Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 4 Alfreð Flóki myndlist- armaður — Minning „í einsemd minni sá ég undur skýrt það sem á sér enga stoð.“ (Antonio Machado) Alfreð Flóka, vini mínum, þótti skammlífir snillingar jafnan áhuga- verðari en annað fólk. Að lifa skamma hríð, en af dirfsku og ástríðu var í hans augum það sem máli skipti. Hins vegar óttaðist hann ekki dauðann, heldur leit á hann sem gátt að nýrri veröld, upp- fulla með undur og stórmerki, þar sem finna mætti alla þá sem mest höfðu lagt af mörkum til lífsævin- týrsins. Því er meira en lítið skáldlegt réttlæti fólgið í fyrirvaralausu brottnámi Flóka úr þessari verijld, á fertugasta og níunda aldursári. Sammt svíður sú kaldhæðni sem dauðinn ber með sér. Því fyrir það fyrsta var Flóki einstakur í sögu íslenskrar nútímamyndlistar, úník, án forvera og sporgöngumanna. Aukinheldur var hann á uppleið úr öldudal, nýleg bók um verk hans hafði vakið athygli erlendis og kom- ið af stað áætlunum um sýningar þar. Og enn átti Flóki eftir að teikna myndir við þá bók sem honum þótti merkilegri en aðrar bækur, Gólem eftir Gústaf Meyrink. Mér segir svo hugur að Flóki hafí tekið líf í bókum fram yfír daglega lífíð. Lífsstarf hans var framar öðru fólgið í því að færa bókmenntalegan innblástur í myndrænan búning. Ekki með því að „lýsa“ atburðum úr bókum — þótt vöntun á „monnípeníngum" neyddi hann stundum til að taka að sér slík verk — heldur með því að fanga sjálft fjöregg bókmennt- anna í mynd, eða gera við þær persónuleg tilbrigði. Gullgerðarmenn miðalda, alkem- istamir, voru Flóka hjartfólgnir, kannski ekki síst fyrir það að þeir bjuggu í skýjaborgum, rétt eins og listamenn. í dag mætti sennilega flokka gullgerðarmenn með nokk- urs konar konseptlistamönnum, þar eð eftir þá liggja aðeins hugmyndir um gull. Þótt meira liggi að vísu eftir Flóka, þá fannst mér ævinlega sem ég væri í návist alkemista, er ég sat heima hjá honum. Jafnvel þótt teikningar hans væru alls staðar í kringum okkur, voru það hugmyndir hans sem kveiktu líf í samræður okkar, ekki aðeins þær hugmyndir sem hann átti eftir að festa á blað, heldur allur sá hugmyndaheimur sem Flóki hrærðist í. Spjall um myndlistarsýn- ingar bæjarins gat snúist upp í skoðanaskipti um innblásturinn, sem síðan leiddi af sér umræður um algleymið, trúarbrögð fyrr og nú, og andagift í myndlistarlegum og bókmenntalegum skilningi. Alls staðar var Flóki vel heima og leiddi rök að skoðunum sínum með tilvís- un í heimspeki, forn dulsmál, lífshlaup andans manna, lífs og lið- inna og þær bækur sem hann hafði sankað að sér. Vissulega vorum við oft á önd- verðum meiði, en skoðanir okkar skiptu minna máli en flæði sam- ræðnanna, þeir neistar sem við slógum hvor af öðrum. Eg er ekki frá því að Flóki hafi verið einhver mesti fjölfróði í íslenskri myndlistarmannastétt, fyrr og síðar. Á góðri stundu gat hann rafurmagnað hvern mann- fagnað með andríki sínu og frá- sagnargáfu, sem oftar en ekki var krydduð öllum blæbrigðum fyndn- innar. En það voru fleiri hliðar á Flóka. Þeir sem fylgdust með hinum yfir- lýsingaglaða oflátungi, sem sá fjölmiðlum fyrir mergjuðum tilvitn- unum á sýningartímum, urðu undrandi að hitta Flóka heima fyr- ir, hlédrægan, allt að því feiminn. Oflátungshátturinn vék þá fyrir sjálfshæðni og allt að því bamslegu iítillæti. Ég held að feimnin og efinn hafi verið Flóka eiginlegri en margir hefðu haldið. Út úr þeirri skel braust hann með næstum ofur- mannlegum hætti, með því að gera sjálfan sig að goðsögn. Fyrirmynd- ina sótti hann til 19. aldar sterti- menna, Dandyanna, sem lifðu lífi sínu eins og á sviði, „skeytingalaus- ir um annað en það sem stríddi móti borgaralegu siðgæði, áhuga- samir um nýjar og æsandi kenndir sem víkkað gætu landsvæði and- ans,“ svo ég leyfi mér að vitna í eigin formála í bók um Flóka. Sjálfsagt hefur honum reynst erfitt að halda lífi í þessari goðsögn og synda stöðugt á móti straumnum í list sinni. Fyrir kom að hann gaf eftir, gaf sig á vald „svarta seppa“, þunglyndinu og Bakkusi. En ávallt reis hann upp á ný til að vinna úr því sem hann varð áskynja um sjálf- an sig í „undirheimum". Með Alfreð Flóka er horfínn sá listamaður íslenskur sem mesta rækt lagði við hið dulúðga og undraverða. Án samfylgdar hans verður erfíðara að umbera hvunndagsleikann. Ástvinum hans vil ég votta sam- úð mína. Aðalsteinn Ingólfsson Gálgafuglinn er horfínn úr íslenzka menningarberginu. Hann bjó þar á syllu sinni — einn — langa hríð. Júlí 1955. Á spítalaflötinni sunnanvið Landakot sátu tveir menn: Snorri Arinbjamar listmálari og sjúklingur og toginleitur, mjósleginn ungling- ur með þykk homspangagleraugu, fár og feimnislegur og fölari en nokkur sjúklinganna: Alfreð Flóki. Okkur bar þar að, félagana, í heim- sókn til Snorra. Á þessum ámm var Flóki meðal efnilegustu skákmanna landsins, næstum orðinn Reykjavíkurmeist- ari. Þar, sem víðar, lét hann vinn- inginn liggja. Um haustið hóf hann listnám. Fjölskyldan, foreldrar og systir, bjuggu i hinu gamla húsi föðurætt- arinnar við Bárugötu 18: gamalt og virðulegt hús undir laufkrónum og innan dyra ríkti mýstískt andrúm fortíðar. En foreldrar Flóka tóku á móti félögum sonarins af svo andófs- lausri elskusemi, að einstakt var. Og það var þeim líka aldeilis sjálf- sagður hlutur að sonurinnn færi til listnáms — þótt slíkt væri ekki fysi- legur kostur á þessum árum. Herbergi Flóka undir súðinni að vestan var mikill furðuheimur: á veggjunum voru ógnvænlegar og sjarmerandi myndir af ýmsum stór- snillingum bókmenntasögunnar, Hugo, Balzac, Baudelaire, Rim- baud, Poe, Oscar Wilde o.m.fl. Og í hillum ótal raðir þunglama- legra leksíkona og úrval heims- bókmennta. I þessari vistarveru stundaði hinn feimnislegi unglingur bókmenntir og list sína. Af munk- legri elju og fysn. Lestur og teiknun voru honum tvær jafn réttháar fíknir. Árin liðu og Flóki varð frægur og viðurkenndur og umdeildur myndlistarmaður og einstaklega hittinn á meinlaus loddarabrögð til að vekja á sér athygli og erta smá- borgaraskapið. Hann varð fyrir löngu þjóðsagnapersóna og hafði vissa ánægju af athyglinni, sem uppátæki hans vöktu. Myndir hans eru víða á söfnum erlendis og hafa lengi verið eftir- sótt af löndum hans. Og nafn hans er löngu komið í erlenda leksíkona. Og samt var hann svo fáskiptinn um veraldlegt kíf og framapot, að vinir hans urðu oft þrumu lostnir vegna þeirra tækifæra, sem hann lét ganga sér úr greipum. Hann lét vinninginn liggja. Og í praktískum hlutum var hann ævintýralega við- utan og framandi — ég veit satt að segja ekki, hvort hann kunni að hella uppá kaffí — og var þó meiri- háttar kaffíkall. Og skyndilega er hann allur, þessi gamli snilldarinnar spjátrung- ur. Og hvað er þá minnisstæðast í veru svo magnaðs og umdeilds per- sónuleika? Eru það heitar lífsnautnastundir frá æskudögum, þar sem frásagna- leiftran snillingsins lýsti upp stuttar nætur? Eru það myndverk hans, óttaleg og falleg í senn — geníöl að gerð? Fágætur lífskúltúr hans og sið- fágun? Eða er það kannski minningin úr dönskum kóngsgarði, þarsem Flóki hoppar og skoppar með ung- um dreng sem féll í grasið — og meistari réttir honum langa, mjúka hönd sína og þeir leiðast, tveir og eru eitt? Bragi Kristjónsson í dag verður Alfreð Flóki jarð- sunginn frá Dómkirkjunni. Til- hugsunin um að ég sé að fylgja honum síðasta spölinn er miklum trega blandin því að ósjaldan feng- um við okkur göngutúr í Vestur- bænum. Flóki frændi eins og ég kallaði hann alltaf var mikill göngu- garpur. Það hvarflaði aldrei að honum eitt einasta augnablik að taka bílpróf. Hann vildi heldur nota fætuma til þess að geta virt fyrir sér umhverfíð. Til þess hafði hann nægan tíma því sem listamaður var hann sjálfs sín herra. Þegar ég hugsa til baka þá fínnst mér ekkert undarlegt að Flóki eigi sterk ítök í mér. Hann var eini karlmaðurinn í fjölskyldunni sem var heimavinn- andi. Hann bjó ætíð með ömmu minni þar til fyrir 2 árum þannig að ég hitti hann næstum daglega. Það brást aldrei að þegar ég heim- sótti ömmu þá skrapp ég inn til Flóka þar sem hann var að teikna. Hann setti þá oft góða plötu á fón- inn og undir klassískri tónlist spjölluðum við um alla heima og geima. Flóki var víðlesinn og fylgd- ist vel með gangi mála í umheimin- um. Jafnréttissinnaðri og fordómalausari manni hef ég ekki kynnst. Hann varði yfirleitt málstað þeirra sem minna máttm sín og var óhræddur við að segja álit sitt jafn- vel þótt það yrði til þess að hann fengi vítur fyrir. Við, sem urðum þess aðnjótandi að fá að kynnast slíkum heiðurs- manni, eigum eftir að sakna hans mikið. Blessuð sé minning hans. Frænka Ég heyrði Alfreð segja við stúlk- una: „Hagaðu þér ekki eins og lostafull jómfrú sem lætur fallast fyrir dagrenningu, stimið býður með fulla reisn. Þiykkt er á hnapp og arfleifð Sades birtist. Láttu þetta líða hægt, við gerum eins og dýrin, sér í iagi slöngumar, uppí kvöldsól- ina. Fáránlegt að hugsa ekki til satans, hef alltaf þurft að segja þér eitthvað. En hugsunin er hverful, rétt eins og Breton, ein töf. Vertu mér hlýr áður en jörðin opnast." Ég hitti Alfreð á íslandi, Kaup- mannahöfn og víðar. Sá blíð augu hans, kímnina, angistina og titrandi hendur hans. Hugsaði um hárfínar línumar, myndimar hans. Augu okkar vom alltaf vingjamleg og hann sagði að það sem við sæjum væm tvær hliðar af því sama. Mað- ur á að sjá með ökklunum, nefínu, augunum, tungunni og hinni ástríku svipu. Við gátum verið ósáttir en aldrei þó í þeim mæli að brot kæmi í þann hjúp kærleika, þar sem við dönsuðum. Ég átti mín leyndarmál, hann sín, _við vomm ekki smásmugulegir. Ég veit að hann sveik mig vegna tunglsjúku anemónunnar; ég hann útaf gleði- konunni Körku í Flórens. Þegar Alfreð skildi þetta, sagði hann ekk- ert, horfði einungis til mín með mínum augum og brosti. Víst emm Horfin æska Lát Alfreðs Flóka er punktur aftan við langa æsku. Með honum hverfur að mestu æska þeirrar kynslóðar sem var hans. Flóki var dæmigerður æskumaður og naut þess að vera það uns ýmis- konar vandkvæði miðaldra fólks fóru að sækja á hann og þóttust geta krafið hann um toll. Flóki neitaði að trúa, en gat ekki frek- ar en aðrir flúið þá staðreynd að gráir sinuhagar taka við af draumum sem áður lituðu ókomna tíma svo að vitnað sé til Jóhanns Siguijónssonar. Það að varðveita æskuna er í raun kraftaverk. En til þess að slíkt takist að einhveiju marki þarf að gera sér grein fyrir fallvaltleik lífsins, að það er orðið áliðið þrátt fyrir allt. Sólarlag og sólampprás eiga eitt sameiginlegt: Fegurð. í því er falin sáttargjörð. í myndum Flóka ero líf og dauði eitt og hið sama, andstæðumar kveikja lífs. Hið fagra er máttvana án ljótleik- ans og hryllingurinn lifír ekki án bamslegs sakleysis. í öllum við- fangsefnum Flóka leynist heim- spekileg og trúarleg spum, það að vilja komast að kjama máls þótt niðurstaðan verði ekki annað en fánýti. Þegar við Flóki dmkkum saman súkkulaði á Skálanum tæpri viku fyrir andlát hans vom umræðuefnin furðu lík þeim sem gjaldgeng þóttu á kaffíhúsum borgarinnar á sjötta áratugnum. Málflutningur hans minnti mig á það sem einkum var á döfínni í frægri kaffístofu á Laugavegi 11, í plast- og speglaver- öld sem stríðið hafði laðað fram með áhrifamætti sínum. Ég áttaði mig á því betur en oft áður að við höfðum gengið í hring og það var lítið eftir nema endurtekningin og þeir sem ekki vildu rækta hana vom dæmdir úr leik. Lífíð var aðeins til sem minning, inni og úti blöstu sinuhagamir við. Það líf sem lifað var á þessari stundu var óraunverulegt af því að það var ekki orðið minning. Meðal helstu einkenna Alfreðs Flóka vom glaðværð og kátína. Þegar við hittumst síðast var hann að vanda í góðu skapi og þeirri spumingu hvort hann liti vel út var hægt að svara játandi. Mér fannst hann ekki hafa breyst mikið síðan ég sá hann fyrst nema kannski að því leyti að nú var hann með bindi í staðinn fyrir slaufu. Sama síða jarpa hárið prýddi hann og í augun- um var glettni sem gat boðað margt. Kannski tjáði hún liðna gleði því að nú var ekki tími til annars en horfast í augu við þann rey- kvíska vemleik sem dunaði á strætunum fyrir utan og gleyma sér um stund við kyrrð bókanna sem hann dáði svo mjög. Flóki var mikill bókamaður. Ég undraðist það oft hve víðlesinn hann var og vel heima í bókmenntum: skáldsögum og ljóðlist, sjálfsævi- sögum, heimspeki og trúfræðirit- um, að ógleymdum þeim dulhyggju- skmddum sem hann lá yfír og hafði gaman af. Þegar hann var að teikna vildi hann að lesið væri fyrir sig. Síðasta bókin af mörgum sem sam- býliskona hans, Ingibjörg M. Alfreðsdóttir, las fyrir hann var Jólaóratoría Görans Tunström, bók sem hlýtur að hafa átt vel við Flóka vegna þess hve skáldleg og upphaf- in hún er, rómantísk og raunsæ í senn og segir frá einkennilegu fólki og óvenjulegum örlögum. Vini sína meðal skálda bað Flóki oft að lesa fyrir sig og sjálfur flutti hann eink- ar vel ljóð. Munnleg frásögn hans var oft með þeim hætti að rithöf- undar máttu öfunda hann af frásagnargleðinni og hugkvæmn- inni, en of lítið var gert af því að skrá eftir honum. Mönnum þótti hann einfaldlega of ungur til að færa hann í gervi sagnaþularins. Persónan Flóki var og verður mörgum hugleikin. Menn undmðust oft mælsku hans og leikræna til- burði. En það em myndir hans sem verða þegar fram líða stundir helstu heimildimar um hann. Frá þeim fyrstu til hinna síðustu má lesa þróun, ákveðna heildarsýn, ein- stæðan heim. Mönnum þótti Flóki ekki breytast mikið, en þegar vel er að gáð em fleiri en eitt tímabil í list hans. Hjá því verður ekki kom- ist að sjá hve hann er sjálfum sér samkvæmur alla tíð. List hans var aldrei tilviljanakennd, en gerðist æ markvissari með ámnum, m.a. vegna þess að ákveðin tákn, ákveð- inn hugmyndaheimur setti svip á viðfangseftnn. Við getum sagt að efni myndanna sé ástin og dauðinn og með sama rétti lostinn og eyð- ingin, en það skiptir ekki höfuðmáli. Myndræn gildi ieikninga Flóka em svo yfírgnæfandi að hann hefði getað valið sér allt annað mynd- efni, en samt orðið sigurvegari. Hann skapaði þá veröld sem stóð hjarta hans næst og hann fann til skyldleika við. Hann sýndi þann trúverðugleik að bregðast ekki til- fínningum sinum og vitsmunum. Honum datt aldrei annað í hug en teikna það sem höfðaði til hans. Með öllum myndum sínum vildi hann segja eitthvað, ekki bara teikna út í bláinn. Að því leyti er hann bókmenntalegur myndlistar- maður, skáld í línu. Og hann er ekki í vondum félagsskap hvað þetta varðar. Mikil myndlist vill ekki bara vera myndlist eins og mikill skáldskapur vill ekki bara vera skáldskapur. Það takmark að ná út fyrir myndflötinn og lengra en orðin getur aldrei orðið létt- vægt. Og hver er kominn til þess að kveða upp þann dóm í eitt skipti fyrir öll hvemig myndlist eigi að vera og skáldskapur að hljóma. Sé slíkur maður tiltækur og allir sam- mála um að hann hafí rétt fyrir sér er eins gott að hætta að skapa. Heimili Alfreðs Flóka á Bámgötu í Reykjavík stóð okkur vinum hans opið og þar ríkti einstök ljúf- mennska þeirra hjóna, Guðrúnar og Alfreðs Nielsens. Það var á þeim ámm þegar mikið lá á að skapa ódauðlega list og ná heimsfrægð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.