Morgunblaðið - 01.07.1987, Page 55

Morgunblaðið - 01.07.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 55 Pönkdrottningin í öllum sinum skrúða; með dóttur sinni og tilvonandi eiginmanninnm, hinum 17 ára gamla Iro. Nma Hagen í fullu fjöri MUnchcn, frá Berg\jótu Friðríksdóttur, fréttarita Morgunblaðaina. Hljótt hefur verið um þýsku söngkonuna Ninu Hagen að undanfömu en hún er þó síður en svo dauð úr öllum æðum. Það sannaðist fyrir skömmu er hún kom fram í kunnum þýskum sjón- varpsþætti, í öllu sínu veldi, og tók lagið á sinn sérstæða máta. Útlitið kom engum á óvart, þröng- ur og óvenjulegur klæðnaður, eldrautt úfið hár niður á bak og vægast sagt áberandi andlits- málning. í viðtali við stjómanda þáttar- ins sagði Nina á hispurslausan hátt frá einkalífi sínu og áform- um. Nina, sem er 32 ára gömul á sex ára gamla dóttur sem heitir Cosma og innan tíðar hyggst hún ganga í hjónaband með 17 ára gömlum breskum pönkara, Iro að nafni. Aðspurð sagði söngkonan að aldursmunurinn skipti engu máli, við hefðum hvort eð er öll lifað einhvemtímann áður og ald- ur fólks hér á jörðinni hefði því litla þýðingu. Miðill sem hún hefði eitt sinn farið til hefði sagt sér frá því að hún hefði lifað áður fyrir átta miljónum ára á meginl- andinu Lemurien, verið hárlaus og með löng, oddhvöss eym. Nina sagði að hún hefði ákveð- ið að giftast Iro af því að allir aðrir sem hún hefði beðið hefðu sagt nei. „Það er margt í fari Iro sem heillar mig" sagði hún. „Hann er Breti, ólst upp á Ibiza og talar ekki orð í þýsku. Hann er mikið náttúmbam; sem smástrákur lærði hann að klifra í tijám. Svo kann hann ekki við sig innan um siðmenntað fólk“. Langt er nú liðið síðan Nina gaf út sína síðustu hljómplötu. Hún segist þó vera með ýmislegt á prjónunum svo aðdáendur henn- ar þurfa ekki að gefa upp alla von. Aðspurð hvort hún neytti enn eiturlyfja sagði Nina að hún hefði prófað allt, hins vegar ætlaði hún ekki að láta uppi hvenær hún reykti síðasta marijuana vindling- inn. Nina Hagen sagðist hvorki eiga peninga né kreditkort en nyti að- stoðar góðra vina sem byðu henni af og til í mat. „Samt er ég ríkasta kona í heimi af því að ég er ham- ingjusöm. Ég get alveg lifað án peninga". Tveir trú- ræknir töffarar Igamalli kirkju í Harlem-hverf- inu í New York krýpur bersköll- óttur munkur og tuldrar bænir. Hitasvækjan er eins og í baka- rofni og svitinn rennur af skalla munksins og niður hálsmál kufls- ins sem er girtur með trosnuðu reipi. Það er þó ekki allt sem sýnist, því munkurinn er enginn annar en kvikmyndaleikarinn Telly Sav- alas, líka þekktur sem lögreglu- foringinn Kojak úr samnefndum sjónvarpsþáttum. Hann er nú að leika í sjónvarpsmynd með öðrum þekktum leikara, Edward Wood- ward, sem er í hlutverki lögreglu- mannsins Robert McCall „The Equaliser". í myndinni, sem fjallar um elt- ingarleik McCall við hryðjuverka- samtök sem ætla að sprengja upp New York borg, leikur Savalas fyrrverandi skæruliða sem gerst hefur munkur og snúið þannig frá villu síns vegar. McCall tortryggir hann hins vegar en þarfnast hjálp- ar hans til að hafa hendur í hári illmennanna. Woodward, sem er 57 ára gam- all Breti, segist kunna ágætlega við að vinna í kirkju. „Við förum oft í kirkju féiagamir, enda veitir ekki af. Við höfum ýmislegt á samviskunni". Savalas, sextíu og eins árs, þrígiftur og sjö bama faðir, kann svo sannarlega að njóta lífsins og er ekki vanur að láta neitt á móti sér;„Ég bara skil ekki hvemig leikstjóranum, vini mínum, datt í hug að láta mesta óþokkann í bænum leika munk“. Telly Savalas sem hefur rakað sig sköllóttann alveg frá því hann lek Pontíus Pflatus fyrir næstum aldarfjórðungi, segist ekki eiga í neinum vandræðum með að und- irbúa sig fyrir hlutverk munksins. „Móðir mín var mjög listhneigð kona“ segir hann, „hún kenndi mér að bera virðingu fyrir lista- mönnum og sagði að listin væri hið góða afl í heiminum. Þessi lífsspeki hennar hefur hjálpað mér að lifa af í hörðum heimi og úr henni vinn ég“. Sögusvið „The Equaliser" er New York borg og það em líka heimaslóðir Savalas. „Aðdáendur mínir stöðva mig oft á götu og kalla mig Kojak. Pyrir þeim erum við sama persónan, löggan með sleikipinnann og leikarinn. Og í raun og veru er lítill munur á okkur; báðir eigum við heima í New York“. Woodward hefur sömu sögu að segja: „Um daginn kom til mín maður úti á götu og sagðist þurfa á hjálp að halda. I hans augum var ég „The Equalis- er“. Þannig fínnst fólki sem sér okkur í sjónvarpinu á hveijum degi að persónan sem við leikum sé raunveruleg; við ekki“. Reuter Kojak og „The Equaliser“ játa syndir sínar. AUSTURBÆR ÚTHVERFI Háteigsvegur Skeifan Bólstaðarhlíð Háaleitisbraut frá 40-56 og 58-68 frá 117-156 1 Hverfisgata frá 4-62 Hvassaleiti frá 18-30 o.fl. Sólheimar FOSSVOGUR — einbýli og raðhús Hvassaleiti Efstaland Hraunbær Dalaland Goðaland KÓPAVOGUR Grundarland Hraunbraut frá 18-47 VESTURBÆR Nesvegur frá 40-82 Símar 35408 - 83033 -zr----T essemm sia 07

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.