Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 40
cfV r jb 40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 Samband þjóðar og kirkju eftirHjalta Hugason Fyrir skömmu gerði sr. Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður á Þing- völlum, greinarkom er ég hafði ritað í tímaritið Víðförla að umtals- efni sínu í pistli „Austan um heiði". (Sjá Lesbók 13. tbl. 62. árg. — 4. apríl 1987.) Skrif sr. Heimis eru öíl hin áhugaverðustu, eins og af honum er að vænta. A undanföm- um ámm hefur hann þráfaldlega sýnt, að hann er einn hinn ágæt- asti formælandi íslenzkrar kirkju og kristni í þeirri umræðu er farið hefur fram bæði í ræðu og riti og sem kirkjunni er stöðugt brýnni þörf á að taka þátt í af fullri ein- urð og festu. Er vel að vita af slíkum mönnum í fyrirræði. Eigi að síður er eitt og annað í grein sr. Heimis er gefur tilefni til fyllri hugleiðinga og ef til vill athugasemda frá minni hálfu. I grein sinni verður sr. Heimi tíðrætt um samband og hugsanleg sambandsslit milli kirkju og þjóðar. Spyr hann meðal annars, hvort ástæða sé til að „feitletra" það er sundrar þeirri einingu er þjóðkirkju- fyrirkomulagið sé innsigli fyrir. í framhaldi af því leggur hann áherzlu á hin sögulegu tengsl kristni og þjóðlífs og varpar í grein- arlok fram þeirri spumingu, „... hvort miðaldakirkjan á íslandi væri ekki jafnvel í enn ríkari mæli „íslenzk kirkja" en „rómversk- kaþólsk kirkja“.“ Varðandi lokaspumingu sr. Heimis má svo sannarlega svara henni bæði með jái og neii. Það er ljóst, að sú kirkja og kristni er hér var við lýði um miðaldir mótaðist um margt af norrænum og þjóð- legum hefðum. Frá kirkjulegu sjónarmiði séð hiýtur þetta að hafa talizt bæði jákvætt og neikvætt. Annars vegar olli þessi „blóðblönd- un“ því, að kristnin náði að hafa varanlegri og djúpstæðari áhrif á hugsun, sjálfsvitund og menningar- sköpun landsmanna, en ef hún hefði ætíð komið fram, sem framandi, erlend hámenning klerka og höfð- ingja er mótazt hefðu af alþjóða- hyggju, sem framandi hefði verið alþýðu. Það var af þessum sökum — hinni þjóðlegu aðlögun — sem þjóðin gat orðið kristin. Á hinn bóginn hefur aðlögunin valdið því, að torveldara hefur verið að koma kirkjulegum aga yfir þjóðina og reisa hér hið rómverska, kirkjulega stjómkerfí er ætla má, að æskilegt hafí verið talið á æðstu stöðum. Þannig má færa líkur fyrir því, að miðlæg ákvæði alþjóðlegs, kaþólsks kirkjuréttar hafí langtímum saman komizt til takmarkaðra fram- kvæmda hér á landi. Mætti hér nefna kröfuna um einlífí klerka til dæmis. En þess ber að geta, að ósam- ræmi þetta, ef ósamræmi skyldi kalla, er ekkert sérstakt íslenzkt einkenni eða bundið við miðaldimar einar. Ef við höldum okkur við kaþ- ólsku móðurkirkjuna má á það benda, að kaþólska kirkjan í Pól- landi er öðmvísi en kaþólska kirkjan á Italíu, sem að sínu leyti er öll önnur en söfnuðir sömu kirkjudeild- ar í Afríku, svo að dæmi séu tekin. Þetta breytir því síðan ekki, að kaþólikkar um heim allan tilheyra einni og ósundraðri, alþjóðlegri kirkju, sem bezt kemur ( ljós, er biskupar hennar koma saman til biskupafunda er endurspegla alla heimsbyggðina. Einskorðum við okkur við okkar eigin kirkjudeild verður sundmngin enn auðsærri, þar sem mótmælendur eiga tíðum örðugt með að finna sig heima í samfélagi bræðra og systra við það eitt að flytjast milli landa, jafnvel þó í sömu heimsálfu sé. Svipað var málum að öllum lík- indum farið hér á landi á miðöldum. Kirkjan bar sín ákveðnu og augljósu þjóðlegu einkenni, en var þar fyrir öldungis jafn kaþólsk og verða mátti. Það sýna meðal annars við- brögð Jóns biskups Arasonar við því ytra áreiti er siðbreytingin var að hans hyggju. Liður í vamarbar- áttu Jóns biskups, sem oft hefur verið nefndur „síðasti íslendingur- inn“, var að skjóta málum sínum til páfa og leita fulltingis hans er biskupsdæmið stóð eitt eftir ein- angrað innan Norðurlandanna, sem að öðm leyti höfðu að mestu geng- ið hinum nýja sið á hönd. Vom þetta eðlileg viðbrögð rómversk- kaþólsks kirkjuleiðtoga við þær aðstæður er upp vom komnar og sýna glögglega, hvemig hann leit á hlutverk sitt, sem og eðli og upp- byggingu þeirrar kirkju er hann þjónaði. Hin stöðuga spenna milli hins þjóðlega og hins alþjóðlega í fari kirkjunnar leiðir hugann ein- faldlega að því, að kirkjan er ekki óbreytanlegur vemleiki af Guði gefínn í eitt skipti fyrir öll, heldur er hún félagslegt fyrirbæri, er skap- ast í sífelldu samspili við félagslegt, menningarlegt og pólitískt um- hverfí sitt. En víkjum þá að hinni fyrri og brýnni spumingu sr. Heimis um samband þjóðar og kirkju hér á landi á líðandi stundu. í því sam- bandi hljótum við að leggja áherzlu á, að þeirri spumingu getur aðeins einn aðili svarað, þar sem er þjóðin sjálf. Það væri óleyfíleg forræðis- hyggja, ef nokkur annar ætlaði sér að svara í hennar stað, hvort sem það væri kirkjan, prestar, guð- fræðingar eða félagsfræðingar. Þessi aðilar geta lýst því, hvemig þessu sambandi eða sambandsleysi er farið og hvemig það kemur fram, en spumingunni um að vera eða ekki vera svarar þjóðin ein. Við þær aðstæður, sem við búum við — það er þjóðkirkjufyrirkomu- Hjalti Hugason „Hin stöðuga spenna milli hins þjóðlega og hins alþjóðlega í fari kirkjunnar leiðir hug- ann einfaldlega að því, að kirkjan er ekki óbreytanlegur veru- leiki af Guði gefinn í eitt skipti fyrir öll.“ lagið — hefír kirkjan þeim skyldum að gegna, að vera til staðar, vera opin, reiðubúin til þjónustu við þjóð- ina á þann hátt, sem óskað er eftir, en jafnframt fundvís á tækifæri til að taka eigið frumkvæði og koma inn í líf fólks út frá eigin forsend- um. En jafnframt þessum skyldum hefur þjóðkirkjan einnig öðrum skyldum að gegna. Hún er til þess skyld, að stunda stöðuga og hár- beitta sjálfsskoðun. Málsvarar hennar verða stöðugt að spyija: Á hvem hátt mótar hið félagslega umhverfí kirkjuna á hveijum tíma? Gerir þessi mótun henni auðveldara fyrir að koma fram sem kirkja — samfélag ólíkra einstaklinga um orð og sakramenti — eða slævir hún hina trúar- og guðfræðilegu sjálfs- vitund? Síðast en ekki sízt verður einnig að spyija: Gerir hin félags- lega mótun samtímans íslenzku þjóðkirkjunni auðveldara fyrir að uppgötva að nýju samsvömn sína með öðmm kirkjudeildum — til dæmis hinni kaþólsku — eða gerir hún hana að eylandi í hinum kirkju- lega heimi, sem fremur einkennist af tungu, menningu og þjóðlegum minnum, en alþjóðlegri samstöðu kristinna manna? Það em spumingar sem þessar, sem ég varpa fram í grein minni í Víðförla. Spumingar er varða innri sjálfsvitund og skýrgreiningu kirkj- unnar, en ekki samband hennar við þjóðina. Þegar sr. Heimir óbeint varpar til mín spumingunni um það, hvort ég sjái fremur ástæðu til að „feitletra" það sem sundrar en það sem sameinar í oft á minnstu samspili þjóðar og kirkju, villist hann örlítið fram hjá rauða þræðin- um í hugleiðingum mínum. Að lokum verður ekki látið hjá líða, að vekja athygli á enn einu hlutverki eða skyldunni er kirkjan hefur í nútímanum. Margt bendir til að Norðurlanda, og þá ekki sízt íslands, bíði algerlega nýtt hlutverk á vettvangi alþjóðastjómmála, að því er til afvopnunar og baráttu fyrir friði kemur. Á þessu sviði hefur kirkjan eðli sínu samkvæmt einstæða möguleika til að skila virk- um árangri, en aðeins ef hún leggur rækt við hina alþjóðlegu samstöðu kristinnar kirkju í stað þess að skýr- greina sig sem þjóðlega, íslenzka, þjónustumiðstöð um andleg mál sem í eðli sínu er íhaldssöm, ein- angrandi og dæmd til að „frysta“ ríkjandi ástand í samskiptum þjóða og einstaklinga. Höfundur er doktor í guðfræði og lektor í kristnum fræðum við Kennaraháskála íslands. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Þær sem urðu S þrem efstu sætunum í kvennaflokki talið frá hægri: Inga María Ingadóttir i fyrsta sæti, Sigurveig S. Róbertsdóttir í þriðja sæti og Astrid Aðalsteinsson í öðru sæti. Vopnafjörður: Góð þátttaka kvenna í ökuleikni Vopnafirði. SÖMU aðilar sigruðu nú í ár í öku- leikni Bindindisfélags ökumanna hér á Vopnafírði og í fyrra. Inga María Ingadóttir sigraði í kvenna- fíokki og hlaut jafnframt annan besta tímann í keppninni til þessa og Elvar Höjgaard sigraði í karla- flokki og lenti í íjórða sæti í keppninni það sem af er. Alls tóku 11 keppendur þátt í ökuleikninni þar af 5 konur og gátu umsjónar- menn keppninnar þess að það væri besta mæting af hálfu kvenna síðan keppnin hófst. Einnig fór fram reiðhjólakeppni, alls kepptu nfu krakkar og þar varð Vigfús V. Gíslason hlutskarpastur. Elvar Höjgaard varð í fyrsta sæti í karlaflokki og fjórða sæti yfir landið það sem af er keppn- inni. Neytendasamtökin: Settar verði reglur um auglýsingar í útvarpi einnig ætlað að stuðla að því, að sanna mynd af þeim vörum og auglýsingar séu upplýsandi og veiti þjónustu sem í boði eru.“ Nína Gautadóttir við eitt verka sinna. Nína Gautadótt- ir sýnir í París NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent frá sér ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að setja nú þegar reglur um auglýsingar í útvarpi, í því skyni að vernda neytendur fyrir óeðlilegum truflunum á þeim dagskrárlið- um sem þeir hafa kosið að horfa á. Samtökin sendu frá sér eftir- farandi tilkynningu af þessu tilefni. „I kjölfar nýrra útvarpslaga hef- ur hljóðvarps- og sjónvarpsrásum fjölgað um meira en helming. Sam- keppni um auglýsingar hefur að sama skapi harðnað. Samfara því hefur orðið mjög óæskileg þróun í birtingu hljóðvarps- og sjónvarps- auglýsinga. Þær gerast sífellt áleitnari og skrumkenndari ásamt þvf að dagskrárliðir eru siitnir sundur með birtingu auglýsinga. Jafnframt hafa óbeinar auglýsing- ar aukist og sífellt verður erfiðara fyrir neytendur að átta sig á hvað er auglýsing og hvað eðlilegar upplýsingar. Neytendasamtökin leggja áherslu á að auglýsingar séu upp- lýsandi og lausar við skrum. í ljósi þróunar undanfarinna mánaða skora Neytendasamtökin á stjóm- völd að setja nú þegar reglur um auglýsingar í útvarpi, í því skyni að vemda neytendur fyrir óeðlileg- um truflunum á þeim dagskrárlið- um, sem þeir hafa kosið að horfa á. Einnig verði óbeinar auglýsingar bannaðar. Þessum reglum verði Á MÁNUDAG var opnuð sýning á málverkum eftir Nínu Gauta- dóttur í sýningarsalnum Eti Enne de Causans á 25 rau de Seina í Paris. Þetta er fyrsta málverkasýning Nínu í París, en áður hafði hún haldið þar sýningu á listaverkum unnum úr leðri, auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Málverkin sem hún sýnir nú, eru öll unnin 1986 og 1987. Nína hélt fyrstu málverkasýn- ingu sína á Kjarvalsstöðum vorið 1986. Nína er gift frönskum bygging- arverkfræðingi, Antoine Mercier að nafni, þau eiga heimili f París, en vegna starfa hans hafa þau í nokk- ur ár dvalið á ýmsum stöðum í Afríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.