Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 + Hvað er burðarþol? Fyrri grein eftir Ragnar Sigbjörnsson Mikið hefur verið rætt og ritað um burðarþol bygginga að undan- fömu. En hvað er burðarþol bygginga? Er það vel skilgreindur eiginleiki mannvirkja, sem auðvelt er að áætla eða mæla? Á ráðstefnu um hönnun og burðarþol bygginga, sem félagsmálaráðherra gekkst fyr- ir þann 18. júní sl., hélt Ragnar Sigbjömsson erindi þar sem hann gerði þessu nokkur skil og fer fyrri hluti erindisins hér á eftir. Nafn erindisins er „Rannsóknir á burðarþoli bygginga" og mig langar því til að reyna að skilgreina hugtökin rannsóknir og burðarþol nánar, án þess þó að það geti orðið tæmandi. vilja halda stofnkostnaði í lág- marki, en þó þannig að viðhalds- kostnaður fari ekki úr böndum. Ýmis vandkvæði eru á því að skilgreina burðarþol bygginga tölu- lega á grundvelli fyrirfram ákveðins álags og efniseiginleika. Þetta stafar einkum af því að burðarþol er ekki hægt að skilgreina án tillits til notkunar og umhverfís, þ.e.a.s. um er að ræða eiginleika sem er háður samspili mannvirkis og um- hverfís. Ennfremur er það svo að ekkert einfalt samband er á milli burðarþols lítilla efniseininga (t.d. prófstykkja í rannsóknarstofu) og fullfrágengins burðarvirkis. Ragnar Sigbjörnsson Hvað eru rannsóknir? Rannsóknir eru leit að staðreynd- um, nýrri þekkingu. Niðurstöður rannsókna verður að vera hægt að sannprófa með endurteknum at- hugunum og tilraunum. Ef rann- sókn á að teljast marktæk verða endurteknar athuganir að leiða til sömu niðurstöðu við óbreyttar ytri aðstæður. að kaupa háþróaða tækni erlendis frá nema kaupandinn hafí staðgóða þekkingu á því sem kaupa skal og geti aðlagað það eigin þörfum. — Reynslan sýnir að íslensk náttúra og íslenskir atvinnuhættir eru það sérstæð, að á vissum sviðum er ekki fyrirliggjandi erlendis sú tækniþekking sem nauðsyn krefur. Þetta síðasta á t.d. við um burð- arþol bygginga. Er nauðsynlegt að stunda rannsóknir hérlendis? Ýmsar ástæður eru fyrir því að ég tel nauðsynlegt að stunda rann- sóknir hérlendis. Hér skulu til- greindar tvær meginástæður: — Það er erfítt, ef ekki ómögulegt, Hvað er burðarþol? Á einfaldan hátt mætti hugsa sér að skilgreina burðarþol mannvirkja sem þann eiginlega eða hæfni að standast, á ákveðnu tímabili, hvers- konar áraun vegna notkunar og umhverfís án þess að skemmast meira en góðu hófí gegnir. Þessi skilgreining endurspeglar þá velþekktu staðreynd að menn Jarðskjálftaþol bygginga Til að skýra þetta nánar langar mig að taka dæmi um jarðskjálfta- þol bygginga. Höfuðforsenda í þessu sambandi er að hægt sé að segja fyrir um eðli og eiginleika jarðskjálfta í framtíðinni á grundvelli athugana í fortíð og nútíð, m.ö.o. gert er ráð fyrir að ekki verði breytingar á jarð- skjálftavirkni. Þær upplýsingar sem liggja fyrir varðandi stærð og staðsetningu stórra jarðskjálfta hérlendis hafa verið dregnar saman í mynd 1. Til að gefa hugmynd um hreyf- ingu (hröðun) yfírborðs jarðar í jarðskjálftum er á mynd 2 sýnd mæld hröðun í jarðskjálfta 25. maí 1987. Stærð þess skjálfta var um 5,8 stig á kvarða Richters og var mælistaðurinn um 26 km frá upp- tökum skjálftans. Eftir því sem fjær dregur upptök- um skjálftans minnkar hreyfing yfírborðsins og áhrifin dvína, ef -InHni (P» r A y A Deyfing jarðskjálftahröðunar með fjarlægð. Mynd- in sýnir þann feril sem notaður hefur verið á Verkfræðistofnun ásamt mælingum úr jarðskjálft- anum í Vatnafjöllum 25. maí 1987. Fasrsla (cm) Líkindadreifing jarðskjálftasvörunar byggingar grundvölluð á jarðskjálftagögnum í mynd 4. Stöð 108. 25. mal 1087 0.0 4.0 8.0 12.0 18.0 20.0 24.0 Tlml ( s) 0.0 4.0 8.0 12.0 16.0 20.0 24.0 Tlml ( s) Mæld hröðun í jarðskjálfta 25. maí 1987. Skjálftinn átti upptök i Vatnafjöllum suður af Heklu og mældist um 5,8 stig á Richterskvarða. i<C _ 19* O tfl* 2 tr o tð* tð* L i i i t 111in i i i 11 nn i i i mui i—1 I 11111) íð* ið* ið* 10* to‘ TIDNI (Hz) Vindsvörun Austurvers. Á myndinni sjást (tvær) eigintíðnir bygging- arinnar greinilega. ekki koma til sérstakir staðbundnir eiginleikar. Þetta er sýnt á mynd 3. Myndin sýnir þá fjarlægðarform- úlu sem notuð hefur verið á Verkfræðistofnun ásamt mæligild- um úr skjálftanum 25. maí 1987. Ef þessar niðurstöður eru bomar saman við erlendar fjarlægðarform- úlur kemur í ljós að þær gefa í Tölvulíkan af burðarkerfi Austurvers. Austurver. Dæmi um vel hannaða byggingu. flestum tilvikum hærri gildi. Þetta stafar hugsanlega af því að berg á íslandi er bæði veikt og spmngið og flytur þarafleiðandi hreyfínguna illa. Á grundvelli þessarar formúlu ásamt þeim gögnum sem til eru um jarðskjálfta er hægt að fínna há- gildisdreifíngu hröðunar, t.d. í Reykjavík, og er hún sýnd á mynd 4. Sú bygging sem valin er til skýr- ingar i þessu dæmi er Austurver og er hún sýnd á mynd 5. Til að meta áhrif jarðskjálftanna var búið til tölvulíkan af bygging- unni (sjá mynd 6) og eiginleikar þess stemmdir af þannig að þeir væru í samræmi við niðurstöður mælinga (sjá mynd 7). Á grundvelli þessa tölvulíkans ásamt áðumefndum upplýsingum um jarðskjálfta (sjá myndir 1, 2, 3 og 4) var hægt að ákvarða hágildis- dreifíngu hreyfingar byggingarinn- ar og er hún sýnd á mynd 8. Ljóst er að ýmsar stærðir sem tölvulík- anið byggir á eru óvissar, þ.e. þeim er best lýst með tölfræðilegri dreif- ingu. Ef tekið er tillit til þessa er hægt að áætla vikmörk dreifingar- innnar. Hvaða ályktanir er hægt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.