Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 flfofgttn&fftfeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Ur viðjum til fijálsræðis Uppboðsmarkaðir eru gamalgrónir hjá flestum fískveiðiþjóðum. Þeir eiga ræt- ur í langri og traustri við- skiptahefð. íslenzkir útvegs- og sjómenn þekkja vel þessa viðskiptahætti eftir áratuga siglingar með ferskfísk á upp- boðsmarkaði í Bretlandi og Þýzkalandi. Hér á landi eru uppboðs- markaðir hinsvegar nýir af nál eða nokkurra vikna. Það er alltof snemmt að draga álykt- anir af þeirri skammtíma reynslu af þessum mörkuðum, sem tiltæk er, enda var það stórt stökk að hverfa frá mið- stýrðu fiskverði, ákveðnu í einskonar karpnefnd ríkisvalds og sjávarútvegsaðila, til frjáls fískverðs og uppboðsmarkaða. Uppboðsmarkaðir hér á landi kljást enn við byijunarörðung- leika og sjávarútvegurinn þarf eðlilega nokkum tíma til að laga sig að breyttum aðstæð- um. Það getur ekki talist óeðli- legt þó að gjörbreyttar aðstæð- ur að þessu leyti mæti Þrándum í Götu. Frjáls verð- myndun ferskfísks gengur ekki aðeins þvert á vanans vald, sem er ríkt í okkur flest- um, heldur horfír hún og mismunandi við eftir breytileg- um tengslum veiða og vinnslu í sjávarplássum landsins. Þar sem báðar þessar höfuðgreinar sjávarútvegsins, veiðar og vinnsla, eru á einni hendi mætir frjáls verðmyndun öðr- um viðhorfum en þar sem hönd selur hendi hráefni til vinnslu. Flestra mál var að eldri verðmyndun ferskfísks væri úrelt orðin. Sú aðferð að þrátta um fískverð í nefnd og treysta á úrslitavald ríkisins, ef í nauð- ir rak, olli því til dæmis, að innlendir aðilar gátu illa keppt við erlenda kaupendur, eins og mál horfðu við til skamms tíma. Vaxandi ferskfísksala til markaða erlendis, fram hjá vinnslustöðvum innanlands, sem hin eldri verðmjmdun ýtti undir, kallaði með öðru á íslenzka uppboðsmarkaði. Kristján Ragnarsson, form- aður LIÚ, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær, að „það frjálsræði í verðlagningu á físki, sem menn vonuðustu til að næðist með því að gefa físk- verð fíjálst, virðist ekki ætla að verða að raunveruleika". Hann bendir á að sjómenn á fjórum Akranesbátum hafí neitað að halda á miðin nema fyrirfram verði samið um verð á fískinum. Sumstaðar hafí og þegar verið samið um fast verð. „Því lítur út fyrir að við verðum að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags, sem ég tel mjög miður,“ sagði formað- ur LIÚ í Morgunblaðsviðtalinu. Þó að formaður LÍÚ byggi svartsýni sína á breytilegum staðbundnum viðhorfum, sem ekki er hægt að loka augum fyrir, skal enn áréttað, að allt of snemmt er að draga álykt- anir af tiltækri skammtíma- reynslu í þessu efni. „Dag skal að kveldi lofa, mey að morgni" og nýja viðskiptahætti í sjávar- útvegi þá eðlilegur umþóttun- artími er að baki, til dæmis reynsluárið. Uppboðsmarkaðir í Hafnar- fírði og Reykjavík hafa farið vel af stað, þrátt fyrir byijuna- rörðugleika. Ahugi fyrir þessum viðskiptaháttum, sem flestallar fískveiðiþjóðir hafa tileinkað sér, er mikill, ekki sízt hér á suðvesturhominu. Líkur standa og til að upp- boðsmarkaðir verði settir upp á Suðumesjum og í Vest- mannaeyjum — og víðar em þessi mál í athugun. Sú skammtímareynsla, sem tiltæk er, hefur og jákvæðar hliðar engu síður og raunar fremur en neikvæðar. Sú er máske mikilvægust að tryggja betur samkeppnisstöðu íslenzkrar fískvinnslu gagn- vart ferskfiskútflutningi. Sú tilraun sem nú er gerð með ftjálst fískverð og upp- boðsmarkaði var raunar óhjákvæmileg. Eldra form fís- kverðsákvörðunar var úrelt orðið og aðkallandi að láta reyna á nýjar leiðir. Ef vel tekst til, sem velviljaðir menn hljóta að vona, hefur íslenzkur sjávarútvegur brotizt að hluta til úr þeim viðjum, sem á hann hafa verið lagðar. Hann hefur þá stigið mikilvægt skref til aukins ftjálsræðis. Og fijáls- ræðið hleypir alltaf nýjum lífskrafti í þær atvinnugreinar, sem það nær að leika um. Spennan heldur áfram að magnast í undirdj úpunum MIKILVÆGI kafbáta í hernaði hefur lengi verið mönnum ljóst. Allt frá því í fyrri heimsstyijöld- inni hefur verið litið á kafbátinn sem skelfi úthafanna, sem felur sig lævislega f skugga en gerir síðan skyndilega og óvænta árás. Yfírmenn bandaríska flotans fengu enn eina sönnun fyrir mikil- vægi kafbátahemaðarins í flotaæf- ingum Japana og Bandaríkjamanna á Kyrrahafi árið 1985. í þessum æfingum héldu þrjú flugmóðurskip- anna, sem eru þungamiðja banda- ríska flotans, sprengjuflugvélum og þyrlum á lofti allan sólarhringinn. Floti beitiskipa, tundurspilla og frei- gáta var sendur til höfuðs sjö kafbátum, en hlutverk þeirra var að stöðva flugmóðurskipin áður en þau gætu sent flugvélar til loftárása á land. Búist var við að þessar æfingar sýndu ósigranleik flugmóðurski- panna, en svo fór þó ekki. A meðan flórum kafbátanna var „eytt“, kom það í ljós að sá fimmti gat upp á eigin spýtur sökkt tveimur flugmóð- urskipanna og átta öðrum herskip- um. Bæði Sovétmenn og Bandaríkja- menn hafa gert sér grein fyrir því að ef til stríðs kemur, verður kaf- báturinn vopnið, sem mun ráða úrslitum um yfirráð á úthöfunum. Bæði stórveldin eyða milljörðum í smíði nýrrar kynslóðar kafbáta, sem eru hljóðlátari, hraðskreiðari og öflugri en eldri gerðir. Sovétmenn hafa minni reynslu í faginu, en fyrir nokkrum árum einsettu þeir sér að smíða kafbátaflota, sem stæðist hverjum sem væri snúning, og það hefur haft áhrif á valdajafnvægið, því herveldi Sovétríkjanna nær nú langt út fyrir landsvæði þeirra með tilkomu kafbátanna. Báðir aðilar Qárfesta líka grimmt í kafbátavam- arkerfum, sem gætu skipt sköpum í hinum hættulega feluleik undirdjú- panna. Hingað til hafa Bandaríkja- menn haft forystuna í kafbátaleitar- tækni og gæðum kafbáta, en bilið þrengist óðum. Æfíngamar á Kyrrahafí bæði sönnuðu það augljósa - að kafbátur- inn er stríðsskip framtíðarinnar - og vöktu spumingar hjá bandarískum ráðamönnum um það hvort Reagan- stjómin væri að smtða réttan flota fyrir rétt stríð. Sé svo auðvelt að sökkva stómm, hefðbundnum skip- um, hvers vegna em þau þá kjami Bandaríkjaflota? Hluti skýringarinnar er sá að Bandaríkjunum er í mun að sýna afl sitt þar sem bandarískir hagsmunir em í veði, einkum í þriðja heiminum. Risastórt og hlaðið þungvopnuðum flugvélum er flugmóðurskip ógn- vekjandi tákn um mátt Bandaríkja- flota, hvort sem er úti fyrir ströndum Líbýu eða við Filippseyjar. Einnig mun fyrmrn flotamálaráðherra, John Lehman, hafa fengið Reagan forseta til að fallast á þá herfræðikenningu, að bandarísk flugmóðurskip eigi að gera árásir á skotmörk í útjaðri Sov- étríkjanna. Kafbátar myndu ryðja brautina, en flugmóðurskipin veita höggið. Eru hefðbundin skip úrelt? Nú em hins vegar uppi efasemdir um ágæti þess konar herstjómarlist- ar, einkum vegna þess að menn draga í efa ágæti hefðbundinna her- skipa á tímum eldflauga, sem fylgja haffletinum og kafbáta, sem geta læðst mjög hljóðlega að skotmarki sínu. Vamarleysi hefðbundinna skipa varð augljóst af tjóni því sem Bretar urðu fyrir í Falklandseyjastríðinu, og nú nýlega af árásinni á bandarísku freigátuna Stark á Persaflóa. Sovét- menn ráða nú yfir eldflaugum, sem geta laskað flugþilfar flugmóður- skipa. Þess vegna telja margir hemaðarsérfræðingar og þingmenn, að Bandaríkin ættu fremur að smíða kafbáta og smærri skip en flugmóð- urskipin, sem kosta 14 milljarða króna hvert. Bandarílqafloti er þrátt fyrir allt sannfærður um nauðsyn flugmóður- skipanna, þó ekki væri nema vegna þess að Sovétmenn eru að bæta slíkum skipum við flota sinn. Flotinn ætlar þó að heíja smíði fleiri kaf- báta, endurbæta þá sem fyrir em og bæta kafbátavamir. Leitað að kafbátum Tækið, sem einkum er notað til þess að leita uppi kafbáta er sónar (Sound Navigation and Ranging). Notkun tækisins, sem fundið var upp í seinni heimsstyijöld, byggðist upphaflega á sendingu hljóðmerkja, sem endurköstuðust af hlutum í sjónum, en upp úr 1970 var einnig þróað hlustunarkerfi, sem hlustar einfaldlega eftir vélarhljóði kafbáta. Færir hlustunarmenn geta þekkt kafbátagerðir af hljóðinu einu sam- an. Hingað til hafa Bandaríkjamenn einkum stuðst við hlustunarkerfið sökum þess hve sovésku kafbátam- ir eru háværir, en það getur komið upp um staðsetningu kafbáts ef hann þarf að senda frá sér hljóð- merki í leit að óvininum. Tom Ciancy Gjörbreyting með til- komu kjarnorkunnar Þróun í smíði kafbáta hefur orð- ið gífurleg frá því að þýski kaf- bátaflotinn ógnaði siglingum Bandamanna í síðari heimsstyijöld. í þá daga athöfnuðu kafbátar sig aðallega á yfirborðinu og köfuðu aðeins til að fara í felur eða til árás- ar. Þeir voru hannaðir til að komast sem hraðast á yfírborði sjávar og hægðu því á sér þegar þeir köfuðu. Til þess að geta verið neðansjávar um langan tíma notuðu þeir loft- pípu, sem hleypti nauðsynlegu lofti að díselvélunum. Uppfinning kjamakljúfsins eftir seinna stríð breytti þessu öllu. Kjamorkuelds- neytið þarf ekkert loft, og kaf- bátamir geta verið í kafi næstum endalaust. Lögun þeirra líkist helst hval, og nýtist vel til siglingaleikni neðansjávar. Kafbátamir geta verið lengi undir vatnsborðinu og skotið langdrægum eldflaugum án þess að koma úr kafi. Bandaríkin ráða nú yfir 96 kjam- orkuknúnum árásarkafbátum, og þar að auki 37 kafbátum, sem bera kjamaflaugar. Til samanburðar eiga Sovétmenn 350 báta, þar af 265 árásarkafbáta búna stýriflaug- um. 141 þeirra er í Norðurflotanum, það er með bækistöðvar á Kola- skaga við landamæri Noregs. Ennþá eru gæði bandarísku kaf- bátanna meiri, en Sovétmenn vinna stöðugt á. A.H. Trost, yfirmaður Bandaríkjaflota, segir að ekki megi vanmeta sovéska kafbátaflotann, og hollt sé að hafa í huga afrek kafbátaflota Þjóðveija í seinna stríði, hann hafi þó verið aðeins 20% af flota Sovétríkjanna nú. H L U T V E BRJÓTIST stríð út í Evrópu, munu kafbótadeildir risaveld- anna berjast um yfirráð mikil- vægra siglingaleiða. Fyrsta aðvörun Vesturveld- anna um að sovéskir kafbátar séu að halda út á opið haf, kem- ur frá SOSUS-hlustunarkerfinu. Kerfið samanstendur af hljóð- nemum, sem komið er fyrir á hafsbotninum. I.mynd: Bandarískir árásark- afbátar, sem draga hlustunar- tæki, sækja fram á undan flugmóðurskipum til þess að brjóta skörð í varnir Sovét- manna. Kafbátarnir skjóta Mark-48 tundurskeytum sínum, sem taka sjálf við stjórninni, þeg- ar komið er nálægt skotmarkinu og rata á hljóðið af óvinakaf- bátum. Bandarísku kafbátarnir reyna hvað þeir geta til að láta ekki í sér heyra og senda aðeins eitt sónar-hljóðmerki frá sér til að staðsetja óvininn. Arásarkaf- bátarnir sleppa einnig lausum „tálbeitum", sem villa um fyrir sovéskum kafbátum með háv- aða, og þeir bera stýriflaugar, sem hægt er að skjóta á sovésk skip á yfirborðinu eða skotmörk á landi. 2. mynd: Bandarískur tundur- spillir lætur sónartæki síga niður í hafdjúpið, niöur fyrir hitalag, sem stöðvar flestar hljóðbylgjur. Hann dregur einnig hlustunar- tæki. í allt að sex mílna fjarlægð getur tundurspillirinn skotið eld- flaugum, sem bera tundurskeyti, að kafbátunum. Hann getureinn- ig skotið tundurskeytum beint á nálæg skotmörk. Tundurskeytin hringsóla í sjónum þar til þeirra þeirra eigin sónar finnur skot- markið. m 3. mynd: Langfleygar P-3 Orion kafbátaleitarvélar, til dæmis frá Keflavík, og þyrlur frá skipum, varpa hlustunarbaujum með fjar- skiptabúnaði í sjóinn. Baujunum er dreift á stórt svæði til þess að geta staðsett óvinakafbáta. Flugvélarnar hafa einnig segul- sviðsskynjara, í „halanum" á Orionvélunum, en hangandi neð- an í þyrlunum. Þessir skynjarar fylgjast með breytingum, sem kafbátarnir valda á segulsviði Jarðar, og gera vélunum kleift að skjóta á þá tundurskeytum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.