Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 51 Minning: Júlíus B. Andrés- son, Hafnarfirði Fæddur 7. maí 1906 Dáinn 23. júní 1987 Og hvað er að hætta að draga andann, annað en að frelsa hann frá friðlausum öld- um lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns. (Kahlil Gibran) Þó svo við kannski búumst við dauðanum, þá virðist sem við séum aldrei honum viðbúin. Allavega fór svo, þegar okkur var tilkynnt um lát elsku afa, Júlíusar Bjöms Andrés- sonar. Hann var búinn að vera veikur um nokkurra ára skeið. Það er margs að minnast nú, þeg- ar litið er til baka. Margar eru minningamar frá bemsku-, ungl- ings- og fullorðinsárum, þegar þau afi og amma bjuggu á Hverfisgöt- unni. Leikur og störf, að okkur fannst þá, úti í stóra garðinum á bak við húsið. Niðri í kjallara, þar sem afi hafði gúmmíviðgerðarstof- una sína. Boðið upp á ævagamlan brjóstsykur, og þegar litlir fingur gripu ofan i pokanna, þá gjaman greip afí um fínguma og hélt fast. Hann var kíminn og glettinn, svolít- ið stríðinn. Hann hafði gaman af að fela annan skóinn úr ganginum heima og láta okkur leita. Já, það var gaman þá, margs að minnast, og mest skemmtilegt. Rausnarlegur og gjafmildur var hann. Það var aldrei neitt smávægilegt sem hann færði okkur. Hann fylgdist vel með okkur alla tíð og hafði mjög gaman af litlu bömunum. Hann var vinnusamur, þrældug- legur og ósérhlífinn. Það sést best þegar hann, orðinn mjög sjóndapur gekk um allan bæ að selja happ- drættismiða fyrir Blindrafélagið. Margir kannast sennilega við afa, frá því hann seldi egg í hús hér áður fyrr. Hann nefnilega átti hænsnabú og rak það með mikilli samviskusemi. Afí og amma áttu saman góða ævi. Þeim auðnaðist að ferðast er- lendis alloft og nutu þess í ríkum mæli. Oftast fóru þau til Mallorca en áður í margar skemmtisiglingar um höfín blá. Þeim varð þriggja bama auðið. Elstur var Þorsteinn Svavar, elsku- legur faðir okkar, en hann lést. lanet t Innilegar þakkir fyrir alla vinsemd og samúð við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU MARÍU LEOPÓLDINU ÞORGEIRSDÓTTUR. Bestu þakkir til starfsfólks deildar 12-A á Landspitalanum. Hjördfs Kröyer, Benedikt Guðmundsson, synir, tengdadætur og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, JÚLÍÖNU JÓHANNSDÓTTUR, Kirkjuvegi 9, Ólafsfirði. Skúli Pálsson, Birgitta Pálsdóttir, Sigursteinn Pálsson, Hreinn Pálsson, Kristfn Pálsdóttir, Guðrún Lúövfksdóttir, Pálmi Sighvats, Jóhanna Tómasdóttir, Arna Antonsdóttir, Kristinn Ásmundsson og ömmubörn. Lokað Verslun okkar verður lokuð í dag, miövikudaginn 1. júlí, vegna jarðarfarar Axels Sigurðssonar. Axel Ó. Skóverslun, Vestmannaeyjum. Lokað Lokað verður hjá okkur í dag, miðvikudaginn 1. júlí, frá kl. 14.00 vegna jarðarfarar Axels Sigurðssonar. Axel Ó. Skóverslun, Laugavegi 11, Axel Ó. Heildverslun, Sundaborg 9, Skókaup, Laugavegi20. Minningarkort Borgarspítalans eru seld i upplýsingadeildinni í anddyri spítalans. Þau eru einnig afgreidd i síma 69 66 00 og Innheimt með gíróseðli. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæmis vilja vekja athygi á því að gefnu tilefni að bannað er að setja hverskonar girðingar um einstök leiði eða fjöskyldugrafreiti, sbr. 9. gr. reglugerðar um Kirkjugarða Reykjavíkur frá 1968. Reykjavík, júní 1987. Framkvæmdastjórn. um aldur fram, þann 5. ágúst í fyrra. Það er von okkar og trú, að nú hafí þeir sameinast, feðgamir, í faðmi Guðs. Næstur er Sverrir. Halldóra Guðrún er yngst, eina dótt- irin. Er hún nú stoð og stytta móður sinnar, ömmu okkar, sem lifír nú bæði mann sinn og son. En nú er komið að kveðjustund. í dag kveðjum við afa hinstu kveðju. Elsku amma okkar. Við vottum þér okkar innilegustu samúð og öll- um ættingjum. Guð veri með ykkur. Júlía, Omar, Helena og íris. Sigfús Daði Guðlaugs- son - Kveðjuorð Fæddur 12. október 1980 Dáinn 22. júní 1987 Mig langar í örfáum orðum að minnast litla frænda míns, Sigfúsar Daða, sem nú er látinn. Þessi gull- fallegi drengur átti ætið við mjög mikla vanheilsu að stríða vegna súrefnisskorts er hann leið við fæð- ingu. Daði dvaldi á Kópavogshæli frá átta mánaða aldri þar sem hann naut umönnunar frábærs starfs- fólks á deild tuttugu og á það hinar allra bestu þakkir skilið, ekki síst Jóhanna sem reyndist honum afar vel. Þrátt fyrir að enginn vissi raun- verulega hve mikið litli drengurinn skynjaði var það þó ljóst, að hann þekkti þá sem umgengust hann mest og þegar honum leið vel var hann fljótur að brosa og hjala er honum var veitt athygli. . Foreldrar Daða unnu honum heitt og tóku hann stundum heim til helgardvalar ef heilsa hans leyfði og það liðu varla þau jól eða pásk- ar að hann væri ekki hjá þeim. Gulli og Dóra, ég bið Guð að blessa ykkur og vera með ykkur um ókomin ár. Nú er stríði Daða litla lokið og hann kominn þangað sem kvöl og þjáning fínnast ekki. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (Vald. Briem.) Halla Fiat Regata VERKTAKAR, SÖLUMENN, LEIGUBÍLSTJÓRAR VANTAR YKKUR STERKAN : 1 ■ 7iVrcT* 1 ? I OG SPARNEYTINN DIESELBÍL? 8 ÞÁ GETUM VIÐ BOÐIÐ Á FRÁBÆRU VERÐI Fiat Regata diesel 397OOG" FIAT UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON HF. S: 688850
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.