kanna möguleika á samkomulagi milli EFTA og EB varðandi þessar vör- ur. íslendingar og Norðmenn hafa löngum barist fyrir því innan EFTA að aðildarlöndin sex, Aust- urríki, Sviss,_ Finnland, Svíþjóð, Noregur og ísland, leyfðu frjálsa verslun með sjávarútvegsafurðir. ísland hefur gert tvíhliða við- skiptasamning við Sviss en tollar em lagðir á íslenskar sjávarút- vegsafurðir í öðram aðildarlöndum fríverslunarsamtakanna. \f/ ERLENT ATBURÐARÁS KJÖRBÓKARINNAR ER ALUAF JAFN SPENNANM KJÖRBÓKAREIGENDUR FENGU RÚNIAR 60 MUJÓNIR NÚ UM MÁNAÐAMÓHN Kjörbókareigendur hafa gilda ástæðu til þess að vera ánægóir með uppáhaldsbókina. Nú um mánaðamótin fengu þeir greiddar rúmar 60 milljónir í uppbót á innstæður sínar fyrir síðustu 3 mánuói vegna verðtryggingar- ákvæðis Kjörbókarinnar. Auk þess lögðust vextir við allar Kjörbókarinnstæður 30. júní síðastliðinn. Nafnvextir Kjörbókar eru 20% á ári. 1. þrep (16 mánuðir) 21,4% 2. þrep (24 mánuðir) 22% Svo má ekki gleyma því að Kjörbókin er óbundin. Kjörbók Landsbankans er góð bók fyrir bjarta framtíð. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ••
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.