Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 Olof Palme Karl August Fagerholm K.B. Andersen Bjarni Benediktsson Trygve Bratteli Fimm norræmr stj ómmálaskörungar eftir Niels Ove Gottlieb Miðvikudaginn 1. júlí eru 25 ár liðin frá því að samstarfssamn- ingurinn milli Danmerkur, Finn- lands, íslands, Noregs og Svíþjóðar, svonefndur Helsinki- sáttmáli, gekk í gildi. í tilefni af því verður hér fjallað um fímm noiTæna stjómmálaskörunga. Á fyrsta Norðurlandaráðsþing- inu, sem fram fór í Kristjáns- borgarhöll árið 1953 skipuðu eftirtaldir menn fyrstu forsætis- nefndina: Hans Hedtoft frá Danmörku, Magnús Jónsson frá íslandi, Einar Gerhardsen frá Noregi og Nils Herlitz frá Svíþjóð, en allir vom þeir í fremstu röð norrænna stjómmálamanna. Þátttaka Finna hófst ekki fyrr en 1955. Á meðal hinna mörgu stjómmálamanna, sem hafa haft áhrif á störf Norðurlandaráðs á síðustu ámm em fímm stjóm- málaskörungar, sem einkanlega hafa sett sitt mark á þessa starf- semi. Þeir em Karl August Fagerholm, Olof Palme, Bjami Benediktsson, Trygve Bratteli og K.B. Andersen. Áf þessum fímm stjómmálaskömngum vom Qórir jafhaðarmenn en Bjami Bened- iktsson var fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins á íslandi. Allir vom þeir ieiðtogar stærstu stjómmála- flokka í löndum sínum og höfðu fyrir vikið aðstöðu og áhrif sem þeir beittu í þágu norrænnar sam- vinnu, sem fram fór og þróaðist í Norðurlandaráði og hjá Norrænu ráðherranefndinni. Karl August Fagerholm lézt árið 1984, 82ja ára að aldri. Fag- erholm gegndi oft embætti forsætisráðherra og öðmm ráð- herraembættum í Finnlandi og forseti Norðurlandaráðs var hann á ámnum 1962—1963. Hann var meðal þeirra stjómmálamanna sem mótuðu starfsemi ráðsins. Hann var formaður hinnar svo- nefndu Fagerholmnefndar og þar með frumkvöðull að mótun hins norræna samstarfs eins og við þekkjum það nú — með ráðherra- nefnd og þingi með eigin skrifstof- um — en gmndvöllur þess er í Helsinkisáttmálanum, er gekk f gildi 1. júlf 1962. Olof Palme var óvéfengjanlega í hópi þeirra ræðumanna, sem drógu að sér flesta hlustendur. Hann tók þátt í Norðurlandaráði frá 1964 og þar til hann var ráð- inn af dögum í marz 1986 rétt fyrir Norðurlandaráðsþingið í Kristjánsborgarhöll. Hann taldi að áætlun um efna- hagssamvinnu, sem þá lá fyrir fæli í sér ennþá metnaðarfyllra samstarf Norðurlandaþjóða en áður. Árið 1985 taldi hann að hún myndi hafa mikilvæg áhrif, bæði bein og óbein á efnahag og at- vinnu á Norðurlöndum og stuðla að æskilegri eflingu norrænnar samvinnu en jafnframt áleit hann að hér væri á íerðinni markvert framtak á alþjóðlegum vettvangi sem orðið gæti öðmm þjóðum fordæmi til samvinnu 5 efnahags- málum. 10. júlí 1970 fórst þáverandi forsætisráðherra íslands, dr. jur. Bjami Benediktsson, er ráðherra- bústaðurinn á Þingvöllum brann að nóttu til. Bjami Benediktsson var einn hinna fyrstu, sem urðu hlynntir þessháttar samstarfi, er varð að vemleika með norræna fjárfest- ingarbankanum. Árið 1968 vakti hann athygli á áhuga Islendinga á, að viðunandi lausn fengizt varð- andi aðild Færeyinga að Norður- landaráði og þegar Norræna húsið í Reykjavík var vígt lagði hann áherzlu á, að það væri f krafti menningarverðmæta sinna sem Norðurlandaþjóðir hefðu tryggt sér miklu sterkari aðstöðu á al- þjóðavettvangi en fólksflöldinn gæfí tilefni til. Tiygve Bratteli átti aðild að Norðurlandaráði á ámnum 1954—81, ýmist sem kjörinn full- trúi eða sem fulltrúi ríkisstjómar. Á ámnum 1978—79 var hann forseti Norðurlandaráðs. Trygve Bratteli lézt f nóvember 1984. Hans verður ekki sízt minnzt fyrir þann skerf sem hann lagði fram á Norðurlandaráðs- þinginu í Kaupmannahöfn vegna þorskastrfðs íslendinga og Breta. Hann mótaði orðalag yfírlýsingar forsætisnefndarinnar til stuðnings íslendingum, en hún var sfðan birt sem niðurstaða af hálfu Norð- urlandaþjóðanna og átti sinn þátt f að breyta þeim skilningi, að ráð- ið gæti ekld Ijallað um viðfangs- efni, er snertu utanríkismál. K.B. Andersen sat í Norður- landaráði frá 1962 og þar til hann hvarf þaðan og tók við stöðu for- seta danska þjóðþingsins árið 1981. Hann sljómaði undirbún- ingsvinnunni er ieiddi til stofnun- ar Qárhagsnefndar Norðurlandar- áðs — og 3Íðar fjárhags- og sfjómunamefndar, sem Ifkja má við ijárveitinganefíid og hann var á tímabili formaður laganefndar Norðurlandaráðs. Hann hafði mikinn áhuga á að Norðurlöndin tækju þátt f alþjóð- legum viðfangsefnum og þegar hann var utanríkisráðherra vakti hann athygli á þvf á Norðurland- aráðsþinginu 1978, að þörf væri fyrir aukna samheldni í hverfulum heimi og þegar erfiðar breytingar yrðu, skipti miklu að norrænir menn lokuðu sig ekki af á af- mörkuðum svæðum og byggju eingöngu að sfnu. Þetta sjónarmið kom heim og saman við orð Olofs Palme er hann bauð gesti vel- komna til Norðurlandaráðsþings í Stokkhólmi árið 1979, en þau vom m.a. á þessa lund: „Þrótt- mikið og uppbyggilegt samstarf landa vorra og samstaða á al- þjóðavettvangi getur stuðlað að því að skapa betri og traustari framtíð fyrir þær 22 milljónir sem búa á Norðurlöndum. Jafnframt verðum við að auka samheldnina þannig að hún nái einnig til hinna hundmða milljóna manna er búa við aðstæður sem við breyttum í lok síðustu aldar." Um þessar mundir er það eink- um Anker Jörgensen, sem heldur slfkum sjónarmiðum á loft og þau komu síðast til umræðu í Helsinki í febrúar sl. Þess háttar sjónar- mið hafa áður 'búið f haginn fyrir ályktanir um málefni flótta- manna, mannréttindamál, endur- hæfíngu þeirra, sem orðið hafa fyrir pyndingum, um uðstoð við þróunarlönd og þróun norrænnar samvinnu á alþjóðavettvangi. Al- þjóðahyggjan hefur hins vegar leitt til varfæmi hjá öðram, til dæmis hjá Jo Benkow, forseta norska stórþingsins, en hann leggur þröngan skilning í ákvæði samstarfssáttmálans. Sú afstaða olli því meðal annars að tillaga um frumkvæði norrænna þjóða í friðarmálum var því miður ekki tekin til umræðu á Norðurlanda- ráðsþinginu á þessu ári. Sem dæmi um þann árangur, sem norræn samvinna hefur bo- rið, má nefna Norrænan fjárfest- ingabanka og Norrænan iðnþróunarsjóð til stuðnings at- vinnulífi á Norðurlöndum, svo og kosningarétt og kjörgengi Norð- urlandabúa í kosningum til sveita- stjóma þar sem þeir em búsettir, norrænan umhverfísmálasátt- mála, stuðning við æskulýðs- og íþróttastarf, norræn menningar- verðlaun, tungumálasáttmála, norrænan vinnumarkað og sam- starf í félagsmálum. Á 35. þingi Norðurlandaráðs, sem haldið var í febrúar í Hels- inki, vora samþykktar 45 ályktan- ir en þar af er sérstök ástæða til að nefna þijár, sem ugglaugt munu selja svip á samstarfíð í stóram dráttum. í fyrsta lagi er ályktun um að þegar í stað verði ráðizt gegn loftmengun m.a. á grandvelli alþjóðlegrar ráðstefnu sem Norðurlandaráð gekkst fyrir 1986 um mengun andrúmslofts- ins. Þá er um að ræða samstarfsá- ætlun um afnám viðskiptahafta á Norðurlöndum og loks viljayfírlýs- ingu um að settur verði á laggim- ar norrænn sjóður, sem stuðli að samvinnu á sviði kvikmyndagerð- ar og á efni fyrir sjónvarp og myndbönd. Með því að leggja þessar sam- þýkktir fyrir ráðherranefndina hefur Norðurlandaráð nýja sókn í umhverfismálum, efnahagsþró- un og þróun menningarmála, en þetta verða trúlega meginvið- fangsefni ráðsins, er það kemur saman í Osló í marz árið 1988. 1. júlí er dagur, sem markar tímamót í norrænni samvinnu. Þá era 25 ár liðin frá því að í gildi gekk sáttmálinn sem gerður var 10 áram eftir að Norðurlandaráð var stofnað, og það var sá sátt- máli sem markaði Norðurlanda- ráði og norrænu ráðherranefnd- inni starfssvið og starfsaðferðir og lagði grunninn að aðild Álands- eyja, Færeyja og Grænlands að ráðinu. Þessi sáttmáli er eins kon- ar stjómarskrá fyrir hina opinbera norrænu samvinnu. Höfundur er aðstoðarfram- kvœmdastjóri Danmerkurdeild• ar Norðuriandariðs i Kaupmannahöfn. Ný verslunarmiðstöð á Laugavegi: Fimmtán verslanir í Domus 91 Á LAUGAVEGI 91, þar sem KRON rak áður verslunina Domus, verður f haust opnuð verslunarmiðstöð þar sem um það bil 15 verslanir og þjón- ustufyrirtæki munu hafa aðsetur. Það er fyrirtækið Ný- borg hf. og Sigurður Antons- son sém hafa keypt húsið og ætla að leigja það út. Að sögn Sigurðar hefur gengið vel að fá leigjendur að húsnæðinu sem verður kallað Domus 91 og væri þegar búið að ráðstafa jarð- hæð hússins og kjallara en eitt- hvað væri laust á annarri og þriðju hæð. KRON verður þó áfram með skrifstofur á þriðju hæðinni fram á mitt næsta ár. Þama verða að öllum líkindum bæði bakarí og hárgreiðslustofa auk verslana sem munu selja með- al annars skó, snyrtivörar, hljóm- flutningstæki, íþróttavörar og hannyrðavörur. Á næsta ári er ætlunin að stækka húsnæðið með því að byggja annað hús við hliðina á Laugavegi 91 en áður stóð til að hafa eins konar torg Snorrabraut- armegin við húsið. „Það er ætlunin að rejma að lyfta húsinu upp og gera það hent- ugara til þessa reksturs,“ sagði Sigurður í samtali við Morgun- blaðið. „Ég óttast ekki samkeppn- ina við verslunarmiðstöðina í nýja miðbænum, Kringluna, um of, það eru mörg hundruð verslanir á Laugaveginum en þær verða ein- ungis 70 í Kringlunni, það á eftir að hafa sín áhrif. Það hefur líka sýnt sig að efri hluti Laugavegar- ins hefur haldið sínum hlut þótt verslun hafí dregist saman annars staðar. Ég veit um kaupmenn sem ætluðu að reka verslanir í Kringl- unni en hættu við það og fluttu í húsnæði héma nokkrum húsum neðar á Laugaveginum." ^ Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson I umferðaröryggi Borgarneai. Hún gerði sér hreiður í vegkantinum sunnan við Borgarfjarðar- brúna, þessi æðarkolla, hvergi smeyk við æðandi umferðina. Það voru starfsmenn Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar sem tóku fyrst eftir fuglinum og settu hjólbarða utan um hreiðrið og nokkur rör þar utanvið til að varna þvi að gengið yrði yfir fuglinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.