Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 42
Votheysturnar úr glerhúðuðum stál- plötum að rísa víða NÝSTÁRLEGIR votheysturnar eru nú að rísa víða í Eyjafirði. í fyrra fékk Sigurgeir Pálsson, bóndi í Sigtúni í Ongulsstaðahreppi, sér slíkan turn og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að reynslan væri góð eftir árið. Nú hafa fimm bændur í viðbót í Eyjafirði reist slíka turna hjá sér. *' Þeir eru á Ytra-Laugalandi og Rifkelsstað í Öngulsstaðahreppi, Espihól í Hrafnagilshreppi og Grænuhlíð og Æsustöðum í Saur- bæjarhreppi. Sigurgeir sagðist hálfþurrka heyið í um það bil einn dag áður en hann setti það í tum- inn. Aðferðin væri lík hefðbundinni votheysþurrkun nema hvað heyið væri þurrkað örlítið meira. Tum- amir em úr glerhúðuðum stálplöt- um og er það búnaðardeild Sambandsins sem flytur tumana inn frá Bretlandi. Sigurgeir sagði að tumarnir væm mun heppilegri hvað allt viðhald varðaði og ekki þyrfti til dæmis að mála þá og skrapa líkt og steynsteyptu tum- ana. Tuminn hjá Sigurgeiri rúmar 60 kýrfóður og er stærstur þeirra sem hér í Eyjafirðinum em. Fyrstu tumamir vom reistir í Borgarfírði og sunnan við Akranes árið 1979. Að sögn Sigurgeirs éta kýmar meira af þessu heyi þegar það er hálfþurrkað heldur en þegar það er tekið beint af túnum eftir slátt. Einii hinna nýju votheystuma í Eyjafirði, að Ytra-Laugalandi Eyrarlandsstofa er nú í Lystigarðinum á Akureyri Eyrarlandsstofa varðveitt í Lystigarði Akureyringa Mun vera eitt af tíu elstu húsum Akureyrarbæjar EYRARLANDSSTOFA hefur verið flutt úr stað um 50 metra, frá lóð Fjórðungssjúkrahúss Ak- ureyrar þar sem húsið var notað sem skrifstofuhúsnæði FSA, í Lystigarðinn á Akureyri þar sem húsið verður varðveitt og nýtt sem vinnuaðstaða fyrir starfs- fólk garðsins. Haldinn var sl. þriðjudag vígsluathöfn í Lysti- garðinum af því tilefni þar sem bæjarstjórinn, Sigfús Jónsson, flutti ávarp, auk Ágústar Berg húsameistara og Þorsteins Gunn- arssonar arkitekts og leikara. Húsið er einlyft timburhús með háu kvistlausu risi. Húsið byggði Magnús Thorarensen, sonur Stef- áns Þórarinssonar amtmanns á Möðmvöllum í Hörgárdal og Ragn- heiðar Vigfúsdóttur Schevings, sem íbúðarhús fyrir sig og Ijolskyldu sína, en Magnús var kvæntur Geir- þrúði Thorarensen, fæddri Thyrres- tmp. Nokkur óvissa hefur ríkt um byggingarár, en leidd hafa verið að því rök að húsið hljóti að vera byggt fyrir 1846. Elsta hús á Akur- eyri er sem kunnugt er Laxdalshús, byggt 1795. Næst elsta húsið mun vera Gamli spítali byggður 1836. Auk þeirra standa enn fímm hús í innbænum og fjömnni, sem byggð vom á ámnum 1840 til 1845. Eyr- arlandsstofa er því vafalaust eitt af tíu elstu húsum á Akureyri. Smiður hússins mun hafa verið Magnús Elíasson. Klippt af 60 bílum LÖGREGLAN hefur nú klippt númerin af 50 til 60 bílum sem ekki hafa verið skoðaðir. Unnur Elva Amardóttir lögreglu- þjónn sagði í samtali við Morgun- blaðið að það væri venjan að lögreglan á Akureyri klippti númer af óskoðuðum bifreiðum. Þessar aðgerðir nú væm vægar ef miðað væri við undanfarin ár. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Ólafur Bekkur frá Ólafsfirði í skipasmíðastöð í Póllandi Heldur að rofa til í byg’gingariðnaðinum - segir Jón Geir Ágústsson, byggingar- fulltrúi Akureyrarbæjar „Mér sýnist heldur vera að rofa til í byggingariðnaðinum nú á þessu ári miðað við undanfarin tvö til þijú ár,“ sagði Jón Geir Ágústsson, byggingafulltrúi Ak- ureyrarbæjar í samtali við Morgunblaðið, er hann var innt- ur eftir því hvort byggingum færi fjölgandi í kjölfar þennslu i atvinnulífinu á svæðinu sem borið hefur á að undanförnu. Jón Geir sagði að útlitið væri mun betra hvað nýbyggingar snerti en undanfarin tvö til þijú ár. Útlit væri fyrir að meira yrði byggt á þessu ári, en þá þegar byggð vom að meðaltali 24 til 25 íbúðir á ári. „Við viljum gjaman að fólkið sjálft byggi hús sín enda nóg af lóðum til í bænum. Hinsvegar em þær bygg- ingar sem nú er verið að reisa að mestum hluta til á vegum bygging- arverktaka, bæði fjölbýlis- og raðhús. Nokkuð ber á því að fólk vilji ekki lóðirnar út í Glerárhverfi þar sem jarðvegsdýpi er þar nokkuð mikið og því nokkuð kostnaðarsam- ara að byggja þar en annars staðar.“ Jón Geir sagði að þessi fjölgun bygginga væri þó lítil miðað við þær framkvæmdir sem fram fóm í bæn- um fyrir 1980 þegar byggðar vom allt yfir 200 íbúðir á ári. Mikill skortur er nú á leiguhúsnæði á Akureyri og ekki er ráðgert áð byggja leiguíbúðir að sinni á vegum bæjarins. Jón Geir sagði að það væri staðreynd að verð á notuðum íbúðum hefði hækkað á örfáum vik- um nú í sumar og væri mismunur- inn á þeim og nýjum íbúðum ekki orðinn ýkja mikill. Gert við 6 japanska togara í Póllandi TOGARARNIR Ólafur Bekk- ur frá Ólafsfirði og Vest- mannaey VE eru nú í Póllandi í allsherjarviðgerð, sem taka mun allt að 8 mánuði og kosta 100-110 milljónir króna fyrir hvorn togara. Þeir voru báðir keyptir frá Japan, en gerður hefur verið samningur við Pólveija um viðgerð á 6 jap- önskum togurum á þessu ári, og er sá fyrsti, Hoffell frá Fáskrúðsfirði, þegar kominn til landsins eftir að hafa verið úti í 8 mánuði. Þorsteinn Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ólafsfirðinga, sagði í samtali við Morgunblaðið að ákveðið hefði verið að gera þennan samning við Pólverja þegar í ljós kom hversu sérstaklega lágt verðið væri fyrir viðgerðirnar, en óhætt væri að segja að það þyrfti að endumýja alla togarana að veru- legu leyti. Hann nefndi að meðal annars yrðu þeir allir lengdir um 6,6 metra og sett á þá perust- efni. Skipt yrði um skrúfu, vél og gír, auk þess sem skipt yrði um nær alla klæðningu og stýris- hús á þeim öllum nema Hoffell- inu. Alls hafa tíu togarar verið keyptir frá Japan. Einn þeirra, Drangey SK, var sendur til Þýskalands í fyrra til viðgerðar, en þeir togarar sem fara til við- gerðar í Póllandi auk þeirra sem eru þar nú og Hoffellsins eru; Brettingur frá Vopnafirði, Ljósa- fell frá _ Fáskrúðsfirði og Páll Pálsson ÍS frá Hnífsdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.