Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 fNtovQm Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Arni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Dýrasti ráðherra Islandssögunnar Landbúnaður og sjávarútveg- ur vóru einu undirstöður atvinnu og afkomu íslendinga frá upphafi byggðar í landinu fram á tuttugustu öldina. Langt er síðan menn gerðu sér grein fyrir því að auðlindir moldar og sjávar höfðu nýtingarmörk, sem ekki mátti yfir fara. Þröngur markað- ur búvöru og viðkvæm stofn- stærð nytjafiska settu þjóðinni stólinn fyrir dymar með umtals- verða framleiðsluaukningu bú- og sjávarvöru. Af þeim sökum var meðal annars horft til þriðju auðlindarinnar, orkunnar í fall- vötnum landsins og jarðvarmans, sem leiðar til að auka þjóðartekj- ur og bæta almenn kjör í landinu. I þeirri viðleitni að breyta orku fallvatna í störf, verðmæti, gjald- eyri og lífskjör var efnt til samstarfs við erlenda aðila, er höfðu fjármagn, tækniþekkingu og aðgang að fjölþjóðlegum markaði fyrir framleiðsluna. Þetta var gert vegna þess að eina færa leiðin til að flytja íslenzka raforku á erlendan markað var í formi orkufreks iðnaðar. Bæði álverksmiðjan við Straumsvík og jámblendiverksmiðjan á Grund- artanga hafa gegnt þýðingar- miklu hlutverki í íslenzkum þjóðarbúskap. Morgunblaðið greinir frá því í gær að viðræðunefnd við fulltrúa brezka fýrirtækisins Rio Tinto Zink hafí komist að þeirri niður- stöðu „að ekki sé grundvöllur fyrir byggingu og rekstri kísil- málmverksmiðju við Reyðaríjörð að svo stöddu“. Eini sjáanlegi kosturinn til að auka umtalsvert sölu rafmagns til orkufreks út- flutningsiðnaðar er stækkun álversins við Straumsvík. Ekki hefur fundist erlendur samstarfs- aðili að þeirri framkvæmd, þrátt fyrir nokkra leit. Tími vaxtar í orkufrekum iðnaði, sem leiðar til að breyta orku fallvatna í bætt lífskjör, virðist úti, að minnsta kosti í bili. Meðan samkeppnisstaða raf- orku gagnvart öðrum orkugjöfum var góð, vegna hárrar verðlagn- ingar olíu um árabil, héldum við að okkur höndum þegar orku- frekur iðnaður átti í hlut. Þá réði sú afstaða Hjörleifs Guttorms- sonar og Alþýðubandalagsins í iðnaðarráðuneytinu að glötuð tækifæri í orkuiðnaði væru vel nýtt tækifæri. Af þeim sökum höfum við misst af möguleikum til að breyta orku fallvatna í störf, verðmæti og lífskjör. Af þeim sökum höfum við orðið að draga í land með frekari virkjun- arframkvæmdir. Ráðherra hinna glötuðu tæki- færa er hugsanlega dýrasti ráðherra Islandssögunnar. Viðhorf sjómanna Forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Friðrik Pálsson, tekur í Morgunblaðsvið- tali í svipaðan streng og formaður Landssambands útvegsmanna, Kristján Ragnarsson, varðandi fijálst fiskverð. Báðir láta í ljós ótta um að afstaða sjómanna í nokkrum útvegsplássum kunni að leiða til þess að horfið verði til fyrri verðmyndunarleiðar ferskfisks, þ.e. „forsjár ríkisins“. Formaður Sjómannasambands íslands, Óskar Vigfússon, sér málið frá öðrum sjónarmáli. Ummæli hans benda til þess að hann sé sáttur við fijálst fisk- verð, að því tilskyldu, að sjónar- mið sjómanna séu metin á þeim stöðum þar sem einn og sami eigandi vinnslustöðvar og veiði- skipa hefur aðstöðu' til að ákveða „einhliða" fiskverð, án samráðs við sjómenn. Þessi afstaða er skiljanleg. . Sú staðreynd að veiðar og vinnsla eru víða um land undir einum hatti vekur spumingu um, hvort fijálst fiskverð geti fest rætur á þeim stöðum með öðrum hætti en þeim, að ferskfiskvið- skipti tengist með einum eða öðrum hætti uppboðs- eða íjar- skiptamarkaði, þ.e. samkeppni um sölu og kaup hráefnisins. í öllu falli þarf í þessum tilfellum að finna leið eða viðmiðun, sem allir hagsmunaaðilar eru sæmi- lega sáttir við. Þar sem samkeppni er næg um ferskfiskinn, sem að landi berst, hentar fijálst fiskverð og uppboðsmarkaðir hagsmunum sjómanna sem annarra sjávarút- vegsaðila, enda sá viðskiptamáti sem nær allar fískveiðiþjóðir hafa tileinkað sér. Það er hinsvegar ofurskiljan- legt að sjávarútvegurinn þurfi nokkum tíma til að laga sig að breyttum aðstæðum að þessu leyti. Ref skák í kri um blæðandi eftir Áke Sparring Á meðan gert er ráð fyrir tímabili slökunar og samvinnu austurs og vesturs i Evrópu held- ur stríðið í Afganistan áfram. Það merkir að Rauði herinn held- ur áfram að umbreyta Afgönum í þjóð flóttamanna og fallinna. Stríðið skiptir engu máli í evr- ópskum millirikjaviðræðum. „Evrópa er ekki Asía,“ segja menn með spekingssvip. Stríðið er heldur ekki gagnrýnt af neinni verulegri hörku. Bandaríkjamenn hafa skoðun á stríðinu. Bandaríska leyniþjónust- an, CIA, sér skæruliðum fyrir vopnum, utanríkisráðuneytið reynir eftir megni að torvelda Sovétmönn- um stríðsreksturinn eftir pólitískum leiðum og í þinginu er athyglisvert hve mikill einhugur ríkir þegar fjár- veitingar til skæruliðanna eru á dagskrá. Einu sinni á ári krefst Allshetjar- þing Sameinuðu þjóðanna þess að „allar erlendar hersveitir verði flutt- ar á brott frá Afganistan". Aðalrit- ari samtakanna hefur komið á laggimar samningaviðræðum milli Afganistans og Pakistans um skii- yrðin fyrir friðarsamningum. Tvisvar hefur aðalritarinn sagt að samkomulag væri í nánd en það hefur ekki gengið eftir. Oft hefur verið vitnað til þeirra orða Gorbachevs að Afganistan væri „blæðandi sár“. Þetta hafa menn skilið svo að hann vildi að Sovétríkin drægju sig út úr stríðinu. Það sem Gorbachev raunveru- lega hefur sagt er að „gagnbylting- arsinnar og heimsvaldasinnar hafi breytt Afganistan í blæðandi sár“. Þessi ummæli benda ekki til að hann ætli sér að hörfa alveg á næstunni. Enn fremur er sá orðrómur á kreiki að Gorbachev hafi látið svo um mælt að innrásin í Afganistan hafi verið mistök. Þetta hefur einn- ig verið túlkað svo að Sovétmenn ætluðu á brott. Þetta getur verið rétt. Þetta geta líka verið vísvitandi rangar upplýs- ingar — til þess að vinna tíma. Það er nefnilega lítið um ótvíræðar vísbendingar sem styðja þá tilgátu, að Sovétmenn séu nú tilbúnir að yfírgefa Afganistan án þess að hafa tryggingu fyrir því að leppstjóm þeirra verði áfram við völd — ef nota má gamalt og skilmerkilegt orðalag. Kostnaðurinn við stríðsrekstur- inn — fjögur til fimm þúsund fallnir á ári og 24 til 36 milljarða króna útgjöld á ári (samkvæmt banda- rískum útreikningum) — dugar varla til að halda aftur af risaveldi. Þar að auki þarf Kreml-stjórnin ekki að beijast við kröftuga andúð á stríðinu meðal eigin þegna. Varð- andi stríðið í Afganistan er ekki rætt um neina „Glasnost“-stefnu. Sovétmenn í Asíu Það er velþekkt að Gorbachev hefur oft átt frumkvæði að því að bæta samskiptin við Vestur-Evrópu og Bandaríkin og stundum staðið djarflega að verki. Hann hefur ver- ið varkárari i Asíu. Það er ekki vegna þess að ekki sé þörf á breyt- ingum. Sambandið við Kína, Japan og ríki Suðaustur-Asíubandalagsins einkennist af tortryggni og stund- um beiskju. Álitið er að Peking-stjórnin hafi komist að þeirri niðurstöðu að Gorbachev vilji breytingar en Kínveijar séu ekki jafn vissir um að honum takist að koma þeim á ásamt umbótum innanlands, sömu- leiðis eru þeir ekki vissir um að stefna hans verði Kínveijum í hag. Kínveijar hyggjast því bíða og sjá til. Það geta þeir með góðri sam- visku þar sem enn eru fyrir hendi hinar svokölluðu „þijár hindranir" í vegi bættrar sambúðar Sovét- manna og Kínveija. Þær eru í fyrsta lagi herseta Víetnama í Kampuc- heu, í öðru lagi hernaður Sovét- manna í Afganistan og í þriðja lagi vígbúnaður Sovétmanna við kínversku landamærin. Nokkrar japanskar eyjar, sem Sovétmenn hernámu í lok heims- styijaldarinnar síðari, eru enn hernumdar og Japanar auka nú vígbúnað sinn. Siglingar sovéska flotans á haf- svæðum við ríki Suðaustur-Asíu- bandalagsins veldur viðkomandi þjóðum áhyggjum. Ráðgert er að stækka og endurbæta miðstöð sov- éska flotans á svæðinu; flotastöðina í Cam Ranh í Víetnam. Því má svo bæta við að allt bend- ir til að Sovétmenn hyggist ekki fíarlægja meðaldrægar flaugar sem þeir hafa sett upp í Mið-Asíu en flaugar þessar draga til allrar Aust- ur- og Suðaustur-Asíu. Japanar og Kínveijar telja að flaugarnar séu ætlaðar þeim. Þjóðarsátt I Afganistan hefur fleira verið að gerast. Babrak Karmal, sem var mjög svo hataður, hefur verið settur á eftirlaun og við leiðtogahlutverk- inu tekið lögreglustjórinn Naji- bullah. Hann reynir að koma fram sem hófsamur og sanngjarn maður. „Þjóðarsátt" er nýja herópið. Ætt- arhöfðingjum og fulltrúum and- stæðinga stjórnarinnar hafa verið boðin sæti í ríkisstjórninni. Ofsókn- ir á hendur Islam hafa verið stöðvaðar. Tilboði stjórnarinnar í janúar um vopnahlé og almenna sakaruppgjöf var vissulega ekki tekið en olli því að sumir liðsmenn skæruliða rugl- uðust nokkuð í ríminu og varð einnig til þess að draga fram í sviðs- ljósið velþekkt deiluefni í skæruliða- hreyfingunni. „Vopnahléð" varð því í bili ríksstjórninni til framdráttar. Þegar litið er á þau atriði sem ekki hefur náðst samkomulag um í viðræðum Kabúl-stjórnarinnar og Pakistana í Genf verður það til að styrkja þá tilgátu að ofangreindar breytingar séu tilraunir til að halda í völdin með því að láta undan í vissum atriðum, hugsanlega án þess að alvara sé að baki. Menn eru sammála um að Rauði herinn skuli yfirgefa Afganistan en ekki um tímaáætiun í því sambandi. Frá upphafi kröfðust fulltrúar Kabúl- stjórnarinnar að fá að njóta „hinnar bróðurlegu aðstoðar" í fjögur ár eftir að vopnaviðskiptum yrði lokið og vopnasendingar til skæruliða úr sögunni. Nú krefíast þeir átján mánaða aðlögunar en sú krafa er einnig óaðgengileg fyrir Pakistan- stjórn og skæruliðana. Það væri furðulegt ef afgönsku kommúnistamir berðust ekki fyrir því að halda völdum í Kabúl. Án valdanna væri líf þeirra í hættu. Þeir geta sætt sig við þjóðstjórn en skilyrðið er að þeir gegni „for- ystuhlutverkinu". Jafnvel þótt Moskvu-stjórnin væri reiðubúin er ekki víst að Kabúl-stjórnin væri það. Líklegt er að slíka ríkisstjórn geti ekki einu sinni hófsamasti hluti Zahir, fyrrum konungur í Afgan- istan hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndina um tímabundna ríkisstjórn þar sem allir mikil- vægir hópar, einnig kommúnist- ar, ættu sæti. En hann vill ekki láta þá hafa „forystuna á hendi“ sem merkir einfaldlega „úrslita- völdin“. skæruliðahreyfingarinnar sætt sig við. Á hinn bóginn er skæruliða- hreyfingin sjálf svo klofin að hún getur varla myndað eigin ríkis- stjórn. Hugsanlegt er að sterkur maður geti komið fram á sjónar- sviðið úr röðum skæruliða en enginn slíkur hefur enn birst. Það er því vafasamt að sam- komulag, sem gert yrði í Genf, myndi verða nothæft við ríkjandi aðstæður í Afganistan. Skærulið- arnir viðurkenna hvorki að Kabúl- stjórnin né Pakistan-stjórn séu aðil- ar í málinu. Þeir krefjast þess að fá að semja milliliðalaust við yfir- völd í Moskvu; Kabúl-stjórnin geti hvort sem er ekkert ákveðið upp á eigin spýtur. Það er satt en varla er það sannleikur sem Kabúl-stjórn- in vill viðurkenna. Afganskir flóttamenn í Pakistan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.