Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands: Berlínarmúr- inn verði rifinn Segir hann standa í vegi fyrir gagnkvæmu trausti Símamynd/Júlíus Siguijónsson * Island í 3. sætið íslenska landsliðið í handknattleik sigr- aði það a-þýska 27:24 í síðasta leik Júgóslavíumótsins í gærkvöldi og lenti því í þriðja sæti á mótinu. Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði íslenska liðsins, hampar hér viðurkenningu fyr- ir þriðja sætið; forláta kristal-vasa. Fyrir aftan fyrirlið- ann stendur Jakob Sigurðsson skæl- brosandi. Sjá nánar bls. 55 Nýja Sjáland: Tímarit bannað vegna málvillna ^ Wellington, Nýja Sjálandi, Reuter. Vestur-Berlín, Reuter. JACQUES Chirac, forsætisráð- herra Frakklands, hvatti í gær til að Berlínarmúrinn yrði rifinn niður og sagði, að Frakkar myndu eftir sem áður taka þátt í að gæta öryggis Vestur-Berlín- BORIS Pyadyshev, talsmaður utanrfldsráðuneytísins í Moskvu, vísaði í gær á bug fréttum þess efnis að Sovétmenn hefðu lagt fram nýjar afvopnunartillögur, sem gætu leitt til samkomulags um útrýmingu allra meðal- drægra kjarnaflauga, hvar sem þær væru í heiminum. Hermt var í fyrradag að Nikolai Chervov, hershöfðingi, hefði lagt nýjar tillögur fyrir Maynard Glit- mann, aðalsamningamann Banda- ríkjanna í Genfarviðræðunum um fækkun meðaldrægra kjamavopna. Pyadyshev sagði það rangt vera og að Chervov hefði ekki umboð til að bera fram tillögur upp á eigin spýt- ur. Samkvæmt frásögn New York Times fólust nýjar tillögur Sovét- manna í því að þeir buðust til að eyða 100 meðaldrægum kjarna- flaugum, sem þeir ætluðu að halda eftir í Asíu, gegn eyðingu allra vopna af þessu tagi í Evrópu. Á Tékkóslóvakía: Skutu barþjón Vín, Reuter. TVEIR tékkneskir leynilögreglu- menn skutu til bana barþjón, sem neitaði að afgreiða þá um drykki, að sögn mannréttindabaráttu- manna. Atvikið átti sér stað í Prag. Að sögn sjónarvotta neitaði þjónninn að afgreiða höfuðsmann og majór í leynilögreglunni vegna þess að komið var að lokunartíma. Gerðu þeir sér þá lítið fyrir og skutu bar- þjóninn til bana. Þeir reyndu síðan að komast á braut, en vegfarendum tókst að stöðva þá og afhenda_ þá almennri lögreglu. „Hvernig er hægt að trúa því, að okkur stafí engin hætta úr austri þrátt fyrir þennan múr og þessar gaddavírsgirðingar og þrátt fyrir, að landamæravörðunum sé fyrir- skipað að skjóta til bana hvern þann, sem reynir að komast yfír spýtunni hékk að Bandaríkjamenn settu ekki landflaugamar í Evrópu um borð í kafbáta og breyttu ekki meðaldrægum Pershing-flaugum í skammdrægar, sem hægt yrði að láta Þjóðverjum í té. þær?“ sagði Chirac við fréttamenn. „Það má einnig stuðla að auknum skilningi og trausti þjóða í milli með því að rífa múra eins og þennan." Chirac lét þessi orð falla eftir að hann hafði ræst „Tour de France"- hjólreiðakeppnina en í tilefni af 750 ára afmæli Berlínar hófst hún við Brandenborgarhliðið þar í borg. Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, sem heimsótti Berlínarbúa 12. júní sl., hvatti einnig til þess, að Berlín- armúrinn yrði rifinn en Sovétmenn vísuðu því á bug sex dögum síðar. Chirac átti í gær í Berlín viðræð- ur við Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, og Eberhard Diepgen, borgarstjóra, um borgina og sam- skipti þýsku ríkjanna og biðu Sovétmenn ekki boðanna með að mótmæla nærveru Genschers. Sögðu þeir, að hún væri „vísvitandi brot“ á fjórveldasamkomulaginu um stöðu borgarinnar en opinber- lega er hún undir stjórn helstu sigurvegara síðustu heimsstyijald- ar, Frakka, Breta, Bandaríkja- manna og Sovétmanna. A Nýja Sjálandi hefur venð bönnuð útgáfa timarits, sem blaðamennskunemar við einn háskólann stóðu að. Með banninu var þó ekki verið að amast við efni eða efnistökum, heldur hraksmánariegri stafsetningu, slæmu og röngu máli og sóðaleg- um frágangi og setningarvillum. Noel Harrison, rektor háskólans í Whangarei nyrst á Nýja Sjálandi, ákvað að banna tímaritið nokkrum dögum áður en það átti að koma út en nemendur í blaðamennsku við skólann höfðu unnið og skrifað allt efnið. Sögðust þeir taka ákvörðun rektors mjög nærri sér og harma hana en Harrison sagði, að því mið- ur hefði ekki verið um annað að ræða. Vinnubrögðin og kunnáttu- leysi ungu mannanna væru slík og þvílik, að ekki yrði við unað. Nýir skór flýta vexti imgmenna Peking, Reuter. KÍNVERJAR hafa fundið upp skósóla sem flýtir vexti ungs fólks, að sögn blaðsins Wen Wei Po í Hong Kong. Að sögn blaðsins var sólinn gegnsýrður með algengum kínverskum lyfjum. Núningur hans við ilina eykur flæði lífskrafts um sérstakar rásir í líkamanum, sem voru skilgreind- ar í fornum en fullgildum kínverskum lækningakenning- um. Blaðið segir að skór með hinum nýja sóla hafi verið reyndir á 152 ungmennum og hefðu þau stækk- að að meðaltali um einn sentimet- er á mánuði, eða 1,7 sinnum hraðar en eðlilegt væri talið. Sumarið til Parísar Sumarið er nú loks komið til París- ar eftir óvenju kalt og vætusamt vor þar í borg. Ungu konunni þótti hitinn í gær þrúgandi og skellti sér uppí brunn fyrir framan Palais de Chaillot-safnið til kælingar. Piltur- inn metur fegurðina og í bakgrunni trónir hinn 98 ára gamli og 300 metra hái Eiffelturn á Marstorginu. ar. Rússar afneita nýjum tillögum Moskvu, Washington, Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.