Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 Golf: Sindri varð drengjameistari Unglingameistaramót íslands í golfi var haldifi um síðustu helgi á Hvaleyrarholtsvelli f Hafnar- firði. Þátttakendur voru 116 talsins. Sindri Óskarsson úr Vest- mannaeyjum varð drengjameist- ari, Guðmundur Sveinbjörnsson, GK, vann piltaflokkinn, Kagn- heiður Sigurðardóttir, GR, vann stúlknaflokkinn og Karen Sœv- ^arsdóttir, GS, vann telpnaflokk- inn. Keppnin var nokkuð jöfn í drengja- og piltaflokki en tiltölu- lega ójöfn í kvennaflokkunum. Sindri Óskarsson vann drengja- flokkinn á 304 höggum en næstur varð Guðmundur Órn Guðjónsson, GG, á 311 höggum. Magnús H. Karlsson, GA, lék einnig á 311 höggum en Guðmundur hafði bet- ur í umspili. Hjá piltunum varð Þorsteinn Hallgrímsson frá Vestmannaeyjum annar á 292 höggum en Guðmund- ur Sveinbjörnsson lék á 290 höggum og vann. Þorsteinn hafði eins höggs forystu fyrir síðasta __, daginn og þó svo hann léki á 68 höggum dugði það ekki til því Guðmundur lók mjög vel og kom inn á 65 höggum. í stúlknaflokki vann Ragnhildur næsta örugglega á 328 höggum en önnur varð Árný L. Árnadóttir úr GA á 368 höggum. [ telpna- flokki er sömu sögu að segja. Karen vann þar með miklum mun, Wimbledon-tennismótið: lék á 332 höggum en Andrea Ás- grímsdóttir úr GA lók á 376 höggum og varð önnur. Drengjalandsliðið valið fyrir EM Eftir mótið var drengjalandslið okkar valið en það tekur þátt í Evrópumeistaramótinu, fyrir 18 ára og yngri, sem fram fer í Frakk- landi í næstu viku. Liðið sem heldur utan er skipað þeim Birgi Ágústssyni og Þorsteini Hallgrímssyni úr GV, Björgvin Sig- urbergssyni og Birni Knútssyni úr GK og þeim Gunnari Sigurðssyni og Jóni H. Karlssyni úr GR. Mót þetta er nú haldið í áttunda sinn en ísland sendir nú sveit í fyrsta sinn. Ekki er alveg Ijóst hvar við stöndum samanborið við aðrar Evrópuþjóðir í þessum aldursflokki en strákarnir eru allir góðir kylfing- ar og eru ákveðnir í að standa sig. Simamynd/Reuter • Jimmy Connors slær knöttinn af krafti á Wimbledon-mótinu. Hann hefur staðið sig mun betur á mótinu en margir spáðu. Connors enn einu sinni í undanúrslit Sund: Gross meistari sjöunda árið í röð MICHAEL Gross, ólympíumeist- arinn f 200 m skriðsundi í Los Angeles, jafnaði besta tfma sem náðst hefur á þessu ári f grein- inni f úrslitasundinu á vestur- - þýska meistaramótinu f gær. Hann sigraði auðvitað og varð þar með þýskur meistari f 200 m skriðsundi sjöunda árið f röð. Thomas Fahrner, bronsverð- launahafi á síðustu ólympíuleikum, synti vegalengdina á 1.52,06 mín. i riðlakeppni mótsins í fyrrakvöld. Það er besti tími sem náðst hefur á árinu. Gross jafnaði svo þann árangur í gær. JIMMY Connors, sem verður 35 ára eftir tvo mánuði, komst f gær í undanúrslit Wimbledon-keppn- innar í tennis. Enn einu sinni náði hann að sigra mótherja sinn f keppninni þrátt fyrir að margir spáðu öðru. Hann mætir Pat Cash, frá Ástralfu, í undanúrslit- um en f hinum undanúrslitaleikn- um mætast Ivan Lendl, Tékkóslóvakíu, og Svfinn Stefan Edberg. í undanúrslitum í kvennaflokki mætast annars veg- ar Martina Navratilova og Chris Evert, báðar Bandarfkjunum, og hins vegar Pam Shriver, Banda- rfkjunum og Steffi Graf, Vestur- Þýskalandi. í fyrradag sigraði Connors Svíann Mikael Pernfors í löngum og erfiðum leik. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur settunum, 1:6, 1:6, sneri Connors blaðinu við og sigr- aöi. Hann fékk aðeins 24 stunda hvíld fyrir leikinn í gær, en sigraði engu að síður. Júgóslavinn sem hann lék við í gær er mjög skot- fastur, og talið var að Connors yrði í erfiðleikum með að verjast honum — en svo fór ekki, þrátt fyrir að Zivojinovic næði hvorki fleiri né færri en 25 „ásurn", — þ.e. skoraði stig 25 sinnum í fyrri uppgjöf. Connors hefur tvívegis orðið Wimbledon-meistari í ein- liðaleik, 1974 og 1982. Stefen Edberg sigraði í „Svía- slagnum" gegn Andres Jarryd. Hann byrjaði reyndar illa og tapaði fyrsta settinu, en sigraði síðan örugglega. Edberg þykir mjög sterkur á grasi, og var sá sem Boris Becker, handhafi Wimble- don-bikarsins, óttaðist mest allra í mótinu. Becker er reyndar úr leik sem kunnugt er, en Edberg Ivan Lendl í undanúrslitum. Edberg hafði sigrað Jarryd í fimm af sjö skiptum sem þeir hafa mæst fyrir gærdaginn. Fyrir tveimur árum bar Frakkinn Henri Leconte sigurorð af Ivan Lendl í fjórðu umferð Wimbledon- keppninnar, en Lendl var greini- lega ákveðinn í aö láta það ekki gerast aftur. Hann lék frábærlega og Leconte var ekki óánægður þrátt fyrir tap: „Lendl vinnur keppnina ef hann leikur áfram svona. Leikur hans hefur breyst mikið síðan ég sigraði hann í hitt- eðfyrra, en þá var hann enn mjög ósáttur við að þurfa að leika á grasi." Lendl sagði einmitt: „Ég er sterkari en ég var, og betri á grasi en ég var.“ Um undaúrslita- leikinn gegn Edberg sagði hann: „Það verður erfitt að sigra Stefan. Það er alltaf erfitt að leika gegn honum; og örugglega erfiöara en nokkurn tíma í undanúrslitum á Wimbledon. Pat Cash vann svo óvæntan sig- ur á Mats Wilander í gær. Martina Navratilova, sem sigrað hefur í einliðaleiknum í kvenna- flokki síðustu fimm ár, komst í undanúrslitin í gær. Leikurinn var þó ekki eins ójafn og 6:2, 6:1-sigur BAYER Uerdingen, liðið sem Atli Eðvaldsson leikur með í Vestur- Þýskalandi, hefur keypt sænska miðvallarleikmanninn Robert Prytz frá Young Boys í Sviss. Prytz skoraði 11 mörk í 26 leikj- um í Sviss á síðasta keppnistíma- gefur til kynna. Dianne Balestrat vann tvo fyrstu leikina í fyrra sett- inu og hélt nokkuð vel í Martinu í flestum leikjanna; tapaði aðeins einum án þess að fá stig. í undan- úrslitum mætir Navratilova svo Chris Evert. Þær hafa mætst 72 í gegnum árin, Navratilova hefur unnið 38 sinnum, Evert 34 sinnum. Evert tekur nú þátt í Wimbledon- keppninni í 16. sinn og í öll skiptin nema eitt hefur hún komist í und- anúrslit. Steffi Graf var í basli með Gabri- elu Sabatini í gær. Argentínska stúlkan var mun afslappaðri, en Graf tók sig saman í andlitinu og sigraði. Hún hefur nú sigraö í 44 viðureignum í röð. bili. Hann gerði tveggja ára samning við þýska liðið. Pryts, sem er 27 ára, er annar leikmaður- inn sem Uerdingen kaupir nú í sumar — hinn er framherjinn Rein- old Mathy sem kom frá Bayern Munchen. Prytz til Uerdingen íþróttafréttamenn útvarps: Handknattleikur í sviðsljósinu Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi bréf: Vegna þeirra orða Jóns Hjalta- líns Magnússonar, formanns Handknattleikssambands fs- lands í Morgunblaðinu i gær, aö rikisfjölmiölum beri skylda að gefa þjóðinni kost á að fylgjast með handknattleikslandsliðinu fram að ólympíuleikunum og að útvarpið hafi ekki taliö Júgó- slavíumótið áhugavert, viljum við íþróttafréttamenn útvarps taka eftirfarandi fram: Það liggur Ijóst fyrir að mótið í Júgóslavíu er áhugavert fyrir margra hluta sak- ir enda leika þar margar snjallar handknattleiksþjóðir, t.d. Sovét- menn, Austur-Þjóöverjar, Júgó- slavar og (slendingar. Síðla vetrar höfðum við samband við Jón Erlendsson, framkvæmda- stjóra HSÍ, og spurðum hann um hugsanlega fyrirgreiðslu sam- bandsins vegna mótsins, t.d. varðandi flugferðir, hótel o.þ.h. Menn brugðust skjótt við á þeim bæ, eins og endranær. Blaða- og fréttamönnum voru boðin hagstæð fargjöld, eins og Jón Hjaltalín réttilega bendir á í Mbl. í gær. Hins vegar hangir fleira á spýtunni hvað varðar okkur út- varpsmenn: • Heildarkostnaður við ferðina (fargjöld, dagpeningar, vinna fréttamanns heima, línu- kostnaður vegna lýsinga. tengigjald, símakostnað- ur . . .) var áætlaður a.m.k. um 200 þúsund krónur. • Við íþróttafréttamenn höfum verið mikið á ferðinni eftir áramót og m.a. lýst frá Eystrasaltskeppninni í hand- knattleik í Austur-Þýskalandi, Norðurlandamóti í körfu- knattleik í Danmörku, knatt- spyrnulandsleik í Frakklandi og flutt fréttir frá smáþjóða- leikum í Mónakó. Auk þess var annar okkar í Suður- Kóreu fyrir skömmu þar sem undirbúinn var jarövegur fyrir komu íslenskra blaða- og fréttamanna á olympíuleik- ana á næsta ári, þar sem íslenska handkanttleiks- landsliðið verður á meðal þátttakenda. • Lýsingar á handknattleik að sumri til eru næsta óvenjuleg- ar, jafnvel þó að um sterkt æfingamót sé að ræða. Dag- skrá beggja rása er nokkuö bundin og hefði verið tals- verðum vandkvæöum bundið að fá allt að 5 klst. til við- bótar við tvo íþróttaþætti sem eru á dagskrá rásar 2 og aðrar lýsingar sem fyrir- hugaðar eru um þessar mundir. Þessi atriði og önnur voru höfð í huga þegar við íþrótta- fréttamenn og fréttastjóri ákváöum aö leita ekki eftir því við yfirstjórn RÚV að 'lýst yrði frá keppninni. Reyndar má segja að árangur landsliðsins í leikjum gegn Dönum hér heima skömmu fyrir Júgóslavíumótið hafi ekki gefið tilefni til bjartsýni um úrslit þar. Hins vegar höfum við lagt okkur fram um að vera fyrstir með fréttir af úrslitum í leikjum liðsins og flutt eins ítarlegar frétt- ir eins og okkur er unnt án þess að vera á staðnum. Útvarpið hefur sinnt íslenskum handknattleik og einkum og sér í lagi handknattleikslandsliði karla af kostgæfni undanfarin misseri. Nefna má að síðastlið- inn vetur voru 27 lýsingar frá leikjum í handkanttleik. Þar var lýst beint frá 17 landsleikjum, 27 leikjum í deildakeppni og þremur leikjum í Evrópukeppni. Auk þess voru iðulega tíðindamenn á leikj- um sem fóru fram á sama tíma. Handknattleikur hefur verið mik- ið í sviðsljósi okkar, sem eðlilegt er. Svo mun verða áfram þó að ekki hafi verið lýst beint frá Júgó- slavíumótinu, sem nú stendur yfir. Það eru mörg stór verkefni framundan hjá karlalandsliðinu næsta vetur og næsta sumar. Að sjálfsögðu munum við íþrótta- fréttamenn útvarps fylgjast með þeim af kostgæfni, hér eftir sem hingað til. Frammistaða liðsins í Júgóslavíu hefur verið frábær og við óskum liðsmönnum góðs gengis. Meö handknattleikskveðju, Ingólfur Hannesson, Samúel Örn Erlingsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.