Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 36
Kristnesspítali 60 ára: Brýn þörf á langlegu- og endurhæfingadeildum — segir Halldór Halldórsson yfirlæknir Kristnesspftali KRISTNESSPÍTALI verður 60 ára í nóvember næstkomandi. Halldór Halldórsson, yfirlæknir á Kristnesspítala, sagði f samtali við Morgnnblaðið að þðrfin fyrir langlegusjúklinga væri mikil á Akureyri. Hann vissi til dæmis um 30 sjúklinga á báðum elli- heimilunum, Hlfð og Skjaldarvík, sem ættu með réttu að vera á hjúkrunardeildum. Þá væru um 30 í viðbót sem nú væru á sjúkra- deildum Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar, handlækninga-, lyf- lækninga- og bæklunardeildum, og f heimahúsum sem ættu hvergi annars staðar að vera en á hjúkrunardeildum. Fjórðungs- sjúkrahús Akureyrar fær til afnota rými fyrir tfu sjúklinga í Seli nú á næstunni, en þðrfin er að minnsta kosti sexfalt meiri, að sögn Haildórs. Kristnesspítali var formlega stofnaður þann 1. nóvember árið 1927 og þá sem berklasjúkrahús. Upp úr 1950 fór að bera á lélegri nýtingu sjúkrahússins þar sem verulega dró úr sjúkdómnum og svo fór að ákveðið var að gera sjúkra- húsið að hjúkrunar- og endurhæf- ingarspítala. Á sjúkrahúsinu eru nú 58 sjúkra- rými, en að sögn Halldórs hefur sjúkrahúsið ekki nægilegt starfslið til að sinna svo mörgum langlegu- sjúklingum. Hann sagði að sá vandi væri yfírleitt leystur með því að ráða ófaglært fólk ef sjúkraliðar eða hjúkrunarfræðingar fengjust ekki til starfa. Hinsvegar fyndist honum vandinn á stærri sjúkrahúsunum oft á tfðum leystur með því að loka deildum fáist ekki faglært fólk. Kristnesspftali heyrir undir stjóm ríkisspítalanna, en að áliti Halldórs ætti sjúkrahúsið að heyra undir stjóm Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og hefur hann lagt það til oftar en einu sinni. „Það er erf- itt að hafa stjómina svona langt í burtu. Stjómin veit satt að segja ekkert hvað er að gerast hér þótt hún eigi að flalla um mál stofnunar- innar. Ég færði þetta meðal annars í tal við Ragnhildi Helgadóttur, heilbrigðisráðherra, og sagði hún að hún myndi ekkert aðhafast nema að beiðni um það kæmi að norðan. Ég ræddi þetita þá við þingmenn kjördæmisins og linaðist í afstöðu minni þegar ég fékk þær undirtekt- ir meðai annars frá Halldóri Blöndal að hann teldi erfíðara að fá fram fjármagn spítalanum til handa ef hann yrði sameinaður FSA. í fýrra var gerð sex ára fram- kvæmdaáætlun fyrir Kristnesspít- ala og fékkst hún staðfest í stjómamefnd ríkisspítalanna. Á ijárlögum þessa árs var Kristnes- sjúkrahúsi úthlutað fjórar milljónir króna sem er rúmlega helmingi minni upphæð en áætlanir hljóðuðu upp á. „Við fengum 4,0 milljónir króna af 8,5 sem við fómm fram á til að fullgera fyrsta áfangann af sex og ef framhaldið verður á þenn- an hátt hljóta framkvæmdir að taka tólf ár f stað sex. Með fyrsta áfang- anum var ætlunin að ljúka bygg- ingu lyftuhúss svo við hefðum möguleika á að nýta húsnæði sem er á annarri hæð hússins og ekkert hefur verið nýtt þar sem illmögu- legt er að koma rúmliggjandi sjúklingum þangað. Ef við aftur á móti gætum klárað lyftuhúsið, gæt- um við tekið í notkun vinnuaðstöðu fyrir sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa. Við höfum ennþá ekki ráðið sjúkra- þjálfara, en vonumst til að úr geti ræst með haustinu og þá hefst hin eiginlega endurhæfíng sem verið hefur í bígerð síðan árið 1976.“ Halldór sagði að mörg sjúkra- rúmanna væm orðin jafngömul sjúkrahúsinu sjálfu, 60 ára. Þau væm þannig úr garði gerð að hvorki væri hægt að hækka þau né lækka, né heldur hreyfa þau úr stað með skjótum hætti þar sem þau væm ekki á hjólum. Keypt hefðu verið nokkur ný rúm með nýtísku búnaði sem heldur væri ekki hægt að færa á milli stofa þar sem dyr herbergj- anna væm það þröngar að rúmin kæmust ekki í gegn. „Sú sex ára framkvæmdaáætlun, sem gerð var á síðasta ári, hljóðar samanlagt upp á um 90 milljónir króna og ef stjórn ríkisspítalanna hefur gert okkar áætlun að sinni, hlýtur hún að reikna með að fá fjármagn til verk- efnisins," sagði Halldór. Sumartónleíkar á Norðurlandi Leikið í Akureyrar-, Húsavíkur- og Reykjahlíðarkirkju SUMARTONLEIKAR verða haldnir á næstu tveimur mánuð- um í Akureyrarkirkju, Húsa- víkurkirkju og i Reykjahlíðar- kirkju í Mývatnssveit og verða haldnir sex tónleikar á hverjum stað. Fyrstu tónleikamir verða 5., 6. og 7. júlí nk. þar sem þýski orgel- leikarinn Gabriele Liebold leikur. Þau Bjöm Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, Úirik Ólason, organisti Húsavíkurkirkju, og Margrét Bóasdóttir söngkona hafa haft frumkvæði að tónleika- haldinu og fengið til liðs við sig ýmsa þekkta listamenn, bæði inn- lenda og erlenda. Á blaðamanna- fundi, sem haldinn var á mánudag, sögðu þau að þessi hugmynd hefði oft borist í tal á undanfömum ámm. Samvinna milli fólks og byggðarlaga væri brýn, ekki síður hér en í öðmm málum, og væri það von manna að með þessu fram- lagi væri uppbyggingu menningar- og ferðamála landsbyggðarinnar lagt lið. Hugmjmdin er að stuðla að fjölbreyttari kjmningu á menn- ingu íslands til að styrlq'a mikilvæg Hljóðbylgjan: 60 klukkustunda maraþonútsending Fjár aflað fyrir sundlauffarbyggingu við Sólborg ÞEIR Ómar Pétursson og Þráinn sína.“ Brjánsson, dagskrárgerðarmenn Sundlaug við vistheimilið Sólborg á Hljóðbylgjunni, ætla sér að hefur verið í byggingu í nokkur ár standa 60 tíma maraþonvakt við og er nú fokheld. Framkvæmdir hljóðnemann til að afla fjár hafa þó legið niðrí tvö undanfarin vegna sundlaugarbyggingar við ár. Byggt hefur verið fyrir styrki Sólborg á Akureyri. frá almenningi hingað til, en ekki Maraþonútsendingin hefst kl. hefur fengist fé frá ríki né bæ í 9.30 á morgun, fímmtudag, og lýk- framkvæmdimar. ur á laugardagskvöldið kl. 21.30, í tengslum við maraþonútsend- 60 tímum síðar. Ómar sagði í sam- ingu þeirra Hljóðbylgjumanna tali við Morgunblaðið að söfnunin verður „Opið hús“ allan tímann á yrði með þeim hætti að fólk gæti meðan á henni stendur og gefst þá hringt í síma 27710 eða 27711 á gestum og gangandi að skoða út- meðan á maraþonútsendingunni varpsstöðina og þiggja veitingar. stendur og heitið á þá félagana Ómar sagði að þeir félagar mjmdu fyrir hvem þann klukkutíma sem ömgglega kippa gestum við og við þeir standa vaktina. „Við emm í spjall og ekki sakaði að þeir kæmu auðvitað alldijúgir yfír þessu, höf- með uppáhaldsplötumar sínar undir um sofíð vel undanfarið og tekið hendinni. Öll önnur dagskrá fellur vítamíntöflumar okkar á degi hveij- niður á meðan á útsendingunni um, en auðvitað er aðalatriðið að stendur, nema hvað fréttatímar vistmenn Sólborgar fái sundlaugina verða áfram kl. 12.00 og kl. 18.00. tengsl við iist og listafólk annarra þjóða, að sögn Margrétar. Fyrirhugað er að stofna sérstakt tónlistarfélag í haust við Akur- eyrarkirkju sem myndi hafa það hlutverk að skipuleggja og sjá um tónleika og tónlistarlíf við kirkj- una. Slíkt tónlistarfélag hefur til dæmis verið starfandi við Skál- holtskirkju, sem fengið hefur m.a. styrk frá menntamálaráðuneytinu. Margrét sagði að tónleikahaldið nú væri fyrst og fremst hugsjóna- starf til að byija með, en ljóst væri að menn lifðu ekki af hugsjón- inni einni saman til lengdar. „Við ætlum að sjá hvemig þetta gengur nú með hjálp listamannanna og vonum við svo sannarlega að um framhald geti verið að ræða. Menn hafa gert út á náttúmna hér norð- anlands, en lítið hefur verið í boði hér á sumrin af menningarvið- burðum þó margir hafí spurst fyrir um slíkt,“ sagði Margrét. Aðgangurinn að öllum tónleik- unum er ókeypis. Sóknamefnd Akureyrarkirkju hefur styrkt tón- leikahaldið með 150.000 krónum og munu hin ýmsu fyrirtæki á Akureyri, Húsavík og Mývatns- sveit veita aðstoð og fyrirgreiðslu. Aðstandendur tónleikanna vonast til að þessi þjónusta muni falla bæði útlendingum og íslendingum vel í geð. Sumartónleikamir fara fram í Akureyrarkirkju á sunnudögum kl. 17.00 í júlí og ágúst. Fram koma Friðrik Stefánsson orgelleikari, 19. júlí, Mark Enns klarinettleikari frá Kanada og Úlrik Ólason organisti,' 26. júlí, Páll Eyjólfsson gítarleik- ari, 9. ágúst, Einar Kristinn Einarsson og Paul Galbraith gítar- leikarar, 16. ágúst, Laufey Sigurð- ardóttir fíðluleikari og Richard Talkowsky sellóleikari, 23. ágúst. í Húsavíkurkirkju fara tónleik- amir fram á mánudögum og hefjast kl. 20.30. Fram koma sömu flytjendur. í Reykjahlíðarkirkju verða sumartónleikamir haldnir á Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Björn Steinar Sólbergsson organisti Akureyrarkirkju, Margrét Bóas- dóttir sópransöngkona og Ulrik Ólafsson organisti Húsavikurkirkju. þriðjudagskvöldum kl. 20.30. Sömu flytjendur koma þar fram og á hinum stöðunum, nema í stað Friðriks Stefánssonar koma fram þann 21. júlí þau Margrét Bóas- dóttir sópransöngkona, Þuríður Baldursdóttir altsöngkona, Szym- on Kuran fíðluleikari, Guðrún Sigurðardóttir selióleikari og Bjöm Steinar Sólbergsson organisti. Hótel KEA byggir við Fjölgar rúmum um 44 NÚ ER byijað að byggja við Hótel KEA á Akureyri. Hótelið verður stækkað um 22 herbergi og verður byggt suðvestur af hótelinu. Fyrirhugað er að fram- kvæmdum þ'úki næsta vor. Gunnar Karlsson, hótelstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að búið væri að ganga frá öllum teikningum nema burðarþolsteikn- ingum og yrði byijað á því að grafa eins fljótt og unnt væri. 011 herberg- in verða tveggja manna herbergi þannig að hótelið bætir við sig 44 rúmum. „Slík bygging er mjög hag- kvæm fýrir hótelið þar sem öll aðstaða er þegar fyrir hendi. Þá kemur viðbyggingin til með að auka möguleika okkar á ráðstefnuhaldi sem er sívaxandi þáttur í rekstri hótelsins. Nýting hefur verið mjög góð á svo að segja öllum tímum árs, nema hvað helst frá byijun desember og fram í miðjan janúar. Sá tími verður alltaf daufur og ekkert við því að gera.“ Það er hlutafélagið Hafnarstræti 87-89 sem stendur að viðbygging- unni, en það var stofnað fyrir þremur ámm í kringum endurbygg- ingu og endumýjun hótelsins. Félagið er í meirihluta eign KEA, en auk þess eiga Oliufélagið hf. og Samvinnutryggingar hluta í því. Unnið er að því að endumýja teríuna á KEA, Súlnaberg, en nokk- ur töf hefur verið á því að innrétt- ingar bæmst til landsins sem pantaðar höfðu verið. Þær em væntanlegar um miðjan júlí og verður Súlnabergi þá lokað í nokkra daga á meðan breytingar standa jrfír. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.