Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 72
TOM M AH AM BORG AR AMÓTIÐ f i A —- i 4 - sagði Andri Sigþórsson KR-ingar Tommamótsmeistarar Andri Sigþórsson skoraði fimm mörk KR-ingar sigruðu ÍR örugglega í úrslitaleiknum um gullið á Tommamótinu 1987, 6:2. Það sem gerði útslagið öðru fremur var stórleikur Andra Sigþórsson- ar í KR-liðinu. Hann hafði spilað mjög vel í öllu mótinu en líklegast aldrei betur en í úrslitaleiknum. Hann gerði hvorki meira né minna en fimm af sex mörkum KR-inga í þessum leik og þar að auki lagði hann upp mark sem Arnar Sigurgeirsson gerði. Jafnsterkt mót og Tommamótið verður ekki unnið með einum manni og KR-liðið lék mjög vel sem liðsheild. í vörninni var Kristinn Viktorsson, sá klettur sem flestar sóknarlotur stöðvuðust á, en hann hlaut einnig mikilsverðan stuðning frá hinum snaggaralega Sverri Við- arssyni og Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Oskar Sigurgeirsson átti einnig góðan leik frammi. Óskar og Andri eru líklega okkar efnilegasta fram- herjapar í yngri flokkunum. Arnar, sem enn er á yngra ári, vakti at- hygli fyrir góða boltatækni og ákveðni. í þau fáu skipti sem vörn KR-inga sofnaði var Agúst Jó- hannsson markvörður réttur maður á réttum stað og var hann sá markvörður sem fékk á sig fæst mörkin í motinu. ÍR-ingar eru með gott lið og er gaman að sjá hve unglingastarf þeirra ÍR-inga er að skila góðum árangri. í þessum leik mættu þeir hinsvegar ofjörlum sínum og það er engin skömm að tapa fyrir jafn góðu liö og KR. Bestu menn liðsins eru Ólafur Sigurjónsson, sem er geysilega leikinn og snöggur leik- maður, og Eiður S. Arnórsson. Eiður er mjög sterkur leikmaður og er enn á yngra ári þannig að ÍR-ingar ættu að vera sterkir að ári. Einnig átti Valur Þ.ÓIafsson ágætan leik en hann gerði annað mark ÍR-inga. Hitt markið gerði Ólafur Sigurjónsson. Aðrir sem ágætan leik áttu voru Haraldur J. Guðmundsson og Róbert Hjálm- týsson. Tvær knáar úr Sandgerði Þessar tvær knattspyrnustúlkur úr Sandgerði heita Dagný Hulda Erlendsdóttir og Baldvina Karen Gísladóttir. Þær léku með B-liði Reynis og stóðu sig með ágætum. Nokkrar stúlkur tóku þátt í mót- inu að þessu sinni. „Var ekkert að hugsa um þennan titil" ÞAÐ KOM víst fáum á óvart að Andri Sigþórsson, leikmaður KR, var valinn besti leikmaður Tommamótsins. Það er óhætt að segja að hann hafi borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á mótinu. Það sem vakti athygli blaðamanns Morgunblaðsins var hve óeigingjarnt Andri spilaði. Það var ekki nóg að hann skap- aði sjálfum sér óteljandi færi með hraða sínum og útsjónarsemi heldur var hann og ólatur að mata samherja sínum á frábær- um sendingum sem gáfu mörk. Einnig vakti athygli hve lítið það fékk á Andra þó að félagar hans nýttu ekki öll þessi færi. Hann var ekki að hnýta í félaga sína heldur hélt hann áfram að berjast. Þetta mættu margir aðrir góðir leikmenn taka til fyrirmyndar. Við náðum tali af Andra stuttu eftir að hann hafði veitt verðlaunum sínum mót- töku. Fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir hann var hvort útnefn- ingin hefði komið honum á óvart? „Já.ég verð að segja það því ég var lítið að spá í þennan titil. Aðal- atriðið var að vinna Tommamótið og hinir titlarnir komu síðan af sjálfu sér. Þennan góða árangur KR-liðsins vil ég fyrst og fremst þakka góðri liðsheild og góöum þjálfurum. Án þeirra hefðu þessir titlar ekki lent hjá okkur KR-ing- um.“ Andri er markheppinn mjög og spilar líka með 5. flokki og er þar markahæstur. Það kom því ekki á óvart að hann skyldi verða marka- hæsti maður á þessu móti með 33 mörk. Við óskum Andra til ham- ingju með þennan árangur og það verður gaman að fylgjast með þessum snjalla leikmanni í fram- tíðinni. • Andri Sigþórsson var kjörinn besti leikmaður mótsins og hann varð einnig markahæstur. • Það var mikill handagangur í öskjunni þegar verið var að ferðbúast. Hér eru það ísfirðingar sem koma dóti sínu fyrir í gámi frá Herjólfi. Skagastrákar unnu keppni B-liða ÞAÐ voru tvö sterkustu B-liðin sem kepptu til úrslita að flestra dómi: ÍA og FH. ÍA hafði sigrað Val i spennandi undanúrslitaleik 3:2 en FH lagði KR í hinum úrslita- leiknum 4:2. Úrslitaleikurinn var mjög spenn- andi og skiptust liðin á að sækja. Markvörður Skagamanna, Leon Pétursson átti stórleik og kom í veg fyrir að FH-ingum tækist að skora. Það var síðan ívar Bened- iktsson sem skoraði sigurmark ÍA með góðu skoti utan af velli sem annars góður markvörður þeirra FH-inga, Pálmi Guðmundsson réði ekki við. Það voru því Skagamenn sem stóðu uppi meö gullið í keppni B-liða. Liðið er skipað jöfnum leik- mönnum, en geta má góðrar frammistöðu Guömundar Kristins- sonar og Hallgríms Olafssonar. FH lék vel en heppnin var ekki með þeim í þessum leik. Hjá þeim áttu Guðmundur Sævarsson og Orri Gíslason í vörninni góðan leik og Pálmi varði markið af öryggi og verður ekki sakaður um markið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.