Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 29 STJÓRNARRÁÐIÐ OG ÍSLENSKT ATVINNULÍF Sjónarmið varðandi hugmyndir um breytingar á sljórnarráðinu eftírJóhann J. * Olafsson Að því er skilið verður af fréttum um stjómarmyndun kemur nú til greina að fækka ráðuneytum úr 12 í 10. Annars vegar er rætt um að leggja niður viðskiptaráðuneytið og fella starfsemi þess undir iðnaðar- ráðuneyti, utanríkisráðuneyti og e.t.v. fjármálaráðuneyti. Hins vegar er talað um að mynda nýtt byggða- ráðuneyti sem hefði á sinni könnu landbúnaðarmál, samgöngumál og umhverfismál. Uppstokkun á stjómarráðinu er ekki nýtt mál og út af fyrir sig eðlilegt að það verði endurskipulagt m.t.t. breyttra tíma. Núverandi skipan hefur staðið óbreytt í ára- tugi og tók mið af viðhorfum liðinna tíma. Atvinnugreinar voru kyrfílega flokkaðar niður og þóttu þurfa sér- staka og sérhæfða aðhlynningu af hálfu ríkisins. Jafnframt þótti við hæfí að þau verkefni, sem almennt voru álitin vera hlutverk ríkisins að sinna, mynduðu ráðuneyti hvert fyrir sig. Undir þessa skilgreiningu féllu t.d. heilbrigðismál, félagsmál, menntamál, samgöngumál og ut- anríkismál. En tímarnir breytast og hlutverk ríkisins sömuleiðis. Skilningur hefur farið vaxandi á því að atvinnugrein- amar styðja hver aðra. Framleiðslu- fyrirtækjum, hvort sem er í útgerð, iðnaði eða landbúnaði er auðvitað akkur í að geta aflað aðfanga auk hráefnis með sem hagkvæmustum hætti, að njóta góðrar póst- og fjar- skiptaþjónustu, ódyrra skipa og flugferða og hagkvæmrar banka- þjónustu, svo eitthvað sé nefnt. Á sama hátt byggist velgengni versl- unar- og þjónustufyrirtækja á því að vel gangi í framleiðslugreinun- um. Á öllum stigum framleiðslunn- ar fer fram verðmætasköpun, frá öflun ogúrvinnslu hráefnis til sölu þess. Og ekki er síður mikilvægt að vel takist til um innkaup og dreif- ingu svo að afraksturinn verði sem mestur fyrir alla aðila. Fyrirtæki í öllum atvinnugreinum hafa hlutverki að gegna og í grund- vallaratriðum er starfsemin sú sama. Frá stjómskipulegu sjónar- miði verður því að draga í efa að það þjóni nokkram tilgangi að draga atvinnugreinar í dilka með þeim hætti sem nú er gert og sem boðið hefur heim víðtækri mismun- un. Aðalatriðið hlýtur að vera, að allar atvinnugreinar, öll fyrirtæki, búi við sömu skilyrði til að dafna. Aðeins þannig kemur í ljós hvaða fyrirtæki era mikilvæg og hver ekki. Ekkert ríkisvald er fært um að kveða einhliða upp þann úrskurð. Framkomnar hugmyndir um stjómarráðsbreytingar era alls ekki í þessum anda. Þvert á móti ýta þær undir þau misskildu viðhorf að ein atvinnugrein sé annarri æðri, eða þurfí á sérstakri „fyrirgreiðslu" að halda. (Þetta hefur raunar reynst misskilin greiðasemi eins og sann- ast hefur í landbúnaði). Samkvæmt hugmyndunum á að stofna sérstakt iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti, ef ekki að gera hluta af starfsemi viðskiptaráðu- neytisins að deild í iðnaðarráðu- neyti. Aðra starfsemi viðskipta- ráðuneytis á síðan að fella undir utanríkisráðuneytið (utanríkisvið- skipti) og heyrst hefur að færa eigi bankamál undir fjármálaráðuneyt- ið. Hvaða rök búa hér að baki? Varla hagkvæmnisrök, því ekki er að búast við að stöðugildum fækki. Og hvers vegna á iðnaðurinn og veslun betur heima undir sama hatti heldur en t.d. iðnaður og samgöng- ur eða iðnaður og landbúnaður ef út í það er farið? Hvað á utanríkis- pólitík sameiginlegt með utanríkis- Jóhann J. Ólafsson „Umræddar stjórnar- ráðsbreytingar eru um margt róttækar, en það er erfitt að sjá hvaða tilgangi þær þjóna. Fækkun ráðuneyta get- ur varla verið takmark í sjálfu sér og það er betur heima setið en af stað farið ef breyting- arnar verða í þeim dúr sem rætt er um.“ verslun ef undan era skildir vöraskiptasamningar við ríki þar sem skipulagshyggja ræður ferð- inni? Og eram við ekki að bjóða heim óhóflegri miðstýringu með því að koma bankamálum og ríkisfjár- málum á eina hendi? Að því er hugmyndina um byggðaráðuneyti varðar, þar sem landbúnaðarmál, samgöngumál og umhverfismál eiga að vera undir einum hatti, má spyija svipaðra spurninga. Er meira sameiginlegt með búvöraframleiðslu og flugsam- göngum en t.d. utanríkisverslun og flugsamgöngum? Umræddar stjómarráðsbreyting- ar era um margt róttækar, en það er erfítt að sjá hvaða tilgangi þær þjóna. Fækkun ráðuneyta getur varla verið takmark í sjálfu sér og það er betur heima setið en af stað farið ef breytingamr verða í þeim dúr sem rætt er um. Vilja menn hagræða í þessum efnum er nauðsynlegt að fagleg fremur en pólitísk sjónarmið ráði ferðinni og þau ráðuneyti sameinuð sem þjóni skyldum málum. Til dæm- is mætti hugsa sér að sameina í eitt ráðuneyti alla verslun, banka- mál, vátryggingar og samgöngur og nefna slíkt ráðuneyti viðskipta- ráðuneyti, því allar framleiða þessar greinar verðmæti og stunda við- skipti. Og auðvitað væri þá eðlileg- ast að stíga skrefíð til fulls og bæta við landbúnaði, iðnaði og sjáv- arútvegi undir sama hatt, enda tími til kominn að landsmenn geri sér ljóst að öll atvinnustarfsemi felur í sér viðskipti í víðtækasta skilningi. Höfundur er formaður Verslunar- ráðs íslands. Kaiuilu ajo bua tu gomsæta grillsósu? Þú þarft ekkert að kunna í matar- gerð til þess. Þú opnar dós af sýrðum rjóma, kíkir inn í eldhússkápana, notar hugmyndaflugið og velur eitthvað girnilegt, td. grænmeti eða krydd, sem þú blandar út í sýrða rjómann. Árangurinn kemur bæði þér og þínum þægilega á óvart! ■ i i i i i i i i i ■ i I s I co I £ 1 Auðveld, fín sósa með kjötinu. Taktu mælieiningarnar ekki of alvarlega. / dós sýrður rjómi 'h msk saxaður laukur 'h msk söxuð græn paprika [h msk söxuð rauð paprika 2 msk Heinz eða Libby’s tómatsósa örlítill sítrónupipar. Blandaðu öllu saman og berðu sósuna fram með glóðarsteiktu kjöti eða pylsum. Fleiri tillögur birtast á naestunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.