Morgunblaðið - 01.07.1987, Side 47

Morgunblaðið - 01.07.1987, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 47 Rónar og dón- ar í Arizona þeir skopstæla og skrumskæla útí eitt. Hinar litríku persónur og dá- samleg innsýn bræðranna í þær er eitt af aðalsmerkjum myndar- innar. Nægir að nefna hina tungulipru og stundum allt að því heimspekilegu félaga H.I. úr steininum, þá Evelle (Bill Forsyt- he, lék líka ágætlega misindis- mann í Vitaskipinu), sem í orði, æði og athöfnum hefðu getað sómt sér ágætlega í síðustu sjón- varpsmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar. Þeir eru fullkomlega óvelkomnir hjá H.I. eins og ástatt er á þeim bæ, svin gætu ekki verið drullugri en þeir tveir eða feitari. Og Goodman og Forsythe gætu ekki verið betri í lýsingu sinni á þeim. Ekki er mannaveið- arinn á mótorhjólinu dúllulegri, hin myrka samviska H.I., hinn hræðilegi óvinur litla mannsins, sem nálgast stöðugt að kremja hann undir sig. Allir vilja vera foreldrar litla sæta Nathans Jr., meira að segja drullusokkamir tveir sem eiga það til að gleyma honum uppi á bflþak- inu og bmna af stað. En það er undirmálsfólkið H.I. og Ed sem em aðalnúmerið. Hin taumlausa þrá þeirra eftir bami og erfiðleik- amir við að eignast það stíar þeim næstum í sundur. H.I., sem er hinn áhyggjufulli og sídreymandi sögumaður myndarinnar, saknar jafnvel tímans þegar hann rændi verslanir með sínum litla árangri. Það em sko ekkert lítil áhrif sem böm geta haft á fólk. Arizona yngri er frábærlega gamansöm kómedía um foreldra- hlutverkið, kjamafjölskylduham- ingjuna og róna og dóna í Arizóna. Joel og Ethan hafa aftur slegið í gegn. Þetta er fyrsta myndin þeirra af þriggja mynda samningi við 20th Century Fox. Vonandi að hinar tvær verði ekki síðri. Það er lítil hætta á öðm. Tilvistarkreppa og1 hetjudýrkun KvSkmyndir Arnaldur Indriðason Wisdom. Sýnd í Stjömubíói. Stjörnugjöf: ☆ ☆. Bandarísk. Leikstjóri og handritshöfundur: Emilio Estevez. Framleiðandi: Bem- ard Williams. Kvikmyndataka: Adam Greenberg. Helstu hlut- verk: Emilio Estevez, Demi Moore, Tom Skerritt, Veronica Cartwright og William Allen Young. Emilio Estevez er kappsfullur ungur leikari. Hann hefiir leikið í nokkmm af betur gerðum ungl- ingamyndum síðustu ára en hefur ekki sýnt nein eftirminnileg til- þrif. Það er þó í honum metnaður sem nær langt út fyrir leikinn því hann hefur dundað við handrits- gerð (That Was Then ... This is Now) í frístundum og með Wis- dom, sem sýnd er í Stjömubíói, stígur hann skrefið til fulls og leikstýrir sjálfum sér í aðalhlut- verkinu og fer með sinn eigin texta. En hvað tekur ungur kvik- myndahöfundur fyrir í sinni fyrstu mynd vestur í Bandarílqunum? Jú, hann reynir að fjalla svolítið um þjóðfélagið sem hann lifír í. Og mjög afmarkaðan þátt þess. Hann lýsir því hversu óréttlátt þjóð- félagið er gagnvart ungum manni sem hefur hrasað einu sinni af hinum þrönga vegi dyggðarinnar en fýrst og fremst finnst honum það öfgafullt þegar það kýs að búa til sínar þjóðhetjur. Hann fjallar um tilvistarvanda hins unga John Wisdoms sem stal bfl í gríni fyrir nokkrum árum og var dæmdur fyrir en fær nú hvergi vinnu af því hann er á sakaskrá. Þjóðfélagið hefur útskúfað hon- um. Þegar hann aftur gerist alvöru glæpamaður, af því hann á í tilvistarkreppu sinni verður það sem fólk segir að hann sé, nefni- lega þjófur, hampar fólk honum sem þjóðhetju. En það er ekki að ástæðulausu því John Wisdom vinnur fyrir fólkið en ekki gegn því svona eins og ríkisstjómir þykjast gera. John Wisdom verður alveg meiriháttar Hrói höttur en ræður á endanum ekki við kring- umstæðumar og fremur morð. Og í hveiju ætli Estevez standi sig best? Hann er ekki sérlega sláandi sem leikari og sem hand- ritshöfundur mætti hann vanda sig meira, það em skallar í frá- sögninni sem veikja hana og hann er tiltölulega húmorslaus. Líkleg- ast er hann sterkastur sem leik- stjóri sérstaklega þegar hann hefur mann á borð við Michael Kahn (Purpuraliturinn) við klippi- borðið. Þótt myndin leiðist fljót- lega út í að vera rútínu-eltinga- leikur á bflum er hugsun og meining í henni og oft skemmti- lega uppbyggðar sviðsetningam- Emilio Estevez leikur Wisdom í samnefndri mynd. ar, hraðinn sem Estevez heldur og ekki síst klippingamar nægja til að halda athyglinni vakandi og meira en það. Það verður því að segja eins og er að Wisdom er á margan hátt ágætt byrjendaverk og virðingarvert framtak hjá strák sem vill gera góða hluti. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Arizona yngri (Raising Ariz- ona). Sýnd í Bióborginni. Stjörnugjöf: ☆☆☆ Bandarísk. Leikstjóri: Joel Coen. Handrit: Joel og Ethan Coen. Framleiðandi: Ethan Co- en og Mark Silverman. Kvik- myndataka: Barry Sonnenfeld. Helstu hlutverk: Nicolas Cage, Holly Hunter, John Goodman, BiU Forsythe og Trey Wilson. H.I. McDonnough (Nicolas Cage) er misheppnaður náungi. Hann er mikið að reyna að ræna verslanir en hann er varla búinn að segja „Upp með hendur" þegar löggan er komin á staðinn og hann sjálfur lentur í fangelsi. Þetta gerist aftur og aftur svo það má segja að fangelsið sé hans annað heimili. Hann myndar meira að segja fljótlega samband við Ed (Holly Hunter), stytting á Edwina, sem er lögreglukona og tekur af honum andlitsmyndimar fyrir skýrslugerðina áður en hon- um er stungið inn. Ástin blómgast á rápi hans inn og útúr fangelsinu og eitt kvöldið liggur hann í klef- anum sínum og dreymir um nýtt líf með Ed á meðan klefafélaginn segir honum frá þvl þegar hann var einu sinni svo hungraður að hann borðaði sand. Þegar H.I. losnar út næst fer hann og sækir Ed og þau gifta sig. Þá, en ekki fyrr, byijar mynd- in og titillinn Raising Arizona (Arizona yngri) birtist á tjaldinu. Og þá byija líka vandræðin. Þau hefðu getað lifað ham- ingjusöm það sem eftir væri eins og í gömlu góðu ævintýrunum en þau vantar böm. Böm, börn, böm. Ed getur ekki eignast böm og þegar það verður ljóst steypast nýbökuðu hjónakomin í ro-sa-legt þunglyndi. Þau komast líka að því að réttlæti heimsins er misskipt því þær fregnir berast að Guð og fijósemispillur hafa gefið hús- gagnaframleiðandanum Nathan Arizona og konu hans, sem búa í næsta nágrenni, hvorki meira né minna en fimmbura - og allt syni. Það er ekkert vit í þessu svo hjónakomin fara af stað og stela einum þeirra. En samt geta þau ekki lifað hamingjusöm til ævi- loka. Þessi önnur mynd bræðranna Joel og Ethan Coen (Blood Nicolas Cage rænir Nathan Jr. í myndinni Arizona yngri. Simple) er lunkin frásaga af bam- lausum foreldrum í leit að kjama- fjölskyldu og upplifun foreldra- hlutverksins, sögð á svo gamansaman, frumlegan og skemmtilega absúrd hátt að unun er á að horfa. Handrit bræðranna er yfírfullt af skondnum uppá- komum, hnyttnum persónum og dýrlegum smáatriðum sem halda manni uppteknum myndina á enda. Húmorinn þeirra Joel og Ethans liggur einhverstaðar á milli Abrahams-Zuckergengisins og Woody Allens; myndin þeirra er farsi með einhveiju sem kannski væri hægt að kalla alvar- legan undirtón. Hún er vönduð og oftastnær mjög öguð mitt í kaos frásagnarinnar. Bræðumir hafa jafngaman af að sviðsetja skrípaleiki og semja skondin samtöl og þeir eru ekki hvað síst leiknir í að skapa persónur sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.