Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 Lundúnum, Reuter. Bandaríkjadalur styrktist lítil- lega á gjaldeyrismörkuðum i Evrópu i gær þar eð japanskir fjárfestendur seldu mikið af jap- önskum hlutabréfum sínum. Í gær var gengið á hádegi þann- ig að sterlingspund kostaði 1.6090 Bandaríkjadali en einn dalur kost- aði: 1.3328 kanadíska dali, 1.8295 vestur-þýsk mörk, 2.0595 hollensk gyllini, 1.5200 svissneska franka, 37.94 belgíska franka, 6.1050 franska franka, 1326 ítalskar lírur, 147.00 japönsk jen, 6.3875 sænskar krónur, 6.7075 norskar krónur og 6.9425 danskar krónur. Gullúnsan kostaði 446.60 dali. Reuter Dýr myndi Van Gogh allur Vincent Van Gogh dó bæði snauður og bilaður á geði, en ef til vill væri Iéttari á honum brúnin ef hann lifði í dag. Á málverkauppboði í Lundúnum í gær var málverk eftir hann slegið á ríflega 20 milljónir Bandaríkjadala, en það jafngildir um 940 milljónum islenskra króna. Málverkið heitir Brúin í Trinquetaille. Fyrir skömmu var annað mál- verk Van Goghs, Sólblómin, selt á enn hærra verði — tæplega 25 milljónir Bandaríkjadala og er því óhætt að segja a Van Gogh vermi eftstu sæti listavinsældalistans. Finnland: Tengdasonur for- setans handtek- inn fyrir fjársvik Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins í Helsinki. FINNSK dagblöð og sér í lagi síðdegisblöðin, hafa síðustu daga fjallað um gjaldþrotamálsem tengist tengdasyni Mauno Koivisto Finnlandsforseta. Tengdasonurinn er ungur athafna- maður, Jari Komulainen að nafni, og hefur hann verið handtekinn ásamt nokkrum félögum sinum vegna meints fjár- svikamáls. Þeir handteknu eru þrír félag- ar sem eru þekktir sem „Uppsala- hagfræðingarnir“ vegna þess að allir luku þeir hagfræðiprófi frá Uppsölum í Svíþjóð, en í Finnalndi þykja það ekki merki- legir pappírar. Fyrir nokkrum árum stofnuðu Uppsalahagfræðingamir þrír eignarhaldsfélagið Tristan, sem keypti allt að 26 fyrirtæki í kröggum. Hugmyndin var að reisa fyrirtækin við og njóta svo ávaxtanna. Hins vegar reyndist erfitt að ná saman áhættufé sem gjald- þrotafyrirtækin vantaði. Félag- amir dóu þó ekki ráðalausir. Þeir höfðu tekið eftir því að sögunar- myllur áttu miklar afgangsbirgð- ir af viðarflögum og afréðu því að stofna verksmiðju og fram- leiða brenniköggla úr þeim. Af því að hráefnið fékkst nánast ókeypis voru Uppsalahagfræð- ingamir bjartsýnir og fluttu inn vélbúnað í verksmiðjuna, Energ- iahake Oy (Orkuflís hf.). Milljónahugmyndin rann hins vegar út í sandinn vegna margs- konar tækniörðugleika og Energiahake var lýst gjaldþrota. Þegar eignarhaldsfyrirtækið Tristan fékk ekki neinar tekjur af brennikögglaframleiðslunni byijaði öll samsteypan að gliðna í sundur. Til þess að koma í veg fyrir allsherjar gjaldþrot létu fél- agamir þrír m.a. hjá líða að greiða opinber gjöld og er helsti skuldunautur gjaldþrotabúsins því skattheimtan. Þegar í maí 1984 reyndi tengdasonur forsetans að koma sér undan ábyrgð á Tristan og brennikögglaverksmiðjunni En- ergiahake og seldi m.a. hlutabréf sín í samsteypunni. Ákæmvaldið fullyrðir hins vegar að Komulain- en hafi ekki þvegið hendur sínar þar með. Rannsóknarlögreglan hefur vísbendingar um falsað bókhald í einu fyrirtæki sam- steypunnar og voru allir félag- amir þrír handteknir. Eiginkona Komulainens, Assi forsetadóttir, virðist samt ekki vera flækt í málið. Það virðist ekki líklegt á þessu stigi málsins að réttarhöld yfir Uppsalahagfræðingunum hafi áhrif á forsetakosningarnar sem fara fram eftir rúmlega hálft ár. Hvorki keppinautar forsetans né blaðamenn hafa hingað til þorað að minnast á þann möguleika að forsetinn vissi eitthvað um við- skipti Tristan-samsteypunnar. Kosið í Æðsta ráðinu; Gorbachev gefur Gromyko góð ráð. Reuter North af- hendir gögn varðandi íransmálið Washington, Reuter. OLIVER North, ofursti, af- henti í gær rannsóknarnefnd- um þingsins ýmis gögn varðandi Iransmálið til þess að undirbúa vitnisburð sinn á lok- uðum fundi með nefndunum i dag. Talsmaður nefndar full- trúadeildarinnar sagði að North yrði tryggð sakarupp- gjöf að nokkru leyti fyrir fram áður en hann afhenti gögnin en meðal þeirra eru persónu- legar dagbækur ofurstans. Þetta verður fyrsta yfirheyrslan yfír North um málið en hann er talinn lykilmaður í vopnasölu- hneykslinu. Hann hefur neitað að bera vitni og borið fyrir sig stjórnar- skrárlegan rétt sinn. Á þriðjudaginn hefjast opinberar vitnaleiðslur yfir North og verður þeim sjónvarpað. Reagan forseti hefur staðfast- lega neitað að hann hafi vitað um jrfirfærslur hagnaðar af írans- vopnasölunni til kontra-skæruliða í Nicaragua en North er talinn hafa stjórnað þeim aðgerðum. Æðsta ráð Sovétríkjanna: Mestu efnahagsbreyt- ingar í 70 ár samþykktar Einkaframtakinu gert hærra undir höfði Moskvu, Reuter. ÆÐSTA ráð Sovétríkjanna samþykkti í gær einróma lög þess efnis að stórlega sku.i losað um miðstýringu hag- kerfisins og segja sérfræðing- ar í málefnum Sovétríkjanna að hér ræði um einar mikils- verðustu breytingar á efna- hagslífi landsins frá því snemma á þriðja áratuginum. Lögin taka gildi í janúar næst- komandi, en samkvæmt þeim verður mjög dregið úr völdum skrifkera ráðuneytanna í Moskvu, sem til þessa hafa stjórnað iðnaðarframleiðsl- unni. Auk þess er stefnt að því að gera stjórnendur fyrir- tækja ábyrgari — þeir þurfa nú að skila hagnaði, að öðrum kosti verða fyrirtæki þeirra lýst gjaldþrota. Þá þurfa þeir --___. - j r Jl'! ?> að fylgjast betur með markað- seftirspurn en áður og geta ekki treyst á aðstoð ríkisins þegar í harðbakkann slær. Starfssvið „Gosplan“, eða Áætlunamefndar ríkisins, mun nú breytast á þann veg að stofn- uninni er ætlað að skipuleggja efnahagsstefnu landsins þegar til lengri tíma er litið, en stússa minna við smáatriði efnahags- áætlana, eins og hún hefur gert til þessa. Hingað til hefur aðal- hlutverk „Gosplan“ verið að semja hinar svokölluðu Fimm-ára áætlanir, sem yfirleitt hafa ekki staðist nema í meðallagi. Þessi löggjöf skiptir Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna, miklu eigi hann að geta komið þeim efnahagsúrbótum á, sem hann hefur boðað. í opin- berum frásögnum af fundi ráðs- inbs í gær kom fram að skoðanir manna hefðu verið skiptar um ágæti frumvarpsins, en eigi að síður komst það nú athuga- semdalaust í gegn. Þeir hagfræðingar, sem mest hafa mælt með endurbótum í efn- hagsmálum hafa líkt frumvarp- inu við NEP-stefnu Leníns árið 1921, en þá var horfið frá „stríðkommúnismanum", sem grunnur var lagður að í stríðinu. Þegar svo var komið málum að allt efnahagslíf landsins var í molum taldi Lenín rétt að leggja meiri áherslu á einkaframtak í verslun, iðnaði og landbúnaði. Að Lenín gengnum sneri Jósef Stalín blaðinu aftur við og kom hagstjóm undir einn hatt, þröng- vaði bændum til samyrkju og kom á víðtækum áætlunarbú- skap. Þetta kerfi hefur verið nær óbreytt fram á þennan dag. Forseti Sovétríkjanna, Andrei Gromyko, sagði þingheimi að hann væri einlægur fylgismaður Gorbachevs hvað varðaði breyt- ingar í stjórnarháttum og sagði hann pukur og leyndarhyggju einatt hafa tafið framgang sósíal- ismans. Töldu fréttaskýrendur það tímannna tákn að í ræðu sinni fjallaði Gromyko mest um mengun í ám, unglinga á glap- stigum og neytendamál. I gær þótti eftirtektarvert að Nikolai Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, gekk svo langt að segja að efnahagskerfi landsins væri löngu úr sér gengið og að þörfin á breytingum væri í senn augljós og brýn. Ymsir vestrænir hagfræðingar sjá þó galla á gjöf Njarðar þar sem lögin eru. Benda þeir á að í lögunum sé kveðið á að fyrir- tæki skuli lýst gjaldþrota beri þau ekki arð. Hins vegar er kveðið skýrt á um að atvinnuleysi verði ekki leyft. Hvemig sovéskir hag- spekingar leysa vandamál sem þetta á eftir að koma í ljós. Gengi gjaldmiðla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.