Morgunblaðið - 01.07.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987
17
Veitmgahús gera
grein fyrir verði
á gosdrykkjum
X'.
VERÐLAGSSTJÓRI kallaði á
mánudagsmorgun fulltrúa veit-
ingamanna á sinn fund til þess
að gera grein fyrir niðurstöðum
könnunar á miðaverði og álagn-
ingu á gosdryklqum, sem Verð-
lagsstofnun gerði í byijun
mánaðarins. í þeirri könnun kom
fram að álagningin á gosdrykkj-
um er allt að 950% og aðgöngu-
miðaverð hefur hækkað um
300% frá því árið 1984. Verðlags-
stjóri mun sfðar f vikunni gefa
út yfirlýsingu um hvort gripið
verði til frekari aðgerða f lqölfar
niðurstaðna könnunarinnar.
„Við gerðum á fundinum grein
fyrir þeim kostnaðarhækkunum
sem hafa orðið hjá okkur," sagði
Ema Hauksdóttir, framkvæmda-
sijóri Sambands veitinga- og gisti-
húsa í samtali við Morgunblaðið.
„Þeir kostnaðarliðir sem hafa
hækkað mest eru launakostnaður
og kostnaður við hljómsveitir og
skemmtiatriði. Á þessum stöðum
er einnig sifellt verið að breyta og
bæta innanstokks sem er mjög
kostnaðarsamt.
Þessi markaður hefur verið á
hraðri niðurleið undanfarið og gest-
um farið hríðfækkandi. Samkeppn-
in er því orðin það mikil að menn
hafa ekki hlutina dýrari en þörf
krefur".
Doktor í líf-
eðlisfræði
ÞANN 20. maf 1987 varði Hall-
grímur Jónasson doktorsritgerð
í lffeðlisfræði við Karolinska
Institutet, I jpknaháaltólann f
Stokkhólmi.
Hallgrímur lauk stúdentsprófí frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
1973 og BS-prófi í líffræði frá
Háskóla íslands 1980. Síðan hefur
hann stundað framhaldsnám ásamt
rannsóknum og kennslu í lífeðlis-
fræði við Karolinska Institutet.
Doktorsritgerðin nefnist „Studi-
es on Endotoxin — Induced Fever
— Association with endocrine,
renal and ophthalmic events“.
Rannsóknimar beindust aðallega
að þvf að kanna truflun á salt- og
vökvajafnvægi samfara sótthita og
að varpa nánara ljósi á breytingar
á sjáaldri samfara sótthitanum. Til-
raunimar voru gerðar á geitum en
hafa þýðingu sem grunnrannsókn
á sótthita (mönnum þar sem svipað-
ar lífeðlisfræðilegar breytingar eiga
sér stað.
Fyrir áhrif efna unnum úr bakt-
eríum urðu breytingar á saltbúskap.
Samfara þessu fannst aukin fram-
leiðsla hormóna frá heiladingli sem
leiddu til aukinnar framleiðslu
nýmahettuhormónsins aldósteróns.
Tilraunimar benda því til þess að
aldósterón hafí þýðingarmikið hlut-
verk til þess að vinna gegn ónauð-
synlegu salttapi í þvagi meðan
hitasóttin er að breiðast út. Jafn-
framt þessu fannst aukinn útskiln-
aður þess hormóns í heiladingli sem
virkar gegn vökvatapi. Samfara
hitasóttinni sáust breytingar í aug-
um þannig að sjáöldrin drógust
saman. Þessi áhrif eru talin koma
frá stöðvum í heilanum þvf hægt
var að hindra þau með því að stöðva
heilaboð til augans. I þessum til-
raunum var einnig kannað magn
prostaglandina en þau hormón
tengjast mjög fjölbreytilega inn í
starfsemi mannslíkamans og hafa
verið álitin nauðsynlegur hlekkur f
myndun og viðhaldi hitasóttar.
Framleiðsla prostaglandina jókst
mjög, en aðeins á byijunarskeiði
hitasóttar. Niðurstöðumar gefa því
til kynna að hlutverk prostagl-
andina sé töluvert minna en
almennt hefur verið talið.
Andmælandi við doktorsvömina
var hinn þekkti prófessor Eckhart
Simon frá Max Planck-vísinda-
stofnuninni í Bad Nauheim í
Þýskalandi.
Hallgrfmur er núna f rannsókna-
og kennarastöðu við lffeðlisfræði-
deild dýralæknaháskólans f Uppsöl-
um.
Dr. Hallgrímur Jónasson
Hallgrfmur er sonur önnu M.
Lárusdóttur og Jónasar Hallgríms-
sonar prófessors.
NYJUNG frá
BIODROGA
~Biodroqa
Við reglulega notkun
.ISkin Initiative* þ.e.
kvölds og morgna
dropafyrirdropa
▼ áviðkvæmustu
P blettit.d. enni, í
kringum augun, munn,
nef og háls, næst frábær
árangur í baráttunni við
ótímabær öldrunarein-
kenni húðarinnar.
Verð kr. 1.640,-
án afsláttar.
EINUSINNI BIODROGA
ALLTAF BIODROGA.
c~)lella
ATH'. .
Wlppto út henna°9
4u®fsBrooW-
'n'tiat' laíraóe'nsef
pettatHboö9;Wgíýsin9una
Vísindin hafa sigrað
ótímabæra öldrun húðarinnar.
Útsölustaðir: Brá, Laugavegi 74, Stella, Bankastræti 3, Snyrtistofan Hótel
Loftleiðum, Garðabæjarapótek, Vestmannaeyjaapótek, Húsavíkurapótek,
Kaupf. Eyfirðinga, Kaupf. Skagfirðinga, Snyrtist. Lilju, Akranesi.
Bankastræti 3.
S. 13635.
J
_x
TIL MINNIS kl. 17.25 23.06.87
Kæri „stjóri“.
<M Náði ekki tali af þér í dag - og ég fer í fríið á morgun. - Þú baðst mig um daginn að
o athuga hvar við fengjum MOTTUR undir skrifborðsstóla . . .
cD OO .. . fór á stúfana og líst vel á MOTTUR frá Sólarplasti vegna þess þær liggja
Œ co • I-H fastar og eru sérstaklega hannaðar fyrir mikið álag. - Sem sagt, hér eru nokkrir
■i E punktar:
G. 1
> stærð: 1.25x1.55
UL cö þykkt: 2 mm
cc <D botn: s t a m u r
Pí 00 notagildi: fyrir teppi, stein- og viðargólf
O o t-h 1 o verð: kr. 3.160
co Motturnar eru glærar, brotna ekki, en eru sveigjanlegar (ég átti nefnilega leið
\)4 ■3 s framhjá í gær og kíkti á þær), en því miður áttu þeir engar myndir til að taka með.
|jj) G -< Vona að MOTTA verði komin undir minn stól þegar ég kem til baka, annars koma
/rT göt í fína teppið.
SÓLARKVEÐJUR sendikort,
£ j