Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 27 Skipstjórnarmenn, vélstjórar og vélaverðir: Síðustu námsskeið- in fyrir réttinda- lausa haldin í haust Ruslagámarnir við Flatahraun. Athugasemd: Bilið enn jafn breitt í viðtali við undirritaða, sem birt- ist á bls. 33 í Mbl. í dag, 30. júní, eru höfð eftir mér orð, sem koma mér vægast sagt spánskt fyrir sjón- ir. í niðurlagi viðtalsins er ég látin segja „að það sé ekki lengur neitt mál að leysa þann vanda, sem kom upp í stjómarmyndunarviðræðum okkar við Alþýðuflokk og Sjálfstæð- isflokk." Þetta er einhver regin misskilningur blaðamanns Mbl., því að enda þótt nokkurt vatn hafí runnið til sjávar síðan Kvennalistinn átti viðræður við Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk í maí sl. um mynd- un ríkisstjómar, þá hefur ekkert það gerst, sem gefur tilefni til að ætla, að bilið hafí minnkað milli stefnumiða Sjálfstæðisflokks og Kvennalista. Slíkan misskilning er óhjákvæmilegt að leiðrétta, hvað sem líður hugsanlegum óskum manna um stjómarmynstur. Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalista Sorphaugar Hafnarfjarðarbæjar við Krísuvíkurveg. Þeir verða lagðir niður frá og með deginum í dag, 1. júlí 1987. Hafnarfjörður: Sorphaugarnir lagðir niður FRÁ OG með deginum í dag, 1. júlí verða sorphaugar Hafnar- fjarðarbæjar við Krísuvíkurveg lagðir niður. Frá sama tíma verður öllu sorpi og öðrum úrgangi ekið á sorphauga Reykjavíkurborgar í Gufunesi. Sorphaugar þar eru opnir sem hér segir: Mánudaga til föstudaga kl. 8 til 21, laugardaga kl. 8 til 21 og sunnudaga kl. 10 til 18. Til að auðvelda fólki að losna við rusl af lóðum sínum og úr híbýlum hafa bæjaryfirvöld látið setja gáma við Flatahraun. Bæjarbúar eiga þess kost að losa sig við slíkt rusl í þessa gáma allan sólarhringinn. Meiriháttar rusl frá fyrirtækjum, stofnunum, byggingarframkvæmd- um og þess háttar starfsemi, ber að flytja í sorphaugana í Gufunesi. Þeim sem losna þurfa við jarðveg eða annað uppfyllingarefni er bent að snúa sér til áhaldahúss Hafnar- fjarðar og mun þar verða bent á losunarstað. í fréttatilkynningu frá bæjar- stjóranum í Hafnarfírði segir svo: „Sorphaugamir í Hafnarfírði hafa um langt árabil verið bæjarbú- um þymir í augum, enda rekstri þeirra jafnan fylgt fjúkandi rasl, óþefur og vandamál af ýmsum toga, enda þótt reynt hafí verið að urða sorpið jafnóðum. Það er því bæjar- búum fagnaðarefni að nú loks sjái fyrir endann á rekstri þeirra. Strax við lokun sorphauganna verður haf- ist handa við hreinsun svæðisins og gróðursetningu og fegran. En það er mikilvægt að allir bæjarbúar leggist á eitt um að virða strax lok- un sorphauganna og hendi ekki drasli í nágrenni gömlu hauganna eða annars staðar í bæjarlandinu, heldur noti gámaþjónustuna á Flatahrauni ella komi því á sorp- haugana í Gufunesi." Nýjar reglur um öryggisbúnað og mælingar skipa taka gildi BREYTTAR reglur um mælingu á stærð skipa sem verða í gildi frá og með 1. júlí munu hafa veruleg áhrif enda miða mörg ákvæði laga, reglugerða og samninga við stærð skipa. Frá og með 1. júlí áttu einnig öll íslensk vöruflutningaskip að vera komin með sérstaka björgunarbúninga um borð fyrir áhafnarmeðlimi. Fyrir 1. janúar 1989 eiga þessir búningar að koma í öll skip sem eru lengri en 12 metrar. Hinar nýju reglur um mælingu á stærð skipa byggjast á alþjóðasam- þykkt sem gerð var í London árið 1969 og hafa nú um það bil 70 þjóðir tekið þær upp. Við breyting- una verður skipt um mælieiningu, tonn notuð í stað rúmlesta, auk þess sem ekki verður lengur hægt að undanskilja ákveðin rými skips- ins eins og áður. Reglumar taka strax gildi fyrir öll ný skip og gömul skip sem breytt er veralega auk þess sem gert er ráð fyrir að að öll eldri skip hafí verið mæld að nýju eigi síðar en árið 1994. Að sögn Magnúsar Jóhannesson- ar siglingamálastjóra era miklar vonir bundnar við að útboð LÍÚ á kaupum á björgunarbúningum muni gera skipaeigendum kleift að fá björgunarbúninga í skip sín fyrir tilskilinn tíma enda era frestimir sem gefnir era í reglugerðinni mið- aðir við að það geti tekist. Gert er ráð fyrir að hér sé um að ræða um fímm þúsund björgunarbúninga í íslensk fískiskip auk þeirra fímm til sex hundrað sem fara í kaup- skipaflotann. Björgunarbúningamir eiga að vera komnir í öll loðnuveiðiskip þegar veiðar hefjast 1. september nk. Þá eiga björgunarbúningar einnig að vera komnir í öll fiskiskip sem era stærri en 250 brúttórúm- lestir. 1. júlí á næsta ári eiga öll fískiskip sem era lengri en 24 metr- ar að vera komin með björgunar- búninga og fískiskip sem era frá 12 og upp í 24 metra á lengd 1. janúar 1989. Öll önnur skip eiga að vera komin með búningana fyrir 1. september nk. IpORFÆRU- MÓLBARÐAR BEM SKILA ÞÉR Á LEIÐARENDA FIRESTONE RADIAL ATX og atx 23° hjólbarðarnlr hafa ver- ið margprófaðir vlð erfiðustu hugsanlegar aðstæður og út- koman er stórkostleg. Þeir eru prælsterklr og gripmiklir í tor- færuakstri en samt pýðir og hljóðlátir á malbiki. JOFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 RÉTTINDALAUSIR skip- verið í námi á því ári og aðrir stjórnarmenn, vélstjórar og starfað á undanþágum fynr þá á vélaverðir munu frá og með meðan. Undanþágum ætti því að næsta ári ekki fá undanþágur fækka enn á þessu ári. til að starfa nema í undantekn- ingartilfellum og þá einungis í skamman tíma í senn. Sérstök námskeið hafa verið haldin frá árinu 1984 fyrir þá sem starfað hafa á undanþágum en næsta haust verða siðustu námskeið- in haldin. Verður eftir það ekki hægt að verða sér úti um réttindi nema með því að ljúka prófí frá Sjó- mannaskólanum. Þeir sem hafa langan starfsald- ur munu þó áfram geta fehgið undanþágu en ekki sem skipstjór- ar eða yfírvélstjórar. Þeir þurfa þá að sýna fram á fyrri sigling- artíma og starfsreynslu. Undanþágum hefur fækkað veralega frá árinu 1984 en það ár fengu 316 skipstjómarmenn og 681 vélstjóri eða vélavörður undanþágu. A sfðasta ári fengu hins vegar 274 skipstjómarmenn og 404 vélstjórar eða vélaverðir undanþágu. Þrátt fyrir að á annað hundrað skipstjómarmenn hafi Orlofs- vikahús- mæðra KONUR í orlofsnefndum Gullbringu- og Kjósarsýslu eru með orlofsviku fyrir húsmæður í Héraðsskólan- um á Laugarvatni, dagana 13.-19. júlí. Þar hefur verið rekið hús- mæðraorlof um árabil og notið vinsælda. Orlofsheimili húsmæðra, Gufudalur í Ölfusi, er ennfrem- ur leigður út fyrir Qölskyldur allt sumarið og fram á haust, viku í senn. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.