Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 62
Pfk 62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 JÚGÓSLAVÍUMÓTIÐ í HAMDKNATTLEIK ísland áfram og mótið úr skorðum SIGUR íslands gegn Júgóslavíu í fyrrakvöld hafði margvísleg áhrif. Sovétmenn hrósuðu íslending- um, Norðmenn hættu við að fara í kynnisferð í gærmorgun, júgó- slavneska iiðið gekk með veggj- um og mótshaldarar voru í öngum sfnum, því niðurröðun leikja f kvöld og annaðkvöld mið- aðist við að Júgóslavía væri í hópi fjögurra efstu liða. Tvö efstu lið úr hvorum riðli leika um fjögur efstu sætin og gilda inn- byrðis úrslit úr riðlakeppninni. Sama á við um tvö neðstu liðin úr hvorum riðli. Júgóslavar hræddir Mótið er nú haldið í 27. sinn^óg hefur Júgóslavía sigrað sextán sinnum. Sovétríkin hafa sigrað fimm sinnum, Rúmenía þrisvar og Tékkóslóvakía og Pólland einu sinni hvor þjóð. Þar sem Júgóslavía leikur með Sovétríkjunum og íslandi í sama riðli á Ólympíuleikunum vildu heimamenn hafa sama háttinn á rtér og með hjálp heimavallarins ætluðu þeir sér sigur á mótinu. Ákveðið var að sjónvarpa beint þeirra leikjum og átti það einnig Strákarnir í skýjunum eftir sigur á mánudag Jón Hjaltalín óánægður með ÍSLENSKU landsliðsmennirnir voru að vonum f skýjunum eftir þriggja marka sigur gegn heims- meisturunum f fyrrakvöld. Þeir þökkuðu árangurinn markvissri þjálfun, gífurlegri baráttu og sterkum varnarleik. „Leikurinn gegn Júgóslavíu er einn sá erfiðasti, sem ég hef spil- aö. Júgóslavar voru á heimavelli, þeir hafa æft stíft i sex vikur og *** ætluöu sér sigur á mótinu, en við komum í veg fyrir það," sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði. „Þetta er ánægjulegur árangur erfiðisins, við höfum æft vel og skipulega, baráttan var frábær og þetta var sigur fyrir „karakterinn" í liðinu," bætti hann við. „Þessi sigur er gífurlega mikil- vægur fyrir okkur," sagði Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri. „Eftir leikina gegn Dönum vorum við harölega gagnrýndir, jafnvel af samstarfsmönnum og því var pressan mun meiri á okkur. Við ætluðum að standa okkur vel og úrslitin sýna að æfingarnar hafa skilað sér. En við verðum að gæta • þess að vera ekki of bjartsýnir, tveir leikir eru eftir og við verðum að vera jarðbundnir. Á þessu móti eru fimm landslið, sem verða í Seoul á næsta ári, og það er Ijóst að þau munu undirbúa sig mjög vel fyrir Ólympíuleikana. Ef við ætlum aö ná árangri í Seoul verður hópurinn að fá að vera í friði — landsliðið verður að ganga fyrir næstu fimmtán mánuði," sagði Guðjón. Jón Hjaltalín óánægður með ríkisfjölmiðlana Sigur íslands vakti mikla athygli hérna og fara allir fögrum orðum um leik íslenska liðsins. Júgóslav- arnir sögðu aö varnarleikur liösins væri til fyrirmyndar, leikmennirnir Magnússon ríkisfjölmiðlana væru harðir og ákveðnir án þess að vera grófir. Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður HSÍ, sagði að það væri slæmt að leikurinn hefði ekki verið í beinni útsendingu sjónvarps og útvarps á Islandi, því þetta hefði verið ein stærsta stund í sögu íslenska handknattleiksins. „HSÍ bauðst til að aðstoða blaðamenn til að komast hingað á hagkvæm- um fargjöldum, og við erum mjög ánægðir með viðbrögð Morgun- blaðsins og DV. Þetta er eitt af sterkustu alþjóðlegum mótum í handbolta og íslenska þjóðin hefur mikinn áhuga á að fylgjast með árangri landsliðsins. Mér var sagt að útvarpið teldi þetta ekki áhuga- vert mót og ef satt er harma ég það. Sjónvarpinu stóð til boða að sýna beint frá mótinu, og síðan Stöð 2, en hvorug stöðin sá sér það fært. Það er Ijóst að við eigum lið á heimsmælikvarða og mér finnst að ríkisfjölmiðlunum beri skylda til að gefa þjóðinni kost á að fylgjast með liðinu fram að Ólympíuleik- um,“ sagði Jón. við um úrslitakeppnina. En þeir voru greinilega hræddir við (slend- ingana og höguðu niðurröðun leikja og æfinga eftir því. Bogdan sá við þeim, sleppti æfingu fyrir leikinn í fyrrakvöld, og úrslitin vita allir. Þar með voru mótshaldarar komnir í mikla klípu. Leikir fjögurra efstu liða áttu að fara fram í Bitola og þaðan átti að sjónvarpa beint. Júgóslavía hefur til þessa leikið í Prilep og samkvæmt dagskránni og stöðunni eiga leikirnir um 5. til 8. sæti að fara fram hér. Þrátt fyr- ir það áfall að Júgóslavar kæmust ekki í efri úrslitariðilinn stóð til að sýna leik þeirra gegn b-liði Júgó- slavíu beint í dag en frá því var horfið í gærkvöldi. Þá var ákveðið að leikurinn sem sýndur verður beint í kvöld hér í júgóslavneska sjónvarpinu verði viðureign Sovét- manna og Austur-Þjóðverja. Þessi lið eru með íslandi og Spáni í úr- slitariðlinum en ísland og Spánn leika hér í Prilep í kvöld. Kynnisferð féll niður í gær var frí og var búið að bjóða fararstjórum allra liða og blaða- mönnum í dagsferð um hásléttuna suður og vestur af Prilep. Eftir leik- inn gegn Sovétmönnum í fyrra- kvöld tilkynntu Norðmenn að þeir vildu ekki fara og var ferðin þá felld niður. Sovétmenn hrifnir Sovétmenn hrifust mjög af leik íslendinga gegn Júgóslövum og eftir leikinn komu leikmenn þeirra og þjálfarar til íslendinganna og þökkuðu þeim fyrir frábæran leik. Þeir sögðu að íslenska liðið ætti skilið að vera í úrslitum á mótinu og Bogdan væri einn besti þjálfari heims. Skeyti frá Matthíasi og Sveini LANDSLIÐINU bárust í gær tvö heillaskeyti fré íslandi í tilefni af frábærum árangri á Júgóslavíu- mótinu. Annað var frá utanríkis- ráðherra, Matthíasi Á. Mathies- en, og hitt frá Sveini Björnssyni, forseta íþróttasambands ís- lands. Sem kunnugt er eru synir þeirra Matthíasar og Sveins í eldlínunni í Júgóslavíu; línumennirnir Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði landsliðs- ins, og Geir Sveinsson. Símamynd/Júlfus Sigurjónsson • í gær var ekkert leikið á Júgóslavíumótinu og strákarnir máttu því njóta sólarinnar. Eins og á myndinni sést gripu þeir tækifærið og lögðust i sólbað á svölum hótelsins. Landsliðið gegn Essen í haust M - I ágóðaleik fyrir Joacim Deckarm ÁKVEÐIÐ hefur verið að íslenska landsliðið f handknattleik mæti vestur-þýska meistaraliðinu Tus- em Essen f vináttuleik í Þýska- landi f byrjun september og Ifklega verður einnig leikið við Gummersbach í sömu ferð. Um er að ræða fjáröflunarleik Steinþór Gudbjartsson skrifar frá Prilep í Júqóslavíu fyrir Joachim Deckarm, en hann var einn besti leikmaður Gum- mersbach og þýska landsliðsins, en slasaðist illa í Evrópuleik gegn Tatabanya 1979 er hann skall með höfuðið í steingólf í höll Tatabanya í Ungverjalandi. Síðan hefur árlega farið fram fjáröflunarleikur til að fjármagna endurhæfingu hans og verður það nú viðureign Essen og íslenska landsliðsins. Sem kunnugt er leikur Alfreð Gíslason með Essen-liðinu, og Jó- hann Ingi Gunnarsson þjálfar það. Landsliðinu stendur einnig til boða að leika gegn Gummersbach í sömu ferð, en Kristján Arason er í því liði. Þó er Ijóst að þessir leik- ir fara ekki fram nema allir bestu menn landsliösins geti tekið þátt í þeim. Stoð hf. og HSI gáfu Júgóslövum hjálpartæki Ivan Snoj sæmdur gullmerki HSÍ Slmamynd/Júlíus • Ivan Snoj, f miðið, þakkar Gunnari Þór Jónssyni, til vinstri, og Jónl Hjaltalfn Magnússyni fyrir spelkuna og merkið f gær. GUNNAR Þór Jónsson, prófess- or, yfirlæknir slysadeildar Borgarspitalans og læknir fslenska landsliðslns f hand- bolta, afhenti Ivan Snoj, form- anni júgóslavnesku landsliðs- nefndarinnar, spelku að gjöf frá HSÍ og Stoð hf. f gær. Þegar Júgóslavar komu til ís- lands í vetur sáu þeir spelkuna sem Þorgils Óttar leikur meö á hægra hné og spurðust fyrir um hana vegna júgóslavneskrar landsliöskonu sem meiddist illa fyrir fjórum árum. Júgóslavar sendu teikningar af hné stúlk- unnar til Gunnars Þórs, og báðu hann um að hanna spelku og Stoð hf. bjó gripinn til. Þá var ivan Snoj sæmdur gull- merki HSÍ við sama tækifæri. Snoj hefur lengi verið mjög hlið- hollur fslenskum handbolta, aðstoðað HSI á margan hátt í alþjóðlegum samskiptum og stuölað að útbreiðslu handbolt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.