Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 76
STERKTKDRT Framííð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa ♦ SUZUKI FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Enn dregst stjórnarmyndun: Ríkissljóm í augsýn Samkomulag um kaupleiguíbúðir í sjónmáli Morgunblaðið/Kr.Ben. Áfengið var falið í landfesta- tromlum. Smygl í Goðafossi SMYGL fannst um borð í Goða- ' fossi í Grindavíkurhöfn í gœr. Var um að ræða töluvert magn af áfengi. Goðafoss kom ti) Hafnarfjarðar á þriðjudag og var tollafgreitt þar. I gær kom skipið til Grindavíkur og þar komu tollverðir aftur um borð. Þeir fundu þá töluvert magn af áfengi, sem var falið í fimm land- festatromlum fremst á skipinu. Tollverðir leituðu einnig víðar í skip- inu, en ekki fengust upplýsingar um hvort áfengi fannst víðar, því y Tollgæslan varðist allra fregna af málinu. Ástæðan var sögð sú, að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. 300% verð- munur á kínakáli í VERÐKÖNNUN Verðlagsstofn- unar, sem gerð var á nýju grænmeti í 85 verslunum víða um land þann 25. júní sl., kom í ljós að verðmunur á innfluttu og inn- lendu grænmeti var mikill. Auk þess gætti allnokkurs verðmunar á milli innfluttra sendinga, allt að 300%. Til dæmis kostaði kílóið af inn- fluttu kínakáli 49,30 krónur þar sem það var lægst, en 195 kr. þar sem það var hæst og er því verðmunurinn 295%. Af því grænmeti sem eingöngu fæst innflutt, er verðmunur tvöfaldur til þrefaldur á hæsta og lægsta verði. Af íslensku grænmeti var mesti mun- ur á lægsta og hæsta verði á stein- selju 178%. Sjá nánar Verðkönnun Verðlagsstofnunar á nýju grænmeti á bls. 14. -SÖLUVERÐMÆTI frystra sjáv- arafurða hjá Iceland Freezing Plants í Bretlandi, dótturfyrir- tæki Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, var nokkurn veginn það sama fyrstu sex mánuði þessa árs og á sama tíma á siðasta ári. Sala á frystum flökum dróst saman á þessu tímabili um 8% en sala á unnum fiskvörum jókst FORMLEGAR stjórnarmyndun- arviðræður héldu áfram með litlum hléum frá því kl. 18 í aftur á móti um 20%. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri seldi fyrirtækið fískflök fyrir 7,6 milljónir sterlingspunda eða um 480 milljónir íslenskra króna. Þá seldi fyrirtækið unnar fískvörur fyrir 5,6 milljónir punda eða um 352 milljón- ir króna. Alls var því selt fyrir 13,2 milljónir punda eða 830 milljónir króna sem er um 250 þúsund pund- fyrradag fram yfir miðnætti í gær. Laust eftir miðnætti lauk þingflokksfundum Alþýðuflokks um hærri upphæð eða 15,7 milljón- um króna meira en í fyrra. Aukningin nemur 2%. í samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur Guðmundsson, forstjóri Ice- land Feezing Plants, að verkföll vetrarins, bæði sjómannaverkfallið og farmannaverkfallið, hefðu haft mikil áhrif á söluna. Þannig hefði og Sjálfstæðisflokks, en þing- flokkur Framsóknarflokks fundaði skemur. Staðan á mið- flakasalan í janúar og febrúar dreg- ist saman sem svaraði 1,5 milljón- um punda eða um 90 milljónum króna. Það hefðu aðrir notfært sér, eins og til dæmis Norðmenn, og náð til sín markaði. Síðan hefði flakasalan í júní verið lakari en í sama mánuði í fyrra vegna mikils magns af ferskum físki á mörkuð- um í Bretlandi. Ínætti síðastliðnu var sú að forystumenn allra flokka voru sammála um að ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks yrði mynduð. Það þyrfti einfaldlega heldur lengri tima en búist hafði verið við. Á miðjum degi í gær var útlit fyrir að strandað gæti á ágreiningi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í kaupleiguíbúðamálinu, en á mið- nætti var staðan sú að fulltrúar beggja flokka töldu samkomulag um þetta helsta ágreiningsmál vera í augsýn. Jóhanna Sigurðardóttir og Friðrik Sophusson munu hittast árla f dag til þess að ganga frá slíku samkomulagi. Þingflokkur Alþýðuflokks, eink- um landsbyggðarþingmenn voru í gær mjög andvígir þeim skiptum að láta af hendi ráðuneyti sam- göngumála til Sjálfstæðisflokks og fá í staðinn dómsmál, eins og miðl- unartillaga frá því í fyrrinótt gerir ráð fyrir, en fullvíst er talið að um slíka tilhögun náist samkomulag þegar flokkamir hafa náð saman um kaupleiguíbúðir. Þá hafa Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokkur fallist á að framsóknar- menn fái fjórða ráðherrann, en haldi jafnframt sjávarútvegsráðuneyti, þannig að samkomulag um ráðu- neytaskiptingu og fjölda ráðherra liggur nú fyrir, svo fremi sem al- þýðuflokksmenn fallast á dómsmál í stað samgöngumála. í dag verður unnið í nefndum að textavinnslu á málefnasamningi í ýmsum málum, en eftir miðnætti sl. treystu menn sér ekki til þess að spá til um það hversu mikil vinna væri eftir, áður en ný stjórn yrði mynduð. Sjá Af innlendum vettvangi bls 32. Iðnaðarbankinn: Vextir hækka Iðnaðarbankinn hækkaði óverðtryggða útlánsvexti veru- lega í gær. Þannig hækkuðu vextir óverðtryggðra skulda- bréfa í 29,5% eða um 4%-stig. Flestar innlánsstofnanir breyttu vöxtum að einhveiju leyti, þó engin eins mikið og Iðnaðarbankinn. Þar hækkuðu vextir hlaupareikninga og forvextir víxla, auk skuldabréfa. Þá hækkuðu vextir almennra spari- sjóðsbóka í 14% úr 12% og eru það hæstu vextir innlánsstofnana á sparisjóðsbókum. Ástæða vaxtahækkana nú er hærri verðbólga. Þannig er verið að koma á meira samræmi milli verðtryggðra- og óverðtryggðra vaxta. Þá liggur einnig fyrir að afkoma innlánsstofnana er í heild ekki góð, en stærsti hluti tekna bankanna er mismunur inn- og út- lánavaxta. Sjá nánari frétt á forsíðu við- skiptablaðs Óverðtryggðir vextir hækka. Iceland Freezing Plants í Bretlandi: Söluverðmæti frystra fiskafurða nær það sama og á sama tíma 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.