Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 Skrifstofa Þórshallar verður lokuð frá 1. júlí til 10. ágúst. FERÐATÖSKUR ALLTAF MESTA ÚRVALIÐ Pimm daga hálendisferð Brottför alla þriðjudaga i sumar frá og með 7. júlí 1. DAGUR: Ekið Sprengisand og gist í Nýjadal. 2. DAGUR: Ekið áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3. DAGUR: Mývatns- og Kröflusvæði skoðuð, ekið síðdegistil Ak- ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar. 5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis, Laugavatns, Þingvalla og til Reykjavíkur. INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn og gisting í tjaldi. Einnig er hægt að gista í skálum og á hótelum. Verð aðeins 13.000,- Allar nánari upplýsingar í símum 14480 og 75300 og hjá ferðaskrifstofu BSÍ, Umferðarmiðstöðinni, sími 22300. Snæland Grímsson hf. Símar 14480 og 75300. Kvöld- og helgarsími: 75300 og 83351. 9 Bílasala flytur úr miðbæ Ourg*:rað hofu: uthlul36 t-KK> stðr* *ður fats- atta híÍM&ium íóívum mcty vorftor umm&ur uróu um tr«m$»v»ihÖ>ð«viöÐiið*- tcdaúlhiutunirta : öörgar- ar twssu »r meinmgin e<> Ekvöröun-n var aö ticra mjrrg í»vo tyrirforða cr.gu aö fttörtr enclir.teg ^ Uppgjör við árið 1968 Þeir brugðust flestir ókvæða við, gömlu róttæklingarnir, og harka færðist í umræðurnar þegar David Horowitz og Peter Collier, sem verið höfðu meðal helstu forsprakka 68-kynslóðarinnar og Víetnam-hreyfingarinnar, sögðu vinum sínum að þeir hefðu kos- ið Ronald Reagan í bandarísku forsetakosningunum 1984. Staksteinar glugga í dag í uppgjör þeirra Horowitz og Colliers við fortíðina, sem birtist í nýjasta tölublaði Frelsisins, en einnig er hugað að all svo nýstárlegri frétt í Tímanum. Víetnam fráhvarfs- einkenni „Víetnam var lausn allra hluta — þar var að fínna skýringuna á öllu hinu vonda sem við sá- um,“ segja þeir Horowitz og Collier i grein sinni í Frelsinu, sem nefnist Hver drap „andann frá 1968“ og er uppgjör þeirra við fortíð sina sem forsprakka ný-vinstri sinna. Þeir ritstýrðu mju timaritmu Ramparts og Mál og menning gaf á sínum tima út tvœr bœk- ur eftir Horowitz, „Bandaríkin og þriðji heimurinn“ og „Kalda stríðið". Báðar höfðu þessar bækur mikil áhrif á hugmyndaheim ungra róttæklinga og mennta- manna hér á landi. Vietnam átti að verða vogarásinn, sem dygði til þess að lyfta Banda- ríkjununi á byltingarstig, en þetta var byggt á öll- um forsendum nema þeirri að Bandaríkja- menn færu á brott frá Víetnam. „Þegar banda- rísku hermennimir komu loksins heim not- uðu sumir okkar tæki- færið til að hefja langa og sársaukafulla endur- skoðun á pólitískum skoðunum sínum. Aðrir gerðu það ekki . . . Þeir þjáðust af frumstæðri þrá til að halda i og end- uiiífga reynsluna, sem hafði átt hug þeirra allan i svo mörg ár.“ Sumir fengu Víetnam-frá- hvarfseinkenni — tóm- leiki kom i stað ákafa. Sjálfshatur sófabyltingar- manna Horowitz og Collier draga þá ályktun að ekki sé hægt að koma f veg fyrir „róttækar tfsku- bylgjur" með því að höfða til sögulegra for- dæma. Daniel Ortega, forseta Nicaragua, sé nú farið að slgóta upp f kokkteilveislum i Bev- erly Hills og engir lærdómar virðast hafa verið dregnir af þeirri þróun er átti sér stað á Kúbu, en hana telja þeir félagar vera i fullu sam- ræmi við þróunina i Nicaragua. „Ameriskir vinstri sinnar leggja til að vandi þjóðanna i Mið- Ameríku verði leystur með aðferðum, sem þeir mundu aldrei sætta sig við sjálfir. Þessir sófa- byltingarmenn kynna sjálfshatur sht og fyrir- litningu á gæðum lýð- ræðisins — sem leyfir þeim að njóta lifsins og ástunda illar hugsanir — fyrir fólki sem yrði ekki annað en þakklátt fyrir þann lúxus sem þeir forsmá." Með þvi að greiða Ron- ald Reagan atkvæði sitt segjast Horowitz og Collier i raun hafa verið að kveðja þetta altt sam- an. Þeir voru að kveðja þá áráttu „að slá sér upp á rómantískri umhyggju fyrir þriðja heiminum; sjálfumgiatt kæruleysi gagnvart sovésku alræði; hræsnisfullan og ofleik- inn and-ameríkanisma sem er framlag ný- vinstri sinna til almennr- ar stj ó mmálabaráttu ‘ ‘. Vinstri sinnar hér á landi virðast ekki vera svo ólíkdr bandarískum koUegum sfnum. FóUdð, sem á sfnum tima sam- einaðist undir merkjum „þjóðfrelsisbaráttu víetnömsku þjóðarinnar" og fór í vinnuferðir tdl Kúbu, sést nú í forsvari fyrir El-Salvador-nefnd- um og ritar lofgreinar i blöð um „þjóðfrelsisöflin f Nicaragua". Hinar rót- tæku tiskubylgjur halda greinUega áfram þrátt fyrir lærdóma sögunnar. Tíminnú1> hlutar lóðum Aðalfrétt Tímans sfðastliðinn fímmtudag var að borgarráð hefði úthlutað átta bUasölum lóðum meðfram Sævar- höfða við Elliðaár. Talsverðar umræður áttu að hafa orðið um þessa úthlutun f borgar- ráði „en ákvörðunin var engu að síður endanleg“. Tíminn nafngreinir jafnt þá aðila er fengu lóð og þá er fengu ekki og rek- ur rökin með og á móti einstaka úthlutunum. Það merkilega við þetta mál er að þessum lóðum var aldrei úthlutað á tfttnefndum borgarráðs- fundi þó vissulega standi tdl að gera það. Sú spurn- ing vaknar þvi hvort Tfminn sé sjálfur farinn að úthluta lóðum í borg- arlandinu eða hvort hann hafí tekið völvu i sfna þjónustu, sem væri vissu- lega nýjung i islenskum fjölmiðlaheimi sem óþarflega hfjótt hefur verið um. Það verður engu að siður spennandi að sjá hvort úthlutun Tfmamanna sé jafn end- anleg og þeir vifja vera láta eða hvort borgarráð hafí einnig áhuga á að úthluta lóðunum. Hefur þú hugað að peningunum þínum... ... í dag? VERÐBREFAMARKAÐS IDNAÐARBANKANS bera nú 9-11 % ávöxtun umfram verðbólgu Þann 7. mai, hóf Verðbréfamark- aður Iðnaðarbankans rekstur tveggja nýrra verðbréfasjóða og sölu á Sjóðsbréfum 1 og Sjóðs- bréfum 2. Sjóðsbréf 1 eru fyrir þá sem vilja örugga ávöxtun og upp- söfnun þar til þeir þurfa á fjármun- um sínum að halda. Sjóðsbréf 2 eru ætluð þeim sem þurfaað lifaaf eignum sínum og hafa af þeim ^B§! Verðbréfamarkaður 1= Iðnaðarbankans hf. tekjur. Tekjur Sjóðsbréfa 2 umfram verðbólgu eru greiddar út á þriggja mánaða fresti, í mars, júni, sept- ember og desember ár hvert. Hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðar- bankans hf. hugsum við um að ávaxta peninga - á hverjum degi! Siminn að Ármúla 7 er 68 -10-40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.