Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 Athugasemd frá Hollustuvernd ríkisins: Ekki um hefðbundna skólphreinsistöð í Hveragerði að ræða MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Hollustuvernd ríkisins: „í frétt á blaðsíðu 26 í Morgun- blaðinu uags. 1. júlí 1987 kemur fram að sett hafi verið upp skólp- hreinsistöð í Hveragerði við Varmá. Ennfremur að stöðin verði til þess að mengun í ánni verði nánast eng- in. Gefið er í skyn að jafnvel megi drekka vatnið sem kemur frá stöð- inni. Vegna þessarar fréttar vilja Mengunarvamir Hollustuvemdar ríkisins taka fram eftirfarandi: 1. Hér er ekki um hefðbundna skólphreinsistöð að ræða. Þræmar munu grófhreinsa vatnið með botn- fellingu og vonast er til að einhver rotnun verði á lífrænum efnum. Engin leið er að meta hreinsivirkni fyrirfram og fráleitt er að bera þessa stöð saman við margþrepa skólphreinsistöð. Líta verður á þessa framkvæmd sem skammtím- alausn og tilraun til að draga úr mengun uns varanlegri lausn fæst á frárennslismálin. 2. Aðeins hluti af frárennsli Hveragerðis fer í hreinsiþróna. Annað fer óhreinsað út í Varmá, þar á meðal mikill lífrænn iðnaðar- úrgangur. 3. Mengunarvamir Hollustu- vemdar ríkisins em ósammála þeirri fullyrðingu að með tilkomu hreinsistöðvarinnar verði Varmá nánast mengunarlaus. Mælingar á mengun í Varmá sýna mjög há gildi. Gerlamagnið í ánni við Hvera- gerði gerir árvatnið óhæft til flestra nota og vara ber við að nota það til drykkjar fyrir bæði menn og skepnur.“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Aðkoma að byggingum var víða slæm fyrir fólk í hjólastólum. Selfoss: Aðkomu fyrir fatl- aða víða ábótavant Byggingarnefnd bíður eftir skýrslu frá ferlinefnd ríkisins » Selfosai. FATLAÐ fólk i hjólastólum gerði siðastliðinn þriðjudag könnun á því hvernig væri að komast inn í opinberar stofnanir og helstu byggingar á Selfossi. Við það kom i ljós að aðkoma er ekki nægilega góð en víðast vantar ekki nema herslumuninn á að aðstaðan sé viðunandi. Könnunin náði til bygginga sem reistar eru til frambúðarnotkunar en nokkuð er um að stofnanir séu » í bráðabirgðahúsnæði, svo sem bæjarskrifstofur Selfoss og skrif- stofur svæðisstjórna fatlaðra. A hvorugum staðnum er aðkoma góð fyrir fatlaða enda upp stiga að fara. Verst var fyrir hjólastólafólkið að komast inn í hús Vegagerðar ríkis- ins og um það hús. Skábrautir vantaði við kirkjuna en sóknar- presturinn bað fulltrúa hinna fötluðu að senda lista yfír það sem bæta þyrfti úr því kirkjan væri í byggingu. Nokkrar athugasemdir voru gerðar við aðkomu í hús §öl- brautaskólans. Skábrautir vantaði við vöruhús kaupfélagsins og voru of brattar við sjúkrahúsið og Hótel Selfoss. Fyrir tveimur árum var gerð skýrsla af starfsmanni ferlinefndar ríkisins um aðkomu fatlaðra að byggingum á Selfossi. í skýrslunni eru tillögur til úrbóta þar sem þörf krefur en skýrslan hefur ekki borist byggingarnefnd. Gert var ráð fyrir að byggingamefnd fengi skýrsluna en að sögn byggingarfulltrúa á Selfossi hefur ekkert bólað á þess- ari skýrslu sem hann sagði að beðið hefði verið eftir. í byggingamefnd Selfoss á nú sæti einn áheymarfulltrúi frá svæð- isstjóm fatlaðra. Nýlega samþykkti byggingamefnd leyfí fyrir fjölbýlis- hús þar sem skilyrði var sett um aðstöðu fyrir fatlaða. — Sig.Jóns. Morgunblaðið/Börkur Ámi, Ingibjörg, Árni Víðir og Þorsteinn ásamt heimilishundinum á hlaðinu í Fljótstungu. „Hraunið hefur mjög’ mikið aðdráttarafl“ Hjónin Ingibjörg Bergþórsdóttir og Árni Þor- steinsson í Fljótstungu í Hvítársíðu heimsótt BÆNDUR starfrækja ferðaþjón- ustu um allt land. Morgunblaðið heimsótti bæinn Fljótstungu i Hvítársíðu og spjallaði við heim- ilisfólk. Þau hafa þjónað ferða- mönnum í 18 ár. Ferðaþjónusta bænda hefur ný_- lega skipt landinu í sex svæði. Á hveiju svæði hefur verið skipaður svæðisstjóri. Ingibjörg Bergþórs- dóttir í Fljótstungu gegnir því embætti á Vesturlandi. Svæðisstjóri er tengiliður skrifstofu Ferðaþjón- ustu bænda við bæina. Starf hans er meðal annars að hafa eftirlit með þjónustu, efla samstarf ferða- þjónustuaðila á svæðinu, halda reglulega fundi, vera leiðbeinandi og standa vörð um hagsmuni bænda sem hann er fulltrúi fyrir. Ingibjörg og Ami hafa sannarlega reynslu þar sem þau hafa hýst ferðamenn í 18 ár. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá þeim í sumar og þau sögðu að allt of lítið væri gert af því að aug- lýsa þessa þjónustu. „I fyrra var gefinn út bæklingur með nöfnum flestra bæja sem bjóða þjónustu við ferðamenn og aukningin varð 50%,“ sagði Ingibjörg. Hún var spurð að því hvort íslendingar nýttu sér þennan möguleika. „Þeir hafa kom- ið í auknum mæli síðastliðin tvö ár og hingað kemur fólk frá öllum heimsálfum," sagði Ámi, Jafnvel Ástralíu, S-Afríku og S-Ameríku.“ Þau sögðust aldrei hafa tekið við skiptinemum enda væri það erfitt vegna þess að enginn skóli væri nálægt. „Maður verður að gefa sér tíma í þetta,“ sagði Ingibjörg. „Hún verð- ur stundum að sitja lengi með útlendingunum eftir matinn og svara spumingum," bætir Árni við. „Þeir sem koma hingað og nýta sér þessa þjónustu em líka áhugasamir um land og þjóð. Þeir vilja kynnast íslensku fólki. Við höfum alltaf fengið mjög gott og skemmtilegt fólk enda hefðum við ekki haldið þetta út í 18 ár ef þetta væri ekki skemmtilegt!" sagði Ingibjörg. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Myndin sýnir bifreiðirnar sem lentu saman á gatnamótum Aðalgötu og Hringbrautar. Annar bíllinn kastaðist upp á gangstétt og var mesta mildi að þar var enginn á ferð þegar atburðurinn átti sér stað. Árekstrahrma í Keflavík Keflavík. LÖGREGLAN i Keflavík hafði í nógu að snúast um hálf fjögur á mánudaginn, en þá urðu þrír geysiharðir árekstrar með stuttu millibili á sömu götunni. Enginn slasaðist alvarlega í þessari árekstrahrinu, en bifreiðirnar eru illa leiknar og nánast flak eitt. í öll skiptin virðist sem aðalbrautar- rétturinn hafi ekki verið virtur. Fyrsti áreksturinn varð á gatnamót- um Vesturgötu og Hringbrautar og 10 mínútum síðar varð annar árekstur á gatnamótum Aðalgötu og Hringbrautar, þriðji áreksturinn varð svo nokkrum mínútum síðar á gatnamótum Flugvallarvegar og Hringbrautar. „Hingað kom einu sinni Þjóðveiji sem var að skrifa kandidatsritgerð í landafræði," hélt Árni áfram, „og sérhæfði sig í fjárbúskap á íslandi. Hann sendi okkur ritgerðina þegar hann hafði lokið við hana. Við erum með fjárbúskap hér og við sýnum þeim sem eru áhugasamir um bú- skapinn ritgerðina." Þau sögðu einnig að hraunið hefði mikið að- dráttarafl, sérstaklega fyrir Þjóð- veija. „Það dró þó eitthvað úr fuglalífi vegna minnksins um tíma en það er að koma til aftur,“ sagði Árni. í nágrenni við Fljótstungu eru stórir hraunhellar og þeirra á meðal er Víðgelmir, rúmmesti hellir í heimi. Hann er um 1.585 metra langur, meðalhæð hans er 9,15 metrar og meðalbreidd er 16,5 metrar. Rúmmál hellisins er 148.000 rúmmetrar en það sam- svarar 250 meðaleinbýlishúsum. Tungumálakunnátta á heimilinu er góð. Ingibjörg og Þorsteinn, son- ur hjónanna, tala bæði ensku, þýsku og „skandinavísku". Þess má geta að þau hafa fengist við þýðingar á erlendum bókum. Ingibjörg eldar mat fyrir gestina en segir það misjafnt hvort hún þori að gefa útlendingum alíslensk- an mat eins og svið og slátur. „Það fer eftir því hvort þeir vilja það sjálf- ir. Sumir eru mjög áhugasamir um að bragða á íslenskum mat.“ Ingibjörg og Ámi sögðu bænda- samtökin þrýsta gífurlega á bændur að taka upp ferðaþjónustu, loðdýra- rækt eða fiskeldi. „Þeir benda á þetta frekar en ekki neitt vegna þess að það er ekkert annað en dulbúið atvinnuleysi þegar fólk hef- ur ekki fullt starf við búið,“ sagði Árni að lokum. RLR tíu ára Rannsóknarlögregla ríkisins hélt upp á tíu ára afmæli sitt í gær, því henni var hleypt af stokkunum 1. júlí 1977. Rannsóknarlögreglan hefur með höndum lögreglurannsóknir alvar- legri brotamála í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnamesi, Garðabæ, Hafnarfirði og Kjósarsýslu og veitir auk þess lögreglustjómm og saka- dómumm hvar sem er á landinu aðstoð við rannsókn brotamála. Þegar rannsóknarlögreglan var stofnuð var yfirmaður hennar Hall- varður Einvarðsson. Hann tók við embætti ríkissaksóknara á síðasta ári og við starfi rannsóknarlög- reglustjóra tók Bogi Nilsson. Vararannsóknarlögreglustjóri er Þórir Oddsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.