Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKU DAGUR 1. JÚLÍ 1987 53 Kveðjuorð: SígurðurP. Tryggva- son, Hvammstanga Fæddur 6. febrúar 1918 Dáinn 14. júní 1987 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Þessi vísa úr Hávamálum datt mér í hug er ég heyrði lát vinar míns Sigurðar Péturs Tryggvasonar stöðvarstjóra á Hvammstanga, en hann lést 14. júní sl. Sigurður Pétur Tryggvason, en svo hét hann fullu nafni, var fædd- ur 6. febrúar 1918 á Víðivöllum fremri í Fljótsdal í Norður-Múla- sýslu. Þar ólst hann upp til 12 ára aldurs er hann fluttist til Reykjavík- ur með foreldrum sínum, þeim Sigríði Þorteinsdóttur og Tryggva Ólafssyni er þar bjuggu. EFtir nám við Héraðsskólann Laugarvatni 1934-1936 og í Sam- vinnuskólanum 1936-1938 kom Sigurður til starfa hingað til Hvammstanga, fyrst hjá Kaupfé- lagi Vestur-Húnvetninga 1938- 1945, sparisjósstjóri hjá Sparisjóði Vestur-Húnavatnssýslu 1945- 1959 og þá jafnframt starfsmaður hjá Guðmundi Gunnarssyni kaupmanni á Hvammstanga. Arið 1959 tók Sigurður við stjóm Verslunar Sig- urðar Pálmasonar á Hvammstanga og starfaði við það fyrirtæki uns hann, árið 1970 tók við starfi stöðv- arstjóra Pósts og síma og gegndi því starfi til dauðadags. Fá munu þau trúnaðarstörf sem sinna þarf í sveitarfélagi, sem Sig- urður hafði ekki á hendi í lengri eða skemmri tíma. Hreppstjóri Hvammstangahrepps var hann í 14 ár, í stjóm Sparisjóðs Vestur- Húnavatnssýslu í 42 ár og formað- ur stjómar er hann lést, í hrepps- nefnd í 12 ár, form. sóknamefndar í 12 ár, form. skólanefndar í 8 ár, í áfengisvamamefnd, safnaðarfull- trúi, í yfirkjörstjóm kjördæmisins, í sýslunefnd og svo mætti áfram telja upp trúnaðarstörf þau sem honum vora falin. Ef flett er bókum Hvammstanga- hrepps eða Vestur-Húnavatnssýslu ber nafn Sigurðar æði oft fyrir augu, þar sem hann á hlut að mál- um og era falin hin ýmsu störf, auk þeirra sem áður era talin. Ég tók við starfi Sigurðar hjá sparisjóðnum árið 1959 er hann hvarf til annarra starfa, þó undir leiðsögn hans, þar sem hann hefir verið allan minn starfsaldur við sparisjóðinn í stjóm hans, og þykist ég því nokkuð þekkja til starfs- hæfni hans. Störf Sigurðar einkenndust af góðvild, fljúgandi gáfum og sam- viskusemi. Undran margra vakti stálminni hans og starfshraði. Á góðum degi urðu hin flóknustu dæmi leikur einn fyrir honum. Símaskráin, númera- skrár, skrár um upphæðir og gjalddaga vora nánast óþarfar ef Sigurður var nálægur. Sama árið og Sigurður kom til starfa á Hvammstanga var Hvammstangaþorp og næsta ná- Lilja R. Bjarna- dóttir - Kveðjuorð Fædd 13. maí 1915 rofnaði samband systranna aldrei Dáin 12. júní 1987 Lilja Rannveig Bjamadóttir, Skúlagötu 78, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 12. júní, eftir stutt en ströng veikindi. Hún var jarð- sett þriðjudaginn 23. júní. Lilja var elst ijögurra dætra hjón- anna Þóra Jónsdóttur, húsfreyju, og Bjama Jóhannssonar bónda í Hólakoti, Viðvíkursveit í Skaga- firði. Hinar dætumar þijár era: Jónína Björg, móðir mín, fædd 15. apríl 1917, Karítas Jóhanna, fædd 15. nóvember 1921 og Anna, fædd 25. ágúst 1927. Lilja ólst upp í föðurhúsum þar til hún ,18 ára að aldri, fór að vinna fyrir sér. Varla hafði hún hleypt heimdraganum, þegar faðir hennar lést. Brá þá ekkjan búi og settist að á Hofsósi með Önnu, þá 5 ára að aldri. Lífsbaráttan var hafin hjá hinum systranum þótt aldurinn væri ekki hár. En þótt leiðir skildu, Birting af- rnælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. og átti Lilja þar ekki minnstan þátt, því umhyggjan fyrir yngri systram sínum var henni í blóð borin. Seinna fluttust þær mæðgumar allar til Reykjavíkur og nutu þess að nú var styttra á milli og auðveld- ara að hittast. Og sem fyrr var gleði einnar gleði allra og þegar á móti blés stóðu þær þétt saman mæðg- umar. Lilja eignaðist þijú böm. Þau era: Hörður, búsettur í Þorlákshöfn, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur og eiga þau þijú böm og eitt bama- bam, Þóra, búsett í Reykjavík, gift Kaj Larsen og eiga þau fjögur böm og Bjami, einnig búsettur í Reykjavík. Eftirlifandi eiginmaður Lilju er Jón Traustason. Þegar ég man fyrst eftir Lilju bjó hún ásamt fjölskyldu sinni í næsta nágrenni við foreldra mína. Á heimili okkar bjuggu einnig Þóra, amma mín, og Anna yngsta systir- in. Mikill samgangur var á milli heimilanna og margar ferðir famar til Lilju frænku. Kynntist ég henni vel á þessum áram og naut hlýjunnar og um- hyggjunnar sem vora hennar aðalsmerki og þeir nutu sem vora svo lánsamir að kynnast henni, hvort sem í hlut áttu skyldmenni eða vandalausir. Lilja var glaðlynd og skemmtileg kona og átti auðvelt með að sjá björtu hliðamar á tilveranni. Hún fann mikla gleði í bömum sínum og bamabömum og gladdist inni- lega þegar litla langömmubamið fæddist. Það var einmitt í ferming- arveislu eins bamabamanna sem ég sá Lilju frænku í síðasta sinn. Sú mynd er mér einkar kær, sem ég geymi í huga mér af Lilju frænku á þeirri stundu, þar sem hún sat svo fallega og ánægð innan um böm sín og bamaböm á fallegu heimili einkadóttur sinnar og tengdasonar. grenni gert að sérstöku hrepps- félagi. Að því má leiða líkur að hinn ungi maður sem settur var til starfa að hinum margvíslegustu málefnum hins unga samfélags hafí að nokkra mótast af gengi þess, vandamálum og velgengni. Hvað sem um það má segja er hitt víst að Sigurður átti dijúgan þátt í að móta þetta byggðarlag og mun seint fenna í spor hans hér á Hvammstanga, svo mörg era þau og djúp. Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Guðmunds- óttir frá Auðunnarstöðum í Víðidal, en þau giftust 2. nóv. 1941. Þau áttu tvo syni, Gunnar Sigurð, húsa- smið á Blönduósi, og Tryggva, bifvélavirkja í Reykjavík. Kristín lést 29. sept 1944. Síðari kona Sigurðar er Ásdís Pálsdóttir frá Ytra-Bjargi í Mið- firði. Þau giftust 3. sept. 1955 og era þeirra böm: Páll, skrifstofu- stjóri á Hvammstanga, Kristinn, verkamaður á Hvammstanga, og Guðný, nemi á Hvammstanga. Heimili Sigurðar og Ásdísar hafði ég kynni af frá fyrstu tíð. Bústaður þeirra á Lækjargötu 3 á Hvammstanga er ekki ýlq'a stór að ytra máli, en inni var samt allt- af nóg rúm. Þar var alltaf rúm fyrir gesti um lengri eða skemmri tíma. Þar var alltaf bjart og hlýtt og þar ríkti gleði. Þar var gott að vera. Útför Sigurðar var gerð frá Hvammstangakirkju laugardaginn 20. júní sl. Vegna þess mikla fjölda sem að útförinni kom, komust ekki allir fyrir í kirkjunni. Um hundrað manns vora sunnan undir kirkjunni meðan athöfnin fór fram. Altaristafla sú er við þar höfðum fyrir augum var: Vallnahöfðinn og lognkyrr fjörðurinn hið næsta. Fjær gat að líta sveitir í sumarskrúða. Við sjóndeildarhring stóð Eiríksjök- ull vörð með hvítan hjálm og vestar bar Tröllakirkju og Geldingarfell við himinn. Yfir hvolfdist heiður himinn og söngur fuglanna hljóm- aði í takt við kveðjulög okkar. Megi fegurð og friður þeirrar stundar ríkja í fyrirheitna landinu. Bömum Sigurðar, eiginkonu og öðram aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Ingólfur Guðnason, Hvammstanga. Guðrún Sæmunds- dóttir - Kveðjuorð Fædd 7. ágúst 1904 Dáin 17. júní 1987 Á hátíðisdegi þjóðarinnar 17. júní sl., þegar fánar blöktu við hún í yndislegu þjóðhátíðarveðri, var frænka mín, Guðrún Sæmunds- dóttir, kölluð í sína hinstu för. Mig setti hljóða um stund og gaf mig á vald minninganna. Hún hafði verið mjög heilsugóð um ævina, en síðustu vikumar dvaldi hún á Landakotsspítala og þar andaðist hún sem fyrr segir, á Ég og fjölskylda mín vottum Jóni og allri fjölskyldu hans innilega samúð okkar. Eg veit að minningin um góða konu mun lifa með okkur öllum. Ragnhildur Guðmundsdóttir. þjóðhátíðardaginn. Það er ekki ætl- un mín að rekja æviferil Gunnu frænku, en svo var hún jafnan nefnd í daglegu tali, heldur aðeins rifja upp kærkomnar minningar allt frá bemskudögum. Fyrstu kynni mín af Gunnu era úr sveitinni henn- ar kæra, Grafningnum, en þar bjó hún í 35 ár, lengst af í Króki, ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Jó- hannessyni, sem lifir konu sína, nær níræður. Kynnin sem þá mynduðust við systkinahópinn stóra og glað- væra vara enn og fyrir þau er ég þakklát, en böm Gunnu og Guð- mundar era alls átta. Víðáttan og fijálsræðið í sveitinni höfðu sitt ósegjanlega aðdráttarafl fyrir mig, borgarbamið, og því var oft mikið á sig lagt að komast að Króki, en samgöngur þá vora ólíkar því sem nú er. Gunna og Guðmund- ur fluttu til Reykjavíkur fyrir allmörgum áram en Grafningurinn hafði alltaf sitt seiðandi afl í huga hennar og þar dvaldi hún löngum á hveiju sumri, bæði er að elsti sonurinn býr enn í Króki og svo hafa sum systkinin byggt sér þar sumarbústaði. Eftir að ég giftist og flutti til Keflavíkur varð það árviss við- burður, að Gunna frænka og mamma komu í heimsókn og gistu þá jafnan. Vora þessar heimsóknir ætíð tilhlökkunarefni og um leið upprifjun hugljúfra minninga. Sem dæmi um hversu vænt mér þykir um sveitina hennar Gunnu frænku, má geta þess, að fyrir nokkram áram eignaðist ég ásamt fjölskyldu minni sumarbústað í Krókslandi. Gunna frænka var ætíð hlý, glað- vær og þægileg í viðmóti og vann við fyrstu kynni hug og hjörtu eigin- manns míns og bama okkar. Vegna fjarvera af landinu á ég þess ekki kost að fylgja frænku minni hinsta spölinn en þessi fátæklegu orð verða mín kveðja og þökk fyrir all- ar ljúfu stundimar. Ég bið góðan Guð að vaka yfir öldruðum eigin- manni, bömunum öllum og fjöl- skyldum þeirra og öðram ættingjum. Hún sem ætíð flutti með sér birtu og yl með sinni hlýju og glöðu lund verður nú lögð til hinstu hvílu í sveitinni sinni fögra, þegar hún skartar sínu fegursta og dagurinn er lengstur og bjartastur, þar hvíli hún í friði. Ég þakka Gunnu frænku allar liðnar samverastundir og bið Guð að blessa minningu hennar. E.G. Krístján S. Ásbyrgi - Fæddur 16. nóvember 1909 Dáinn 24. júní 1987 Mig langar til að minnast í ör- fáum orðum vinar míns og tengda- foður, Kristjáns Sumarliða Andréssonar. Hann átti ætt sína að rekja til Hellisands á Snæfellsnesi. Þaðan kom hann ungur maður og stund- aði sjómennsku frá Hafnarfirði og fleiri stöðum fram eftir aldri. I Hafnarfirði kynntist Kristján etirlif- andi konu sinni Sigríði Sigurðar- dóttur og eignaðist með henni 3 mannvænleg böm; Dótturina Ingi- björgu, soninn Hjört og dótturina Guðmundíu og lifa þau öll föður sinn. Ég var svo heppinn að kynn- ast Kristjáni fýrir 22 áram og var hann þá starfandi verkstjóri hjá Aðalverktökum á Keflavíkurflug- velli en þar starfaði hann í rúmlega tvo áratugi. En þá fór hann að stunda útgerð og lét smíða 12 tonna bát ásamt öðram og fór að stunda Andrésson Minning sjóinn. Hugurinn leitað ætíð i þá átt. Hann varð fyrir því óláni að báturinn þeirra félaga sökk undan þeim og þeir fóra í sjóinn. Sem betur fer var góður sjór og bátar í kring og þessar góðu aðstæður og snarræði félaga hans urðu honum til lífs, en Kristján var ósyndur. Eftir þetta óhapp fór heilsan að bila, en harkan var mikil og ósér- hlífnin, því í nokkur ár var hann næturvörður í Hagkaupum í Reylq'avík. Fyrir nokkram áram settist hann í helgan stein á heim- ili sínu í Ásbyrgi, Garði í Gerða- hreppi í Gullbringusýslu ásamt konu sinni. Böm þeirra era öll löngu gift og hafa eignast böm og mynda- leg heimili. Alltaf er leiðir okkar Kristjáns lágu saman þá var rætt um sjómennsku, fískirí og stjómar- farið, en hann hafði miklar áhyggj- ur af stjómun þjóðarskútunnar og aflabrögðum hennar því hann var af þeirri kynslóð kominn sem þakk- aði Guði fyrir hvem dag sem nóg var að borða og starfa. Kristján var trúaður maður og sýndi það í verki við bamaböm sín með góðri um- hyggju og vinarkærleika. Guð gefi honum vini mínum góða heimkomu. Við og bömin hans þökkum honum fyrir að fá að kynnast og fylgja honum. Nú verður hljótt í Ásbyrgi og ekki rætt um þjóðmálin af lífí og sál. Blessuð sé minning Kristjáns. Halldór Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.