Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 17 Veitmgahús gera grein fyrir verði á gosdrykkjum X'. VERÐLAGSSTJÓRI kallaði á mánudagsmorgun fulltrúa veit- ingamanna á sinn fund til þess að gera grein fyrir niðurstöðum könnunar á miðaverði og álagn- ingu á gosdryklqum, sem Verð- lagsstofnun gerði í byijun mánaðarins. í þeirri könnun kom fram að álagningin á gosdrykkj- um er allt að 950% og aðgöngu- miðaverð hefur hækkað um 300% frá því árið 1984. Verðlags- stjóri mun sfðar f vikunni gefa út yfirlýsingu um hvort gripið verði til frekari aðgerða f lqölfar niðurstaðna könnunarinnar. „Við gerðum á fundinum grein fyrir þeim kostnaðarhækkunum sem hafa orðið hjá okkur," sagði Ema Hauksdóttir, framkvæmda- sijóri Sambands veitinga- og gisti- húsa í samtali við Morgunblaðið. „Þeir kostnaðarliðir sem hafa hækkað mest eru launakostnaður og kostnaður við hljómsveitir og skemmtiatriði. Á þessum stöðum er einnig sifellt verið að breyta og bæta innanstokks sem er mjög kostnaðarsamt. Þessi markaður hefur verið á hraðri niðurleið undanfarið og gest- um farið hríðfækkandi. Samkeppn- in er því orðin það mikil að menn hafa ekki hlutina dýrari en þörf krefur". Doktor í líf- eðlisfræði ÞANN 20. maf 1987 varði Hall- grímur Jónasson doktorsritgerð í lffeðlisfræði við Karolinska Institutet, I jpknaháaltólann f Stokkhólmi. Hallgrímur lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1973 og BS-prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1980. Síðan hefur hann stundað framhaldsnám ásamt rannsóknum og kennslu í lífeðlis- fræði við Karolinska Institutet. Doktorsritgerðin nefnist „Studi- es on Endotoxin — Induced Fever — Association with endocrine, renal and ophthalmic events“. Rannsóknimar beindust aðallega að þvf að kanna truflun á salt- og vökvajafnvægi samfara sótthita og að varpa nánara ljósi á breytingar á sjáaldri samfara sótthitanum. Til- raunimar voru gerðar á geitum en hafa þýðingu sem grunnrannsókn á sótthita (mönnum þar sem svipað- ar lífeðlisfræðilegar breytingar eiga sér stað. Fyrir áhrif efna unnum úr bakt- eríum urðu breytingar á saltbúskap. Samfara þessu fannst aukin fram- leiðsla hormóna frá heiladingli sem leiddu til aukinnar framleiðslu nýmahettuhormónsins aldósteróns. Tilraunimar benda því til þess að aldósterón hafí þýðingarmikið hlut- verk til þess að vinna gegn ónauð- synlegu salttapi í þvagi meðan hitasóttin er að breiðast út. Jafn- framt þessu fannst aukinn útskiln- aður þess hormóns í heiladingli sem virkar gegn vökvatapi. Samfara hitasóttinni sáust breytingar í aug- um þannig að sjáöldrin drógust saman. Þessi áhrif eru talin koma frá stöðvum í heilanum þvf hægt var að hindra þau með því að stöðva heilaboð til augans. I þessum til- raunum var einnig kannað magn prostaglandina en þau hormón tengjast mjög fjölbreytilega inn í starfsemi mannslíkamans og hafa verið álitin nauðsynlegur hlekkur f myndun og viðhaldi hitasóttar. Framleiðsla prostaglandina jókst mjög, en aðeins á byijunarskeiði hitasóttar. Niðurstöðumar gefa því til kynna að hlutverk prostagl- andina sé töluvert minna en almennt hefur verið talið. Andmælandi við doktorsvömina var hinn þekkti prófessor Eckhart Simon frá Max Planck-vísinda- stofnuninni í Bad Nauheim í Þýskalandi. Hallgrfmur er núna f rannsókna- og kennarastöðu við lffeðlisfræði- deild dýralæknaháskólans f Uppsöl- um. Dr. Hallgrímur Jónasson Hallgrfmur er sonur önnu M. Lárusdóttur og Jónasar Hallgríms- sonar prófessors. NYJUNG frá BIODROGA ~Biodroqa Við reglulega notkun .ISkin Initiative* þ.e. kvölds og morgna dropafyrirdropa ▼ áviðkvæmustu P blettit.d. enni, í kringum augun, munn, nef og háls, næst frábær árangur í baráttunni við ótímabær öldrunarein- kenni húðarinnar. Verð kr. 1.640,- án afsláttar. EINUSINNI BIODROGA ALLTAF BIODROGA. c~)lella ATH'. . Wlppto út henna°9 4u®fsBrooW- 'n'tiat' laíraóe'nsef pettatHboö9;Wgíýsin9una Vísindin hafa sigrað ótímabæra öldrun húðarinnar. Útsölustaðir: Brá, Laugavegi 74, Stella, Bankastræti 3, Snyrtistofan Hótel Loftleiðum, Garðabæjarapótek, Vestmannaeyjaapótek, Húsavíkurapótek, Kaupf. Eyfirðinga, Kaupf. Skagfirðinga, Snyrtist. Lilju, Akranesi. Bankastræti 3. S. 13635. J _x TIL MINNIS kl. 17.25 23.06.87 Kæri „stjóri“. <M Náði ekki tali af þér í dag - og ég fer í fríið á morgun. - Þú baðst mig um daginn að o athuga hvar við fengjum MOTTUR undir skrifborðsstóla . . . cD OO .. . fór á stúfana og líst vel á MOTTUR frá Sólarplasti vegna þess þær liggja Œ co • I-H fastar og eru sérstaklega hannaðar fyrir mikið álag. - Sem sagt, hér eru nokkrir ■i E punktar: G. 1 > stærð: 1.25x1.55 UL cö þykkt: 2 mm cc <D botn: s t a m u r Pí 00 notagildi: fyrir teppi, stein- og viðargólf O o t-h 1 o verð: kr. 3.160 co Motturnar eru glærar, brotna ekki, en eru sveigjanlegar (ég átti nefnilega leið \)4 ■3 s framhjá í gær og kíkti á þær), en því miður áttu þeir engar myndir til að taka með. |jj) G -< Vona að MOTTA verði komin undir minn stól þegar ég kem til baka, annars koma /rT göt í fína teppið. SÓLARKVEÐJUR sendikort, £ j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.