Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 70
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 70 iKB/iAnn ást er... aÖ borða vel heppnaðan kvöldverö TM Rtg U.S. Pat. Oft.-aH rights rtsarved e 1966 Los Angetes Times Syndicate úgg - Úgg.... HÖGNI HREKKVÍSI H/AMN fVÆR BILIKJN X HVER JOM LAUGARPECál. " Reykjavíkurfemiir - landsbyg’gðarfemur Til Velvakanda. Nokkrar spumingar til umhugs- unar fyrir frömuði mjólkureinokun- arinnar er dæmt hafa höfuðborg- arbúa til glímunnar við Reykjavíkurfemuna (allt að 2.000 Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaldega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. femur á ári fyrir hveija meðalfjöl- skyldu). Ifyrir nokkru birtist áskomn í dálkum þínum frá reykvískum femuglímumanni, að ákveðinn stór- markaður í bænum tæki að sér að stafla upp hlið við hlið í verslun sinni, stæðu af Reylq'avíkurfemu- mjólk og annarri með landsbyggð- arfemumjólk. Þannig mætti kanna hvemig söluárangur hvorrar teg- undarinnar fyrir sig yrði, ef neyt- andinn hefði þannig fijálst val. Er þér kunnugt um, Velvakandi góður, hvort slík neytendakönnun hefur farið fram eða er framundan? Einkasölufrömuðir mjólkurfram- leiðenda hafa útskýrt að ein af fleiri ástæðum fyrir notkun Reykjavíkurfemanna sé lægri framleiðslukostnaður. Spurt er: Hvers vegna er þá Reykjavíkur- mjólkin ekki ódýrari en landsbyggð- armjólkin? Eða er kannski í raun verið með þessum markaðsháttum að láta Reykvíkinga greiða niður verð fínu umbúðanna sem notaðar em fyrir landsbyggðina? Spurt hefur verið hvort fótur sé fyrir þeim orðrómi að eldhúsrúllu- innflytjendur hafí haft hönd í bagga með ákvörðuninni um borðslettu- umbúðir Reykvíkinga! Er fótur fyrir þessum orðrómi? Að endingu. Ekki er sú saga seld dýrari en hún var keypt varðandi ákvörðun um nýtingu Reykjavíkur- femanna í höfuðborginni — að einhveijir vondir framsóknarmenn úti á landi hafí á sínum tíma kom- ist að þeirri niðurstöðu að sullfem- urnar væm § .... ns nógu góðar í an.......ns Reykjavíkurlýðinn. En þessu trúi ég nú ekki fyrr en það sannast. Reykvíkingur Þessir hringdu . . . Páfagaukur Grænn páfagaukur strauk að heiman frá sér í Seljahverfí sl. þriðjudag. Þeir sem orðið hafa varir við hann em beðnir að hringja í síma 75939. Frábærir íslenskuþættir Guðný Óskarsdóttir hringdi: „Mig langar til að koma á fram- færi kæm þakklæti til Erlings Sigurðarsonar fyrir hina frábæm leiðsögn hans um íslenskt mál í útvarpsþáttum hans. Hann kvaddi okkur hlustendur nú á mánudag- inn var en vonandi verður ekki langt að bíða þar til hann kemur aftur fram í þessum þáttum. Sannarlega er þörf fyrir skorin- orðar leiðbeiningar í málfarsefn- um.“ Veski Brúnt kvenveski tapaðist í Mik- lagarði fyrir nokkm. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Laufeyju í síma 92-4480. Málvilla 5176-2665 hringdi: „í sambandi við frétt af stjóm- armyndunarviðræðunum að undanfömu hefur hvimleið mál- villa verið endurtekin aftur og aftur í útvarpi og sjónvarpi. Fréttamenn segja að „snuðra" hafí hlaupið á viðræðumar en eiga að sjálfsögðu við að snurða hafí hlaupið á þær. Þessi hvimleiða málvilla er óþörf að mínu mati, því þeir ættu að vita betur." Gullhringur Gullhringur með rauðum rúbín tapaðist í austurbænum fyrir skömmu. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 681339. Víkverji skrifar Víkveiji hefur, eins og aðrir, rekið sig á mikinn verðmun á vamingi ýmis konar milli Islands og Bretlands. Þá er um að ræða nákvæmlega sömu vömr hér á landi og þar. Verðmunur á bamafatnaði er í mörgun tilfellum þrefaldur þó um sama vörumerki sé að ræða. Fram hefur komið í fjölmiðlum að mestu um þennan mun ráði hærra innkaupsverð á íslandi en erlendis hvemig, sem á því stendur. Verðlag á íslandi er fremur hátt og virðast þeir, sem kaupa vöru til endursölu að utan, ekki leggja mikla áherzlu á lækkun innkaupsverðs til sam- ræmis við það, sem gerist í öðmm löndum. Verð á bamafatnaði hér á landi er í ýmsum tilfellum álíka hátt og verð á fatnaði fyrir full- orðna. Með þessari verðlagningu á nauðsynjavömm virðist vera lagður steinn í götu þeirra, sem vilja eign- ast bör og ala þau upp á viðunandi hátt. XXX Að undanfömu hefur umræða um hvalveiðar í vísindaskyni verið mikil í íslenzkum fjölmiðlum og sýnist sitt hveijum. Islendingar hafa orðið að láta í minni pokann fyrir meirihluta Alþjóða hvalveiðir- áðsins, sem hefur lagt til að leyfí til vísindaveiða verði afturkallað. Við emm smá þjóð og eigum oft erfítt uppdráttar í baráttunni við valdameiri og stærri þjóðir, sem telja sig þurfa að hafa afskipti af málefnum okkar. Ýmsir ganga svo langt að segja þetta aðför að sjálf- stæði okkar og við megum ekki gefa eftir. Fleiri en ein hlið em á hveiju máli. Útflutningur hvalaaf- urða er mjög lítill hluti gjaldeyris- tekna okkar og líklega verða menn að hafa það í huga við ákvörðunar- töku um framhald veiða í vísinda- skyni. XXX Frjálst fiskverð og afleiðingar þessu em mikið ræddar manna á meðal um þessar mundir. Svo virðist sem afleiðingamar eða áhrif- in séu ekki eins og margir töldu verða. Menn bjuggust við því að verð á físki miðaðist við framboð og eftirspum og að hærra yrði greitt fyrir fískinn á þeim tíma vi- kunnar, sem hagstæðastur væri fyrir vinnsluna, en lægra á öðmm tíma. Raunin hefur orðið sú að víðast hefur verið samið um fast verð án tilfits til framboðs og eftir- spurnar. Islendingum er tamt að ætlast til þess, að hlutimir gerist hratt og hafa ekki þolinmæði til að bíða eftir því, að breytingar gangi yfír með þeim annmörkum, sem þeim fylgja. Það gerist ekki í „gær“, sem ákveðið er í dag. XXX Enn hefur verð á físki hmnið á fiskmarkaðnum í Bremerha- ven vegna offramboðs að sögn þeirra, sem sjá um sölu á físki á þann markað. Erfíðlega virðist ganga að skipuleggja þennan út- flutning með þeim afleiðingum að fískurinn fer til kaupenda erlendis á gjafverði og seljendur aflans tapa fé. Víkveiji telur rétt að menn reyni að leysa þetta viðfangsefni hið snar- asta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.