Morgunblaðið - 01.07.1987, Síða 15

Morgunblaðið - 01.07.1987, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVDCUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 15 Litið við í London Myndllst Valtýr Pétursson Það telst varla til tíðinda, þótt litið sé við í London nú orðið. Ýmislegt merkilegt getur þó borið fyrir augu í þeirri ágætu borg, sem vert er að segja frá í góðu tómi. Þegar málarar eru á ferð, verð- ur myndlistin óhjákvæmilega aðaláhugasviðið, og oft á tíðum þarf mikið á sig að leggja til að nálgast þau verk, sem freista hvað mest hveiju sinni. Ef satt skal segja, var það nýbyggingin Tate Gallery, sem ég hafði mestan áhuga á að líta þessu sinni. Eftir langan aldur hafði loks verið full- nægt erfðaskrá meistara Tumers þess efnis, að öll þau verk, er hann eftirlét brezku þjóðinni, yrðu varðveitt undir sama þaki. Joseph Mallord William Tumer var fæddur 1775 og lézt 1851 og hefur alla tíð síðan verið álitinn einn mesti meistari, sem Bretar hafa átt. Við fráfall sitt arfleiddi hann brezku þjóðina að því, sem hann átti af eigin verk- um, og munu það hafa verið um 300 málverk, 300 vatnslitamyndir og um það bil 19.000 teikningar. Arfurinn var þeginn, en skilyrðinu um húsnæðið var ekki fullnægt, fyrr en með Tumer-vængnum, sem nú hefur verið tekinn í notk- un. Tumer varð því að bíða nokkuð lengi, eftir að fyrirmælum hans yrði fullnægt. En hvað um það, nú má með sanni segja, að Tumer sé kominn heim og ekki aldeilis í kot vísað. Þessi nýja viðbót við Tate er afar vel heppnaður arkitektúr til síns brúks, salir af þægilegri stærð, lýsing einföld og fellur ágætlega að verkum Tumers, sem mörg hver em afar djörf í lit og stinga iðulega í stúf við það, sem tíðkaðist á þeim tíma, er þau vom gerð. Ekki skal ég fara út í þá sálma hér að tiunda verk Tum- ers, en hann er einn af mínum uppáhalds listamönnum bæði fyrr og síðar. Hann var blendin mann- gerð og hafði sína kosti og galla, en myndir hans em skínandi gim- steinar í brezkri menningu og eiga sannarlega skilið þá umgerð, sem þeim hefur nú verið búin. Það, sem mér þótti merkilegast við þessa nýbyggingu, var það lát- leysi er hún endurspeglar — allt er fágað, en samt með fullkomnu nútimasniði. Þeir, sem áhuga hafa á góðri húsbyggingu og list, ættu að staldra við í Tate og njóta verka Tumers í þessum ágætu húsa- kynnum. Ekki meir um það. í Burlington House er Sumar- sýning Royal Academy og kennir þar að venju margra grasa. Mörg hundmð verk em til sýnis og flestar stíltegundir em þar á veggjum, gamaldags og nýtízku- legar. Sá listamaður, sem einna bezt festist mér í minni, var Vict- or Pasmore, en hann átti þama mikla abstraktion, og Karólina okkar Lámsdóttir var þama með grafísk verk, sem stóðu sig með prýði. Annars var þetta misjöfn sýning, en hafði allt annan svip en sams konar sýningar höfðu áður fyrr, en ég fylgdist nokkuð vel með þessum sýningum hér í eina tíð, svo að samanburð get ég gert. Barbican Center heimsótti ég einnig og sá þar merkilega sýn- ingu á brezkri list frá því um 1930 til 1940, sem bar titilinn „Paradise Lost?“. Þar bar margt á góma, en það, sem mér fannst einna forvitnilegast við heildina, var hve mikilla áhrifa gætti frá verkum Picassos, án þess þó að um stælingar væri að ræða. Sýnir þetta einungis þau miklu áhrif, sem Picasso hefur haft á um- heiminn á sínum tíma. Barbican er glæsilegt listasetur, en sýning- arsalimir sem slíkir ekkert sérs- takir. Eitt það forvitnilegasta, sem fyrir augun bar í þessari heimsókn til London, var heimsókn á einka- safn Saatchi, sem er í eigu Saatchi-hjónanna, en þau eru forríkt auglýsingafólk, sem byij- aði fyrir nokkrum árum að kaupa nútímalist, og áður en varði, var safn þeirra orðið það mikið að vöxtum, að þau urðu að koma sér upp samastað fyrir safnið. Þau náðu í gamalt verkstæðishús, sem þau létu gera upp og stendur í porti við litla götu í útjaðri borgar- innar. Safnið er aðeins opið seinni hluta viku hverrar, og inngangur- inn í portið er varinn með jámhurð með bjöllu, sem verður að hringja, til að dymar opnist. Þegar inn er komið blasir við ágætt sýningar- húsnæði, sem er hvítmálað í hólf og gólf. Mjög fallegt húsnæði, sem býður upp á mikla mögu- leika, en þama vom sýningar eftir aðeins tvo listamenn: annan frá Ameríku, en hinn úr Þýzkalandi, og fóm þessi fáu verk afar vel í slíku umhverfí. Ég hafði lesið mér til um þetta safn, en datt ekki í hug, að svo erfítt væri að fínna það — ekkert gefur til kynna, að um safn sé að ræða nema hús- númerið eitt, en það gekk nú samt, Guði sé lof. Einn daginn óku kunningjar okkar með okkur út í lítið sveita- þorp, Cookham, þar sem hinn kunni listmálari Stanley Spencer hafði lengi búið, en þar stendur lítil, gömul kirkja, sem er orðin lúin af að þjóna Guði, en hefur verið endurbyggð að nokkm og þjónar nú minningu Spencers. Þetta er ef til vill ekki mjög merki- legt safn, en gefur góða mynd af lífsverki Spencers, sem var einn af þekktustu listamönnum Breta á sínum tíma — dálítið skrítinn fugl eins og hann Kjarval okkar, en athyglisverður listamaður engu að síður. Auðvitað leit ég inn á National Gallery, og þar hafði mikið verið stokkað upp — mesta nýjungin þar var salur með úrvali málarans Lucien Freudaf þeim málverkum í eigu safnsins, sem mest höfðu haft áhrif á hann. Fleiri sýninga af sama tagi var að vænta á næstunni. Þetta er skemmtileg hugmynd, og mætti vel taka eitt- hvað svipað upp í nýju húsnæði Listasafns íslands, þegar þar að kemur. Ýmislegt fleira mætti til tína úr þessari stuttu heimsókn, en til að þyrma lesendum læt ég þetta nægja, og góður er blessað- ur Ginnissinn. Ansturstræti FASTEIGNASALA Austurstræti 9 Sfmi 26555 Anstnrstræti FASTEIGNASALA Austurstræti 9 sfmi 26555 Ólafur Öm heimasími 667177,' Lögmaður Sigurberg Guðjónsson. 2ja-3ja herb. Furugrund Ca 90 fm ib. á 1. hæð ásamt aukaherb. í kj. Suðursv. Mjög góð sameign. Nánari uppl. á skrifst. í hjarta borgarinnar Stórgl. 3ja herb. íb. í fjórbhúsi. Húsið er allt endurn. Sérstakl. smekkleg ib. Uppl. á skrifst. Langholtsvegur Ca 96 fm jarðhæð í nýlegu par- húsi. íb. er björt og skemmtil. Nánari uppl. á skrifst. Hraunbær Ca 60 fm stórgl. íb. á jarð- hæð. Íb. er öll parketlögð. Björt og skemmtil. Verð 2,4 millj. 4-5 herb. Ljósheimar Ca 100 fm íb. á 8. hæð. Fráb. útsýni. Stórar suðursv. Nánari uppl. á skrifst. Neðra-Breiðholt Ca 110 fm íb. á 1. hæð. Snyrtil. og góð eign. Suðursv. Hentar vel fyrir barnafjölsk. Uppl. á skrifst. Njörvasund Ca 100 fm efri hæð í þríbhúsi. 3 svefnherb., 2 saml. stofur, ath. nýtt baðherb. og eldhús. Mjög góð og skemmtil. eign. Nánari uppl. á skrifst. Hraunbær Ca 115 fm ib. á 4. hæð. Suð- ursv. Parket á gólfum. Mjög góð eign. Uppl. á skrifst. Stóragerði Ca 110 fm íb. á 4. hæð ásamt bílsk. Suðursv. íb. er laus. Verð 4,2 millj. Einbýli — raðhús Bollagarðar Ca 240 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 30 fm bilsk. 4 svefnherb. Góð eign. Verð 6,5 millj. Vesturbær Stórglæsil. ca 112 fm íb. á 2. hæð í sambýli. Einstal. smekklegar og vandaðar innr. Eitt svefnherb. Ákv. sala. Verð 4,2 millj. Unufell Ca 140 fm raðhús + kj. undir öllu. Bílsk. Arinnstæði i stofu. Hitapottur í garði. Bflsk. Mjög góð eign. Verð 5,8 millj. Kambasel 230 fm stórgl. raðhús á tveimur hæðum + ris. Nánari uppl. á skrifst. Annað Hæðarbyggð — Gb. Ca 370 fm stórgl. einbhús. 4-5 svefnherb., sauna. Hitapottur ( garði. Allt fullfrág. Mögul. á sóríb. á jarðhæð. Innb. bílsk. Ath. skipti á minni eign á Rvik-svæðinu koma til greina. Verð 9,5 millj. Kópavogur — iðnaðarhúsnæði Vorum að fá í sölu einstaklega hentugt iðnaðarhúsnæði. Selst i smærri eða stærri ein- ingum á miklu framtiðarsvæði í Kópavogi. Hentar t.d. fyrir heildsölu eða margskonar aðra starfsemi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.