Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 25 V estmannaeyjar: Borun í hraunið varð árangurslaus Vestmannaeyjum. BORUNUM eftir heitu vatni í nýja hrauninu í Vestmannaeyjum hefur verið hætt. í ráði var að bora þijár holur og gerðu menn sér vonir um að þar væri að finna mikið magn af vel heitu vatni fyrir Fjarhitun Vestmannaeyja. Iðnaðarráðherra útvegaði um 4 milljónir króna til þessa verkefn- is. Þessu var hætt eftir að boraðar höfðu verið tvær holur þar sem hitastigið var ekkert í líkingu við það sem reiknað var með. „Það er verið að vinna úr mæligögnum og munu endanleg- ar niðurstöður liggja fyrir í næsta mánuði,“ sagði Eiríkur Bogason, veitustjóri, í samtali við Morgunblaðið. Eiríkur sagði að þessar neikvæðu niðurstöður væru mikil vonbrigði fyrir Vestmanneyinga, „en nú vit- um við þó hvar við stöndum því áður voru þetta meira spádómar um framtíðina." „Hraunmassinn sjálfur veldur þeim hita sem er enn í hrauninu, en hitinn í gossprungunni er nánast enginn eða rétt um 20 gráður á 100 metra dýpi. Með haustinu förum við út í það að virkja það sem við teljum hagkvæmt að virkja, það ætti að duga okkur tvo næstu vetur með því að taka toppana með olíu- kyndingu." Eiríkur sagði að nú yrði að snúa sér að öðrum valkostum til þess að tryggja Fjarhitun Vestmannaeyja orku fyrir framtíðina, þar lægi fyr- ir að taka stórar ákvarðanir. „Við reiknum með að í nokkur ár eða áratugi getum við notað hraunið sem grunnorkugjafa. Við erum þeg- ar komnir í gang með athugun á hagkvæmni sorpbrennsluorkuvers og innan tíðar munum við heíja viðræður við Landsvirkjun/RARIK um kaup á afgangsorku. Við teljum að töluvert sé til af umframorku sem engum nýtist. Annar kostur sem við erum nú að skoða er kola- orkuver og erum við að yfirfara gögn um það sem okkur hafa bor- ist,“ sagði Eiríkur Bogason. ____T 1 'r_— hkj. Minningarsjóður Helgn og Sigvalda: Styrkir til efnilegra nemenda FYRIRHUGAÐ er að veita nokkra styrki úr minningarsjóði hjón- anna Helgu Jónsdóttur og Sigur- liða Kristjánssonar kaupmanns og hafa þeir verið auglýstir til um- sóknar. Lágmarksupphæð hvers styrks mun væntanlega nema kr. 100 þúsund. Samkvæmt erfðaskrá hjónanna var stofnaður sjóður til styrktar efni- legum nemendum í verkfræði- og raunvísindanámi. Stofnfé sjóðsins var ákveðinn hluti af eignum þeim er þau iétu eftir sig en heimilt er samkvæmt skipulagsskrá að veita styrki af þeim vöxtum sem sjóðurinn ber. Eyðublöð vegna styrkumsókna fást á aðalskrifstofu Háskóla íslands og ber jafnframt að skila umsóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst n.k. og er fyrirhugað að til- kynna úthlutun fyrir 25. sama mánaðar eins og segir í frétt frá stjóm minningarsjóðsins. Menningarsjóður útvarpsstöðva: 60 til 80 milljón- um úthlutað í ár MENNINGARSJÓÐUR útvarps- stöðva hefur nú auglýst eftir umsóknum frá útvarps- og sjón- varpsstöðvum um styrki til dagskrárgerðar. Að sögn Jóns Ólafssonar framkvæmdastjóra sem er einn þriggja manna er silja í stjórn sjóðsins gæti ráð- stöfunarfé sjóðsins í ár verið á bilinu 60 til 80 milljónir króna. Síðast var úthlutað úr sjóðnum í upphafi þessa árs og hlutu þá all- ar þær stöðvar sem greiddu í sjóðinn styrki, það er Ríkisútvarpið og sjón- varpið, Stöð 2 og Bylgjan. Næst er áætlað að úthluta í lok næsta mánaðar og rennur umsóknarfrest- ur út 20. júlí. Tekjur sjóðsins eru 10% gjald sem lagt er á tekjur af öllum auglýs- ingum sem birtar eru í sjónvarps- og útvarpsstöðvum. Af þessum 60 til 80 milljónum króna fara um það bil 20 milljónir í að kosta rekstur Sinfóníuhljóm- sveitar íslands en afgangurinn rennur til dagskrárgerðar í útvarpi og sjónvarpi. Að sögn Jóns Ólafssonar stendur í reglugerð um sjóðinn að hann skuli styðja gerð menningarlegs efnis en auðvitað sé erfitt að meta hvað sé menning og hvað ekki. „Ég fæ ekki séð að einhver einn aðili geti metið það betur en þeir sem reka stöðvamar hvað sé menning- arlegt efni og hvað ekki. Þetta er afstætt. Það sem fólkið vill er menn- ing líðandi stundar. Við í stjóm sjóðsins verðum bara að reyna að taka mið af umsóknunum eins og þær berast okkur og úthluta eftir því.“ Minningarsjóður Jóns Jóhannessonar prófessors: Guðrún Nordal B.A. var veittur styrkur NÝLEGA var veittur styrkur úr Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jó- hannessonar prófessors. Styrkinn hlaut að þessu sinni Guðrún Nord- al B.A. Guðrún er nú að semja ritgerð við Háskólann í Oxford. Ritgerðin heitir “Ethics and action in thirteenth cent- ury Iceland. An examination of motivation and social obligation in Iceland c. 1180-1264, as represented in Sturlungasaga". I henni er m.a. flallað um þjóðfélagslegar skyldur einstaklinga t.d. við fjölskyldu, vini og samheija. Einnig er fjallað um deilumál og trúarlíf á 13. öld svo nokkuð sé nefnt. Niðurstöður rann- sóknarinnar verða bomar saman við Islendingasögur, hvar sem við á. Háskólaráð kýs stjómamefnd Minningarsjóðsins. í henni eru nú Jón Símonarson handritafræðingur, Ólafur Oddsson menntaskólakennari og Þórhallur Vilmundarson prófess- or. Sjóðurinn er eign Háskóla ís- lands. LOHAÐ til Kl. 15.00 í dag, ijúlí vegna vörutalningar. HAGKAUP REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK Verið velklædd í sumar Iðunnar-peysur úr ítölsku bómullargarni í sumarfríið. Dömupeysur langerma og stutterma, herra-skyrtu- peysur og barnapeysur. Einnig mjög fallegar sumar- blússur frá Oscari of Sweden og sumarbuxur frá Gardeur. Verslunin er opin daglega frá 9.00-18.00, laugardaga 10.00-12.00 (líka í sumar). Kreditkortaþjónusta. y y JL. PRJÓNASTOFAN Uðumv. Skeijabraut 1, (v/Nesveg) Seltjaraarnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.