Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 Helga Karls- dóttir - Minning Fædd 29. janúar 1929 Dáin21.júni 1987 Helga Karlsdóttir dáin. Þegar Steina dóttir hennar og besta vin- kona mín hringdi til að segja mér það var erfítt að trúa því. Helga sem alltaf var svo hress og kát. Ég vissi reyndar að hún var veik, en að veikindi hennar væru þetta alvarleg bjóst ég ekki við. Þegar ég hugsa til baka, til þess tíma er ég kynntist Helgu fyrst þá kemur um leið annað nafn í hug- ann, Haukur. Helga og Haukur, manni fannst þau óijúfanleg heild. Nú hefur þessi heild verið rofín af þeim sem öllum okkar örlögum ræður. Ég kjmntist Helgu og Hauki fyr- ir rúmum 25 árum þegar ég flutti utan af landi til Reykjavíkur og fór að spila handbolta með dætrum þeirra. Við Steina urðum góðar vin- konur og heimili þeirra Helgu og Hauks í Fossvoginum varð mitt annað heimili. Árin liðu og við uxum úr grasi en vinskapurinn var alltaf jafn góð- ur. Ég giftist og flutti út á land svo ferðunum í Fossvoginn fækkaði, en alltaf var jafn gaman og gott að koma þangað, Helga og Haukur breyttust ekki neitt. Með þessum fátæku orðum vil ég kveðja Helgu og þakka fyrir allt. Megi algóður Guð styrkja Hauk, Steinu, Dóru, Sigga, tengdaböm og bamaböm í þeirra mikiu sorg. Blessuð sé minning hennar. Björg S. Blöndal Mig setti hljóða þegar hringt var til mín og mér tilkynnt lát Helgu. Hún fór inn á sjúkrahús fyrir sex vikum og datt mér þá ekki í hug að þaðan ætti hún ekki afturkvæmt. Ég kynntist Helgu fyrir nokkrum árum og duldist mér þá ekki að þar var manneskja með sterkan per- sónuleika sem ekki mátti vamm sitt vita án þess að hún ekki rétti út höndina öðrum til hjálpar, það þekkti ég af eigin raun. Það þurfti ekki mikið til að laða fram bros hjá henni þó hún hefði sínar eigin skoð- anir. Það kom fyrir að við Helga sett- umst niður og bar þá oft á góma trúmál, en hún var trúuð og talaði stundum um bamaböm sín, sem voru sólargeislamir hennar. Helga hafði reista og tígulega framkomu, hún var alltaf smekklega klædd, þó um leið látlaus í klæðaburði. Helga og Haukur áttu dásamlegt heimili f Brúnalandi 2, það fór ekki framhjá neinum samheldni þeirra hjóna í að fegra og piýða jafnt að utan sem innan. Bar heimili þeirra vott um að þar var húsmóðir sem var með afbrigðum smekkleg og hreinleg, þar var gestrisni og hlýja höfð í fyrirrúmi, þessara eiginleika bar ég gæfu til að verða aðnjótandi. Helgu og Páli Hauki varð þriggja bama auðið, tveggja stúlkna og eins drengs, öll mjög mannvænleg böm, auk þess ólu þau upp dóttur- son sinn, sem heitir Haukur og bar Helga hag hans mjög fyrir brjósti. Hún sagði mér í vetur er við sátum saman að tali sem oftar að hún hlakkaði svo til þegar hann næði þeim áfanga að útskrifast sem bak- arameistari, en hún náði því ekki að vera viðstödd þau tímamót þar sem hún var þá komin á sjúkrahús. Nú er Helga mín horfín yfír móðuna miklu, þar er alltaf sumar, birta og friður. Ég votta þér, Hauk- ur minn, bömum og bamabömum og öðmm aðstandendum mína Bjarnheiður Jórunn Þórðardóttir— Kveðja Fædd 3. mars 1907 Dáin22.júní 1987 Aldrei hefur nokkur gata verið tengd eins sterkt einni persónu í huga mér og Sjafnargatan í Reykjavík henni Nóu frænku. Síðast kom ég við á Sjafnargötunni í byijun mars þegar Nóa hélt af miklum myndarskap upp á áttræðisafmælið sitt og þóttist þá viss um að ekki liði langur tími þar til ég heilsaði uppá hana aftur. Þó að sú heimsókn verði aldrei farin, þá er eitt víst að ekki mun sú staðreynd á nokkum hátt slíta tengslin á milli Sjafnargöt- unnar og hennar Nóu frænku í mínum huga. Bjamheiður Jórunn Þórðardóttir, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Sjólyst á Stokkseyri 3. mars 1907. Hún var dóttir hjónanna Sess- elju Steinþórsdóttur og Þórðar Bjömssonar. Nóa, eins og hún var ávallt kölluð, var næstyngst fjögurra systkina, Lovísu, Sigursteins og Oskars, sem öll lifa systur sína. Árið 1928 fluttist Nóa suður til Reykjavíkur með foreldrum sínum og giftist þar Hafliða M. Sæmunds- syni kennara við Austurbæjarskól- ann, en þau Nóa höfðu kynnst á Stokkseyri þar sem Hafliði kenndi um tíma. Nóa og Hafliði eignuðust þijú böm, Dagbjörtu, Sjöfn og Þórð sem öll eru á lífí. Þau hjónin reistu í samvinnu við foreldra Nóu myndarlegt hús á Sjafnargötu 6 í Reylq'avík. Haustið 1940 lést Hafliði og kom það þá í hlut Nóu að vera fyrirvinna heimilis- ins. Hún giftist aftur árið 1946 Hálfdáni Ólafssyni frá Stóra- Hrauni, en hann andaðist skyndilega aðeins 6 árum síðar og enn á ný varð Nóa eina fyrirvinna heimilisins. Hún vann hörðum höndum ýmist við saumaskap eða afgreiðslustörf og hélt uppi myndarlegu heimili ásamt móður sínni sem bjó alla tíð hjá Nóu á Sjafnargötunni þar til hún lést háöldruð árið 1968. Það er óhætt að segja að mikið hafí mætt á Nóu um ævina. Hún varð að ganga í gegnum þungar raunir á fullorðinsaldri, lenti í alvar- legu umferðarslysi og var vart hugað líf. En alltaf reis Nóa upp aftur, sterkari og ósérhlífnari en fyrr. Ef orðin rausnarskapur og um- hyggja eiga við einhveija manneskju þá áttu þau svo sannarlega við Nóu frænku. Þær eru minnisstæðar heimsóknimar á Sjafnargötuna, því þar kom enginn að tómum kofanum og ófáar ferðimar gerði Nóa sér suður í Fjörð til að heilsa uppá frændfólkið. Með þessum kveðjuorðum vil ég fyrir hönd okkar á Þúfubarðinu þakka Nóu samfylgdina og öll elsku- legheitin í gegnum árin. Ef allir bæru sömu umhyggju fyrir náung- anum í bijósti sér og Nóa gerði, þá er víst að heimurinn væri fallegri og lífshlaupið mörgum manninum léttara. Lúðvik Geirsson dýpstu samúð og megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Fari Helga mín í friði og megi blessun Guðs fylgja henni og bless- uð sé minning hennar. Hulda Ég trúi á guð, þótt titri hjartað veika og tárin blindi aupa minna ljós. Ég trúi, þótt mér trúin finnist reika og titra líkt og stormi slegin rós. Eg trúi því að allt er annars farið og ekkert sem er mitt er lengur til og lífið sjálft er otðið eins og skarið, svo ég sé varla handa minna skil. (M. Joch.) í dag, 1. júlí, er lögð til hinstu hvíldar elsku móðuramma mín, Helga Karlsdóttir. Mig langar til að minnast hennar með nokkrum orðum. Júnímánuður skartar sínu fegursta og það er að lifna yfír öllu lífí. Það má segja, að ég hafí alist upp í Fossvoginum alla mína tíð, undir verndarvæng ömmu og afa. Hér hjá ömmu hefur mér liðið mjög vel og ég hefí getað haft það eins og ég hefí viljað. Það eru ófá skipt- in sem hún hefur passað bamaböm- in sín, enda vom þau óskaplega hænd að henni. Er ég hugsa til baka um allt það sem amma hefúr gefíð mér af hjarta sínu, fyllist ég söknuði og ég hefði viljað hafa hana hjá mér lengur. Því hún var yfirleitt svo jákvæð við mig og til í flest. Hún leiddi mig alltaf áfram til hins betra og sanna í náminu og nú er komið að mér, að rækta í hjarta mínu það sem hún gaf mér af hjarta sínu. Amma var stórglæsileg og bráð- myndarleg í mínum augum. Allt sem hún tók sér fyrir hendur varð eigi betur gert og bar heimili henn- ar og afa þess vitni. Hún vakti athygli fyrir glæsilegan klæðaburð. Það er sorglegt að svona skildi fara, loksins þegar hún og afi gátu farið að leika sér sjálf. En aðfaranótt 21. júní kom kall- ið og ég skil ekki tilganginn. En fyrst ekki var hægt að lækna hana, er ég þakklátur fyrir að hún fékk að fara í friði og þjáist ekki lengur. Mig langar til að senda hjartans þakkir til lækna, hjúkrunar- og starfsfólks á Landakoti og allra annarra, sem hjálpuðu til í veikind- um ömmu. Elsku afi minn, það er búið að reyna mikið á þig undanfama mán- uði og ég dáist að hve þú hefur staðið þig vel. Það var ómetanlegt fyrir ömmu að hafa þig hjá sér, enda mátti hún varla af þér sjá. Ég bið guð að gefa þér styrk, til að yfirstíga þessa miklu sorg, en ég veit að þú átt eftir að spjara þig með þínum hressileika. Ég þakka henni samfylgdina og allar þær ánægjustundir, sem ég fékk að eiga með henni. Ég mun sakna hennar mikið, en ég hugga mig við að nú líði henni vel og hún sé velkomin í sín nýju heimkynni. Minning hennar mun lifa í huga mínum um ókomna framtíð. Haukur Stefánsson í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín, Helga Karlsdótt- ir, er lést þann 21. júní, eftir stutta sjúkdómslegu. Sá sjúkdómur greindist í janúar sl. er hún gekkst undir aðgerð og dvaldi hún þá á Landakoti í um 3 vikur. Um miðjan maí lagðist hún inn á Landakot aftur og var þar.þar til yfír lauk. Helga var aðeins 58 ára þegar kall- ið kom. Þegar við heimsóttum hana þann 19. júní, langaði hana svo að sjá Pál Helga þegar hún vissi af honum út í bfl. Þegar hann kom vildi hún sjá hann og halda í hönd- ina á honum og sagðist skyldi leika við hann þegar hún kæmi heim. I dag gæti hún það ekki. Eins spurði hún um Kristínu Þóru sem var ekki með. Sama dag fékk hún einnig Helga og Magnús Theodór í heim- sókn. Helgu minnist ég sem alúðlegrar konu, sem alltaf var tilbúin til að veita öðrum hjálparhönd. Það voru ófáar stundimar sem hún leit eftir bamabömum sínum. Þau, sem yngst em, fóm ekki ófáa bíltúrana með afa og ömmu í Brúnó. Gott var að koma á heimili þeirra Helgu og Hauks, alltaf var maður velkominn. Ég, ásamt fleirum, á eftir að sakna hennar. Það er ein- kennilegt að koma á heimili hennar og hitta hana ekki. Ég vona að Helgu eigi eftir að líða vel og þeir tímar komi að við hittumst öll aftur. Jóhanna Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu Það var í septembermánuði árið 1977 að nokkrar konur úr Thor- valdsensfélaginu fóm til London ásamt vinkonum sínum, sem ekki vom í félaginu. Ein af þessum vin- konum var Helga Karlsdóttir. Eftir nokkurra daga kynni vomm við félagskonur ákveðnar að bjóða Helgu í okkar hóp, svo vel líkaði okkur við hana í ferðinni. Hún var ætíð svo prúð og elskuleg kona. Ári síðar gekk hún í Thorvaldsens- félagið. Og ekki urðum við fyrir vonbrigðum með störf hennar þar. Hún var alltaf boðin og búin að vinna félaginu það gagn sem hún mátti, hvort sem um var að ræða algeng félagsstörf eða verzlunar- Axel Sigurðs- son — Minning Okkar elskulegi afí og langafí er dáinn. Afí okkar, Axel Sigarðs- son, varð 85 ára gamall. Alla tíð bar hann hag okkar bamabama og langafabama fyrir bijósti. Hann gerði allt fyrir okkur og var okkur mikill vinur. Heimili afa og ömmu í Melgerði 21 var okkur sannkallaður griðastaður. Mörg okkar fengu að sigla í fyrsta skipti á ævi okkar til útlanda með Gullfossi. Afí, sem var kokkur um árabil á Gullfossi, vildi endilega bjóða okkur þegar við höfðum náð 10 ára aldri með sér til Kaup- mannahafnar. Þar áttum við að kynnast Kóngsins Köpen og fara í Tívolí. Afi var í essinu sínu þegar hann var að ráfa um með okkur í Tívolí, þá varð hann ungur í annað sinn. Yndislegri afí og amma en okkar fínnast áreiðanlega ekki. Allur þeirra tími og hugsun snerist um okkur bama- og bamabamabömin. Þó að við værum orðin 21 talsins vorum við hvert og eitt mikilvægt í þeirra augum. Erfítt þykir okkur nú að leiðar- lokum að sjá af og skilja við elsku afa. Ekki væri það afa, langafa, að skapi að láta skrifa um sig ein- hveija langloku. Það var ekki að hans skapi að vekja á sér athygli. Vildi helst gera öðmm greiða svo lítið bæri á. Afi og amma sem hvergi máttu aumt sjá lifðu eftir einkunnarorðunum: Sælla er að gefa en að þiggja. Eftir því fóra þau alla tíð. Þessi fátæklegu orð era aðeins til að sýna það, að við viljum alla störf á bazamum, þótt ekki væri það hennar „rétti dagur“. Sem dæmi um það hve mjög hún bar hag félagsins fyrir bijósti má nefna að hún tók að sér, eina helgina, að mála allt verzlunarhúsnæðið ásamt Hauki eiginmanni sínum, sem studdi hana drengilega í öllum hennar athöfnum. Á kveðjustund er okkur Thor- valdsenskonum efst í huga þakklæti til þeirra hjóna fyrir ómetanlegan stuðning við málefni félags okkar og þá ekki síður fyrir góð, en því miður allt of stutt kynni, sem verða okkur öllum minnisstæð. Við sendum eiginmanni, bömum og öðram ættingjum hennar, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um þess að æðri máttarvöld styðji þau og styrki á þessum þungbæra reynslustundum. Blessuð sé minning góðrar konu. Sesselja Erlendsdóttir Höfðingskona er horfín okkur langt um aldur fram. Helga var dóttir hjónanna Steinunnar Unnar Guðmundsdóttur og Karls Jónsson- ar. Hún ólst upp með móður sinni og þremur bræðram hér í borginni og þurftu þau systkin snemma að taka til hendinni og hjálpa móður sinni. 20. desember árið 1947 giftist hún Páli Hauki Gíslasyni, þau bjuggu fyrst á Hofteignum. Síðan fluttu þau í Fossvoginn og bjuggu þar alla tíð, síðast um árabil í Brúnalandi 2, og áttu þar glæsilegt heimili og sérstaklega snyrtilegt, vora þau höfðingjar heim að sælq'a enda vinmörg. Þau eignuðust 3 böm: Steinunn Unnur, gift Einari Þórðarsyni; Halldóra, sambýlismaður hennar er Sveinn Magnússson, og Sigurður, sem er kvæntur Jóhönnu Skúladótt- ur. Bamabömin era orðin 6. Allt er þetta afbragðsfólk, vinnusamt og duglegt. Helga var mikil húsmóðir, góð móðir og tengdamóðir, enda var samband þeirra hjóna við fjölskyldu sína „fagurt mannlíf". Um 7 ára skeið starfaði hún hjá Félagsmálastofnun borgarinnar við Norðurbrún 1 hjá aldraða fólkinu. Naut hún þess starfs enda var hún mjög gjöful við umhverfí sitt hvar sem hún var. Hún var mjög starfsöm og lifði lífínu lifandi, enda veit ég að hún var elskuð og virt af aldraða fólk- inu. Við unnum saman í Thorvaldsen- félaginu um árabil. Þar var hún ætíð boðin og búin að koma til starfs hvort sem það var hennar „skyldudagur" eða ekki, enda mjög vinsæl af félagskonum. Ég kveð þessa elskulegu vinkonu mína með söknuði og þakka henni alla vináttuna, öll árin og sam- vinnuna. Við Kjartan sendum Hauki og bömunum innilegar samúðarkveðj- ur, þau era rík að hafa átt Helgu, þessa yndislegu og gjöfulu konu. Fari hún í friði. Unnur Ágústsdóttir tíð muna og þakka allt það, sem afi hefur gert fyrir okkur. Elsku amma og langamma, Guð hjálpi þér að ganga í gegnum þann erfiða tíma, sem nú er framundan. Mundu að þú átt okkur að til að styrlq'a þig og styðja. Bamaböm og bamabamaböm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.