Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 ÞAÐ er eins og við var að bú- ast - enginn flötur hefur fundist á myndun annars konar ríkis- stjórnar, en þeirrar sem hefur verið í burðarliðnum undan- farnar fjórar vikur, þ.e. ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Raunar kæmi það ekki mjög á óvart, þótt tilkynnt yrði um myndun slíkrar stjórnar einhvem næstu daga og for- mennimir þrir kæmu fyrir alþjóð, einhuga um að grafa djúpt þær stríðsaxir sem sést hefur blika á undanfama daga. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir hefur ákveðið að aðhafast ekkert í stjómar- myndunarmáhim, a.m.k. ekki í dag og jafnvel ekki á morgun, og er litið á þetta hlé sem svig- rúm sem forsetinn gefi þeim Þorsteini, Steingrimi og Jóni Baldvin til þess að útkljá heldur lítilfjörlegt ágreiningsefni um einn ráðherrastól eða svo. Þó má ekki líta þannig á að öll mál séu frágengin og útkljáð fáist niðurstaða í stóladeiluna, en fáist slík niðurstaða, má hins vegar ganga út frá þvi sem gefnu að „prinsipákvörðun" hafi verið tekin um myndun þessarar ríkisstjómar. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESI BRAGADÓTTUR Morgunblaðið/Árni Sæberg Fær Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins lyklavöldin í forsætisráðuneytinu ein- hvern næstu daga? Framsókn einungis þrjá ráðherra, þá horfist Steingrímur aftur í augu við það að geta ekki gert Guðmund Bjamason að ráðherra, sem hefur jú staðið tii allan tímann. Það leysti vissulega inn- anhússvanda Framsóknar að fá flórða ráðherrann, enda benda sumir á að það sé fráleitt að láta stranda á slíku, þegar að sam- komulag um verkaskiptingu liggur fyrir að öðru leyti. Auk þess leggja forystumenn Fram- sóknar mikla áherslu á það við mig í máli sínu, að krafa þeirra um fjóra ráðherra, ef forsætið verður í höndum Sjálfstæðis- flokksins ásamt þremur öðrum ráðuneytum, hafi alltaf legið fyrir og þeir hafí einungis verið reiðu- búnir til þess að sætta sig við þrjá ráðherra, með Þorstein í for- sæti, fengi Sjálfstæðisflokkur aðeins þijá ráðherra alls. Vilja skipta á iðnaðarmálum og sjávarútvegi Sjálfstæðismenn voru í gær hins vegar vera þeirrar skoðunar Allir sammála um að engin önnur stjórn sé í myndinni: Deilan um einn ráðherra- stól vefst fyrir mönnum Reynt til þrautar að finna samkomulagsf löt ar sem menn úr Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki telja nú að einkum standi upp á Fram- sóknarflokkinn, sökum kröfu- hörku um fjölda ráðherrastóla, ræddi ég einkum við framsóknar- menn í gær, til þess að heyra hvemig málin horfa við frá þeirra bæjardyrum séð. Þó fylgdist ég einnig með því hvað er að gerast í herbúðum annarra flokka. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins sagði í gær að það væri nú í verkahring þeirra Þorsteins og Steingríms að semja innbyrðis um „ráðherrastól- inn í vanskilum," og hann héldi að sér höndum á meðan. Það breytir því á hinn bóginn ekki að Alþýðuflokkurinn hélt í gær þing- flokksfund og kl. 15.30 fór Jón Baldvin á fund Steingríms í for- sætisráðuneytinu þar sem þeir ræddust við í um klukkustund. Samkvæmt heimildum mínum varð niðurstaða fundar þeirra, að ekki þýddi að ræða um myndun fjögurra flokka stjómar með aðild Kvennalista og Alþýðubandalags. Var það samdóma álit þeirra formannanna að stórhættulegt væri að hugleiða samstarf við Alþýðubandalag og báðir munu þeir formennimir sammála um að það kæmi til með að taka fleiri vikur að ná hugsanlegu _ sam- komulagi við Kvennalista. A hinn bóginn mun Steingrímur sann- færður um að hann geti fengið Borgaraflokkinn til samstarfs í nánast hvaða stjómarsamstarfi sem er, en þá brýtur á því að fáir em reiðubúnir. Steingrímur vill ekki afskrifa þennan mögu- leika endanlega og hyggst ræða frekar við Kvennalista og Borg- araflokk, en þó er hann síður en svo bjartsýnn á að slíkar viðræður leiði til jákvæðrar niðurstöðu. Guðrún Agnarsdóttir þingmað- ur Kvennalista sagði í samtali við mig í gær að Kvennalistakonur biðu átekta og ræddu við fuiltrúa úr öðrum flokkum með óformleg- um hætti en hún sagði að þær, eins og velfelstir aðrir, litu á þann kost sem mest hefði verið ræddur síðustu vikumar svo langt kom- inn, að óraunhæft mætti heita að ræða eitthvert annað stjómar- mynstur af alvöru, fyrr en útséð væri um niðurstöðu í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Sömu sögu er að segja af þeim alþýðubandalagsmönnum sem ég ræddi við í gær, en þó er ljóst af máli þeirra, að hluti flokksmanna er viljugri í stjómarsamstarf nú en áður. Albert Guðmundsson formaður þingflokks Borgaraflokks sagði í samtali við mig í gær að engin hefði haft samband við Borgar- flokk, þótt Jón Baldvin hefði skilað umboði til stjómarmyndun- ar. Borgarflokkurinn væri sem fyrr samþykkur því að ganga til stjómarsamstarfs við núverandi ríkisstjóm undir forsæti Steingríms Hermannssonar, eins og komið hefði fram að þjóðin vildi. En vissulega væru þeir reiðubúnir til þess að vinna í ríkis- stjóm með hveijum sem væri. Steingrímur Hermannsson fór strax á stúfana í fyrradag og kannaði möguleika á stjómarsam- starfi við ýmsa flokka undir hans forsæti og er skemmst frá að segja að eftir áframhaldandi könnun á sama máli í gær var Steingrímur ekki ýkja bjartsýnn á að raunhæfur möguleiki væri á myndun fjögurra flokka ríkis- stjómar Framsóknarflokks, Kvennalista, Alþýðubandalags og Borgaraflokks. Ekki var hann heldur, eftir því sem ég kemst næst, bjartsýnn á að hægt væri að ganga til samstarfs við Sjálf- stæðisflokk og Borgaraflokk, hvorki undir hans forsæti né Þor- steins. Steingrímur mun jafn- framt hafa fyrir því vitneskju að sjálfstæðismenn séu ekki til við- ræðu um myndun minnihluta- stjómar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með stuðningi Stefáns Valgeirssonar. Því mun Steingrímur, ásamt öðrum fram- sóknarmönnum, hafa komist að þeirri niðurstöðu í gær að sá kost- ur sem væri til myndunar starf- hæfrar ríkisstjómar meirihluta Alþingis væri ríkisstjóm Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Framsókn afskrifar annars konar stjórn Steingrímur, Halldór Ásgríms- son og Guðmundur Bjamason áttu í fyrradag fund með fulltrú- um Kvennalista, þeim Guðrúnu Agnarsdóttur og Kristínu Einars- dóttur, en þrátt fyrir það sem framsóknarmenn segja hafa verið ágætan fund, þá em þeir afskap- lega vantrúaðir á að hægt sé að fínna sameiginlegan flöt á megin- markmiðum og leiðum að þeim á skömmum tíma. Það er því eink- um vegna tímapressu sem fram- sóknarmenn afskrifa samstarfs- möguleika í ríkisstjóm við Kvennalista. Eins og fyrri daginn em það kröfur Kvennalista um ákveðin lágmarkslaun sem em helsta ljónið á veginum. Ekki em framsóknarmenn bet- ur trúaðir á samstarf við Al- þýðubandalagið, eins og málum er komið innandyra á þeim bæ. Segja þeir að Alþýðubandalagið hafi raunar verið leyst upp í fmm- eindir sínar og nýlegur áhugí Svavars Gestssonar, í þá vem að komast í ríkisstjóm, mótist eink- um af þeirri afstöðu hans að hann þurfi þess með að styrkja stöðu sína fyrir landsfund Alþýðubanda- lagsins í haust. Slíkt geti nú ekki talist vænlegt, ef menn stefni að þátttöku í ríkisstjóm, til þess eins að styrkja stöðu sína í eigin stjóm- málasamtökum. Reyndar telja framsóknarmenn og ýmsir aðrir að landsfundur Alþýðubandalags- ins í haust geti farið á hvom veginn sem er: Að Alþýðubanda- lagið klofni og andófsöflin innan flokksins _me_ð Ólaf Ragnar og Kristínu Á. Ólafsdóttur í broddi fylkingar finni sér annan vettvang til þátttöku í stjómmálum, eða þá að Svavar verði undir á fundin- um og hrökklist frá sem formaður. Á slíku sé ekki byggjandi við myndun nýrrar ríkisstjómar. Að vísu draga framsóknarmenn í efa að ástandið sé miklu skárra í Sjálfstæðisflokknum en Alþýðu- bandalaginu, vegna stöðugra deilna og átaka við Borgaraflokk, en telja þó að innanbúðarátökin í Sjálfstæðisflokki hljóti að vera í rénun og að Þorsteinn Pálsson formaður flokksins sé að styrkja stöðu sína, þannig að ekki verði sambærilegt að starfa með þeim flokki og Alþýðubandalagi. Þar sem niðurstaða Framsókn- arflokksins í þessum þreifíngum varð þessi, þá sjá þeir eins og aðrir, að enginn annar kostur er í myndinni. Því var það að Steingrímur og Þorsteinn hittust enn á ný síðdegis í gær, eftir að hafa rætt saman í gærmorgun. Framsóknarmenn benda á að ráðuneyti þau sem í þeirra hlut hafi komið, samkvæmt síðustu fundum flokkanna þriggja í húsa- kynnum Alþingis á sunnudags- kvöld, hafi verið utanríkis- utanríkisviðskipti, sjávarútvegs- ráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti, sem þeir vildu reyndar gjaman að aðrir tækjust á við. Þessi ráðuneyti séu svo umfangsmikil og starfsvið þeirra svo krefjandi að ekki sé vinnandi vegur að láta þijá ráð- herra takast á við þau. Þeir verði einfaldlega að fá fjórða manninn. Gagnrök sjálfstæðismanna við þessari röksemdafærslu voru í gær þau að framsóknarmönnum hafi ekki vaxið í augum að manna þessi fjögur ráðuneyti með þrem- ur ráðherrum einvörðungu, þegar þeir gerðu kröfu um það að fá þessi ráðuneyti í sinn hlut, en kröfðust þess jafnframt að sjálf- stæðismenn fengju einungis þijá ráðherra, ef forsætisráðuneytið kæmi í þeirra hlut. Landbúnaðarráðu- neytið hálfgert olnbogabarn Að fá landbúnaðarráðuneytið skapar einnig innanbúðarvanda- mál hjá Framsókn, sem gert hefur verið hálflítið úr til þessa, en þá stendur Steingrímur frammi fyrir því að hann neyðist til þess að gera Jón Helgason að landbúnað- arráðherra í nýrri ríkisstjóm. Segja framsóknarmenn að það verði með engu móti gengið fram- hjá Jóni, verði landbúnaðarráðu- neytið hjá þeirra flokki. Fái að ekki komi til greina að sam- þykkja fiórða framsóknarráðher- rann, nema Framsókn gefi eftir sjávarútvegsráðuneytið og taki þess í stað iðnaðarráðuneytið. Ekki er slík lausn talin leysa neinn vanda innan Framsóknar, þar sem það hafi legið fyrir allan tímann að Halldór Ásgrímssson gæti ein- ungis hugsað sér áframhaldandi ráðherrasetu sem sjávarútvegs- ráðherra, fengi hann hvorki viðskiptamál né fjármál. Framsóknarmenn benda á að þeir hafi aldrei hafnað landbúnað- arráðuneytinu, þó að spenningur fyrir því sé mismikill innan flokks- ins. Það liggi hins vegar ljóst fyrir að bæði Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur hafí hafnað því ráðuneyti. Við þetta megi bæta að ekki hafí komið fram mikill áhugi innan Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks að fá heilbrigð- is- og utanríkisráðuneyti í sinn hlut, þannig að raunar megi halda því fram að Framsókn hafí verið úthlutað þremur ráðuneytum, sem takmarkaður áhugi sé fyrir hjá hinum flokkunum. Framsóknarmenn telja ekki að það muni greiða fyrir samkomu- lagi að ráðast í uppstokkun verkaskiptingar, frá því sem stað- an var aðfaramótt mánudagsins. Þeir eru ekki til viðræðu um að gefa eftir sjávarútvegsráðuneytið og benda á að það væri síst til þess fallið að auðvelda lausn með því að gefa eftir landbúnaðarráðu- neytið eða heilbrigðismálin. Hvorugur hinna flokkanna vildi þessi ráðuneyti og hvað væri þá fengið með slíkri breytingu, spyija framsóknarmenn. Þó að sjálfstæðismenn og fram- sóknarmenn hafí kveðist á í miður hlýlegum tón í gær, má heita ör- uggt að ríkisstjóm Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks verði mynduð. Fundir og símhringingar fiilltrúa allra flokka stóðu fram eftir kvöldi í gær og í gærkvöldi var fastlega búist við að formenn flokkanna þriggja myndu hittast á ný á fundi nú fyrir hádegi, þar sem reynt yrði til þrautar að ná samkomu- lagi, rétt einu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.