Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 við eitt, eins og fuglinn efst uppi á Santa Maria del Fiore. Er hann núna þar og ég hér? Nei, við erum saman, blómaskrúðið brýst fram, sólin fyllir hið innra, stjömumar gægjast fram. Ur skauti yndis alheimsins heyrist lúð- ur. Engin skuld, engin refsing, allt er kyrrt. Hann stendur eins og sjó- arinn á kránni, slær í glasið, við bíðum eftir ræðu, sumarkveðju. Eða sögu um málarann, sem byijaði hlutlægt en varð óhlutlægur, elskar alla jarðliti, en málar með bláu. Eg felli tár, terra de Siena drýpur í glasið. Engill svífur að, hrærir í vökvanum; ég er dropi í hafínu, fjólublár, inní hnykli tilfínninganna. Hugsa til hans: síðhærður með síga- rettuna. Egill Skallagrímsson var eitthvað sem við drukkum, styrktur tári af Svartadauða. Gerðum hróp að öllum þeim öpum og idíótum er liðu hjá. Sit með eina af myndum Alfreðs, drekk skál hans og hrópa, fullur kærleika: Flóki, að hneyksla deyr aldrei. Mundi hann eftir tússpenn- anum sínum? Ég á ramma með flatarmáls-mynstri, þar má hann teikna fjöldann allan af fígúrum, fullar af vitund. Alfreð sviðsetur sorgina, kann meira en ytri mótun, sem er samúð, fúlmennska og harmur. Hið opna land sálarinnar, sem er nafnlaust, vellur upp og azurblá bjartsýni, hel og paradís. Eitt snöggt hlé verður ekki skilnað- ur okkar. Hans Henrik Jorgensen kvikmyndaleikstjóri, Kaupmannahöfn. Ég var lítill, bólugrafinn og held- ur ólánlegur táningur með áhuga á annarlegum bókmenntum og fyrir- bærum; þegar kunnur bankamaður hér í bæ stillti mér upp fyrir fram- an Alfreð Flóka í kjallaranum á Eymundssyni og kynnti okkur með þeim formála að við ættum margt sameiginlegt. Ég man skelfingu mína yfír því að vera settur svona undirbúnings- laust í þessa aðstöðu, einhvem veginn fannst mér ég þurfa að geta botnað alla þá Baudelaire-fyrri- parta sem Flóki kynni að varpa fram, eða geta skipst við hann á alkemískum leyniformúlum á gull- aldarlatínu. Ég hafði fylgst með Flóka úr fjarlægð, í gegnum viðtöl og annað slíkt og sannfærst um að hér var á ferðinni mikilmenni. Kannski ekki bara mikilmenni, heldur fjöldahreyfíng: — hér holdg- uðust í einum manni súrrealismi, fantasía, magía og hin skapandi hnignun aldamótanna, auk þess sem hann virtist vera í beinu sam- bandi við öll helstu skikkelsi mannkynssögunnar. Eftir þennan stutta fund sat ég uppi með heimboð til Flóka og þann- ig byijaði vinátta sem hefur verið með því dýrmætasta sem mér hefur gefist í lífínu. Nú þegar ég hugsa til Flóka úr annars konar fjarlægð sé ég að fyrri sannfæring mín um mikil- mennið og fjölfræðinginn Flóka var meira en réttlætanleg. En það sem skiptir mig mestu máli nú er að hann hafði hliðar sem forsíðuvið- tölin gátu ekki einu sinni gefið í skyn: hann var hlýr, næmur og örlátur, alltaf tilbúinn til þess að koma til hjálpar, aðstoða, gefa. Lítið land eins og ísland hefur haldið í við hinn stóra heim lista og menningar með því að mynda hnotskurnarsamfélag þar sem stór- ar stefnur eða hópar á listasviðinu speglast hér í einstaklingum eða litlum hópi listamanna. Fyrir utan það að vera einstakur á sínu sviði var Flóki, eins og áður sagði, tals- maður og merkisberi fyrir margar stefnur og þá ekki síður á sviði bókmennta en myndlistar. Á þann hátt hefur hann verið uppalandi fyrir yngri kynslóðir listamanna og annar stór hluti af því uppeldi hefur verið að kenna mönnum sköpunar- mátt sérviskunnar, dirfsku til að fylgja listagyðjunum eftir og gera vilja sinn hvað sem hver segir. Arfleifð Alfreðs Flóka í listaverk- um og mótandi áhrifum er eitthvað sem aðeins komandi kynslóðir munu geta metið til fulls, en öll erum við fátækari við fráfall hans. Fari hann í friði. Hilmar Orn Hilmarsson Þegar ég sit hér með penna í hönd og hugsa um síðustu vikur, ef ekki síðustu mánuði eða ár, þá minnist ég frænda míns, Alfreðs Flóka, sem lést í Landspítalanum 18. þ.m., aðeins 48 ára að aldri. Flóki var umdeildur, enda sérstakur persónuleiki, með sinn frábæra húmor sem féll ekki í jarðveginn hjá öllum, en flestir skynjuðu per- sónu hans og vissu að á bak við brynju þessa var Flóki afskaplega viðfelldinn, jákvæður og skemmti- legur og mikill karakter, sem ekki fór framhjá neinum sem til hans þekkti. Þar sem ég hef ætíð haft mikinn áhuga á myndlist hef ég oft leitað ráða hjá Flóka í þeim efnum og mér oft til blandinar ánægju hafði hann ætíð tíma til að gefa mér ráðleggingar, enda þjóðkunnur listamaður, og með betri listamönn- um þjóðarinnar. Það er eigi svo langur tími er ég heyrði í honum síðast og var hann hress að vanda, og orðaði ég það við hann að ég ætti að þreyta próf í listasögu fljótlega, og spurði hann hvenær prófíð yrði og hálf skammaði mig fyrir að hafa ekki leitað til sín fyrr, svona var hann ætíð reiðubúinn. Við spjölluðum í þessu samtali um hina og þessa listamenn, einnig um endurreisn- artímabilið sem hann að sjálfsögðu kunni öll deili á, og líkt Flóka lædd- ust nokkrir brandarar inn á milli eins og honum einum var lagið, en hann gaf mér fróðlegar upplýsingar að vanda og stóðst ég prófíð með miklum ágætum, þökk sé honum, og mun ég geyma minningu hans í hjarta mínu um aldur og ævi. Blessuð sé hans minning og megi hann hvíla í friði. Ingibjörg Bragadóttir Sú bitra fregn barst til Kaup- mannahafnar á fremur kuldalegum sumardegi, að minn gamli vinur, Alfreð Flóki, væri látinn. Við kynnt'umst vorið ’59 og hitt- umst stundum á kaffíhúsum í Reykjavík. Hann hafði verið á Aka- demíinu í Kaupmannahöfn hjá Prof. S. Hjorth Nielsen. Taldi Flóki rétt- ast að ég sækti um skólavist hjá þessum manni, úr því að ég var í þeim þönkum. Þannig byijaði sam- vera okkar haustið '61, en eftir þetta bjó hann oft tímabundið í borginni, oft ár í einu og kom gjarn- an á vorin. Hann elskaði gömlu Kaupmannahöfn og við höfum átt margar ógleymanlegar stundir saman. Leiðin að hjarta Flóka gat verið í gegnum pott af ungversku gúllasi, vel sterku, og flösku af frönsku rauðvíni. En annars komu þau Ingibjörg oft m.a. vegna þess að þau höfðu gaman af bömum. Áð eðli var Flóki afar hlýr, hlé- drægur, jafnvel býsna feiminn maður. Hann var húmoristi af Guðs náð og var snillingur í að segja sögur. Hann naut sín allra best í litlum hópi. Engan myndlistarmann hef ég þekkt sem var jafn víðlesinn í menningarsögunni og hann, ekki síst persónusögu og það frá fjölda landa. Meðal nemenda Akademísins vakti Flóki mikla athygli og vissi hann mæta vel af þessu. í matstofu skólans leit þetta stundum þannig út að hann gat varla borðað „frika- dellurnar“ fyrir stormandi kven- hylli. í annan tíma sat mikill hópur í kringum hann og allt í uppnámi, því að þá var hann að tefla skólafé- laga sína af sér, hvern af öðrum, og hafði lagt peninga undir. í eitt sinn var það að hann leit yfír liðið og sagði að það væri hann handviss um, að eitthvert það þrautleiðinleg- asta tómstundagaman sem fyrir- fyndist, væri að vera svona normal. Éftir slíka sigra var farið í búllu- hringferð, byijað á Skindbuksen eða Hviids og oft komið seint heim. Á slíkum næturferðum kom margt misjafnt fyrir og gæti orðið langur kapítuli. Aðalpersónan gat haft gaman af að heyra þessar „Flóka- sögur“ af sjálfum sér í hverfunum í kring um Nikolaj kirkju og Kóngs- ins Nýjatorg. Einmitt þess vegna finnst mér Flóki standa fyrir aftan mig, horfir yfir öxlina á þessar línur og segja: „Gamle dreng, ætlarðu ekki, ormurinn þinn, að hafa eina einustu Flókasögu af Old boy, Al- fredó og það í sjálfum nekrólógnum um snillinginn?" En svo verður ekki að sinni, þó af nógu sé að taka. Það er engin hætta á að Alfreðs Flóka verði ekki minnst á góðum stöðum í gömlu Kaupmannahöfn. Við fórum mikið á bókasafn skól- ans á tímabili og leituðum að alls ólíkum hlutum. Flóki kynnti mig fýrir verkum listamanna eins og t.d. Ivar Arosenius, Angueli, Jos- ephsson, Griinewald og C.F. Hill. Sá síðastnefndi var okkur oft um- ræðuefni. Þetta voru allt hans menn og sunnar í álfunni átti hann þá Doré, Redon, Ensor, Moreau og Pasein o.fl. Við vorum ekki sam- mála um nemendur Moreaus nema Rouault sem víð báðir dáðum. Flóka fannst Matisse hálf úrkynjaður og hann brosti að kúbistunum. Sem teiknari var Flóki algjörlega í sérflokki. Hann réð mjög snemma yfír góðri tækni, var þrautseigur og vann af mikilli nákvæmni. Hann starfaði alla tíð á fremur þröngu sviði, hann ræktaði sinn garð og vildi hafa hann í friði. Á skólaárun- um teiknaði hann mikið, en ekki alltaf í sjálfum skólanum. Hann gerði samning við Hjorth Nielsen um að teikna heima og lika á skól- anum eftir vild, gegn því skilyrði að sýna kennaranum myndirnar reglulega. Hann uppfyllti þetta lof- orð á góðan máta, enda- er mér minnisstætt þegar hann kom með möppumar sínar inná skrifstofu Hjorths og þeir ræddu teikningam- ar langtímum saman. Flóki vann markvíst sem teiknari eftir þetta og á sér enga hliðstæðu í íslenskri list. Hann var náttúrlega skyldur alheimshreyfingu súrrealismans, sem hann gluggaði mikið í, en Flóki fór alltaf sínar eigin götur. Hann skoðaði hluti afar vel, þegar hann var á söfnum. Gekk hægt um sal- ina, beit kannski örlítið í neðri vörina og kom svo eftir drykklanga stund með skýrt álit sitt á verkinu. Flóki elskaði konur. Hann var alla tíð gjörsamlega töfraður af konum. Þær voru vemr sem bæði gátu heillað menn eða gert þá sturl- aða með dulrænu afli. Um þetta Qölluðu myndir hans að vemlegu leyti, fijósemin gegn dauðanum, lífið og erótíkin. Hann var á vissan hátt tvíráður einfari, vissi að mað- urinn er alltaf einn og deyr einn. Hann trúði á erótíkina í sama skiln- ingi og Forn-Grikkir. Trúlega eigum við Gerður eftir að sakna sögumannsins og húmor- istans Flóka allra mest, svo og bréfanna og kortanna frá honum. Hin sérkennilegi undirtónn í sögum Flóka byggðist á næstum barns- legri eftirtekt og ríkri kímniblend- inni dómgreind. Þess vegna er okkur sár hryggð í huga og við munum minnast Al- freðs Flóka svo lengi sem við lifum. Við samhryggjumst innilega móður hans, syni, Ingibjörgu og öðmm aðstandendum. Tryggvi Ólafsson „Do what thou wilt Shall be the whole of the Law. Love is the Law, Love under will.“ (Aleister Crowley) Ég furðaði mig oft á því að slíkur maður sem Flóki skyldi vera vaxinn upp hjá okkur héma í Víkinni, því að hann virtist miklu fremur sprott- inn úr gamalgrónu menntaumhverfi í einhverri af höfuðborgum Mið- Evrópu. Þetta gerði eflaust fas hans, útlit og klæðaburður, en eins hitt, að hann hafði með þrotlausum lestri frá unga aldri tileinkað sér bókstaflega allt það besta úr menn- ingararfleifð gömlu Evrópu. En seinna gerði ég mér ljóst að Flóki var jafnframt eins íslenskur og nokkur maður getur verið, í þeirri merkingu sem við leggjum besta í það orð. Því svo oft og víða sem þess hefur verið getið hve víðlesinn Flóki var í erlendum bókmenntum, eldri sem yngri, má hitt ekki gleým- ast að hann var ekki síður óvenju vel lesinn í íslenskum bókmenntum frá upphafi, hafði á hraðbergi til- vitnanir úr ólíkustu áttum, kunni ókjör af ljóðum, sögum og sögnum og fór ósjaldan með mergjaðar stök- ur yfir góðu glasi. Hann var fæddur í Uppbænum, í húsi móðurafa síns, Guðmundar Helgasonar á Óðinsgötu fjögur, og ólst þar upp fram undir fermingu. Þetta var mikið ævintýrahús og þar var amma hans, sem dekraði hann hæfilega; sá meðal annars til þess að hann fengi að vaka frameftir og sofa út á morgnana og að sem minnst af því sem kryddaði hvunndaginn færi fram hjá honum. Reglulega klæddi hún sig uppá og fór á miðilsfund til Láru, og tók drenginn með sér; þ.e.a.s. hann sat frammí eldhúsi á meðan andarnir komu nauðsynlegum skilaboðum til skjólstæðinga sinna inni í stofunni. Þessi undarlega reynsla átti sinn þátt í þeirri foragt sem Flóki hafði Sjá nánar á bls. 49. sem fyrst, en líka tími til að njóta lífsins og vornætur æskunnar eftir- væntingarfullar og hver dagur líkur ævintýri. Flóki vildi teyga allan heiminn í einni andrá og þekkingar- leit hans var slík að kornungur vissi hann álíka mikið um menningu heimsins og hálærðir menn. Hann var á þeim árum eins konar Galdra- Loftur á þröskuldi leyndardómanna, en þegar alvaran var mest með bros á vör líkt og skógarpúki í klassísku málverki. Það var mjög bjart yfir öllu, en ekki alltaf og nokkurn skilning skorti hjá dauðyfl- um samfélagsins. Að storka umhverfinu var litið öðrum augum en nú þegar það þykir nauðsynlegt listamanni til þess að ná frama. Á heimili Flóka skorti ekki skiln- ing. Guðrún, móðir hans, var og er listhneigð kona og fékkst við list- sköpun þótt ekki færi hátt, enda af ætt sem lagt hefur meira af mörkum til íslenskrar myndlistar en flestar aðrar. Alfreð, faðir hans, stóð traustum rótum í borgaralegri menningu og var fagurkeri í eðli sínu, hafði samt áhyggjur af því hve sonurinn þekkti marga vafa- sama menn. Á þessu heimili var líka dóttirin Guðlaug, systir Flóka, björt og einarðleg stúlka, eftirmynd föður síns. Og aldrei langt undan var Stefán Þórir Guðmundsson, bróðir Guðrúnar, sem til hinstu stundar frænda síns leit á það sem helsta takmark sitt í lífinu að standa um hann vörð og bregðast honum aldrei. Það rættist líka því þegar þeir frændur töluðu síðast saman tók Flóki af Stefáni loforð um að hafa samband við sig klukkan sjö að kvöldi 18. júní. Á þeirri stundu andaðist Alfreð Flóki í Landspítal- anum. Heimili Flóka var fullt af bókum, listaverkum og fögrum hlutum. Hann þurfti ekki að fara langt til að finna það sem hann leitaði að. Hann jós úr brunnum menningar á sínu eigin heimili og þar voru bæk- ur sem gátu svalað fróðleiksfýsn hans. Mestu skipti þó að þar var rúm fyrir skilning á þessum óvenju- lega syni sem hlyti að fara aðrar brautir en tíðkaðist. Sérstöku ást- fóstri tók Flóki við menningu nítjándu aldar. Flóka leið aldrei betur á góðri stundu en þegar tón- list Wagners var leikin eins hátt og unnt var og arfur Germana rifj- aður upp og komist að spaklegri niðurstöðu þótt hún væri ekki alltaf samkvæmt almennri rökvísi. Guðrún og Alfreð Nielsen tóku þeim sem þetta skrifar vel frá upp- hafi. Sömu sögu hafa margir vinir Flóka að segja. Ég fann strax í návist þeirra að þau voru fulltrúar menningar og mannlífs sem ég gat auðveldlega sætt mig við. Þegar Alfreð var hrifsaður burt á miðjum aldri var missirinn sár. Mér var hann sannur vinur. Það gleymist aldrei hve styrkleiki Guðrúnar Niel- sen var mikill á þessari óvægnu stundu og reisn hennar eins og allt- af, ekki síst nú þegar þyngsta höggið hefur verið greitt. Alfreð Flóki var að sönnu barn móður sinnar, líktist henni mjög. Fyrir meira en tveimur áratugum sagði hann við mig að hann kviði því mest að móðir sín dæi á undan sér. Við því var honum hlíft. Flóki var um árabil kvæntur danskri konu, Annette Bauder Jen- sen. Þau skildu. Sonur þeirra er Axel Darri sem lifir föður sinn. Sambýliskona Alfreðs Flóka, Ingibjörg M. Alfreðsdóttir, gaf hon- um það besta sem hún gat gefið honum: æsku sína. Svo húmar að. Kvöldið þótt fag- urt sé varir ekki að eilífu. Við tekur nóttin. Það er eini ákvörðunarstað- urinn sem við eigum vísan. Ég vildi geta kallað aftur á minn fund æsk- una sem er liðin. Þegar hún stóð sem hæst var Alfreð Flóki með í för. Nú sitjum við hér og horfum til grárra sinuhaga með nokkrum skilningi. Jóhann Hjálmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.