Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 Stutt og ströng sumarnámskeið 2ja vikna4xíviku. 6. júlí-16. júlí. Innritunísíma 83730 LíkamsræktJSB. 1 Niðurstöður ví sindanefndar Alþjóða hval veiðiráðsins um vísindaáætlun íslendinga: unina út frá nýjum viðmiðunum. í fyrsta lagi hvort markmiðum rann- sóknanna mætti ná fram með aðferðum sem ekki krefjast veiða. Sumir töldu að markmiðin væru svo ónákvæmt sett fram að það væri erfitt að meta hvort þau væru fram- kvæmanleg með einum eða neinum hætti. Margir töldu að aðrar að- ferðir en veiðar hefðu þegar veitt upplýsingar í þágu stjómunar á nýtingu stofnsins. Aðrir sögðu að þær rannsóknir væru tíma- og fjár- frekar auk þess sem þær væru mjög stutt á veg komnar. Þrátt fyrir andstæð sjónarmið var nefndin sammála um að fjárfesting í þróun slíkra rannsókna borgaði sig þegar til lengri tíma væri litið. Um aðstoð við heildarmat á stofnunum töldu sumir nefndar- menn að vísindaveiðarnar myndu ekki veita nægjanlega nákvæmar líffræðilegar upplýsingar til að koma til góða við stjómun á nýt- ingu stofnsins. Þeir mæltu einnig með að líffræðilegar upplýsingar fengnar úr fyrri veiðum yrðu rann- sakaðar áður en fleiri hrefnur yrðu veiddar í vísindaskyni til að komast að raun um hve mörg sýni og hvaða sýni þyrfti til að veita nægilega nákvæmar líffræðilegar upplýsing- ar. Aðrir töldu til að nauðsynlegt væri að halda áfram að safna líffræðilegum upplýsingum og þar af leiðandi myndu þær upplýsingar hjálpa til við heildarmat á stofnin- um. Að auki töldu þeir að upplýsing- ar sem safnað er á nokkmm ámm myndi leiða til niðurstöðu sem myndu hjálpa við stjómun á stofnin- um. Varðandi áætlun um veiðar á langreyði og sandreyði var nefnd- inni sagt að veiðamar væm aðal- lega til að safna og rannsaka líffræðilegum upplýsingum um við- komu, neysluvenjur og til erfða- fræðilegra rannsókna. Nefndin vísaði þar sem þar átti við í niður- stöður og umræður um hrefnuveið- iáætlunina og benti á að íslenska ríkisstjómin hefði enn einu sinni boðið vísindamönnum aðstöðu til að taka þátt í rannsóknaráætlunni. Nefndin fjallaði síðan um áhrif fyrirhugðarar veiði. Varðandi lang- reyði töldu sumir að þar sem upplýsingar sem lagðar vom fyrir nefndina þetta árið bentu til að við- koma stofnsins væri ekki nægjan- lega mikil til að endurnýja þann fjölda dýra sem veiða ætti og því gætu vísindaveiðamar orðið til þes að stofninn minnkaði enn. Aðrir bentu á að nefndin hefði ekki viður- kennt þá rannsókn sem talað var um í þessu tilfelli. Samt sem áður vildu þeir benda á að aðeins í örf- áum og ómarktækum tilfellum hefði komið fram að viðkoma stofnsins væri minni en veiðamar. Varðandi sandreyði viðurkenndi nefndin að hún hefði aldrei verið í þeirri aðstöðu að geta metið stofn- stærðina og gæti því ekki sagt neitt til um áhrif vísindaveiðanna á stofn- inn. Tvennskonar sjónarmið uppi um mikilvægi vísindaveiða SPORTVÓRUVERSLUNIN -I » i I I LAUGAVEGI 49 SÍMI 12024 Póstsendum samdægurs. EURO/VISA. OPIÐ LAUGARDAGA hæfi, miðað við viðmiðanir þær sem samþykktar vom á síðasta árs- fundi, að skoða fyrirhugaða rann- sóknaráætlun varðandi hrefnu. Um hrefnuveiðar í vísindaskyni fjallaði nefndin út frá nokkmm við- miðunum og yrðu þar skiptar skoðanir. Sumir töldu að ekkert nýtt hefði komið fram sem breytti þeirri skoðun að 80 hrefnur myndu ekki gefa nægjanlegar upplýsingar varðandi nýtingu á stofninum. Þeir hefðu þó fallist á nauðsyn þess að fá betri upplýsingar um líffræðileg- ar breytur en bentu á að ekki hefði verið sannað að þessi fjöldi dýra væri nægjanlegur til að niðurstöð- umar yrðu nægjanlega nákvæmar. Aðrir töldu að þessar vísindaveiðar myndu gefa mikilvægar upplýsing- ar sem kæmu sér vel við stjómun á nýtingu stofnsins Næst miðaði nefndin við upplýs- ingar um stöðu hrefnustofnanna. Nefndin var sammála um að þótt miklar framfarir hefðu orðið við áætlanir á stofnstærðum með taln- ingu gæti hún ekki metið stærð stofnanna og því ekki sagt fyrir um hvort fyrirhugaðar vísindaveiðar hefðu áhrif á stofninn. Nefndin fjallaði einnig um áætl- Nefndin gat ekki metið áhrif veiðanna á hvalastofnana Adidas Challenger VÍSINDANEFND Alþjóða hval- veiðiráðsins fjallaði um rann- sóknir íslendinga á hvölum á síðasta ári og áætlun þeirra nú, og skilaði skýrslu til ráðsins sem rædd var á ársfundinum í Bour- nemouth. Nefndin skiptist í tvo hópa sem voru ósammála um þýðingu vísindaveiðanna. Á grundvelli þessarar skýrslu sam- þykkti ráðið ályktunartillögu sem sagði að áætlaðar veiðar á langreyði, sandreyði og hrefnu, samkvæmt sérstöku leyfi til veiða í visindaskyni, samræmist ekki að öllu leyti þeim viðmiðun- um sem sett voru í tillögum um vísindaveiðUeyfi á ársfundinum 1986. Þvi var íslensku ríkis- stjórninni ráðlagt í tUlögunni að afturkalla veiðileyfi þau sem hún hefur veitt til visindaveiða þessa árs þar til þau óvissuatriði sem fram koma i skýrslu vísinda- nefndarinnar hafa verið skýrð. Niðurstöður vísindanefridarinnar um rannsóknaráætlun íslendinga árið 1986 voru í stuttu máli þessar eins og formaður vísindanefndar- innar mælti fyrir þeim á fundi ráðsins: Tilgangur veiða á san- dreyði og langreyði var til að meta ástand stofnanna. Sumir meðlimir nefndarinnar heldu fram að þessar rannsóknir hefðu umtalsverða þýð- ingu í mati á stofnunum og við- komugetu þeirra. Aðrir töldu að gögn sem safnað var í vísindaveið- um síðasta árs hefðu ekki réttlætt áframhaldndi veiðar. Um hvort rannsóknimar auð- velduðu heildarmat á stofnunum töldu sumir að þessar rannsóknir væm nauðsynlegur þáttur í því en aðrir að það sem gert hefði verið til þessa veitti ekki nægjanlegar upplýsingar til að hjálpa til við mat á stofnstærðum, eða auðveldaði lausn á aðferðafræðilegum vanda- málum. Nefrdin komst að því að mjög vel var búið að vísindamönnum og 20 vísindamenn frá 15 samtökum tóku þátt í rannsóknum síðasta árs. Nefndin komst einnig að þeirri nið- urstöðu að allt hefði veið gert sem mögulegt var til að safna og rann- saka sýni úr þeim langreyðum og sandreyðum sem veiddar vom. Nefndin gat ekki metið hvort veiðamar á 76 langreyðum og 40 sandreyðum hefðu haft áhrif á stofnana. Um framtíðaráætlun rannsókn- anna gat formaður nefndarinnar þess að fyrirhugað hefði verið að veiða hrefru en slíkt var ekki gert árið 1986 og ekki yrðu gefin út veiðileyfí fyrr en komið hefði verið upp nægilega góðri aðstöðu til rannsókna á þeirri hvalategund. Nefndin komst samt sem áður að þeirri niðurstöðu að það væri við Litir: Dökkblátt, Ijósblátt, svart, rautt m/dökkbláum buxum, grátt m/dökkbláum buxum, grátt m/svörtum buxum, hvítt m/ljósbláum buxum. Stærðir: 138-150-156 -162-168-174-180 -186-192-198 Kr. 6.290.- n 1 8184....
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.