Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 íÍSB Hveragerði öðlast bæjarréttindi frá og með deginum í dag: Horft yfir Hveragerði Stöðng’ fjölgim íbúa síðastlíðin 20 ár Selfossi. HVERAGERÐI öðlast bæjarréttindi í dag miðvikudaginn 1. júlí, sam- kvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum. Hveragerði varð sjálfstætt sveitar- félag 13. mars 1946. íbúafjöldi í Hveragerði var 1. desember 1986 1462 og jókst hann um 2,53% frá þvi árið áður. íbúafjöldi i Hvera- gerði hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin ár en 1970 bjuggu þar um 800 manns . Undanfarin 20 ár hafa þar að jafnaði verið byggð 20 íbúð- arhus á án. Upphaf byggðar í Hveragerði er rakin til þess að Ölfusingar stofnuðu með sér samvinnufélag um mjólkurbú sem reist var í Hveragerði. Mjólkur- búið lét gera drög að skipulagi og leigði mönnum lóðir. Vorið 1929 voru reist tvö íbúðarhús, Sigurður Sigurð- arson búnaðarmálastjóri reisti hús sitt, Fagrahvamm, við Varmá þar sem er elsta gróðarstöðin í Hvera- gerði. Bóndi úr Ölfusi Guðmundur Gottskálksson reisti hús undir brekk- unni og nefndi Varmahlíð og stendur það hús enn. Hann reisti sér þar hús til elliáranna en hann gekk ekki heill til skógar. í árslok var flölskylda Guðmundar, 5 manns, sú eina sem skráð var á manntal 1929. Segja má að upphaf byggðarinnar sé táknrænt fyrir þá byggð sem þró- aðist í Hveragerði annars vegar garðyrkjan og hins vegar áhugi að búa sér í haginn á þægilegum stað. Garðyrkjan og gróðurhúsin hafa ver- ið vaxtarbroddur Hveragerðis. í kringum gróðurhúsin og blómarækt- ina hefur þróast mikill ferðamanna- straumur sem nú er vaxandi atvinnugrein. Einnig er þjónusta í kringum dvalarheimili og heilsuhæli stór þáttur f atvinnulífinu. Þó undarlegt megi virðast var það ekki jarðhitinn sem laðaði menn að Hveragerði í fyrstu heldur fossinn í Varmá, Reykjafoss. Þar var reist ull- arþvottastöð og vatn leitt úr fossinum til að knýja vélamar. Grunnur stöðv- arinnar sést ennþá, einnig stíflan í ánni og rústir fyrstu rafstöðvarinnar sem sett var upp austanfjalls, 1906. í ullarþvottastöðinni var og greiða- sala fyrir ferðamenn, fyrsti vísir þess sem koma skyldi. Athafnasemin í kringum Reykjafoss stóð í 12 ár og var byggðin í kring alltaf kennd við fossinn. Hús Ullarþvottastöðvarinnar voru rifin 1915. Meginatvinnuvegur í Hveragerði hefur ávallt verið garðyrkja. Gert er ráð fyrir að hlutfall garðyrlq'unnar f atvinnulífinu sé nú 15%. Gróðurhúsin eru hituð upp með gufu sem fengin er frá hverasvæðinuí miðju bæjarins. Þar og í hverasvæðum í kring er gífurleg orka til staðar. Þjónusta á heilsuhælum og við elli- heimili er um 15% í atvinnulífinu en Hveragerðis hefur lengi verið getið í tengslum við nátturulækningar og þjónustu elliheimilisins. Hlutur iðnað- arí atvinnulífmu er um 15%. Aðallega er um að ræða minni fyrirtækiar. Eitt öflugasta og þekktasta iðnfyrir- tækið er Kjörís sem verið hefur í stöðugum vexti undanfarin ár. Opinber þjónusta hefur farið vax- andi í Hveragerði og staðurinn fyrir löngu orðinn þjónustubær. Hlutfall opinberrar þjónustu nemur 35% í at- vinnulifinu og önnur þjónusta svo sem þjónusta við ferðamenn er um 20% Ferðaþjónustan hefur vaxið gífur- lega í Hveragerði og eru þar öflugir máttarstólpar, Eden, Tívolíið, Blóma- borg, Hótel Ljósbrá og nú síðast Hótel Örk. Hjá hinu nýja bæjarfélagi sem er í örum vexti eru mörg verkefni fram- undan. Það helsta er nýbygging við Grunnskólann sem hýsa mun alla starfsemi skólans. Gagnfræðaskólinn í Hveragerði hefur verið f leiguhús- næði og mun nýja húsnæðið leysa mikinn vanda. Áformað er að koma skóianum í notkun fyrir haustið 1988. Hann á allur að geta hýst 500 nem- endur í 10 bekkjardeildum. Átak f gatnagerð er meðal þess sem framundan er. Gatnakerfið í Hveragerði er óvenju langt, rúmir 16 kílómetrar. Ástæða þess eru hvera- svæðin og gróðurhúsabyggðin í bænum sem taka mikið landrými Til samanburðar má nefna að í Þorláks- höfn er gatnakerfið í kringum 8 kílómetrar. Búið er að leggja bundið slitlag á helming gatnanna í Hvera- gerði og verður ein gata tekin fyrir í sumar. Þá er verið að gera nýja knattspyrnuvöll í Reykjadal en upp- gangur er í Hveragerði á íþróttasvið- inu. Forsvarsmenn hins nýja kaupstað- ar eru bjartsýnir á framtíð Hvera- gerðis og nefna í því sambandi að undanfarin 20 ár hafi verið stöðug uppbygging og allt bendi til þess að hún haldi áfram. Mikil eftir spurn sé eftir húsnæði og verð á fasteignum fari hækkandi. Með tilkomu 10 nýrra raðhúsalóða og lóðar undir fyölbýlis- hús, sem úthlutað hefur verið til byggingameistara, búast ráðamenn við verulegri íbúaaukningu í Hvera- gerði. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmundur F. Baldursson, bygg- ingafulltrúi Hveragerðis, við nýju skolphreinsistöðina. Sjóða egg og slátur 1 hvemum við húsdymar Selfossi. ____ AÐUR fyrr mátti, að því er frá- sagnir herma, sjá fólk í Hvera- gerði skjótast inn í hús með potta sem teknir voru upp úr hverum í nágrenninu, fullir af mat sem soðinn var í hvemum. Ennþá er fólk sem nýtir sér þessar sér- stöku aðstæður, það em hjónin Sigþór Einarsson og Sveingerður Benediktsdóttir í Hverhamri í Hverahvammi ofan við Reykja- foss. Sveingerður sýður slátur í hvem- um sem er rétt við útidymar. Einnig segist hún sjóða þar ýmislegt sem hún ekki vill í þvottavélina. „Það eru mjög miklar andstæður hérna, gróðurlaust allt í kring og svo er hægt að rækta héma hjá okkur,“ sagði Sveingerður, en þau hjónin hafa ræktað fallegan garð í kring- um húsið. Þau hjónin sögðu það algengt að fólk skoðaði hverina hjá þeim og syðu þau gjaman egg handa fólki sem kæmi að skoða. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sigþór í Hverhamri heldur eggj- unum ofan í hvernum. Skaldagatan hef- ur aðdráttaraf 1 Selfossi. ANDANS gata er til í Hveragerði og ber hún nafnið Fmmskógar. Þar hafa margir andans menn átt heima, má þar nefna skáldin Jó- hannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Kristján frá Djúpa- læk, sr. Helga Sveinsson, Gunnar Benediktsson og Ólaf Jóhann Sig- urðsson. Aðrir, sem búið hafa við götuna, eru Gunnlaugur Scheving listmálari og Ríkharður Jónsson átti þar sumar- bústað. Þessi gata er gjaman kölluð Skáldagata og hverfið listamanna- hverfi Hveragerðis. í næstu götum bjuggu til dæmis Höskuldur Bjöms- son listmálari, Ami Bjömsson tónskáld, Hannes Sigfússon og Kári Tryggvason. Einnig ólst Bergþóra Ámadóttir lagasmiður og söngkona upp í þessu hverfi. Gatan hefur mikið aðdráttarafl og er snyrtileg. Gísli Sigurbjömsson, forstjóri Grundar, hefur látið sér annt um viðhald húsa þar en Grund á velflest húsin við götuna. Hópar, sem leið eiga um Hvera- gerði, vilja gjaman fara um þessa götu og hópur kvenna kom þar við fyrir skömmu oggerði sérstaka kröfu um að sjá hús Kristmanns Guð- mundssonar. — Sig. Jóns. Ný skolphreinsi- stöð tekrn í notkun Selfossi. NY skolphreinsistöð hefur verið tekin í notkun í Hveragerði. í stöðina er gert ráð fyrir að renni allt skolp frá Hveragerði. Stöðin er sunnan byggðarinnar við Varmá og verður til þess að mengun í ánni verður nánast engpn. Segjast heimamenn strax sjá mun á ánni. í stöðinni eru flórar þrær sem skolpið rennur í gegnum og úr síðustu þrónni fer vatnið í gegnum malarsiu áður en það fer út í Varmá. Rennslið í stöðina er um 30 sek- úndulítrar, en getur farið upp í 60 sekúndulítra. Framkvæmdir hófust við stöðina í júní í fyrra og er að mestu lokið. Kostnaður við stöðina er tvær til tvær og hálf milljón króna. Hönnuð- ur stöðvarinnar er Narfi Hjörleifs- son, verkfræðingur hjá Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen. Með tilkomu stöðvarinnar er von- ast til að Varmá verði nánast mengunarlaus, fullyrða sumir að drekka megi vatnið þegar það kem- ur úr síðustu þrónni. Áður rann allt skolp beint í ána. — Sig. Jóns. Við verðum stærri í huga f ólks Selfossi. ^ „ÞAÐ er í sjálfu sér ekki mikill beinn akkur fyrir okkur að fá bæjarréttindi. Við fáum ekki aukin réttindi við þetta, en verð- um kannski stærri í huga fólks,“ sagði Hafsteinn Kristinsson, odd- viti Hveragerðishrepps og verðandi forseti bæjarstjórnar. Engar breytingar eru fyrir- huga-ar á stjórn sveitarfélagsins, bæjarstjórnarmenn verða 7 eins og var í hreppsnefndinni. „Lögin gera ráð fyrir því að þeg- ar sveitarfélag hefur náð 1.000 íbúum geti það sótt um bæjarrétt- indi. Þetta er minni breyting en áður var og við erum ekki að slíta okkur á neinn hátt frá sýslunni, því hún leggst niður á næstunni sem stjómunareining, samkvæmt lögun- um. Með þessi réttindi verður hugsan- lega auðveldara fyrir okkur að fá aukna þjónustu frá sýslumannsem- bættinu svo sem löggæslu og fleira," sagði Hafsteinn um ástæðu þess að sótt var um bæjarréttindi fyrir Hveragerði. „Þetta er bær í örum vexti með mikla framtíð." — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kristján Jóhannsson bæjarstjóri í Hveragerði, Hafsteinn Kristinsson verðandi forseti bæjarstjórnar og Guðmundur F. Baldursson bygg- ingafulltrúi. Ný goshola - Náttúrulegt gufubað Selfossi. NÝ goshola hefur verið boruð í Reybjadal nokkru innar en gos- holan Grýla. Hola þessi, sem fengið hefur nafnið Gassi, gýs á þriggja klukkustunda fresti. Holan er mjög aðgengileg og gott að fylgjast með gosunum. Asamt því að koma Gassa í gagn- ið þá standa yfir framkvæmdir við nýtt, náttúrulegt gufubað við sund- laugina í Laugaskarði. Gufubaðið sem margir hafa beðið eftir verður tilbúið eftir 2 til 3 vikur. Nýtt tjaldsvæði verður fljótlega tekið í notkun í Hveragerði við bama- skólann. Verður þá unnt að tjalda á tveimur stöðum í bænum því einnig er tjaldsvæði við farfuglaheimilið hjá Hótel Ljósbrá. — Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.