Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 Tillaga á Bandaríkjaþingi: Forsetinn hafi samráð við þingmenn um leyniaðgerðir Washingfton, Reuter. REAGANSTJÓRNIN berst nú fyrir sem víðtækustum heimild- um yfirvalda til að leyfa leynileg- ar aðgerðir á vegum leyniþjón- ustunnar, CLA. í þinginu koma í sumar til umræðu tillögur sem þrengja mjög athafnafrelsi stjórnvalda í þessum efnum og er vopnasalan til írans ein af röksemdum flutningsmanna. Aðalbaráttan er út af tillögu í fulltrúadeildinni sem skyldar forset- ann til að upplýsa þingleiðtoga í síðasta lagi 48 stundum eftir að leynileg aðgerð er hafin. Embættis- menn stjómarinnar segja að þetta ákvæði geti stefnt í voða viðkvæm- um aðgerðum. Telur ríkisstjómin núgildandi lagaákvæði nægja til að tryggja þinginu möguleika á að fylgjast með leynilegum störfum framkvæmdavaldsins. Segja talsmenn stjómarinnar að meiri takmarkanir á athafnafrelsi Reagan Japan: Atvinnuleysi meira en nokkru sinni fyrr í EB-löndum Tókíó, Reuter. í MAÍ var atvinnuleysi í Japan 3.2 prósent og hefur ekki fyrr verið meira. Hagfræðingar spá þvi, að Japanir verði senniiega að sætta sig við, að slíkt ástand verði næstu árin, þ.e. að um þrjú prósent atvinnubærra manna hafi ekki störf. Þetta vekur ugg og skelfingu með Japönum að sögn Reuters, sem telja að stjórn- völdum beri að gera þær ráðstaf- anir, sem dugi til að allir hafi nóga atvinnu. Hagfræðingamir segja, að þetta sé óhjákvæmilegt ef japönsk stjóm- völd ætli sér að vinna að því af alvöru að snúa dæminu við, hvað varðar hinn gífurlega viðskipta- hag^nað Japana svo og alltof ódýra og mikla framleiðslu þeirra á nánst öllum sviðum. Japanská jenið hefur hækkað um fjörutíu prósent, gagn- vart Bandaríkjadollar á aðeins rúmu ári og þar af leiðandi hafa allar áætlanir verið erfíðari í fram- kvæmd. Japönsk fyrirtæki hafa gripið til mjög róttækra ráðstafana upp á síðkastið til £ið halda sam- keppnisaðstöðu sinni og dregið úr kostnaði og fækkað starfsfólki og það með öðru skýrir vaxandi at- vinnuleysi. Þó að Japönum blöskri að at- vinnuleysi þar skuli vera komið yfír þijú prósent, er þó rétt að benda á, segir í Reuterfrétt, að þar e. hvað minnst atvinnuleysi allra iðn- væddra ríkja. Þriggja prósenta atvinnuleysi þar þætti varla í frá- sögur færandi í löndum eins og Frakklandi, Hollandi, Bretlandi og Belgíu, þar sem atvinnuleysi hefur verið alvarlegt þjóðfélagsmein um langa hríð. Til samanburðar birtir Reuter lista yfír atvinnuástand í ýmsum ríkjum Vestur Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. At- vinnuleysi í maímánuði í Banda- ríkjunum var 6.3 prósent og í Vestur-Þýzkalandi 8.3. Mest var það í Hollandi, 13.7 prósent og hefur þó heldur skánað ástandið síðasta árið. stjómarinnar muni stangast á við ákvæði stjómarskrárinnar um vald forsetans til að móta utanríkis- stefíiu landsins. Demókrataþingmaðurinn Jim Wright segir á hinn bóginn að lögin hefðu komið í veg fyrir afdrifarík mistök Reagans forseta varðandi vopnasölumálið. Samkvæmt gildandi lögum á for- setinn að tilkynna leyniþjónustu- nefnd þingsins fyrirfram um leynilegar aðgerðir en samkvæmt öðmm lögum getur hann við vissar aðstæður tilkynnt um þær eftir á þegar „tilhlýðilegur tími er liðinn". Vafíst hefur fyrir mönnum að skil- greina hvað orðalagið raunverulega merkir. Þingið fékk ekki vitneskju um vopnasöluna til Irans fyrr en tíu mánuðum eftir að Reagan forseti heimilaði aðgerðina með undirskrift sinni. Leyniþjónustan segir að um undantekningu hafí verið að ræða. Stansfíeld Tumer, flotaforingi, var eitt sinn yfírmaður CIA. Hann segist oft hafa neyðst til að biðja starfsmenn sína að hætta lífínu við störf sín. „Mér hefði reynst erfítt að horf- ast í augu við viðkomandi starfs- mann og segja honum eða henni að ég ætlaði að ræða þessa lífshættulegu aðgerð við jafnvel nokkra menn innan leyniþjón- ustunnar, hefði það verið að nauðsynjalausu", sagði Tumer. í forsetatíð Reagans hefur leyni- legum aðgerðum stjómvalda Qolgað mjog. AP Bræður sáttir á ný Hér að ofan sjáum við bræðuma Abdel-Aziz fursta (t.h.) og Sultan fursta, þjóðhöfðingja í Sharjah. Myndin var tekin í gær er náðst höfðu sættir í vikulangri valdabaráttu sem hófst með því að Abdel-Aziz hrifs- aði til sín völdin og sagði yngri bróður sinn hafa komið Ijármálum furstadæmisins í hnút. Sháijah er hluti Sameinuðu furstadæmanna, er nokkur lítil furstadæmi á suðurhluta Arabíuskagans stofnuðu á sínum tíma. Erlendar skuldir Shaijah em taldar um milljarður Banda- rílqadala og hafa greiðslur af þeim reynst þungar í skauti eftir að olían, aðaltekjulind landsins, féll í verði. Á mánudaginn náði furstinn samkomulagi við helstu lánardrottna um vægari skilmála en áður. Alsírlögregla skaut bókstafstrúarmann Algeirsborg, Reuter. LÖGREGLA skaut islamskan bókstafstrúarmann til bana á mánudagskvöld í úthverfi Al- geirsborgar. Mannsins hafði verið leitað vegna árásar sem hópur islamskra öfgasinna gerði á lögreglustöð I borginni So- umaa, suðvestur af Algeirsborg fyrir nær tveimur árum. í tilkynningu fréttastofu Alsír sagði að maðurinn, sem var skotinn hefði verið sá eini í hópnum, sem leikið hefði lausum hala. Hinir hafa ýmist verið skotnir eða handteknir og nú eru 208 bókstafstrúarmenn fyrir rétti í bænum Medea, ákærðir fyrir aðild að árásinni, eða sakaðir um önnur hryðjuverk. Carter vefst tunga um tönn um Tíbet Peking, Reuter. JIMMY Carter, fyrverandi Bandaríkjaforseti, sagði í gær, að enn væri langt í land með það að Tíbetar nytu fulls trúfrelsis. Carter sagði þetta á blaðamann- Barnsfaðernismál: Voru ísraelskir karl- menn dregnir á tálar? Tel Aviv, Router. ÞAÐ var enginn karlrembubrag- ur yfir þessu. Um það bil tylft ísraelskra karlmanna hélt sig nýlega i myrkvuðu upptökuher- bergi sjónvarpsins til að þekkjast ekki um leið og þeir vandræða- legir sögðu alþjóð frá þvi hvernig þeir hefðu verið rændir í rúminu þegar hæst hóaði. Mennimir eru félagar í samtök- unum „Nauðugir feður", nýjum félagsskap, sem stofnaður hefur verið af feðrum er dæmdir hafa verið til að greiða bamsmeðlög eft- ir ástarævintýri sem oft urðu ekki lengri en ein nótt. Upphafsmaðurinn, Shmuel Bani- el, lögfræðingur, segir að mennimir — sem sumir em kvæntir — hafi haft samræði við ógiftar konur sem sögðust vera á pillunni en ætluðu sér í raun að verða bamshafandi. Baniel segist hafa stofnað félagið þegar hann tók eftir því að bams- faðemismálum var tekið að fjölga skyndilega. „Ég vil að löggjöfín verði endur- bætt svo að þjófnaður á sæði verði refsivert athæfí," sagði lögfræðing- urinn. „Við vonum að dómstólar í ísrael taki gilda ákæm á hendur konunum þess efnis að þær hafí veitt rangar upplýsingar, svikið viðkomandi karlmann og hann eigi því rétt á bótum frá konunni," bætti hann við. í félaginu em nokkur hundmð menn og hafa þeir nú lagt fram ákæm á hendur þremur konum. Alice Shalvi, formaður ísraelsku kvenréttindasamtakanna, segir ákæmmar „hlægilegar". Ekkert sé hægt að sanna í slíkum málum; orð standi gegn orði. „Ef fólk sængar saman verður það að vera tilbúið að taka afleið- ingum gerða sinna," sagði hún. Um félag karlmannanna sagði hún: „Kannski væri best að þessir menn létu allir gera sig óftjóa. Þá yrði vandinn úr sögunni." Sumar konur segja að „Nauðugir feður" séu lýsandi dæmi þess að hinn ísraelski kraftakarl, með skyrtuna opna í hálsinn og akandi í glæsivagni, sé í reynd sauður í úlfsfeldi og gagnslaus öllu kven- fólki. fundi í Peking og reyndi þar að skýra yfirlýsingu um þetta mál, sem hann hafði gefið daginn áður. Þar var haft eftir Carter, að trúfrelsi blómstraði nú í Tíbet. Ummæli Carters sættu mikilli gagnrýni í Bandaríkjunum og víðar. Á blaðamannafundinum sagði Carter svo, að eiginlega væri rétt eftir sér haft: í ljósi þess saman- burðar sem hann hefði gert, en hefði líklega dottið úr fréttinni. Hann hefði átt við, að trúfrelsi væri í Tíbet, miðað við þá kúgun sem hefði viðgengist þar í menning- arbyltingunni. Eftir að hún leið hjá hefði allt breytzt mjög til batnaðar. En hann væri þeirrar skoðunar, að það væri ekki trúfrelsi í Tíbet á vestrænan mælikvarða. Það var kínverska fréttastofan, sem hafði fyrri ummælin eftir Cart- er og gerði þeim góð skil og áberandi í kínverskum fjölmiðlum. Eftir ú'aðrafokið vegna fyrri ummæla ákvað Carter svo að efna til blaðamannafundar og segja frá for sinni til Tíbets. Aðspurður sagði Carter, að embættismenn stjómar- innar hefðu jafnan verið viðstaddir alla fundi, sem hann hefði átt með Tíbetum. Hann sagði, að ekki hefði verið minnzt á það á neinum þess- ara funda, að Tíbetar vildu, að Kínveijar færu frá landinu. Kínverskir hermenn héldu inn í Tíbet í október 1950 og lýstu yfír, Carter að það væri hluti af Kína. Níu árum síðar brutu þeir á bak aftur upp- reist í Tíbet og Dalai Lama, trúar- leiðtogi, flýði þá land. Hann býr í útlegð í Indlandi. Kínveijar hafa nú sagt, að Dalai Lama megi koma aftur, en með því skilyrði að hann taki sér bólfestu í Peking og ekki í Llhasa, höfuðborg Tíbets. Carter átti, að sögn fréttamanna, í töluverðum erfíðleikum á fundin- um að betmmbæta ummæli sín. Hann klykkti síðan út með að segja, að vonandi næðist samkomulag um að Dalai Lama fengi að snúa heim til Llhasa aftur, en aðeins ef hann teldi að Tíbetar væru sáttir við hlut- skipti sitt undir kínverskri yfir- stjóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.