Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 Fræðsla um umhverf is- mál o g verndun stranda Fræðslunefnd Alþjóða náttúru- verndarsamtakanna IUCN hélt ársfund sínn í fyrsta sinn á ís- landi I samvinnu við Náttúru- verndarráð í sl. viku. Bjuggu fulltrúar á Hótel Selfoss, en fundirnir voru fyrstu tvo dagana i fræðsiusetrinu á Alviðru, sem er eina fræðslusetrið á íslandi um náttúruna. 18 fulltrúar frá fræðslunefnd Norðvestur Evr- ópu og frá Bandarikjunum sóttu fundinn, auk forsetans Partha Sarathy frá Indlandi. Eftir tveggja daga fundi í Alviðru héldu fulltrúar um Þingvelli að Reykholti í Borgarfirði, þar sem fundum var fram haldið og síðan farin fræðsluferð um Snæfells- nes undir fararstjóm Þorleifs Einarssonar jarðfræðings og ferðinni lokið í Arbæjarsafni i boði umhverfismálaráðs Reykjavíkur. Alþjóðsamtökin IUCN eða Int- emational Union for the Conser- vation of Nature and Natural Resources eru stærstu náttúru- vemdarsamtök heims. Þau saman- standa bæði af opinberum aðilum, 111 talsins og frjálsum stofnunum eða samtökum, sem eru 318 tals- ins. ísland er meðlimur og falla samskiptin undir menntamálaráðu- neytið, en Náttúruvemdarráð fer með aðild íslands. Setti fulltrúi menntamálaráðuneytisins Runólfur Þórðarson fundinn. Fulltrúi Nátt- úruvemdarráðs er Lára Oddsdóttir, og hafði hún veg og vanda af fund- inum og móttöku gestanna fyrir hönd ráðsins. Hlutverk þessara al- þjóðlegu náttúruvemdarsamtaka hefur frá upphafi verið umhverfís- vemd, sem byggð sé á vísindalegum grunni og miði að nýtingu auðlinda án þess að á náttúruauðæfi sé geng- ið. Fjölþætt vísindanet, sem teygir anga sína víða um heim hefur gert samtökin fær um að koma á og stjóma vemdunaraðgerðum víða um heim. Samtökin voru stofnuð 1948 í Fontainbleau, studd af UNESCO og þau starfa í nánu sam- bandi við flestar alþjóðlega stofnan- ir. Einkum er náið samband við World Wildlife Fund sem fæddist af IUCN og em aðalstöðvamr í Sviss sameiginlegar. Er samtökun- um skipt upp í sérhæfðar undir- nefndir, svo sem lífræðinefndina, nefnd um friðuð svæði og þjóð- garða, nefnd um umhverfisskipu- lag, lögfræðinefndin o. fl. Ein þessara undimefnda er Fræðslunefndin, sem sérstaklega fæst við langtíma endurbætur og aðgerðir með formlegri og óform- legri fræðslu á ýmsum vettvangi. Og það var sú nefnd sem fundaði á íslandi. Kom fram á fundunum að mikil áhersla er nú lögð á fræðslu til vemdar náttúru og umhverfi öllu. Náttúruvemdamefnd Norðvestur Evrópulanda hefur mesta reynslu , enda hefur hún lengst starfað. Og því er verið að leggja hennar starf sem grundvöll að stofnunum ann- arra svæðisnefnda um allan heim, að því er forsetinn Partha Sarathy tjáði okkur. Eru í burðarliðnum nýjar undimefndir fyrir Suðurevr- ópu með aðsetri í Róm, í austur Asíu með aðsetri í Manilla o.s.frv. Auk þess sem fulltrúar hverrar þjóðar gáfu skýrslu um gang mála í sínu landi, fjallaði fundurinn hér að mestu um aðferðir til umhverfis- fræðslu í skólum, allt frá yngstu nemendum bamaskóla og upp í háskóla og þá ekki síst kennaraefna um umhverfismál í kennaraháskól- um, til að gera kennara færa til að miðla áfram fræðslunni. Gerði Hrefna Sigurjónsdótytir frá Kenn- araháskóla íslands og Þorvaldur Om Amason frá skólarannsókna- deild menntamálaráðuneytisins grein fyrir umhverfisfræðslu í skól- þekkjum svo vel hér eftir sjónvarps- þáttinn „Setið að svikráðum", þar sem fjarar svo mjög út af sandin- um. Lífríkið er þar mjög sérstætt. Ingunn Fjörtoft frá Noregi sýndi álag útivistar á strandsvæði, eins og við Oslófjörð, þar sem bátum og tjaldsvæðum fer fjölgangi. Kat- hleen Blanchard frá Bandaríkjunum flutti erindi með myndum af vemd- unaraðgerðum í sjófuglabjörgum norður af Quebec, en hún hefur einnig skoðað sjófuglabjörg á ís- landi til samanburðar og ók af stað í hraðferð á Látrabjarg áður en fundi var lokið. Urðu miklar um- ræður um hennar erindi á eftir og hvers vegna það hefði náð svo vel til hvers manns. Lofuðu menn mjög það viðhorf sem skein alls staðar í gegn að vinna yrði með íbúum stað- anna og fordómalaust í samræmi við viðhorf þeirra. Yrði það að gilda eini heiðursforseti þeirra samtaka, og ber bandaríska stofnunin The Coolidge Center for Environment Leadership nafn hans. Nafnið lætur eflaust kunnuglega í eyrum, enda koma þar saman ættir Coolidge og Jeffersons Bandaríkjaforseta. Marta starfaði með manni sínum og á sæti í fræðslunefnd IUCN. Indveijinn Partha Sarathy, for- seti fræðslunefndarinnar, hafði aðeins viðdvöl í hálfan annan dag til að funda með sínu fólki, enda er hann á sífelldum þeytingi um heiminn og nú milli funda í Genf og Nairobi með viðkomu á íslandi í þágu málefnisins. Kvaðst fara tvi- svar sinnum a.m.k. kring um jörðina á ári. En heima rekur hann stórar kaffiplantekrur í nánd við Madras, auk þess að vera formaður í ijölþjóðafyrirtækjum. Störf í þágu náttúruvemdar eru „tómstundag: arnan" hans, og aðaláhugamál. í bíl á leið frá Reykholti á Keflavíkur- flugvöll sagði hann frá samskiptum f alþjóðastofnunum um náttúru- vemdarmál og talið barst að Mahatma Gandhi, sem hann þekkti vel í uppvextinum. Faðir hans var ráðherra þá og dró upp með Gand- hi stjómarskrá Indlands. Sonardótt- ir Gandhis er nú gift bróðursyni Sarathys og mikill samgangur milli fjölskyldnanna. Sagði hann m.a. að Mahathma Gandi hefði fyrst og fremst verið klókur, en sjálfstæðis- mál Indlands hefði átt hug hans allan svo hann vílaði ekkert fyrir sér að beita öllu sem hann átti fyr- ir þann málstað. Var kannski ekki síður fróðlegt að heyra um þær aðferðir utan fundar en formlegar umræður um aðferðir til fræðslu um umhverfismál af svo fróðu fólki um náttúruvemd. En utan dyra voru jafnan á lofti hja'fundargest- um sjónaukar til að gá eftir fugli og stækkunargler til að skoða jurt- ir á þessu norðlæga landi, sem nú eru flestar í blóma og festa á fílm- ur til að sýna síðar. Á Þingvöllum. Forseti fræðslunefnda IUCN Partha Sarathy og Lára Oddsdóttir, fulltrúi Náttúruverndarráðs. Nokkrir erlendu gestanna á Þingvöllum. I miðið er Martha Jefferson Coolidge frá Bandaríkjunum, aðrir eru Hans Venvik frá Noregi, Chris Maas Gesteranus frá Hollandi og John Smyth frá Bretlandi. um hér og sýndu kennslugögn. En Þorleifur Einarsson formaður Land- vemdar og Einar Egilsson, formað- ur Náttúmvemdarsamtala SV-lands, kynntu erlendu fulltrúun- um aðferðir við fræðslu í frjálsum félögum hér á landi. Og var mikið spurt um aðferðir og efni. í annan stað var einkum fjallað um umhverfisfræðslu og vemdun strandsvæða, sem ætti að varða okkur íslendinga og var þar lögð áhersla á margbreytileika svæð- anna. Flutti dr. Hans Köpp, prófess- or í Göttingen og formaður náttúmvemdarsamtaka Norður Þýskalands mjög fróðlegt erindi með skyggnum um tvo nýja þjóð- garða á Norðursjávarströnd Þýska- lands, á sandströndinni sem við hvar sem er í fræðslu um náttúm- vemd. Fyrri daginn í Alviðru gerði Jak- ob Jakobsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar og fulltrúi í náttúmvemdarráði, grein fyrir vísindarannsóknum íslendinga á hvölum og áætlunum íslendinga um þær. Fulltrúi Danmerkur Birgith Sloth kom til fundarins daginn eft- ir og þá beint frá hvalveiðiráðstefn- unni í Bommouth og var beðin um að gera grein fyrir niðurstöðum hennar, sem hún gerði. Hún var þar í dönsku sendinefndinni og gerði grein fyrir viðhorfuni Dana og annarra þeirra sem telja ekki að íslendingar hafí lagt fram nægi- lega sannfærandi göng til að svonefndar vísindaveiðar séu veij- andi. Sagði hún m.a. að búist hefði verið við að fulltrúar íslendinga gengju út eftir atkvæðagreiðsluna, í samræmi við hótanir, og verið brosað að því að þeir létu það ógert. En þessar umræður, sem stóðu stutt, vom sem annað mál- efnalegar, enda verið að fræða en ekki takast á um viðhorf. Á slíkum fundum fara skoðana- skipti kannski ekki síður fram utan við formlegar fundarsetur og þama var einmitt fólk, sem þekkt er víða um heim fyrir störf sfn og þekk- ingu. Fundin sótti t.d. frú Martha H. Coolidge, ekkja hins þekkta nátt- úmvísinda og náttúruvemdunar- manns Harolds J. Coolidge, sem leát fyrir tveimur ámm. En hann var m.a. annars einn af stofnendum bæði World Wildelive Fund og IUCN og var lengi forseti og síðast Dr. Hans Köpp flytur erindi um tvo nýja þjóðgarða á strönd Norður- sjávar, en náttúruvemd við sjó var efni fundarins. Frá setningu fundarins í fræðslusetrinu í Alviðru Morgunblaðið/ Sigurður Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.