Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 Ragnheiður Arnardóttir, Steindór Hjörleifsson og Aðalsteinn Bergdal í hlutverkum sínum i Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson. Land míns föður vel tekið í Svíþjóð „Sérstaklega vel heppnaður gestaleikur.“„Afbragðs- frammistaða leikenda frá upphafi til enda.“„Það er langt síðan ég hef skemmt mér jafn- vel í leikhúsi.“ Þetta eru nokkur af ummæl- um leikgagnrýnenda sænsku blaðanna um sýningu Leikfél- ags Reykjavíkur á söngleiknum Land míns föður, sem sýndur var á norrænni leiklistarhátið i Gautaborg á dögunum. Hátið þessi var haldin á vegum Borg- arleikhússins i Gautaborg og er þetta í þriðja sinn, sem slík hátið er haldin. í ár var áhersla lögð á norræna leiklist og var boðið til sýningarinnar flokk- um frá öllum Norðurlöndunum. Flestar voru sýningamar frá Sviþjóð, þ. á. m. hin fræga sýning Ingmar Bergmans á Fröken Júlíu, Det Norske Tea- tret í Osló sýndi Hamlet i leikstjóm þekktasta leikstjóra Norðmanna, Stein Winge, frá Danmörku kom sýningin Fal- elser og Spegelser og Borgar- leikhúsið í Helsinki sýndi Tartuffe i leikstjóra Kalle Holmberg. Bengt Göranson, menntamála- ráðherra Svía, setti hátíðina en sfðan flutti Stefán Baldursson leikhússtjóri ávarp. Hátíðin þótti takast mjög vel enda allt úrvals- sýningar, sem þar voru í boði. Land míns föður var sýnt tvisvar og voru viðtökur afbragðsgóðar bæði kvöldin. Ætlaði fagnaðarlát- um áhorfenda seint að linna. Borist hafa dómar nokkurra sænskra blaða og fer útdráttur úr þeim hér á eftir. Þess má geta að þessi leikfor Leikfélagsins með„ Landið" er fjölmennasta leikför, sem fslenskur leikflokkur hefur farið í til útlanda, þátttak- endur voru 43. Norræna Ieiklistar- nefndin veitti styrk til leiklistarhá- tíðarinnar en auk þess styrktu fjölmörg íslensk fyrirtæki Leik- félagið til ferðarinnar, þ. á. m. Morgunblaðið (sjá meðfylgjandi leikskrá). Umsagnir í Arbetet segir Anne Járborg m.a.: „fslensku gestimir á leiklist- arhátíðinni náðu virkilega góðum tökum á áhorfendum. Áhorfendur féllu í stafí. Þetta er hlýlegt og skemmtilegt leikrit, sem Kjartan Ragnarsson hefur samið. Fjöldi söngva gefur sýningunni aukið líf og lit. Tónlistarlegur hápunktur sýningarinnar er söngurinn um líf sjómannsins, hlaðið hættum." Síðan koma hugieiðingar gagn- rýnanda um málið, fslenskuna, og kemst hún að þeirri niðurstöðu að áhorfandinn skilji leikritið en ekki textann. „Gffurlega fallegt var atriðið, þar sem þjóðin safn- ast saman kringum bamavagn og syngur titillag sýningarinnar, Land míns föður. Þetta var há- stemmt atriði, fullt af trú á framtíðina." Anne Járborg lýkur umsögn sinni á þessum orðum: „Land míns föður er ástrík og gamansöm lýsing höfundar, sem virkilega býr yfír mikilli og Qöl- breytilegri frásagnargleði. Sér- staklega vel heppnaður gestaleikur!" f GT skrifar Kristjan Saag (Göteborgstidningen) m.a.: „Land míns föður er afskaplega vel leikið verk, sem höfundur leik- stýrir sjálfur. Allir leikaramir leika afbragðs vel frá upphafí til enda, þar á meðal tvö böm og hljómsveitin er felld á fullkominn hátt inn í þetta allt og nær þvf meira að segja að skipta um bún- inga nokkmm sinnum í sýning- unni. Búningafjöldinn hlýtur að hafa fyllt heila Flugleiðavél, en hins vegar er leikmyndinni stillt f hóf og hún notuð á þann hátt, að á betra verður ekki kosið — það er svo sjálfur leikurinn sem gefur þessu öllu þann sprengi- kraft, sem fyllir leiksviðið hveija stund. Leikmunir og lýsing gefa þessu aukið gildi án þess að vera uppáþrengjandi. Þetta er sú tegund leikhúss, þar sem öllum meðulum er beitt (totalteater) innan mjög svo hefð- bundins ramma og ef manni er ekki þeim mun meira f mun að fá vandamálin rakin og rædd, er hægt að skemmta sér konung- lega f tæpar þijár klukkustund- ir án þess að kunna orð i fslensku. Hápunktar verksins eru nokkur söng- og dansatriði, þar sem gert er góðlátlegt grín að íslenskri samheldni, drukkinn predikari, tveir lögregluþjónar og fyrrverandi starfsbróðir þeirra syngja sönginn um að allir gangi f sama takti. Hinar sfgildu mann- gerðir þessa atriðis gefa þvf styrk. Höfundurinn sjálfur hefur kosið að draga úr beittustu ádeilupunkt- um verksins, en hann ku vera afkastamikill höfundur: ég yrði fyrstur manna til að fara og sjá- eitthvert hinna verka hans ef Leikfélag Reykjavíkur kemur aft- ur með gestaleik." Göteborgsposten: Bo Ludvigs- son segir m.a. undir fyrirsögninni „Leikandi og geðfellt". „Leikfélag Reykjavíkur bauð upp á leikandi og skemmtilega sýningu." Hann fer lofsorðum um tónlist Atla Heimis, sem hann segir fyrir löngu orðinn vel þekktan, ekki ^ Skickliga islánningar samma tak Ktíl O0T»»O»0»-FO«TII» Lekfullt och sympatiskt zU-r—i -srartí*^'*” OJ* \ * * sttjKsSfi’ bara á Norðurlöndum, heldur einnig utan þeirra. Skopstælingar hans á strfðsáratónlist séu sérlega vel gerðar. „Manni fínnst maður kannast við mátulega mörg stef og hljómföll til þess að þetta hljómaði allt kunnuglega og hug- hreystandi um leið og það var þó nýtt og hans eigin tónlist. Það var þvf erfítt að stilla sig um að sveifl- ast með f hinum hröðu og tilkom- umiklu söngatriðum, sem hljóðfæraleikaramir skiluðu með krafti og sóma. Land míns föður ber keim af alþýðugamanleikjum og er byggt upp eins og hefð- bundinn söngleikur, þar sem söng- og dansatriðin eru hápunkt- ar í söngþræðinum, sem að sjálf- sögðu notar ástarsögu sem hinn rauða þráð." Þrátt fyrir tungu- málaþröskuldinn segir gagnrýn- andinn áhorfandann skilja vel hvað um sé að ræða. Söngleikur- inn þekkir engin tungumálahöft og f samtölunum heyrast af og til setningar „sem eru eins og tærasta sænska". Gagnrýnandinn talar síðan um form sýningarinnar, sem sé röð gamansamra, sjálfstæðra atriða og slíkt form gerir miklar kröfur, kreljist fjölhæfra leikara og hug- myndaríkrar leiksfjómar. Og segir Leikfélag Reykjavíkur sann- arlega búa yfír þessum kröftum. „Leikstjórahugmyndimar em þaulhugsaðar og sjálfum sér sam- kvæmar í útfærslu, ekki síst er þar gnótt smáatriða, sem bera vott um ríka kímnigáfu. í sýning- unni eru ennfremur sviðs- og atriðabreytingar, sem jaðra við hreina snilld." Hann telur dansana skemmtilega samstfga þessari kfmni sýningarinnar og fer lofs- orðum um búningana. Hann hrósar leik leikaranna enn og aft- ur og dáist að fjölhæfni þeirra f söng og dansi. „Eftir 200 sýning- ar vekur það aðdáun manns hversu vel þetta er gert.“ Umsögn Bo Ludvigsson lýkur á þessum orðum: „í stuttu máli sagt: Verkið sjálft er ekki ýkja merkilegt en flutningur þess þeim mun betri. Það að ekki skuli grip- ið til strútsíjaðra og dinglum- dangls, eins og gjaman er gert f söngleikjum, eykur bara áhrifa- mátt sýningarinnar. Það kann að vera að þjóðfélagslýsingin í verk- inu sé veik og yfírborðsleg en það er annað mál. Þetta er söngleik- ur. Og söngleikir em víst bara til ánægjuauka. Það er langt sfðan ég hef skemmt mér jafn vel f leikhúsi.“ Þess má að lokum geta að sýn- ingamar í Gautaborg vom allra síðustu sýningar á „Landinu". Það hefur verið sýnt 208 sinn- um, eða oftar en nokkurt annað fslenskt verk fajá Leikfélagi Reykjavíkur. Áhorfendur urðu alls 43.437. (Fréttatílkynning) Borgarfjörður: Áreksturvið Varmaland Hvanneyri. VIÐ afleggjarann að Varmal- andi f Borgarfirði rákust í síðustu viku tvær bifreiðir sam- an með þeim afleiðingtun að ðnnur verður að teljast ónýt og hin er mikið skemmd. Slys urðu ekki alvarleg á farþegum bif- reiðanna. Aflfðandi s-beygja er þar á veginum, afleggjarar til norðurs og suðurs og skil á bundnu slitlagi og malarvegi. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Önnur bifreiðin var mikið skemmd og hin talin ónýt Þingvellir: Ekið á jeppa og á brott UNG hjón urðu heldur leið þeg- ar þau komust að þvf að ekið hafði verið á Suzuki-jeppann þeirra á ÞingvðUum um helg- ina, en sá sem það gerði hvarf á brott. Jeppinn var í Bolabás og ber hann skráningamúmerið R-50859 og er af árgerð 1983. Aðfaranótt sunnudagsins var ekið harkalega á jeppann, með þeim afleiðingum að önnur hurðin gekk inn í sæti og dyraumbúnaður og þak skemmdist. Við jeppann voru för eftir grófmunstraða hjólbarða og svört málning eða gúmmí fannst á jeppanum. Þá hefur þokuljós með gulu gleri og svartri plasthlíf losnað af biffeiðinni sem var ekið á jeppann. Lögreglan á Selfossi óskar eftir að hafa tal af ökumanni hvítrar Range Rover-bifreiðar, sem var á Þingvöllum frá kl. 3-4 aðfaranótt sunnudagsins. Þá eru þéir sem eitthvað þekkja til málsins beðnir um að gefa sig fram. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.