Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 Keuter Ljúfur lottóvinningur ÞAÐ er engin furða þótt Glenn og Dorothy Banner brosi sínu breið- asta á þessari mynd. Þau unnu hvorki meira né minna en tuttugu milljónir Bandaríkjadala, eða 800 milljónir íslenskra króna, í lottó- spili í Pennsylvaníu. Frúin fyllti út lottóseðilinn og sagðist hafa valið tölurnar af handahófi. Þess gæti orðið langt að bíða að jafn- feitur biti hlotnist íslenskum lottóleikendum, en lesendur Morgun- blaðsins ættu að geta samglaðst hjónunum — og kannski látið sig dreyma ofurlitið. Gengi gjaldmiðla Lundúnum, Reuter. GENGI Bandaríkjadals seig ör- lítið í gær, en verð á gulli hækkaði um einn dal á únsu. Sterlingspundið kostaði 1,6230 Bandaríkjadali á hádegi í Lundún- um í gær, en gengi annarra gjald- miðla var þannig háttað að Bandaríkjadalur kostaði: 1,3290 kanadíska dali, 1,8220 vestur-þýsk mörk, 2,0510 hollensk gyllini, 1,5105 svissneska franka, 37,75 belgíska franka, 6,0800 franska franka, 1320 ítalskar lírur, 146,60 japönsk jen, 6,3650 sænskar krónur, 6,6810 norskar krónur og 6,8975 danskar krónur. Gullúnsan kostaði 448,90 dali. Suður-Kórea: Chun forseti fellst á umbótatil 1 ögur Rohs Stj órnarandstaðan óviss í framboðsmálum Seoul og Tókíó, Reuter. CHUN DOO HWAN, forseti Kóreu, tilkynnti í gær að hann hefði fallist á tillögur Roh Tae Woo, leiðtoga stjórnarflokksins, um úrbætur í lýðræðisátt. Sagð- ist hann að vísu hafa miklar efasemdir um ágæti þess að for- seti skuli kjörinn í beinum kosningum, en játaði að vilji fólksins væri augljós og að hon- um bæri að hlíta. I tillögum Rohs felst meðal annars sakaruppgjöf helsta stjórnarandstæðings landsins, Kim Dae Jung, það að pólítiskum föngum, sem ekki hafa gerst sekir um ofbeldisverk, verði sleppt og að ritfrelsi ásamt öðrum mannréttindum verði tryggt. Ein afleiðing þessa er að Roh, sem fyrir nokkrum dögum var óvinsæll mjög, er nú orðin þjóðhetja. Fram að þessu hefur yfírleitt verið litið á Roh sem afsprengi Chuns forseta og síðustu vikur allt að því sem hinn vonda sjálfan. Eft- ir skeleggar ákvarðanir hans og gerðir undanfama daga hefur þessi ímynd hins vegar breyst heldur til hins betra. Telja erlendir stjómar- erindrekar í Seoul að hann eigi ágæta möguleika á sigri í forseta- kosningunum, sem að öllum líkind- um fara fram í desember. Blaðið Hankook Ilbo, sem talið er óháð, sagði í forystugrein í gær að yfirlýs- ing Rohs jafnaðist á við byltingu. „í stjómmálasögu Suður-Kóreu hefur enginn tekið jafnákveðna af- stöðu með lýðræði og Roh.“ Stjómarandstöðuleiðtogarnir tveir, Kim Young Sam og Kim Dae Jung, fögnuðu ákvörðun forseta mjög. „Þetta er raunverulegur sigur þjóðarinnar," sagði Kim Dae Jung, en nú verður honum á ný heimilt að taka þátt í stjórnmálum eftir sjö ára hlé. „Þroski þjóðarinnar varð til þess að Bandaríkin létu af stuðn- ingi við harðstjómina og studdu lýðræðisöflin." Kim Young Sam sagðist sann- færður um að forsetanum væri alvara með ákvörðun sinni, en var- aði stjómina samt við: „Þjóðin mun ekki líða það ef stjórnin reýnir að skipta um stefnu og þorri hersins ekki heldur." Enn er óvíst hver forsetafram- bjóðandi stjómarandstöðunnar verður en Kimamir tveir hafa heit- ið því að aðeins annar verði í framboði. Til þessa hefur Kim Dae Jung sagst ekki munu bjóða sig fram ef hann fengi frelsi, en í gær var hann ekki eins afdráttarlaus. Aðrar afleiðingar ákvarðanar forsetans eru þær að efnahagur landsins, sem reyndar var prýðileg- ur fyrir, hefur batnað mjög og er Reuter Chun Doo Hwan forseti tilkynnir ákvörðun sina í sjónvarpsávarpi í gær. spáð enn frekari hagvexti á næst- unni, nú þegar óvissuástandið er úti. Þá hafa allar efasemdir um Ólympíuleikana í Seoul á næsta ári rokið út í veður og vind. Noregur: Ofurvald hátækninnar og stórpólitískar afleiðing- ar Kongsbergs-málsins Ósló. Frá Áslaugu Þormóðsdóttur, frét „HEIMSVELDI framtíðarinnar byggjast á vitsmunum," sagði Winston Churchill eitt sinn. Barátta þjóðanna um völd og ríkidæmi snerist fyrr á tíð um málma og frjósöm lönd. Nú er barist um hátæknikunnáttu og hátækniframleiðslu. Tækniþró- unin veltur áfram með ógnar- hraða og fjölbreytileika sem aldrei fyrr í mannkynssögunni. Þær þjóðir, sem búa yfir mest- um sköpunarmætti, fá mestan ávinning og mest alþjóðleg áhrif. Á þessum vettvangi hafa Banda- ríkin farið fremst í flokki og m.a. notið þeirra jákvæðu áhrifa, sem fylgdu búferlaflutningi mikils Qölda vel menntaðs og atorku- sams fólks þangað í síðari heimsstyrjöldinni og á eftirstríðs- árunum. Hæfíleikar þessa fólks fengu að njóta sín, og átti það sinn þátt í að stuðla að tæknileg- um yfirburðum og sterkri stjóm- málastöðu Bandaríkjanna út á við. Og það er einmitt þessi staða, sem Bandaríkjamönnum er í mun að veija í félagi við bandamenn sína í NATO, og það var einnig á þessum punkti, sem Kongs- berg-vopnaverksmiðjan hrasaði og villtist inn á stórpólitískt hættusvæði - með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. TÆKNILEYND Bandaríkjamenn gera sér. ljósa grein fyrir tæknivaldi sínu í heim- itara Morgunblaðsins. inum. Útflutningslöggjöf þeirra er þannig úr garði gerð, að hún á að tryggja ríkisstjóm Banda- ríkjanna eftirlit með notkun bandarískra útflutningsvara. Á þessu sviði vilja því verða árekstr- ar, þegar sjálfstæð ríki eiga í hlut. í vetur sem leið neitaði ríkisstjóm Bretlands bandarískum eftirlits- mönnum um heimlld til að fara í gegnum útflutningsgögn breskra fyrirtækja. Útlendingar, sem læra á nýtísku tölvubúnað í Banda- ríkjunum, verða að heita því að halda lærdómnum fyrir sig, en láta hann ekki fara lengra. Er- lendir vísindamenn hafa orðið að sætta sig við að vera haldið utan við umræður um fullkomnustu og viðkvæmustu tæknimálin. Allt of hljóðlátur Frá herfræðilegu sjónarmiði hefur bandarísk hátækni veitt Vesturlöndum umtalsvert forskot á mörgum sviðum. Eitt þeirra er hemaður neðansjávar. Á seinni tímum hafa Bandaríkjamenn get- að státað af því, að árásarkaf- bátar þeirra fylgdu fast á eftir eldflaugakafbátum Sovétmanna og gætu sökkt þeim innan nok- kurra klukkustunda, ef til ófriðar drægi. En sá tími er liðinn, þegar háværir kafbátar Rauða hersins komu fram á hlustunartækjum á Bemiuda, um leið og þeir fóru í kaf í Norður-íshafinu. Nú verður að hafa meira við. Hermt er, að bandaríski kafbáturinn Augusta hafi orðið fyrir 2,7 milljóna doll- ara tjóni í október í fyrra, þegar hann lenti í árekstri undan Gíbraltar, en þá var hann að elt- ast við sovéskan kafbát, sem orðinn var allt of hljóðlátur. Stökk fram á við Enginn vafí leikur á því nú, að hinar aflmiklu og hljóðlátu vélar, sem Sovétmenn hafa framleitt með aðstoð Kongsberg-vopna- verksmiðjunnar og Toshiba, hafa skipt sköpum í þessu efni. Falsan- imar og svikin, sem höfð hafa verið í frammi, eru mjög alvarlegt mál fyrir Norðmenn. Það, sem skeð hefur, er það, að endumýjun sovéskra kafbáta hefur tekið stökk fram á við, fyrr en Vestur- lönd áttu von á. Og tjónið vegna þessa er gífurlegt. Til að reyna að milda aðstæð- umar, hafa norsk stjómvöld boðið Bandaríkjunum að endumýja mikilvægustu hlustunarstöðvam- ar í Norður-Noregi, sem um langt skeið hafa gegnt veigamiklu hlut- verki fyrir umsvif Bandaríkjanna og NATO neðansjávar. Enn fremur hefur Gro Harlem Bmndtland lofað Bandaríkja- mönnum, að komið verði í veg fyrir frekari mistök í austurvið- skipum Kongsberg-verksmiðjunn- ar. Talið er, loforðið feli einnig í sér, að leyfíleg sala fyrirtækisins til austurblokkarinnar verði stöðv- uð. Norsk stjómvöld telja nú Sovéskir Foxtrot-kafbátar í flotastöðinni í Murmansk. Kongs- berg-vopnaverksmiðjan í Noregi og japanska fyrirtækið Toshiba hafa lagt sitt af mörkum til að þagga niður í vélarbúnaði þeirra. nauðsynlegt að rifta öllum við- skiptasamningum fyrirtækisins við Austur-Evrópuríkin til að bjarga rekstri þess. Norskum stjómvöldum láðist að halda vöku sinni og þau van- mátu mikilvægi tækninnar fyrir utanríkisstefnu sína. í kjölfar sof- andaháttarins kemur nú fjaðra- fokið, þar sem háttsettir embættismenn em á stanslausum þeytingi út og suður í því skyni að bjarga því, sem bjargað verður. (Byggt á Aftenposterí)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.