Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR Gíinter Wallraff liggur undir ámæli: Ræðir heldur sjálfan sig en vanda Tyrkja Samstarfsmenn höfundar Niðurlægingarinnar snúast gegn honum FAAR bækur hafa vakið eins mikla athygli í Vestur-Þýskalandi á undanförnum áratugum og metsölubókin Niðurlægingin (Ganz unten), sem kom út haustið 1985. Hún hefur selst í 2,75 milljónum eintaka og verið þýdd á 14 erlend tungumál, þar á meðal íslensku. Rithöfundurinn GUnter Wallraff greinir þar frá hörmulegum lífsskilyrðum Tyrlya í Sambandslýðveldinu Þýskalandi af eigin reynslu og dregur ekkert undan. Málshöfðunum rigndi yfir hann frá fyrirtækjum og einstaklingum er bókin kom út og andstæðingar Wallraffs gagn- rýndu hann fyrir að villa á sér heimildir þegar hann viðaði að sér gögnum í bókina. En Wallraff hefur farið sigurgöngu í þýskum réttarsölum og ekki þurft að hnika staf í bókinni. Hann hefur notið mikillar aðdáunar fyrir rannsókn- arstörf sín í gervi Tyrkjans „Alis“. Nú hafa nokkrir gamlir félagar hans hins vegar bæst í hóp þeirra sem gagmýna hann og hetjuljóm- inn um rithöfundinn hefur dofnað að undanfömu. Ekki er allt sem sýnist Wallraff fékk nafn og skilríki að láni hjá Levent Sinirlioglu, vinstrisinnuðum Tyrkja, sem hef- ur búið í Vestur-Þýskalandi frá árinu 1974, þegar hann fór í gervi Alis. Wallraff lýsir reynslu Alis í 1. persónu og segir frá meðferð- inni sem hann hlaut hjá samborg- urum sínum. í bókinni virðist Wallraff hafa upplifað alla þá hluti, sem Ali lendir í, en nú kem- ur í ljós að svo var ekki. Náinn samstarfsmaður hans, blaðamaðurinn Uwe Herzog, full- yrðir að Wallraff hafi skrifað minnstan hluta Niðurlægingar- innar sjálfur og segist til dæmis hafa rannsakað efni fyrir hann og skrifað 28 síður í bókinni, sem er alls 256 síður. Sinirlioglu segir að mikill hluti bókarinnar byggist á sinni reynslu; atburðum, sem hann hafí greint Wallraff frá síðar. Eitt dæmi um það er þegar vinnuveitandinn Hans Vogel, sem nefndur er „Adler“ í bókinni, neitar tyrkneskum einkabflstjóra sínum um að nota klósettið heima hjá sér og vísar honum út undir vegg eins og hundi. Sinirlioglu segir að Wall- raff hafí eignað Ali fjölda spenn- andi atvika, sem tyrkneskir aðstoðarmenn hans lentu í, en hvergi látið þess getið. Hann fyrirgefur Wallraff þetta og segir að hann hafí gert mál- stað þeirra, sem vinna á svörtum markaði í Vestur-Þýskalandi, slíkt gagn með bókinni að ekki skipti máli hver upplifði einstök atvik. Þau hafí eftir sem áður gerst. En hann gagnrýnir Wallraff fyrir að hafa breyst í einskonar stofnun eftir útkomu og vinsældir bókar- innar og líkir honum við þá sem rannsóknarblaðamaðurinn fer einna hörðustu orðum um í Niður- lægingunni. Stofnunin Wallraff „Wallraff kemur fram opin- berlega, sem málsvari jafnréttis og lýðræðis, en það er ekki hægt að koma fram við samstarfsmenn sína á ójafnari og ólýðræðislegri hátt, en hann gerir,“ segir Sinirli- oglu í nýlegu viðtali við vestur- þýska vikuritið Der Spiegel. „Hann fékk yfir átta milljónir marka (168 milljónir ísl. kr.) fyrir bókina, við [tyrkneskir samstarfs- menn hans] vorum ekki spurðir hvemig ætti að nota peningana. Og Wallraff stóð eins að launa- greiðslum til síns fólks og allir aðrir yfírmenn, sem vilja komast frá þeim á sem ódýrastan hátt.“ Sinirlioglu grunar Wallraff um að hafa borgað þýskum sam- starfsmönnum sínum mun betur en hinum tyrknesku. Hann hamr- aði á mikilvægi málstaðarins við Tyrkina. „Við tókum þátt í starf- inu af pólitískri sannfæringu. Þegar launagreiðslur bar á góma notfærði Wallraff sér það og minnti okkur alltaf á „málstað- inn“. Það villti um fyrir mér og ég var lengi blindur á klæki Wall- raff-fyrirtækisins. Á meðan „sameiginlegi málstaðurinn" fyllti vasa Wallraffs þurftu margir okk- ar hinna að þiggja fé frá félags- málastofnun og ieita okkur vinnu á svörtum markaði". Wallraff opnaði ráðgjafarskrif- stofu fyrir útlendinga í bænum Duisburg nokkrum vikum eftir að Niðurlægingin kom út. Tyrkinn Taner Aday starfaði einn á skrif- stofunni, en hún var aðeins opin í hálft ár. Wallraff notaði heimili hans, sem heimilisfang fyrir Ali, þegar hann starfaði í Thyssen- verksmiðjunni i Duisburg. Aday er í hópi þeirra, sem gagnrýna Wallraff nú harðlega. Hann segir að Wallraff hafi ákveðið að opna skrifstofuna og ráðið sig í vinnu þar til þess að þagga niður í sér og hann hafí aldrei sýnt starfsem- inni nokkum áhuga. í beinni sjónvarpsútsendingu, sem Aday og Wallraff tóku báðir þátt í árið 1985, gagnrýndi Aday fjölmiðla fyrir að beina of mikilli athygli að hetjudáð Wallraffs í gervi Alis, en vanrækja efni bók- arinnar og vanda Tyrkja í um- flöllun um hana. Þegar hann sagði að Tyrkir og Þjóðveijar yrðu að ráða bug á útlendingaandúðinni í landinu í sameiningu klappaði Wallraff á öxlina á honum og kvaðst einmitt ætla að opna ráð- gjafarskrifstofu fyrir útlendinga í Duisburg fyrir ritlaunin af bók- inni. Hann sagði að Aday væri rétti maðurinn til að starfa þar. Aday tók starfíð án þess að ganga frá samningum um starfsemi skrifstofunnar. Tyrkir og aðrir útlendingar leituðu þangað með vandamál sín. Bréf til Wallraffs voru send til Kölnar, en Aday hlustaði á vandamál þeirra sem hringdu og lét ritara Wallraffs í Köln vita hvað þeim lá á hjarta. Wallraff kom aldrei á skrifstof- una, en kvartaði undan kostnaðin- um við hana. Á endanum ákvað hann að loka henni. Aday telur að hann hafí aldrei ætlað sér að reka hana í alvöru, en opnað hana til að friða eigin samvisku og til að auglýsa bókina enn betur. Gunter Wallraff varð heims- frægur og flugríkur á Niðurlæg- ingunni. En hann segir nú að bókin hvfli á sér eins og bölvun og síðastliðið ár hafí verið versta ár ævi sinnar. Hann þolir illa gagniýni og er fljótur að bjóða peninga eða leiðrétta misskilning þegar óánægja fólks með sam- skiptin við hann kemst í fjölmiðla. Vandi einhleyprar konu, sem missti íbúðina sem hún hafði búið í frá bamæsku, var til dæmis leið- réttur í snatri eftir að Der Spiegel komst á snoðir um að konan var á götunni vegna ráðagerða Wall- raffs um að gera upp íbúðarhús í Duisburg. Wallraff varaði blaða- menn Der Spiegel við því að tala við Sinirlioglu og Aday og ráð- lagði þeim báðum að tala ekki við vikuritið. Hann hefur valdið mörgum vonbrigðum með því að nýta ekki umræðuna, sem bók hans vakti, til hins ýtrasta. Sinirlioglu segir að hann hafí meiri áhuga á að tala um sjálfan sig en vandamál Tyrkja á fundum, sem honum er boðið sem heiðurgesti á. Ganz unten hefur gert Vestur-Þjóð- veija meðvitaða um lífsskilyrði Tyrkja í þjóðfélaginu, en þau hafa aftur á móti lítið breyst síðan bókin kom út. Heimild: Der Spiegel Levent Sinirlioglu og Gilnter Wallraff: „Við erum eins og síamstvi- burar,“ sagði rannsóknarblaðamaðurinn í viðtali árið 1985. „Einhvern tímann kemur að þvi að við ráðumst hvor á annan." Starfsemi Tónlist- A arbandalags Is- lands haldið áfram Halldór Haraldsson kjörinn formaður Á AÐALFUNDI Tónlistarbanda- lags íslands sem haldinn var fyrir nokkru var einróma sam- þykkt að halda áfram starfsemi bandalagsins. í fundarboði var kynnt umræða um hvort leggja skyldi starfsemina niður eða ekki og voru fulltrúar á aðalfundi á einu máli um að halda áfram. Halldór Haraldsson píanóleikari Leiðréttíng í MORGUNBLAÐINU í gær (30.6.) hafa orðið þau mistök að hluta texta vantar í umsögn um bók Jóns Dan: Ekki flasar jörðin. Þar á að standa um ljóðið Kallar oss dauðinn: „Sama er að segja um Kallar oss dauðinn þar sem regndropamir sofna í lygn- um polli, en stíga svo til himna „og falla regn til jarðar". Og þegar dauðinn hefur kallað gerist það með líkum hætti að „stígur í friði önd vor upp til himna,/ fellur svo aftur lítið bam til jarðar“. var kjörinn formaður TBÍ og hefur stjómin þegar haldið nokkra fundi frá aðalfundinum. Að undanfömu hefur stjóm TBÍ unnið að athugun á útgáfu á tónlist- artímariti. Hefur hugmyndin verið kynnt fyrir nokkrum útgáfufyrir- tækjum en þau hafa talið vafasamt að útgáfan gæti staðið undir sér og því ekki viljað hleypa því af stokkunum. Einnig hefur stjómin haft sam- band við forráðamenn ýmissa fjölmiðla og hvatt til þess að vönd- uð umfjöliun um tónlist verði aukin og boðist til að vera til aðstoðar við útvegun efnis. Hefur þeirri málaleitan verið vel tekið. Þá hefur TBÍ aðstoðað samtökin Vímulaus æska við að útvega tón- listarmenn til að leika inn á hljóm- plötu til styrktar starfí samtakanna_ Sem fyrr segir var framtíð TBÍ rædd á aðalfundinum. Margir full- trúar tóku til máls og hvöttu til áframhaldandi starfs enda gæti það á margan hátt stutt við ýmis mál- efni tónlistar. Fjórða hefti Tenings komið út: Ljóð eftír Sigfós Daðason TENINGUR er kominn út, fjórða hefti tímaritsins sem er vett- vangur fyrir bókmenntir og listir. Að venju eru á Teningnum margar hliðar, efnið fjölbreytt og komið að listunum úr ýmsum áttum. Af frumsömdu bókmenntaefni má nefna ljóð eftir eitt fremsta ljóð- skáld íslendinga á vorum dögum, Sigfús Daðason, en ekki hafa birst ljóð eftir hann ( nærfellt tíu ár. Áðrir sem eiga ljóð í Teningi nú eru Margrét Lóa Jónsdóttir, Sveinn Yngvi Egilsson, Sigrún Bjömsdótt- ir, Hreinn Guðlaugsson og Gunnar Harðarson. Þá eru þýdd ljóð eftir höfuðskáld Tyrkja, Nazim Hikmet, og einnig eftir hið heimsfræga mexíkanska skáld, Octavio Paz, sem að auki á smásögu í heftinu. Smásögumar eru fímm með sögu Paz. Þær eru eftir Guðmund Andra Thorsson, Þórð Kristinsson, Garðar Baldvinsson og Benedikt Gestsson. Hin rómuðu bókmenntaviðtöl Ten- ings eru tvö að þessu sinni, ítarlegt viðtal er við Ólaf Gunnarsson og að auki er rætt við Gyrði Elíasson. Af myndlistarefni tímaritsins fer mest fyrir löngu viðtali við Kristján Guðmundsson og með því eru birtar myndir af ýmsum verka hans. Þá á Halldór Ásgeirsson einnig myndir og ljóð í Teningi. Ennfremur er vert að minna á ritgerð eftir hinn kunna franska heimspeking, Paul Ricoeur, sem ber heitið „Heims- menning og þjóðmenning" og fjallar um það sem ýmsir telja eitt stærsta og rnikilvægasta mál vorra tíma. Áskriftarsími Tenings er 18417, en hann fæst einnig í öllum helstu bókaverslunum landsins. Norðurlandamót yngri spilara; Keppmsreynslan vóg langþyngst á metunum Brids GuðmundurSv. Hermannsson FRAMMISTAÐA íslensku Uð- anna á Norðurlandamóti yngri spilara i Hrafnagilsskóla í síðustu viku olli nokkrum von- brigðum en Uðin enduðu í tveimur neðstu sætunum af 9 Uð- um alls. Þar hefur reynsluleysið örugglega átt stærstan þátt því aðeins tveir íslensku keppend- anna hafa áður spilað á alþjóð- legu móti. Hvað keppnisreynslan hefur mik- ið að segja sást best á yfirburðum Norðmanna sem leiddu mótið frá upphafí. í norska liðinu var lands- liðsparið Jon Andreas Stavneng og Roar Voll en þeir hafa þegar tekið þátt í Evrópu- og Norðurlandamót- um í opnum flokki og verða í norska liðinu á Evrópumótinu í Brighton síðar í sumar. Hitt parið í liðinu var skipað bræðrunum Sam Inge og Jim Idar Hoyland en annar þeirra spil- aði hér á bridshátíð í vetur eins og raunar Voll og Stevneng. Lokastaðan varð þessi: 1. Noregur A: 195 2. Svíþjóð: 157 3. Noregur B: 141 4. Danmörk B: 141 5. Danmörk A: 138 6. Finnland B: 135 7. Finnland A: 122 8. ísland A: 116 9. Island B: 88 íslenska eldra liðið vann þijá leiki á mótinu, gegn norska yngra liðinu, 21-9, eldra fínnska liðinu 17-13 og gegn íslenska yngra liðinu, 16-14. Þremur leikjum tapaði liðið naum- lega, 14-16 gegn yngra liði Dana, 11-19 gegn eldra danska liðinu og yngra fínnska liðinu. Fyrir sigur- vegurunum tapaði ísland 8-22 en stærsti skellurinn var gegn sænska liðinu, 0-25. í þeim leik sáu íslensku strákamir aldrei til sólar og töpuðu til dæmis fyrri hálfleiknum með 60 impa mun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.