Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚU1987 LAXNESS-ÞLNG 1987 LAUGARDAGINN 4.JÚLÍ KL. 10-17.30 í tilefni af 85 ára afmæli Nóbelsskáldsins á þessu ári gangast Félag áhugamanna um bókmenntir og Vaka-Helgafell fyrir fjölbreytilegu málþingi sem ber yfirskriftina Laxness-þing 1987. Sérstakur gestur þingúns verður sænski bókmenntafræðingurinn Peter Hallberg. FYRIRLI'STRAR • Peter Hailberg • Árni Sigurjónsson • Bergijót Kristjánsdóttir • Matthías Viðar Sæmundsson • Dagný Kristjánsdóttir Fyrirspurnir og umræður eftir hvert erindi. STUTTI-RINDI • Svanhildur Óskarsdóttir • Sveinbjörn I. Baldvinsson • Tómas R. Einarsson ÖNNUR DAGSKRÁRATRIDI • Paliborðsumræður undir stjórn Haildórs Guðmundssonar. • Hópur nýútskrifaðra leikara frá Leiklistarskóla íslands bregður upp nokkrum atriðum úr verkum Halldórs Laxness. • Halla Margrét Árnadóttir syngur lög við Ijóð Halldórs Laxness. Undirleik annast Kolbrún Sæmundsdóttir. Laxness-þing 1987 verður haldið á Hótel Esju næstkomandi laugardag kl. 10.00-17.30. Öllum er heimil þáttaka á meðan húsrúm leyfir. Pinggjald er kr. 1.000.- fyrir félagsmenn í Félagi áhugamanna um bókmenntir, en kr. 1.300,- fyrir aðra þinggesti, sem að sjálfsögðu gefst einnig kostur á að ganga í félagið. Pátttaka tilkynnist til Vöku-Helgafells í síma 6 88 300. Hádegisverður, kaffi og meðlæti er innifalið í verði. á Félag áhugamanna 1 um bókmenntir j VAKA&HHGAFEI-L Morgunblaðið/Ámi Sœberg Uppgröftur í flugskýli Gæslunnar í flugskýli Landhelgigæslunnar við Nauthólsvík standa yfir miklar framkvæmdir þessa dagana þar sem verið er að skipta um gólf. Áður en hægt væri að hefjast handa við að steypa nýja gólfið þurfti að skipta tun jarðveg niður á nokkurra metra dýpi eins og þessi mynd sýnir. Að sögn Helga HaUvarðssonar þjá Landhelgisgæslunni var gamla gólfið farið að síga mikið og var af þeim sökum erfitt að koma vélunum inn í skýlið. Mjólkurbú Flóamanna: Tekið verður á móti allri mjólk „BÆNDUR virðast velflestir ætla að leggja inn aUa nyólk, líka þá sem er framyfir fullvirðis- rétt,“ sagði Hörður Sigurgríms- son formaður Landssambands kúabænda í samtali við Morgun- blaðið. „Hér á Suðurlandi hefur Mjólkurbú Flóamanna tilkynnt að hvorki verði greitt fyrir um- frammjólk né rukkaður inn flutningskostnaður fyrr en verð- mæti hennar kemur í ljós.“ Á síðasta ári fengu bændur Metsala á lodskúinum SALA á loðskinnum sló öU met á tímabilinu frá miðju síðasta ári fram á mitt þetta ár. Þrátt fyrir að enn vanti nokkuð upp á að allar tölur liggi fyrir virðist tfóst að sala á loðskinnum hefur aldr- ei verið meiri. í fréttatilkynningu frá Alþjóða- sambandi loðdýraræktenda kemur fram að sérfræðingar uppboðsfyrir- tækja komust að þessari niðurstöðu með því að skoða tölur frá 1985/1986 og styðjast við upplýs- ingar um sölur á uppboðum það sem af er 1987. Þar kemur einnig fram að framboð á skinnum hefur aldrei verið meira en 1985/1986. Þrátt fyrir það seldust upp allar birgðir aúf skinnum. Öll framleiðsla á minkaskinnum þetta árið, eða 33-34 milljónir skinna, seldust, en auk þess um 5 milljónir skinna frá árinu áður. Næstum öll þessi skinn fóru f framleiðslu á pelsum sem voru til sölu í verslunum á síðasta vetri. Verð, sem hefur fengist á upp- boðum það sem af er þessu ári, sýnir að birgðir loðdýraframleið- enda voru nærri uppumar þegar uppboðin hófust og eru framleið- endur, heildsalar og smásalar sannfærðir um stöðuga og aukna eftirspum samkvæmt fréttinni. Sú staðreynd að kaupendur hafa þurft að greiða að meðaltali 30% hærra verð fyrir skinnin nú gefur til kynna að sala loðskinna hefur gengið vel alls staðar í heiminum. Sérfræðingamir halda því fram að Bandaríkjamarkaður hafí öðru fremur haft þessi áhrif á loðskinna- markaðinn. greidda dálitla upphæð fyrir þá mjólk sem lögð var inn umfram fullvirðisrétt. Talið er að í ár verði það ekki endurtekið. Umframmjólk sé því verðlaus með öllu. Hörður sagði að þrátt fyrir þetta forðuðust bændur að hella niður afurðum kúa sinna. „Mönnum finnst sárt að eyði- leggja verðmæti. Þá er frekar reynt að nýta mjólkina betur heima fyrir, aðallega við kálfaeldi. Nú er hins- vegar það langur tími liðinn fi-á burði að mjólkin kemur ekki lengur að þessum notum." Víðast hvar á landinu finnast dæmi um mjólkurbændur sem nálg- ast mörk fullvirðisréttar síns. Hörður nefndi dæmi af Suðurlandi um að höndlað væri með þennan rétt. Tveir búmenn hefðu brugðið á það ráð að kaupa framleiðslurétt- indi annarra bænda þegar þeirra eigin voru uppurin. Vestmanna- eyjadagur Stjömunnar álaugardag LAUGARDAGINN 4. júlí verður haldinn hátiðlegur Vestmanna- eyjadagur Stjömunnar FM 102,2 og 104. Stjarnan mun ásamt Gestgjafanum í Vestmannaeyj- um standa fyrir sérstakri Vestmannaeyjadagskrá. Bein útsending verður frá Vest- mannaeyjum og hefst kl. 13 með þætti Amar Petersen. Öm mun fá Vestmanneyinga í heimsókn í þátt- inn og spila lög tengd Vestmanna- eyjum. Um kvöldið verður svo bein útsending frá Stjömuballi á Skans- inum þar sem þjóðhátíðarlagið 1987 verður flutt í fyrsta skipti og þeir Jón Axel Ólafsson og Gunnlaugur Helgason spjalla við gesti á Stjömu- ballinu og fylgjast með tilþrifum hljómsveitar Magnúsar Kjartans- sonar sem leikur fyrir dansi. Auk þess verður spjallað við þá sem standa að undirbúningi þjóð- hátíðar. Auk Magnúsar og hljóm- sveitar munu ýmsir hressir gestir kveðja sér hljóðs á þessum Vest- mannaeyjadegi Stjömunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.